Morgunblaðið - 10.09.1992, Síða 3

Morgunblaðið - 10.09.1992, Síða 3
C 3 MORGUNBLAÐIÐ VlÐSKIPTI/ATVIHÍNIlLÍf FIMMTU^AGUR 10. SEPTEMBER 1992 Ráðstefna Vandamál banka á Norðurlöndum til umfjöllunar UM þessar mundir stendur yfír ráðstefna bankastarfsmanna á Norðurlöndum þar sem meðal annars er fjallað um stöðu þeirra sem starfa í bönkum og launakjör þeirra. Anna G. ívarsdóttir frá Sambandi íslenskra bankamanna opnaði ráðstefnuna í gær en Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra og Jóhannes Nordal seðlabankasljóri fluttu inngangserindi þar sem þeir fjölluðu báðir m.a. um vandamál bankakerfísins á Noðurlöndum. í inngangserindi sínu sagði Jón Sigurðsson að miklar breytingar hefðu átt sér stað á fjármagns- mörkuðum á Norðurlöndum á undanförnum árum. Breytingam- ar hefðu ekki gengið áfallalaust og síðustu dagana hefðu verið miklar hræringar á gjaldeyris- mörkuðum á Norðurlöndum. Breytingarnar á undanförnum árum hefðu þó ekki eingöngu haft í för með sér vandamál heldur einnig möguleika, t.d. til aukinnar skilvirkni og hagræðingar. Þannig hefði bönkum hérlendis t.d. fækk- að úr 7 í 3. Jóhannes Nordal kom einnig inn á hræringarnar í gengismálum og sagði að þær myndu væntanlega varpa nokkrum skugga á ráðstefn- una, þar sem bankastofnanir á Norðurlöndum stæðu frammi fyrir meiri vandamálum en þær hafa gert í áratugi. Þau vandamál væru hins vegar enn ekki jafn mikil á Islandi og á hinum Noðurlöndun- um. BANKAMENN — Ráðstefna myndinni sést yfír hluta fundargesta. norrænna bankamanna hófst í gær og lýkur nk. laugardag. Á Tölvur Ekki verður af sýningu hjá tölvunarfræðinemum TÖLVUSÝNINGU tölvunarfræðinema við Háskóla íslands, sem haldin hefur verið annað hvert ár undanfarið hefur verið aflýst, en fyrirhugað var að halda hana í Laugardalshöll 23.-27. septem- ber nk. Stærstu tölvufyrirtæki landsins ákváðu að taka ekki þátt í sýningunni og þar með var grundvellinum kippt undan henni að sögn Jörundar Matthíassonar í félagi tölvunarfræðinema. Olgeir Kristjónsson hjá Einari J. Skúlasyni hf. sagði í samtali við Morgunblaðið að ákveðið hefði verið að taka ekki þátt í sýningu tölvunarfræðinema að þessu sinni og halda frekar eigin kynningu í október nk. „Við höfum velt því fyrir okkur áður hvort það væri ekki skilvirkari aðferð til að ná til markaðsins og ákváðum að prófa það í ár,“ sagði Olgeir. í kjölfar afsvars EJS hf. dró Tæknival sig til baka, en fyrirtæk- ið hafði áður ákveðið að taka þátt í sýningunni. Þá má segja að spila- borgin hafí hrunið því í kjölfarið duttu út Örtölvutækni, ACO, Heimilistæki, Microtölvan, Radíó- búðin og síðast Nýheiji. „Það kost- ar okkur 4-6 millj. kr. að taka þátt í svona sýningu og því skipt- ir verulegu máli að allir þeir stserstu séu með,“ sagði Rúnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Tæknivals, í samtali við Morg- unblaðið. „Þetta er það þröngur markaður að sýningin nær ekki takmarki sínu nema allir séu með og öðruvísi er ekki er veijandi að leggja út í þann kostnað sem henni fylgir.“ Rúnar sagði það líka hafa haft áhrif á þá ákvörðun tölvufyrir- tækjanna að vera ekki með í sýn- ingu tölvunarfræðinema að hún var áætluð full snemma. „Laugar- dalshöll var ekki laus á öðrum tíma, en þá er mikið um tölvusýn- ingar erlendis þar sem ýmsar nýj- ungar eru kynntar. Við hefðum ekki náð þeim á þessa sýningu hér þar sem þær koma alltaf aðeins seinna til okkar.“ Hlutabréf Þriðjungur seldur í Jarðborunum HLUTABRÉF í Jarðborunum höfðu selst fyrir rúmlega 80 millj- ónir króna í gær og er það um þriðjungur af söluverðmæti bréf- anna sem áformað er að selja. Guðmundur Hauksson forstjóri Kaupþings. segir söluna ganga samkvæmt áætlun en enn eiga ýmsir stórir fjárfestar, sem hafa tekið ákvörðun um að kaupa hluta- bréf, eftir að ganga frá kaupunum. Guðmundur segir mikinn áhuga einstaklinga hafa komið mest á óvart og alls hafa 74 aðilar keypt bréf. En Kaupþing hafí haft af því nokkrar áhyggjur að erfítt yrði að ná til ein- staklinga þar sem staðan á markaðn- um í heild hefur verið nokkuð þung undanfarna mánuði. „Ljóst er að þetta er að breytast. Almennt er vaxandi áhugi einstakl- inga á hlutabréfum og hlutabréfa- markaðurinn er að taka við sér. Sala á hlutabréfum í ágústmánuði hefur verið meiri en aðra mánuði á árinu. Fleiri tilboð eru í gangi á Verðbréfa- þingi og á tilboðsmarkaði. Ég tel að menn séu að átta sig á því að sú gífurlega lægð sem var í viðskiptum með hlutabréf um mitt árið var mjög óraunhæf og I kjölfar hennar lækk- aði verð á bréfum mjög mikið. Sem betur fer eru margir að átta sig á því að hlutabréf eru mjög æskilegur íjárfestingakostur ef verðið á þeim er rétt.“ Hlutabréf Viðskipti vikunnar 6 millj. VIÐSKIPTI hlutabréfa á Verð- bréfaþingi íslands og Opna til- boðsmarkaðnum námu rétt tæplega sex milljónum króna vikuna 2.-9. september. Þar munaði mest um viðskipti með hlutabréf Sæplasts að fjárhæð 3.350.000 á genginu 3,35 sem er hækkun um 0,35 frá síðasta skráða gengi. I viðskiptum vik- unnar hækkaði gengi bréfa þeirra félaga sem hlut áttu að máli nema Eimskips. í skráðum viðskiptum vikunn- ar seldust hlutabréf í Eimskip fyrir alls 878.000. Skráð gengi viðskiptanna lækkaði úr 4,50 í 4,30 í vikunni. Þá urðu viðskipti með bréf Útgerðarfélags Akur- eyrar að fjárhæð 250.000 á geng- inu 3,70 sem er hækkun um 0,5 frá síðustu skráðu viðskiptum. 191 7-1992 75 VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS VERSLUNARRÁÐIÐ MINNIR FÉLAGSMENN Á AFMÆLISHÁTÍÐ FÖSTUDAGINN 18. SEPTEMBER 1992 í SÚLNASAL, HÓTEL SÖGU Verslunarráðið á 75 ára afmæli 17. september næstkomandi. Afmælishátíð verður haldin daginn eftir, föstudaginn 18. september, í Súlnasal, Hótel Sögu. Sérstök kynning hefur verið send bréflega til allra einstaklinga, fyrirtækja og samtaka sem eru aðilar að Verslunarráðinu. Bókun þátttöku, sala aðgöngumiða og ráðstöfun borða er hafin á skrifstofu Verslunarráðsins í Húsi verslunarinnar, 7. hæð. Opið kl. 08-16, sími 676666 ~\ T IÐNLANASJOÐUR fyrir íslenskt atvinnulíf ÁRMÚLA13A 155 REYKJAVÍK SÍMI 680400 TELEX 3084 ILFUND TELEFAX 680950 _____________________!___'_______________________________________

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.