Morgunblaðið - 10.09.1992, Síða 2

Morgunblaðið - 10.09.1992, Síða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNCLÍF FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992 Hagræðing Lyfjaframleidsla Samningur við Kýpurbúa gæti skilað Delta tugiun niillj. árlega DELTA hf., lyfjaframleiðslufyr- irtækið, hefur gert samning við aðila á Kýpur um að selja þangað tækniaðstoð við að byggja upp verksmiðju til lyfjaframleiðslu. Kýpverjarnir munu einnig fá framleiðslu og skráningargögn á ákveðnum lyfjum hjá Delta. Upp- bygging verksmiðjunnar er hafin en reiknað er með að hún byrji starfsemi eftir eitt ár. Delta fær greiddan allan kostnað sem fyr- irtækið leggnr út vegna þessa og einnig fær Delta ákveðið hlut- fall af allri sölu hins væntanlega fyrirtækis á Kýpur í vissan ára- fjölda. Ottó B. Olafsson forstjóri Delta segir að ef allt gangi upp muni þetta hlutfall nema ein- hveijum tugum milljóna árlega. Auk þess að aðstoða við upp- byggingu verksmiðjunnar mun Delta flytja út lyf til Kýpur sem verður selt og dreift frá þessari verksmiðju, bæði um Kýpur og til Mið-Austurlanda. Reiknað er með að megnið af framleiðslu verksmiðj- unnar verði flutt út frá Kýpur en verksmiðjan verður af sömu stærð- argráðu og verksmiðja Delta hf. Delta mun þjálfa hérlendis upp ákveðinn kjarna af starfsmönnum hins nýja fyrirtækis á Kýpur og einnig er gert ráð fyijr að aðilar frá Delta hf. fari til Kýpur og verði þar meðan verksmiðjan kemst í gagnið. Aður hefur komið fram í Morgun- blaðinu að Delta mun hugsanlega aðstoða Rússa við að reisa þar lyfja- framieiðsluverksmiðju. Nú á fyrir- tækið von á sendinefnd frá Rúss- landi og eftir þá heimsókn segir Ottó að koma eigi í ljós hvort áhugi þeirra sé raunverulegur. Fyrirtækl Jafnréttisráð veitir viði irkeimingu fyrir átak íjafnréttismálum SAMSTARFSHOPUR — Þegar fjárlaga- og hagsýslustofnun var sameinuð fjármálaráðuneyt- inu í apríl 1991 var ákveðið að skilja hagsýslustarfið frá fjárlagagerðinni. Jafnframt var ákveðið að efla og endurskipulegga hagsýslustarfíð og auka samstarf ráðneyta á þessu sviði. Fjármálaráðherra skipaði samstarfshóp ráðuneytisstjóra um hagsýslumál sem mótar meginstefnu hagsýslustarfsins, sem nú nefnist Hagsýsla ríkisins. Á myndinni sjást Magnús Pétursson ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu sem er for- maður, en auk hans skipa samstarfshópinn Berglind Ásgeirsdóttir ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneyt- inu og Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneyti. Efasemdir hafa veríð um að tölvukaup hins opinbera skili aukinni framleiðni HAGSÝSLA ríkisins er að fara að stað með viðamikla könnun sem lítur að því að bera saman árang- ur og kostnað stofnana með sam- bærileg starfssvið. Meðal slíkra stofnana eru embætti sýslumanna sem eru með sambærilega starf- semi hvert á sínu svæði, saman- burður á starfi og árangri í fram- haldsskólunum, samanburður á stofnunum fatlaðra og mismun- andi meðferðarleiðum á því sviði. Auk þess verður starfsemi á hjúkrunarheimilum könnuð og gerður samanburður á starfsemi skattstofa. Samkvæmt upplýsing- um frá Hagsýslunni er þess vænst að könnunin geti skilað verulegri þekkingu og greiningu á starfsemi stofnana á framangreindum svið- um og orðið til styrktar við ákvarðanatöku stjórnvalda á rekstrarlegum og faglegum svið- um. Grundvöllur hagsýslustarfsins er að auka á hagkvæmni og ráðdeild í rikisbúskapnum og í meðferð opin- berra fjármuna. Að beiðni ráðuneyt- anna skoða Hagsýslan eða tekur út einstaka þætti í starfsemi stofnana eða ríkisfyrirtækja og gerir tillögur um úrbætur. Verkefni Hagsýslunnar hafa m.a. verið fólgin í því að aðstoða og leiði- beina stjórnendum ríkisstofnana um atriði sem geta leitt til meiri áragurs í starfí þeirra og viðkomandi stofn- ana. Á upplýsinga- og tölvusviði er lögð áhersla á að stofnanir líti á út- gjöld vegna tölvubúnaðar eins og annan reksturskostnað og að meta þurfi stofnkostnað á því sviði út frá arðsemis- og framleiðnisviðum. í gögnum frá Hagsýslunni segir að stjómendum hætti til að láta tækni- menn um of sjálfráða um þennan málaflokk og efasemdarraddir hafi heyrst um það hvort nokkur árangur síst af tölvukaupum hins opinbera í formi aukinnar framleiðni. Einnig segir að á undanförnum mánuðum hafí orðið mikil aukning á hagsýslustarfinu. Lögð sé áhersla á að nýta aðkeypta ráðgjafa á ýmsum sviðum hagsýslustarfsins enda breytileika viðfangsefna mikill. Hag- sýslan sjálf hefur að jafnaði 3-4 fastráðna menn í starfí og kaupir auk þess þjónustu af verktökum sem starfa í hennar umboði. Hagsýslan gerir samanburð á ríkisstofnunum WordPeífeu - |tAwpisl\fju:íii.fH| WordPerfect fyrir Windows á fslensku! 1 Myndlr Dálkar Oróasafn Töflur Tormúiur Hnappalínur Fjötvar Stíka WwdPerfeci kci£ð vat fyrsi þýtt i íileruku ánð 1986, tú þesti þýðing i WordPerfect er *ú krrg Tiðaaicsta hmgaé bL Aftur vorj Jjýddar útgáfitr 4 1. 4 2 og 5.0 af WordPerféct fynr DGS svo og PUoPtrfect 5 0 Á ssrmm tíina vn ékvefttft, í £6» fynrsjéankgr* Wtrdvw sr« ðingar eaakalólvuhccnimi. að þýða ekíá wp 5 | fyrir DC'S hekfejr bífta eftr M fyigi að íjilísðgfto íncö fbmanu, er.í og 4ftur Íilenrk bandbák, um 150 Ksðríðw' fylgg mt ft femtau, en að aaSd fjdgja cnsku hanábœkumar mcð því Peir stm hafa uriroð í tíán útgáfum af WordPcrfctt vwða fijótír aft átta sig á nýja forrúúui, þó að utnhverfift íé SSÖibrsytl A2« gorniu gðftu aðgefftgnar era ORÐSIMILLD — Kynning EJS á nýju Orðsnilldinni í Windows sýnir vel hvernig valmyndin lítur út. Tölvur WPWin á íslensku NÚ er hægt að fá WordPerfect fyrir Windows (WPWin) á íslensku. Einar J. Skúlason hf. (EJS), einkaumboðsaðili WordPerfect, stóð að þýðingunni í samvinnu við hugbúnaðarfyrirtækið WordPerfect Corp- oration í Bandaríkjunum. Þýðingin byggir að mörgu leyti á eldri þýðingum, en með Windows-umhverfinu koma allmörg ný hugtök. í frétt frá EJS segir að möguleik- arnir hafí aldrei verið meiri í Word- Perfect-ritvinnslu og það nýstárleg- asta sé Windows-umhverfið. Marg- ar nýjungar eru í WPWin, t.d. skrár- stjóri, töflugerð og formúluritþór. Forritið er algjörlega myndrænt og því sjást myndir og leturgerðir á skjá, sem líkastar útkomu á prent- ara. Öl! vinna með dálka og umbrot mun vera auðveldari en áður. Skráasnið WPWin er það sama og í WP 5.1 fyrir DOS og því ganga gömul skjöl frá WP 5.0 og WP 5.1 beint inn í WPWin án breytinga. Þeim sem eiga eldri útgáfur af WordPerfect fyrir DOS bjóðast upp- færslur í nýjustu útgáfuna, sömu- leiðis þeim sem þegar hafa fengið WPWin á ensku . JAFNRÉTTISRÁÐ hefur ákveðið að veita fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum viðurkenningu fyrir átak í jafnréttismálum. Er Fólk Nýr fram- kvæmda- stjórí Goða hf. HELGI Óskar Óskarsson hef- ur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Goða hf. Hann hefur undanfarna mánuði verið auglýsinga- stjóri Ríkis- sjónvarps og útvarps. Helgi var viðnám í markaðsfræð- um í Bandaríkjunum á árunum 1989-1991 og lauk MS-prófí í stjórnun frá Colorado State Uni- versity. Helgi Óskar lauk BS-prófi í jarðfræði frá Háskóla íslands árið 1978, fyrsta árs prófi frá Handels- hojskolen í Kaupmannahöfn árið 1979 og varð Cand oecon frá Há- skóla íslands árið 1982. Hann starfaði sem viðskipta- fræðingur hjá Landsvirkjun 1982- 1986 en vann síðan í ráðgjafardeild Kaupþings hf. 1986-1989, lengst af sem deildarstjóri. Helgi Óskar er fæddur árið 1953 og uppalinn á Höfn í Hornafírði. Hann er kvæntur Kristínu Þorkelsdóttur tölvunar- fræðingi og eiga þau þijár dætur. vonast eftir að viðurkenningin virki sem hvatning til sambæri- legra aðila um að kippa þessum málum í lið hjá sér. Skipaður hefur verið starfshópur sem fara mun yfir tillögur fulltrúa Jafn- réttisráðs um veitingu viður- kenningarinnar. Þannig 24. októ- ber nk. er síðan ætlunin að Jó- hanna Sigurðardóttir, félags- málaráðherra veiti viðurkenn- inguna við hátíðlega athöfn. Fyrirmyndin að samkeppninni er sótt til Svíþjóðar en sambærileg samkeppni var haldin þar í fyrsta sinn í fyrra. Hún fór fram í sam- vinnu við viðskiptatímaritið Veck- ans Affarer. Mikill fjöldi fyrirtækja fékk sendan spurningalista þar sem kannað var hvernig unnið hefði verið að jafnréttismálum á árinu. Niðurstaðan varð sú að fyrirtækið Vattenfall fékk verðlaunin fyrir Um er ræða framleiðslu fyrir 120 vinnustöðvar auk fundarher- bergja og kaffiaðstöðu og mun tilboðið verða í kringum 20 millj- ónir króna að sögn Rafns. Hann sagði ennfremur að íslensk fyrir- tæki í þessari atvinnugrein þyrftu þann árangur sem náðst hafði við að fjölga konum í stjórnunarstöð- um. Hjá Vattenfall er unnið eftir sérstakri jafnréttisáætlun og stjórn fyrirtækisins metur markmið í jafn- réttismálum á hveiju ári á sama hátt og viðskiptaleg markmið. í ár var það tryggingafélagið Folksam sem hlaut verðlaunin og Sveriges Radio fékk einnig sérstaka viður- kenningu . Forráðamönnum fyrirtækja eða starfsmönnum þeirra er frjálst að koma með ábendingar um aðila sem til greina koma í samkeppni Jafn- réttisráðs en þær þurfa að berast til ráðsins fyrir 22. september nk. Starfshóp samkeppninnar skipa þau Auður Þorbergsdóttir, héraðs- dómari, Ellert B. Schram, ritstjóri, Tryggvi Pálsson, bankastjóri ís- landsbanka og Vigdís Grímsdóttir, rithöfundur. ekki að detta nema öðru hveiju niður á slík verkefni til að styrkja stöðu sína verulega. „Við höfum því hugsað okkur að taka meiri þátt í tilboðsgerð utan landsstein- anna í framtíðinni,“ sagði Rafn. Iðnaður GKS-Bíró með tilboð í húsgagnagerð fyrir EFTA GKS-Bíró hf. sem varð til við sameiningu Bíró-Steinars hf. og GKS hf. um síðustu mánaðarmót, mun senda inn tilboð í gerð skrifstofu- húsgagna fyrir höfuðstöðvar EFTA í Brussel. Slík útboð erlendis eru að sögn Rafns Ben. Rafnssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækis- ins, óplægður akur fyrir íslensk fyrirtæki í húsgagna- og innrétt- ingaframleiðslu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.