Morgunblaðið - 10.09.1992, Blaðsíða 4
4 C B ViÐSKU^fl/AtVINMORGUNBLAÐiÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF fmmtudagur io. september 1992
Iðnaður
Hvað er til ráða íhús-
gogna- og innréttíngogerð?
Fyrirtæki auka hagræðingu með sameiningu og beina sjónum sínum á erlenda markaði.
Aðaláherslan er þó lögð á aukna jákvæða kynningu innanlands
Markaðshlutdeild innlendrar húsgagna- og innréttingasmíði 1977-1989
1977 '78 79 '80 ’81 '82 '83 '84 '85 ’86 '87 '88 ’89 1977 78 79 ’80 '81 ’82 ’83 ’84 ’85 ’86 ’87 '88 ’89
eftir Hönnu Katrínu
Friðriksen
HÚSGAGNA- og innréttinga-
iðnaður hefur staðið frammi
fyrir ótakmarkaðri samkeppni
frá innflutningi frá því að að-
iöguninni vegna inngöngu fs-
lands í EFTA lauk árið 1980. f
kjölfarið hefur markaðshlut-
deild innlendra húsgagna- og
innréttingaframleiðenda farið
minnkandi hér á landi. Þannig
nam markaðshlutdeild inn-
lendra húsgagna um 30% árið
1990 samanborið við 73% árið
1977 skv. upplýsingum frá
Landssambandi iðnaðarmanna.
Markaðshlutdeild innlendra
innréttinga fór á þessu tímabili
úr 90% í 60%. Velta íslenskrar
húsgagna- og innréttingafram-
leiðslu nam um 5j7 milljörðum
króna árið 1990. I greinargerð
starfshóps um húsgagnaiðnað
sem út kom árið 1991 kemur
fram að veltufjárhlutfall fyrir
greinina í heild lækkaði úr 1,08
árið 1980 í 0,79 árið 1988. Þessi
þróun bendir til að greiðslugetu
fyrirtækja hafi hrakað og sé nú
verulega ábótavant. Eigið fé
fyrirtækja í greininni hefur
einnig minnkað verulega á
þessu tímabili og þar með geta
fyrirtækjanna til að mæta fjár-
hagslegum áföllum. Eiginfjár-
hlutfallið var 0,09 árið 1990
samanborið við 0;51 árið 1980.
Ársverkum í húsgagna- og inn-
réttingaiðnaði á íslandi fækkað
jafnt og þétt á undanförnum árum.
Árið 1990 voru þannig unnin
1.049 ársverk samanborið við
1.737 árið 1981. Árið 1990 voru
starfandi 234 fyrirtæki í hús-
gagna- og innréttingaiðnaði á ís-
landi samanborið við 405 árið
1977. Þá voru 189 fyrirtæki þar
sem unnin voru fleiri en tvö árs-
verk, en árið 1990 voru þau fyrir-
tæki 105. Miðað við aðrar iðn-
greinar á íslandi er hlutfallslega
mikið af smáfyrirtækjum í hús-
gagna- og innréttingaiðnað. Þar
er einnig hlutfallslega minnst af
mannmörgum fyrirtækjum og
bendir sú staðreynd til þess að í
greininni sé mikið af mjög litlum
fyrirtækjum sem sinna viðgerðum
og annarri þjónustu frekar en eig-
inlegri framleiðslu.
Þróun í átt til sameiningar
Smæð fyrirtækja í húsgagna-
og innréttingaiðnaði ásamt erfíðri
fjárhagslegri stöðu þeirra flestra
gerir það erfitt fyrir iðnaðinn í
heild að snúa vörn í sókn og auka
markaðshlutdeildina á kostnað
innflutnings. Síðustu ár hefur viss
þróun verið í átt til sameiningar
fyrirtækja í þessari atvinnugrein
og er þess skemmst að minnast
þegar 6 af stærstu fyrirtækjunum
í íslenskum húsgagniðnaði sam-
einuðust í þrjú seinni hluta árs
1989. Fjögur þeirra, þ.e. Bíró hf.
og Stálhúsgagnagerð Steinars,
sem sameinuðust með því að fyrr-
nefnda fyrirtækið keypti hitt, og
Gamla kompaníið og Kristján Sig-
geirsson hf., sem sameinuðust
undir nafninu GKS hf., runnu síð-
an saman í eitt fyrirtæki, GKS-
Bíró hf. um síðustu mánaðarmót.
Að sögn Rafns Ben. Rafnsson-
ar, framkvæmdastjóra GKS-Bíró
hf., mun félagið með sameining-
unni hafa alla burði til að bjóða
upp á samstæðar heildarlausnir
m.a. fyrir skrifstofur, fundarher-
bergi, samkomusali og skóla. „Við
teljum að það muni styrkja fyrir-
tækið til muna hér á innanlands-
markaði,” sagði Rafn.
Möguleikar á útflutningi
kannaðir
Þá er verið að athuga möguleika
á útflutningi hjá GKS-Bíró og er
nú m.a. verið að vinna að gerð
tilboðs í framleiðslu skrifstofuhús-
gagna fyrir skrifstofur EFTA í
Brussei eins og fram kemur ann-
ars staðar í blaðinu. „Takmarkið
er að með sameiningunni náum
við rekstrareiningu sem er það
hagkvæm að við getum í alvöru
farið að líta á útflutning sem raun-
hæfan möguleika,” sagði Rafn.
GKS-Bíró verður með áætlaða
markaðshlutdeild upp á 50-60% í
skrifstofu- og stofnanageiranum
þar sem sérsvið fyrirtækisins ligg-
ur. Eins og áður hefur komið fram
er áætluð sala næsta árs tæpar
500 milljónir króna, en samanlögð
sala gömlu félaganna tveggja á
þessu ári er áætiuð um 440 millj-
ónir. Að sögn Jóns Steingrímsson-
ar, fyrrum stjómarformanns GKS
og'núverandi formanns stjórnar
hins nýja félags, sýndu bæði Bíró-
Steinar og GKS hagnað skv. milli-
uppgjöri fyrir fyrstu sex mánuði
ársins.
Hvert er hagræðið af
sameiningunni?
Kaup Bírós á Stálhúsgagnagerð
Steinars seinni hluta árs 1989
skilaði hagræðingu strax á fyrsta
ári að sögn Rafns. Fyrst og fremst
var þar um að ræða hagræðingu
í húsakosti auk þess sem margvís-
legur sparnaður náðist í starfs-
mannahaldi og innkaupum.
Jón Steingrímsson gekk inn í
stjórn GKS sl. vor fyrir milligöngu
Þróunarfélagsins og Hjalta Geirs
Iðnaður
COCA-Cola setti á markað í
sumar nýja tveggja lítra plast-
flösku í Bretlandi sem fram-
Ieidd er úr endurunnum efnum.
Það var samstarf Coca-Cola og
Hoecht efnaiðnaðarfyrirtækis-
ins sem skilaði þessum árangri
en fyrirtækin hafa um árabil
leitast við að þróa nýja tækni
til endurvinnslu PET-plast-
flaskna, að því er segir í frétt
frá Vífilfelli hf.
PET-plastflöskur undan gos-
drykkjum hafa um skeið verið
Kristjánssonar, aðaleiganda Krist-
jáns Siggeirssonar hf. sem er
stærsti hluthafi félagsins. „Hjá
GKS höfðu verið ýmis vandamál
sem flest tengdust því að sá sparn-
aður sem átti að nást í húsnæðis-
málum með sameiningu Kristjáns
Siggeirssonar og Gamla kompan-
ísins í árslok 1989 náðist fyrst á
þessu ári. Of langan tíma tók að
koma starfseminni undir eitt þak,“
sagði Jón.
Almenningshlutafélag í árslok
1994?
Við stofnun GKS hf. var stofnað
rekstrarfélag um fasteignir Gamla
kompanísins á Bíldshöfða og
Kristjáns Siggeirssonar hf. á Hest-
hálsi. GKS leigði síðan báðar eign-
imar fram á mitt síðasta ár. Þá
rann út leigusamningur um hús-
eignina á Bíldshöfða og um næstu
áramót mun renna út leigusamn-
ingur fyrir húseignina á Hest-
hálsi. „Áðstæðurnar gerðu því að
verkum að við vorum með fijálsar
hendur til að fara út í nokkuð
róttækar breytingar á rekstrar-
forminu. í vor fórum við svo að
skoða ýmsa möguleika og eitt af
því fyrsta sem kom upp voru við-
ræður við forráðamenn hjá Bíró-
Steinari um möguleika á einhvers
konar samstarfi,” sagði Jón. Þær
viðræður enduðu síðan með sam-
einingu þar sem hvor aðili á 50%
í hinu nýstofnaða félagi.
„Við eigum von á því að samein-
ingin skili sér fyrst og fremst í
betri nýtingu á skrifstofuhúsnæði
ásamt aðhaldi í föstum kostnaði í
endurunnar, einkum til framleiðslu
á annarskonar vörum t.d. teppum
og vatti í fóður yfirhafna. Sam-
starf Iloecht og Coca-Cola leiðir
til þess að í fyrsta sinn tekst að
endurvinna PET-flöskur í sömu
vöru og áður. Almennt er talið að
þetta skref muni ýta undir frekari
endurvinnslu á plastflöskum og
þannig vera veigamikið skref í
umhverfísvernd.
Víða um Evrópu fer móttöku-
stöðum fyrir PET-plastflöskur
fjölgandi og er almennt reiknað
kringum stjórnun og skrifstofu-
hald,“ sagði Jón.
í GKS-BÍró eru nú 10 hluthaf-
ar. „Stefnan er að færa reksturinn
úr þessu þrönga fjölskylduformi í
dreifðara eignarhald með þeim
breytingum sem því fylgir, þ.e.
faglegri stjórnun og minni beinum
tengslum eigenda við daglegan
rekstur,” sagði Jón. „Við erum að
gera okkur vonir um að þarna
séum við komnir með sterkt félag
með það mikil rekstrarumsvif að
raunhæft sé að fara út á hluta-
bréfamarkaðinn. Við höfum
ákveðið að gefa okkur tvö ár til
að slípa reksturinn og munum
skoða málið nánar í árslok 1994.“
Brýnt að breyta viðhorfi til
innlendrar framleiðslu
Rafn er formaður Félags hús-
gagna- og innréttingaframleið-
anda. Hann telur eitt brýnasta
verkefni félagsins vera að kynna
greinina og samkeppnishæfni
hennar til að auka á jákvætt við-
horf markaðsins til þessarar grein-
ar í íslenskum iðnaði. „Hjá Félagi
íslenskra iðnrekenda hafa menn
reiknað út að um 5.600 ársverk
eru flutt inn til íslands í iðnvarn-
ingi sem einnig er framleiddur hér
á landi. Þegar svo er litið til þess
að hvert starf í iðnaði er með tím-
anum talið gefa af sér önnur fjög-
ur í þjónustugreinum má vera ljóst
að það munar um minna, ekki síst
á tímum vaxandi atvinnuleysis.
Þessi rök sýnist mér vera að fá
betri hljómgrunn nú en áður,“
sagði Rafn.
Samkeppnishæf miðað við
gæði
Nokkuð er síðan að Iðntækni-
stofnun íslands hóf, að frumkvæði
Félags húsgagna- og innréttinga-
framleiðenda, gæðaprófun hús-
gagna og innréttinga. í greinar-
gerð starfshóps um húsgagnaiðn-
að kemur fram að niðurstöður
þeirra fjölmörgu prófana sem átt
hafa sér stað sýna að innlend
framleiðsla uppfyllir undantekn-
ingalítið hæstu gæðakröfur.
Að sögn Rafns eru um 80-90%
þeirra húsgagna sem hér eru fram-
leidd gæðaprófuð hjá Iðntækni-
stofnun. „Við höfum oft átt undir
högg að sækja í verðsamanburði
við innfluttar vörur. Okkar svar
er að við séum fyllilega samkeppn-
ishæfir miðað við gæði framleiðsl-
unnar. Gæðavottun getur haft
mikil áhrif á samkeppnisstöðu inn-
lendra framleiðenda gagnvart inn-
flutningi ef menn taka tillit til
hennar. Við höfum verið að beij-
ast fyrir því að aðilar eins og inn-
kaupastofnanir, sveitarfélög og
arkitektar nýti sér þau gæðavott-
orð sem við getum lagt fram og
fari um leið fram á samsvarandi
upplýsingar frá erlendum innflytj-
endum.“ Við erum þess fullvissir
að við það myndi hagur okkar
vænkast og markaðshlutdeildin
fara aftur að síga upp á við á inn-
anlandsmarkaði,“ sagði Rafn.
með að skilaprósenta muni vaxa
stórlega á næstunni, ekki síst
vegna þess árangurs sem nú hefur
náðst. Við endurvinnslu á flöskun-
um er plastið brotið niður í fru-
meindir sínar, hreinsað og fram-
leitt úr því nýtt efni sem síðan er
notað til framleiðslu á plastflösk-
um að nýju. Endurunna plastið
vegur um 25% af heildarefninu
sem notað er í nýjar flöskur og
er vonast til þess að á næstu árum
takist að hækka þessa prósentu
til muna.
Coke komið á plastflöskur úr
endurunnu efni