Morgunblaðið - 02.09.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.09.1992, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1992 Fundað um alþjóðleg hagsmunamál ALÞJÓÐASAMTÖK fiskveiði- þjóða funda þessa dagana í Reykjavík um helztu alþjóðleg hagsmunamál fiskveiðiþjóða, svo sem umhverfismál, tollabandalög, hval- og selveiðar og veiðar utan 200 mílna lögsögu. Samtökin voru stofnuð árið 1988 og hefur þeim fjölgað hægt og bítandi síðan. ís- land gerðist aðili að þessum sam- tökum 1989. Arlega er fundað um þessi heiztu málefni. Samtökin eru í raun byggð upp af samböndum hagsmunaaðila innan hvers ríkis fyrir sig og eru því ekki á sviði stjórnkerfisins, enda er hlutur af starfsemi þeirra fólginn í því, að efla meðvitund stjórnvalda í aðildar- löndunum um mikilvægi sjávarút- vegs í matvælaframleiðslu. Samtök- in eru í dag mynduð af Samtökun þýzkra togaraútgerða, Sjávarút- vegssamtökum í Kína, Kanada, Nor- egi, Bandaríkjunum, Japan og Kóreu og Samtökum fiskiðnaðarins á Nýja Sjálandi auk Samstarfsnefndar at- vinnurekenda í sjávarútvegi hér á landi. Dagskrá fundarins hófst með ávarpi Þorsteins Pálssonar, sjávar- útvegsráðherra, setningu fundarins og ávörpum gesta, þeirra Daniels Goodmans frá sjávarútvegsráðu- neyti Kanada, sem fjallaði um sjáv- arspendýr og fiskistofna og Eriings Haukssonar, sjávarlíffræðings, sem ræddi um útbreiðslu sela í Norður- Atlantshafi, stöðu þeirra í lífkeðj- unni og áhrif á fiskveiðar. Síðar um daginn var fyrirtækið Haraldur Böð- varsson hf. á Akranesi heimsótt svo og Hvalstöðin í Hvalfirði. í dag heim- sækja fundarmenn fiskmarkaðina í Reykjavík og Hafnarfirði og hlýða á fyrirlestur Magnúsar Guðmunds- sonar, kvikmyndagerðarmanns. Eft- ir hádegi verður fundarhöldum fram haldið, en þá flytur Guðmundur Ei- ríksson, sendiherra, erindi um Hval- veiðiráð Norður-Atlantshafs og Sig- fús Schopka, fiskifræðingur, fræðir menn um þorskstofna í Norður-Atl- antshafi. Þá verður fjajlað um Al- þjóða hvalveiðiráðið, túnfiskveiðar og umhverfisverndarsamtök. Á morgun, fimmtudag, verður fundi fram haldið með umræðum um um- hverfísmál, ákvarðanir um heildar- afla, fiskveiðistefnu EB, fríverzlun, gæði og hreinlæti og fleira. Fundin- um lýkur þann dag. Stórlúðan beið eftir stærri króki Morgunblaðið/Helga Halldórsdóttir ÞINGEYRI - MITT í allri umræðunni um kvóta- skerðingu og lélegt fiskirí virðist þó vera einn og einn fiskur í sjónum, sem hreinlega biður um að vera veiddur og er tilbúinn að bíða dögum saman eftir passlegum króki til að bíta á. Ragnar Gunn- arsson á Þingeyri var á dögunum við veiðar á fjögurra tonna trillu sinni, Unni RE 501, þegar eftirfarandi atburður átti sér stað: „Ég vár stadd- ur grunnt út af Kópanesi í Arnarfirði á handfæra- veiðum, þegar ég varð var við að stórlúða elti krókana upp á yfirborðið og synti í kringum bát- inn, veifaði siðan sporðinum og hvarf. Ég reyndi mikið að ná henni en ekkert gekk, enda eru hand- færi ekki heppilegustu veiðarfærin fyrir þessa stærð af skepnum. Ég tók niður staðsetninguna og hélt heim á leið en var staðráðinn í að reyna við hana aftur,“ sagði Ragnar. „Næstu daga var bræla og ógæftir en fimm dögum síðar gaf á sjóinn aftur og þá safna ég liði, en það voru þeir Halldór Egilsson og Egill sonur hans, ásamt tengdaföður mínum, Sigfúsi Jóhannssyni. Við fórum á bát Halldórs, sem er tíu tonna trilla, Björgvin Már ÍS 468, á sama stað og fyrr. Þar lögðum við haukalóðir, en það er 240 króka Iúðulóð, og viti menn, skömmu síðar beit skepnan á, stórlúða, sem vó 128 kíló og var 2,08 metrar á lengd,“ sagði Ragnar Gunnarsson. Á myndinni eru frá vinstri: Ragnar Gunnars- son, Egill Halldórsson, Sigfús Jóhannsson og Hall- dór Egilsson. Telja Færeyinga stunda ólöglega veiði í Barentshafi Norðmenn segja Færeyinga mun meira út af þorski en þeir segist veiða NORSKA sjáv- arútvegsblaðið Fiskaren telur flytja munmeira út af *~ð Færeyingar hafi flutt út fiskafurðir, sem svari til nærri tvöfalds þess afla, sem þeir hafa gefið upp árið 1991. Með öðrum orðum að Færeyingar hafi stund- að ólöglegar veiðar, einkum í Barentshafinu, í stórum stíl. Kjartan Hoydal, fiskimálastjóri Færeyja, hafði áður neitað öllum ásökunum um ólöglega veiði, en segir nú í samtali við norska blaðið, að málið verði kannað ofan í kjölinn. Fiskaren greinir einnig frá því, að rússnesk yfirvöld hafi nú stöðvar veiðar Færeyinga innan lög- sögu sinnar vegna rökstudds gruns um ólöglega veiði. Samkvæmt upplýsingum Fiskaren, veiddu Færeyingar 23.691 tonn af þorski árið 1991. Það ár nam útflutningurinn hins vegar 3.271 tonni af ísuðum þorski, 5.800 tonnum af frystum flökum og 8.556 tonnum af salt- fiski. Sé það reiknað yfir í afla upp úr sjó, svari það til nærri 40.000 tonna. Axel Nolsoy, Hagstovustjóri Færeyja, segir að Færeyingar hafi flutt inn 3.500 til 4.000 tonn af þorski í fyrra til frekari vinnslu og endurútflutnings, en Fiskaren segir að samt vanti að gera grein fyrir 15.000 tonnum af þorski. Þá bendir blaðið á þá stöðu, að Færeyingar hafi ekki veitt upp kvóta sína innan lögsögu annarra þjóða. 1991 höfðu þeir kvóta upp á rúm 19.000 tonn af þorski og ýsu hjá öðrum þjóðum, en þeir tóku aðeins tæp 17.000 tonn, þrátt fyrir að aflaheimildir á þessum tveimur fisktegundum hafi verið helmingaðar á heimaslóðinni frá 1989. Fiskaren segir, að sé gert ráð fyrir því að uppgefinn þorsk- afli af heimaslóðinni sé réttur, 8.700 tonn og 4.000 tonn hafi ver- ið flutt óunnin inn, hafi Færeying- ar veitt 30.000 tonn innan lögsögu annarra ríkja. Blaðið getur þess, að þessi afli svari til afla 6 færey- skra togara, sem stunda veiðar í Barentshafínu og bendir á, að mik- ið vanti upp á, að Færeyingar full- nýti kvóta sinn innnan lögsögu Rússlands samkvæmt uppgefnum tölum, en annars staðar sé uppgef- inn afli nær leyfilegum kvóta eins og á íslandsmiðum. Treystu engum betur en Hugleiðum fyrir viðkvæmum og dýrmætum farmi Fraktvélar Flugleiða fljúga á sunnu- dögum, og oftar ef þarf, til og frá Evrópu, nánar tiltekið Oostende í Belgíu. Burðargeta fraktvélanna er 45 tonn og því eru þessar ferðir tilvaldar fyrir þá sem þurfa að flytja vörur í stórum einingum eða miklu magni. Starfsfólk Flugleiða aðstoðar við- skiptavini sína fúslega við að koma fraktinni á endanlegan áfangastað ef á þarf að halda. Daglegt áætlunarflug Flugleiða er síðan til 15 landa og þangað flytja Flugleiðir að sjálfsögðu einnig frakt. Nánari upplýsingar í síma 690 101. FLUGLEIDIR F R A K T i f á Eyrópumarkað Fréttir vikunnar Frystitogari á Seyðisfjörð ■ NÝR frystitogari, Ottó Wathne, kom til heimahafnar á Seyðisfirði í síðustu viku. Togarinn er í eigu samnefnds útgerðarfélags og kemur í stað eldri ísfisktogara með sama nafni. Sá togari verður seldur og hefur Hraðfrysti- hús Eskifjarðar verið nefnt sem hugsanlegur kaupandi. Skipið er keypt frá Noregi, en það var smíðað á Spáni árið 1991. Það er 720 tonn að stærð og frystigeta á sólar- hring er 50 tonn. ----------- Samstarfi slitið í Eyjum SAMSTARFI þeirra Sigurðar Einarssonar, forsljóra ís- félags Vestmannaeyja hf., og Magnúsar Kristinssonar, að- stoðarforsljóra fyrirtækisins, lauk í síðustu viku. Magnús og fjölskylda hans, sem eiga Tungu hf., kaupa af fyrirtæk- inu frystitogarann Vest- mannaey og bátinn Smáey, sem hafa samtals 2.800 tonna kvóta og láta á móti eignar- hlut sinn I ísfélaginu hf., um 25%. Samstarf þetta hófst í árslok í fyrra, er þeir Sigurð- ur og Magnús sameinuðu fyr- irtæki sín Isfélag Vestmanna- eyja og Hraðfrystistöðina í Vestmannaeyjum. ----♦-♦-*-- Loðna til Grindavíkur LOÐNA barst í fyrsta sinn á þessari vertíð til Grindavíkur í siðustu viku og hefur loðna ekki borizt þar á land svo snemma vertíðar áður. Það var Háberg GK 12, sem Fiski- rajöl og lýsi gerir út, sem kom með fyrsta farminn að þessu sinni. ----♦-♦-«-- Miklu minna flutt utan FYRSTU sjö mánuði þessa árs hefur sala á ferskum þorski á erlendum mörkuðum dreg- izt saman um 23% miðað við sama tímabil í fyrra, eða úr 10.400 tonnum í 8.000 tonn. Sala á ýsu hefur dregizt sam- an úr 7.600 tonnum í 4.600 eða um 39%. Sala á ufsa hefur þá dregizt saman um 20%, en karfasala er svipuð nú og í fyrra. ----♦_♦_,-- Aflabrestur við Grænland ÞORSKVEIÐAR Grænlend- inga gengu verr en dæmi eru um á fiskveiðiárinu, sem-nú er að ljúka. Alls veiddust nú um 1.800 tonn, en Royal Greenland, framleiðslufyrir- tæki landstjórnarinnar, hafði gert ráð fyrir 8.000 tonna afla. í fyrra var veiðin 13.000 tonn og 25.000 tonn árið 1990. Tekjurnar af veiðunum verða nær hálfum milljarði króna minni á þessu ári en í fyrra. ----♦-»■■♦- Minni afli á úthaldsdag AFLI á hvern úthaldsdag skipa Útgerðarfélags Akur- eyringa hefur dregizt saman um 25% á fjórum árum. Afli á hvern úthaldsdag árið 1988 var 16 tonn en var 12 tonn á fyrri helmingi þ'essa árs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.