Morgunblaðið - 29.08.1992, Page 3
2 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1992
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 1992
B 3
MENNING/LISTIR
í NÆSTU VIKU
TESTOFA
OG JAPÖNSK LEIRKER
haft umsjón með uppsetningu sýn-
ingarinnar, en Kristín stundaði
nám í hönnun og leirkeragerð í
Japan á árunum 1976-1981. Hún
segir að sýningin sé í eigu The
Japan Foundation, sem er stofnun
í Japan rekin sameiginlega af
einkafyrirtækjum og japanska rík-
inu og tilgangur hennar er að
kynna japanska menningu á er-
lendri grund. Á sýningunni eru
65 gripir eftir nær jafnmarga leir-
kerasmiði og er henni ætlað að
gefa góða yfirsýn yfir það sem er
að gerast í hefðbundinni leirkera-
gerð á 20. öld. Sérstök áhersla er
lögð á að sýna verk eftir fremur
unga leirkerasmiði, þ.e. á fertugs-
og fimmtugsaldri, en einnig eru á
sýningunni verk eftir mikla meist-
ara og þ. á m. Shoji Hamada sem
tilnefndurvar„„þjóðargersemi“
japanska ríkisins í lifanda lífi.
Hamada er talinn hafa haft hvað
mest áhrif á þróun og tilvist list-
iðnaðar á þessari öld, bæði í Japan
og í hinum vestræna heimi. Það
leiðir af líkum að verðmæti grip-
anna á þessari sýningu skiptir
milljónum.
Kristín segir að hefðbundin jap-
önsk leirkeragerð hafi ávallt haft
sterk tengsl við daglegt líf fólks.
Notagildi og leirmunagerð hafi
alltaf verið samofin. Það er ekki
fyrr en á þessari öld sem leirkera-
smiðir í Japan fóru að spreyta sig
á ýmsum formum, sem höfðu
skreytingar-' eða tjáningargildi.
„Það má kannski skipta þessu í
þrennt,“ segir Kristín. „Það eru í
fyrsta lagi þeir sem kjósa að vinna
í hefðbundnum stíl með hefðbund-
inni tækni. í öðru lagi eru þeir sem
vinna með hefðbundinni tækni en
fást við nýstárleg form og útlit. í
þriðja lagi eru þeir sem halda sig
við gömlu formin og útlitið en
notfæra sér nútímatækni við
vinnsluna.“
Þegar minnst er á hefðir sem
ná langt aftur er skemmtilegt að
sjá að einn leirkerasmiðurinn á
sýningunni ber nafnið Kakiemon
þrettándi. Það merkir einfaldlega
að hann er þrettándi ættliðurinn
sem vinnur við leirmunagerð.
Kakiemon-fjölskyldan er þekktust
fyrir að hafa um Iangan aldur
búið að leyndardómnum um hvern-
ig ná ætti fram rauðum lit við leir-
brennslu. Nú er leyndarmálið upp-
lýst með aðstoð efnafræðinnar en
rauði liturinn er engu að síður
vörumerki Kakiemon-fjölskyld-
unnar.
Eitt af því sem vafalaust vekur
athygli sýningargesta í Norræna
húsinu er japanska testofan sem
sett hefur verið upp í sýningarsaln-
um. Kristín segir að þeim hafí
fundist nauðsynlegt að gefa áhorf-
endum innsýn i þessa aldagömlu
athöfn; tesiðaathöfnina, þar sem
saga hennar er samofin sögu leir-
keragerðarinnar í Japan síðustu
aldir. Tesiðaathöfnin rekur upphaf
sitt til Muromachi-tímabilsins í
Japan 1394-1573 þegar herfor-
ingjar skiptu landinu á milli sín
og herlög giltu. „Þá þróaðist þessi
athöfn sem byggðist á því að her-
foringjar og fjölskyldur þeirra
söfnuðust saman og drukku te og
settu sér ákveðnar reglur um
hegðun og umhverfi við athöfnina.
Umræðuefni máttu ekki snúast
um neitt sem var utan herbergis-
ins, kyrrð og friður varð að ríkja
og allir hlutir sem umhverfis voru
urðu að minna á athöfnina. At-
höfninni stjórnaðu síðan tesiða-
meistarar sem í tímans rás höfðu
mikil áhrif á þróun leirmunanna
sem notaðir eru við tedrykkjuna.
Þessi athöfn hefur höfðað til
ýmissa þjóðfélagshópa og er mikið
stunduð í dag en hliðstæðuna við
tedrykkju herforingjanna á mið-
öldum er kannski að finna í tesiða-
athöfnum japanskra iðnjöfra sem
leggja mikið upp úr þessari at-
höfn.“
HS
Sakaida Kakiemon þrettándi (1906-1982), leirskál
með lituðu blómamynstri. Rauði liturinn er vöru-
merki ættarinnar í fjórtán kynslóðir.
rcm—&
Kjarvalsstaðir
stokkaðir upp
Mbl/Árni Sæberg
Þau opna samsýningu á skúlptúrum í dag. Frá vinstri: Ragnar Stef-
ánsson, íris Friðriksdóttir, Ólafur Gíslason og Kristján Steingrímur.
Talsverðra breytinga sér nú stað innanhúss á Kjarvalsstöðum en
í sumar hefur staðið þar yfir endurskipulagning á nýtingu á hluta
hússins og vegur þar þyngst breyting á kaffistofu fyrir gesti
hússins. Kaffistofan hefur verið færð í enda Austurforsalar en
með því móti opnast nýir möguleikar til sýningahalds í miðskipi
hússins, þar sem kaffistofa var áður. Þar verður í dag opnuð í
fyrsta sinn sýning og eru það abstrakt höggmyndir Ásmundar
Sveinssonar sem vígja þetta nýja sýningarrými. Þrjár aðrar sýn-
ingar verða einnig opnaðar á Kjarvalsstöðum í dag; 60 teikning-
ar Alfreðs Flóka í eigu Listasafns Reykjavíkur, fjórir ungir högg-
myndalistamenn opna samsýningíi og Tróndur Patursson frá
Færeyjum opnar sýningu á glerlistaverkum.
Gunnar Kvaran for-
stöðumaður Lista-
safns Reykjavíkur-
borgar segir ýmissa
annarra breytinga að
vænta á Kjarvalsstöð-
um í vetur og á næsta
ári, en sýningahald verður frá næstu
áramótum alfarið á vegum stjórnar
Kjarvalsstaða. Þá er í bígerð opnun
bókasafns og rannsóknaaðstöðu á
öllum þeim fjölda gagna sem eru í
eigu safnsins varðandi Kjarvalssafn
og Erró-safnið.
Viðurkenna samkeppnina
„Þetta er í rauninni grundvallar-
breyting sem verður á allri notkun
hússins," segir Gunnar og bendir á
að eldhús og rými því fylgjandi sé
nægilega stórt til að taka við sem
bókasafn. „Þá ætlum við að nýta
fundarherbergið sem hér er til kynn-
ingar á forgengilegri list, s.s. mynda-
sýningar af performönsum og inn-
setningum ásamt hugsanlegum fyrir-
lestrum um ýmis efni.“
Segja má að breytingar þessar á
Kjarvalsstöðum séu í samræmi við
breytta hugsun á síðustu árum gagn-
vart listasöfnum og gestum þess; til
hvers fólk sæki söfn og sýningar og
hvað það vilji fá útúr heimsókninni.
„Listasöfn þjóna ýmsum þörfum
fólks öðrum en þeirri einni að svala
listþörf þess. Fólk kemur til að gera
sér dagamun, njóta tímans sem það
dvelur í safninu og þá skipta hlutir
eins og veitingaaðstaða og góð sæti
ekki minna máli en margt annað.
Það má nánast segja að fæstir komi
gagngert og eingöngu til að njóta
listaverkanna, það er öll minn-
\ ingin um heimsóknina í safnið
sem skiptir máli og við verð-
'I um að hugsa fyrir."
Þessi áhersla á umhverfi
og andrúmsloft innan
safnsins er vísbending um
þá samkeppni sem orðin er
um hyllí sýningargesta á
Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Listasafn Islands og Hafnar-
borg í Hafnarfirði hafa lagt
áherslu á þessa þætti með góð-
f um árangri undanfarin misseri
og Kjarvalsstaðir hafa satt að
segja farið halloka hvað þetta varð-
ar. Nú verður breyting þar á og um
leið er verið að viðurkenna mikilvægi
þessa þáttar í rekstri Iistasafna nút-
ímans. Eins konar áhersla á „heild-
arupplifun“.
Listræn stefnubreyting
En þó kaffíð sé gott og stóllinn
mjúkur er samt aðaltilgangur lista-
safna eftir sem áður að bjóða uppá
góða list. Þar ráða auðvitað fleiri en
eitt sjónarmið ferðinni og án þess
að fara nánar útí þá sálma er stefnu-
breyting í sýningahaldi framundan
og hefur reyndar verið í bígerð um
hríð. V
„í vetur verður sú breyting á sýn-
ingahaldinu að við munum hætta að
leigja út sali hússins til sýningahalds
og frá og með áramótum verða allar
sýningar á Kjarvalsstöðum á vegum
hússins. Rökin fyrir þessari breyt-
ingu eru m.a. þau að þetta er aukin
þjónusta við listamenn. Við munum
nú velja úr röðum allra starfandi
myndlistarmanna og bjóða viðkom-
andi að sýna hér á Kjarvalsstöðum
sér að kostnaðarlausu. Það þýðir að
Kjarvalsstaðir taka að sér alla um-
sjón með sýningarhaldinu, kynning-
ar, boðskort o.s.frv. en í stað þess
gengur aðgangseyrir til safnsins. Þá
mun safnið ekki taka prósentu af
seldum verkum á sýningum hér í
húsinu. Þetta fyrirkomulag gerir
okkur einnig kleift að innheimta að-
eins eitt aðgöngugjald að húsinu í
stað þess að rukka við hveijar dyr
einsog tíðkast hefur og þótt hefur
óskemmtilegt."
Með því ráða alfarið sýningahaldi
gefst vissulega tækifæri til að móta
stefnu hússins á markvissari hátt.
Hver sýning sem kemur í húsið er
hugsuð í samhengi við hinar; skapa
mótvægi eða samhljóm, sýna breidd
eða kafa dýpra í ákveðna átt. Hér er
í rauninni verið að taka upp sama
fyrirkomulag og tíðkast í opinberum
söfnum víðast hvar í Evrópu.
„Við þurfum að jafna hlutföilin
milli erlendra og innlendra mynd-
listamanna. Úr hópi íslenskra mynd-
listamanna verðum við að gæta þess
að velja listamenn af ólíkum kynslóð-
um, ólíkum stefnum og ólíkum grein-
um innan myndlistarinnar," segir
Gunnar. Hann bætir því við að önnur
breyting sem verður á sýningahald-
inu sé fólgin í því að í Austursal
verði ávallt uppi sýning á verkum
Kjarvals; „en þar verður skipt reglu-
lega um verk svo gestir geti haft
góðan aðgang að hinu mikla safni
málverka og teikninga sem eru í eigu
safnsins. Frá þessu verða ekki gerð-
ar undantekningar nema um sé að
ræða mjög stórar sýningar er krefj-
ast alls rýmisins sem húsið hefur að
bjóða.“
Miðskipið. Nýtt sýningarými þar sem áður var kaffistofan.
Teikningar Alfreðs Flóka
Af þeim fjórum sýningum sem
opnaðar verða í dag á Kjarvalsstöð-
um eru tvær á vegum safnsins og
hinar tvær eru einkasýningar ef svo
má að orði komast. Fyrsta má nefna
sýningu á um 60 verkum (teikning-
um) Alfreðs Flóka sem eru í eigu
Listasafns Reykjavíkur. „Listasafn
Reykjavíkur eignaðist á þessu ári
mikið safn af teikningum og vinnu-
bókum Flóka. Þetta safn er að hiuta
til gjöf og að hluta til keypt úr dán-
arbúi Alfreðs FIóka,“ segir Gunnar.
„Þetta mun verða til þess að við
munum leggja sérstaka rækt við list
Alfreðs Flóka hér í safninu. Alfreð.
Flóki skipar mjög sérstakan sess í
íslenskri myndlist. hann er einn af
fáum sem kenndur er við súrrealisma
hér á landi en það er kannski dálítil
einföldun. í verkum hans kemur fram
mjög persónulegur symbólismi og
myndmálið er mjög sérstakt og flók-
ið. Myndir hans eru ríkar af frásögn
og það er verðugt rannsóknarefni
að einbeita sér að því að lesa mynd-
ir hans. Vinnubækur hans veita einn-
ig sérstakt tækifæri til að kynna sér
vinnubrögð og hugsun að baki mynd-
unum og þær verða nú aðgengilegar
fyrir þá sem vilja rýna sérstaklega
í myndgerð Alfreðs Flóka.“
Abstraktverk Ásmundar
Sveinssonar
Miðskipið, hið nýja sýningarrými
á Kjarvalsstöðum verður vígt með
sýningu á abstrakt höggmyndum
Ásmundar Sveinssonar. Gunnar seg-
ir að með þessu vilji Listasafn
Reykjavíkur vekja athygli á list Ás-
mundar og safni hans í eigu borg-
arinnar. „Ásmundur er kannski
þekktastur fyrir hlutbundnu verkin
sín eins og Vatnsberann og Móður
jörð en hann fékkst engu að síður
við við gerð óhlutbundinna verka frá
1951 til dauðadags. Þau verk urðu
þó aldrei fullkomlega óhlutbundin því
„Persónulegur symbólismi og flókin frásögn.“ Sýning á 60 teikning-
um Alfreðs Flóka úr eigu Listasafns Reykjavíkur.
í þeim er ávallt fólgin einhver frá-
sögn eins og t.d. í verkinu Tristan
og ísold.“
Verk Ásmundar hafa um árabil
verið til sýnis í Ásmundarsafni en
Gunnar segir að með því að taka
verkin úr sínu hefðbundna umhverfi
gefist kannski tækifæri til að skoða
Lokahönd Iögð á frágang kaffistofu í Austurfor-
sal.
Friðriksdóttir og Ólafur Gíslason.
„Það má segja að þetta sé allt fólk
sem kannað hefur nýjar leiðir og er
frumlegt og ferskt.“
Fjórða sýningin sem opnar í dag
er á glerverkum eftir færeyska lista-
manninn Trónd Patursson. Þetta eru
samsett verk, e.k. glermósaík en
Tróndur er þekktur listamaður í
Færeyjum og forvitnilegt að sjá verk
hans hér,“ segir Gunnar.
Sýningar framundan
Til að gefa hugmynd um hvernig
hin breytta stefna í sýningahaldi
Kjarvalsstaða mun birtast í fram-
kvæmd á næsta ári er ekki úr vegi
að slá botninn í þessa grein með því
að hlaupa á því helsta sem verður á
boðstólum eftir áramótin. Þar ber
fyrstar að telja þrjár stórar sýning-
ar; hin fyrsta ber yfirskriftina Nú-
tímalist frá Skotlandi (janúar-febrú-
ar), sýningu í febrúar og mars á
norrænni samtímalist undir yfir-
skriftinni Hvað gefur náttúran? og í
mars og fram í april verður stór sýn-
ing sem nefnist Islenskt landslag
1900- 1945.
Af íslenskum listamönnum sem
sýna á næsta ári má nefna Sæmund
Valdimarsson, Daða Guðbjörnsson,
Rögnu Ingimundardóttur, Daníel
Magnússon, Magnús Kjartansson,
Sólveigu Aðalsteinsdóttur ög Finn-
boga Magnússon. Yfirlitssýningar
verða á verkum Gunnlaugs Blöndal
og Louisu Matthíasdóttur. Af erlend-
um sýningum ber einna hæst sýningu
á höggmyndum franska meistarans
Rodin í október en einnig verður
sýning á Norrænni byggingalist und-
ir yfirskriftinni Fimm norrænir
meistarar. Þá verða einar tvær ljós-
myndasýningar og I lok ársins verður
sýning á verkum Keith Harring og
Geoffrey Hendricks. Það verður því
af nógu að taka, sjá og skoða á
Kjarvalsstöðum í haust og næsta ári.
HS
þau í nýju ljósi og mynda ný tengsl
við þau. ,
Höggmyndir og glerlist
Fjórir skúlptúristar af yngri kyn-
slóðinni opna samsýningu i Vestur-
salnum í dag. Þetta eru þau Kristján
Steingrímur, Ragnar Stefánsson, Iris
Perlan, Öskjuhlíð
Jón Baldvinsson sýnir málverk.
Sýningin stendur til 2. septem-
ber.
Gallerí úmbra v/Amtmanns-
stíg
Halldóra Emilsdóttir sýnir mál-
verk. Sýningin stendur til 9.
september.
Hólar í Hjaltadal
Myndlistarsýning Gísla Sig-
urðssonar. Myndröð við Sólar-
ljóðin. Einnig stendur yfir sýn-
ing á bókum frá Hólaprenti úr
einkasöfnum sr. Ragnars Fjal-
ars Lárussonar og sr. Björns
Jónssonar.
Slunkaríki, ísafirði
Grétar Reynisson sýnir teikn-
ingar til 13. sept.
frumheija íslenskrar málara-
listar og á efri hæð eru nýrri
verk auk nokkurra erlendra
verka. Listasafn íslands er opið
alla nema mánudaga kl. 12-19.
Nýlistasafnið
Myndhöggvarafélagið í Reykja-
vík 20 ára. Minningarsýning
um Ragnar Kjartansson mynd-
höggvara stendur til 30. ágúst.
FÍM-Salur, Garðastræti 6
Finnska listakonan Lena Pyy-
htiá-Viljanen sýnir olíumálverk.
Listasalurinn Nýhöfn,
Hafnarstræti
Hafsteinn Austmann opnar í
dag sýningu á málverkum.
Önnur hæð, Laugavegi 37
Sýning á verkum eftir Donald
Judd. Opið miðvikudaga klukk-
an 14—18, eða eftir samkomu-
lagi.
Listmunahúsið, Hafnarhús-
inú
Sýning á stórum sjávarlífs-
myndum eftir Gunnlaug Schev-
ing.
Hulduhólar, Mosfellssveit
Sumarsýning Hulduhóla stend-
ur yfir um þessar mundir. Lista-
mennirnir sem sýna eru Stein-
unn Marteinsdóttir, Sveinn
Björnsson, Sverrir Ólafsson og
Hlíf Ásgrímsdóttir. Opið er frá
14 til 19 alla daga nema
fimmtudaga og föstudaga, þá
er opið frá 17 til 22.
Gallerí 11
Ólafur Benedikt Guðbjartsson
sýnir olíu- og akrýimálverk í
TONLF.IKAR
Laugardagur 29. ágúst
Miðgarður í Skagafirði. Galgop-
ar og Diddú. Söngskemmtun.
Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran,
Óskar Pétursson tenór, Stefán
Birgisson tenór, Atli Guðlaugs-
son baritón, Vilberg Jónsson
bassi og Þorsteinn Jósefsson
bassi flytja íslensk og erlend
sönglög.
Kirkjuhvoll Garðabæ kl. 17:
Burtfarartónleikar frá Tónlist-
arskóla Garðabæjar. Helga
Björg Ágústsdóttir og Steinunn
Birna Ragnarsdóttir leika verk
eftir Bach, Beethoven, Ravel
og Lalo
Þriðjudagur 1. sept.
Tónleikar í Listasafni Siguijóns
Ólafssonar kl. 20.30: Angela
Spor sópran og Þóra Fríða
Sæmundsdóttir píanóleikari
flytja verk eftir Janacek,
Schönberg, Britten og Grana-
dos.
Fimmtudagur 3. september
Sinfóníutónleikar í Stykkis-
hólmi. Hljómsveit Tónlistarhá-
skólans í Freiburg leikur undir
stjórn Gunnsteins Ólafssonar.
LFJKLIST
Light Nights í Tjarnarbíói
Sýningar Ferðaleikhússins á
Light Nights-dagskránni eru á
hveiju fimmtudags-, föstu-
dags-, laugardags- og sunnu-
dagskvöldi í Tjarnarbíói og
hefjast klukkan 21.00. Efni
sýningarinnar er íslenskt en að
mestu flutt á ensku.
MYNDLIST
Kjarvalsstaðir
Sýningar frá 29.8.-13.9. Sam-
sýning: íris Friðriksdóttir,
Kristján Steingrímur, Ólafur
Gíslason og Ragnar Stefánsson
sýna höggmyndir og skúlptúra.
Alfreð Flóki: Teikningar í eigu
Listasafns Reykjavíkur. Trónd-
ur Patursson frá Færeyjum
sýnir glerverk. Ásmundur
Sveinsson: Abstrakt högg-
myndir.
Norræna húsið
Kjörgripir. Sýning á hefðbund-
inni japanskri leirkeragerð.
Listasafn íslands
Sýning á verkum í eigu safns-
ins. Á neðri hæð eru verk eftir
innra herbergi til 3. sept. í
fremra herbergi sýnir Magnús
S. Guðmundsson. Opið er alla
daga frá 13 til 18.
G-15 Skólavörðustíg 15
Síðasta sýningarhelgi á ljós-
myndum Katrínar Elvarsdótt-
ur. Opið 14-18 og lýkur sunnu-
dag 30. ágúst.
Hafnarborg
Elías B. Halldórsson sýnir olíu-
málverk. í kaffistofu Hafnar-
borgar sýna Einar Már Guð-
varðarson og Susanne Christ-
ensen höggmyndir.
Snegla - Listhús, Grettisgötu
7
Sýning á myndverkum og list-
munum 15 listamanna. Opið
virka daga 12-18, og laugar-
daga 10-14.