Morgunblaðið - 10.09.1992, Síða 5

Morgunblaðið - 10.09.1992, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ VffiSKIPTI/ATVBÍNULÍF FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992 C 5 nmiin.ii.i,nu Fiskur veiðist líka utan 200 mílnanna Jens H. Valdimarsson viðskiptafulltrúi hjá Útflutningsráði telur við- skiptamöguleika íslendinga vera mikla á Kamtsjatka á austurströnd Rússlands ÍSLENDINGAR hafa umfram afkastagetu á flestum sviðum. Við getum unnið meiri fisk en við veiðum og það sama á við um kjöt og mjólkurafurðir. Ekki er hægt að nýta þessa umfram afkasta- getu hérlendis og því eigum við að flytja hana út og fá greitt fyrir í dollurum, kvóta eða fiskafurðum. Þetta er mat Jens H. Valdimars- sonar viðskiptafulltrúa hjá Útflutningsráði íslaiids, sem kannað hefur viðskiptamöguleika íslendinga á sviði sjávarútvegs og mat- vælaiðnaðar á Kamtsjatka í Rússlandi. Hann telur að íslensk fyrir- tæki eigi í auknum mæli að leita út fyrir landsteinana eftir við- skiptum og telur hann Kamtsjatka vera fýsilegan kost. Um lík land- svæði sé að ræða og undirstaðan sú sama, fiskveiðar og vinnsla sjávarfangs. Jens telur að íslendingar ættu að geta hagnast á viðskiptum við Kamtsjatka-búa, við höfum ýmis- legt sem þeir geta nýtt og þeir geta borgað fyrir með dollurum eða fiski. Hann segir Kamtsjatka- búa hafa áhuga á að erlendir aðil- ar taki þátt í veiðum á rækju, loðnu og hugsanlega þorski. „Samið er um verð á kvóta í hveiju einstöku tilfelli. Verðið byggist að miklu leyti á því hvað þú ætlar að gera við hráefnið, ef ætlunin er að vinna t.d. rækju innan svæðisins efast ég um að borga þurfi fyrir kvót- ann. Það þarf áhugasama aðila hér á landi til að hefja slík viðskipti en það er eins og íslendingar hafi aldrei komist út fyrir 200 mílurnar eftir að þær voru settar. Okkur hefur skort þor en í þeirri kreppu sem íslenskur sjávarútvegur er í nú þarf að gera útrás." Láns- og styrkhæf verkefni Þau verkefni sem íslendingar hafa áhuga á í Kamtsjatka munu mörg hver vera láns- og styrkhæf bæði úr Norræna fjárfestinga- bankanum og Evrópubankanum. Útflutningsráð býðst til að aðstoða íslensk fyrirtæki til að sækja um slík lán eða styrki. Jens segir Útflutningsráð ís- lands ætla að beita sér fyrir því nú að efla viðskiptasamskipti Is- lands og Kamtsjatka. Unnið verður úr tillögum sem Jens hefur lagt fyrir Útflutningsráð, en þær eru eftirfarandi: 1. Að stutt verði dyggilega við bakið á þeim íslensku fyrirtækjum sem nú þegar hafa hafið starfsemi á Kamtsjatka eða hafið markaðs- setningu. 2. Fyrirtækið Icecon hf. er að athuga um samstarf ,við fyrirtækið Implan á Kamtsjatka. Eigendur Icecon hf. ættu að styðja vel við fyrirtæki sitt í þessu máli. Einnig ætti viðskiptabanki Icecon hf. að taka virkan þátt í því samstarfi sem hugsanlega er að fara í gang. Hafa ber í huga að bankar hér á landi eiga oft og tíðum tæki og tól sem hentað gætu vel til fjárfest- inga á Kamtsjatka þó notagildið hér á landi sé takmarkað. 3. Fyrirtækið Virkir-Orkint hf. hefur lagt fram tillögur um nýt- ingu á jarðvarma á Kamtsjatka. Mjög vel hefur verið tekið undir tillögur þeirra. Mikilvægt er að fylgja þessu máli mjög vel eftir og finna leið til að fjármagna fram- kvæmdir. 4. Sett verði á fót fyrirtækjanet um samstarf við Kamtsjatka á sviði landbúnaðar. Hafa ber í huga samstarf um hefðbundinn landbún- að, kjötvinnslu, mjólkurvinnslu og loðdýrarækt. 5. Sett verði í gang fyrirtækja- net, þar sem áhersla verður lögð á veiðarfærasölu og sölu á vélum og tækjum til Rússlands. Nú þegar er umtalsverð sala frá Marel hf. til Kamtsjatka. Þeir hafa lýst yfir áhuga á að þjónustuaðili þeirra á Kamtsjatka aðstoði önnur íslensk iðnfyrirtæki í markaðssetningu á svæðinu. 6. Settur verði í gang samstarfs- hópur um fjárfestingu íslenskra iðnfyrirtækja á Kamtsjatka. Hafa ber í huga kassagerð, þ.e. umbúð- ir, frauðplastgerð og sápugerð, þvottaefni. 7. Styðja ætti við bakið á þeim aðilum, sem vilja nýta sér mögu- legar veiðiheimildir á Kamtsjatka. 8. Setja ætti í gang samstarfs- hóp um verkefnið „Endurnýjun á skipaflota Kamtsjatka". Hafa ber í huga að útgerðarfélög á Kamt- sjatka þurfa að endurnýja skipa- flotann á næstu árum eða endur- skipuleggja vinnslubúnað þeirra. Utflutningsráð vill aðstoða þá sem geta nýtt viðskiptasambönd við Kamtsjatka og einnig þá sem nú þegar hafa farið inn á þennan markað. Áhugasamir geta haft samband við Maríu Ingvadóttur hjá Útflutningsráði og aflað sér frekari upplýsinga. Vörursýningar Úrval- Út- sýn með um- boð fyrir Köln/Messe FERÐASKRIFSTOFAN Úrval- Útsýn hf. hefur fengið einkaum- boð fyrir Köln/Messe, sem er eitt stærsta fyrirtæki Þýska- lands á sviði vörusýninga og ráðstefnuhalds, með aðsetur í Köln. Úrval-Útsýn mun selja miða og skrá gesti á allar sýn- ingar sem haldnar verða í Köln og útvega gistingu í borginni. Hagstæðasta leiðin til Kölnar er flug til Lúxemborgar en þaðan bjóðast fríar rútuferðir beint frá flugvellinum til borgarinnar. Meðal vörusýninga sem haldnar eru í borginni eru Anugasýningin fyrir matvælaiðnað, Photokina fyrir ljósmyndavörur, Spoga fyrir sportvörur, Interzum fyrir hús- gagnaiðnað, Optica fyrir augn- læknavörur, Geotechica fyrir jarð- vísindi og tækni og Ids fyrir tann- læknavörur. WZterkurog KJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Sjóðir íslensk fyrirtæki styrkt inn á Eystrasaltsmarkað SÉRSTAKUR sjóður hefur verið stofnaður innan Norræna verk- efnasjóðsins til að styðja við fyr- irtæki á Norðurlöndum sem hyggjast gera forathuganir á fjárfestingum sem tengjast smærri og meðalstórum fyrir- tækjum í Eystrasaltsríkjunum. Stuðningurinn er í formi láns, án vaxta, sem nemur allt að 600 þúsund finnskum mörkum sem eru um 8 miiyónir króna en ef forathuganirnar leiða til raun- verulegra framkvæmda verður hugsanlega allt að 40% af láninu umbreytt í styrk. Stuðningurinn getur verið veittur til hvaða fyrirtækis eða hópa fyrir- tækja á Norðurlöndum ef verkefnið er í tengslum við þróun smærri og meðalstórra einkafyrirtækja í Eyst- rasaltsríkjunum. Ýmis skilyrði eru þó sett fyrir stuðningnum. T.d. að um sé að ræða þróun á verkefnum sem fyrir- tæki frá Eystrasaltsríkjunum taka þátt í, þróun á samvinnu og samn- ÞÚ nærð tökuni á beinni markadssetningu MED K0RN MARKADS- & GAGNASAFNSKERFI! Gerðu betur við Þína viðskiptavini. Gerðu árás á markaðinn. Nákvœmt úrtak - nákvœm svörun. Hittu í markl HUGKORN Arm úla 3S , simi 9 1 - 6 8 98 26 ingum sem fela í sér flutninga á tækni, rannsóknir á einkavæðingu fyrirtækja í Eystrasaltsríkjunum með norrænni samvinnu, samninga- viðræður o.fl. Stuðningurinn má nema allt að 60% af kostnaðinum við forathug- unina. Vaskhugi Nú er rétti tíminn til að huga að bókhaldinu, en jafnframt hætta að vinna pappírsvinnuna á þunglamalegan oggamaldags hátt. Ný, stórglæsileg útgáfa af forritinu Vaskhuga er komin á markað. Þú sparar mikinn tíma með því að færa tekjur, gjöld og annað í Vaskhuga. Staða skulda, tekna, vsk, verkefna o.fl. er alltaf á hreinu og í lok ársins er allt tilbúið fyrir skattskýrsluna. Þetta getur þú gert án þess að kunna mikið í bókhaldi eða á tölvur, því Vaskhugi færir sjálfvirkt í DEBET og KREDIT. Vaskhugi er í notkun um allt land. Hann hentar flestri starfsemi þar sem kaup og sala eiga sér stað, svo sem hjá verktökum, iðnað- armönnum, sjoppum, verkfræóingum, svo eitthvað sé nefnt. Verð á Vaskhuga er kr. 48.000,- sem er svipað og ein vinnsluein- ing kostar í eldri kerfum. Vertu velkominn að skoða forritið eða hringdu í okkur og við sendum bækling um hæl. Vaskhugi hl., Grensásvegi 13, simi 682 680. tfSMfflSoDdlíDQDII] ®[I§W)[D°M®[D{DQDimaM[Da veitir lán til raunhæfra framfaraverkefna í öllum atvinnugreinum • Sjóðurinn veitir gengistryggð lán með hag- • Starfsmenn sjóðsins meta arðsemi verkefna stæðum greiðslukjörum. í samvinnu við umsækjendur. • Trygging fyrir láni skal vera veð í fasteign • LAn frá sjóðnum geta að hluta verið skilyrt í eða bankaábyrgð. upphafi. Lánasjóðurinn er í eigu Norðurlandanna allra. Athafnasvæði hans eru Vestur-Norðurlönd, þ.e. Færeyjar, Grænland og ísland. Samvinnuverkefni milli landa eru æskileg en ekki skilyrði. HAFÐU SAMBAND VIÐ SKRIFSTOFU OKKAR OG FÁÐU NÁNARI UPPLÝSINGAR. Lánasjódur Vestur-IMordurlanda hefur aðsetur á Rauðarárstíg 25, annarri heeð, pósthðlf 5410,125 Reykjavík, sími (91) 605400, Telefax: (91) 29044. ______________________u____________:________________________

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.