Morgunblaðið - 10.09.1992, Síða 8

Morgunblaðið - 10.09.1992, Síða 8
VZterkurog k./ hagkvæmur auglýsingamiðill! VEDSKIFn AIVINNUIÍF FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1992 ORACLE 7 Ferðamál Breskir ráðgjafar mæla með byggingu ráðstefnumiðstöðvar Fyrirtækið Horwath Consulting leggur til að áhersla verði aukin á „græna“ ímynd íslands til að laða að alþjóðaráðstefnur BRESKT ráðgjafarfyrirtæki, Horwath Consulting, telur að með bygg- ingu sérhæfðar ráðstefnumiðstöðvar hér á landi geti skapast nýir möguleikar á að laða hingað erlendar ráðstefnur. Fyrirtækið skilaði á þriðjudag skýrslu til nefndar samgönguráðherra sem hefur unnið að því að kanna möguleika og hagkvæmni þess að koma á ráðstefnum- iðstöð hér á landi. Horwath kemst einnig að þeirri niðurstöðu að kynna þurfi ísland betur erlendis og breyta ýmsum áherslum í mark- aðssetningunni. Þá benda þeir á að skipuleggjendur ráðstefna setji gjarnan traust sitt á hótel í mörgum þekktustu hótelkeðjum heims sem ekki sé að finna í Reylyavík. „Það eru möguleikar á því að auka ráðstefnuhald hér í Reykjavík," segir Geoff S. Parkinson, framkvæmda- stjóri hjá Horwath Consulting. „Við teljum þó ekki að Reykjavík geti orðið ein helsta ráðstefnumiðstöð Evrópu eða heimsins heldur raun- hæfur valkostur gagnvart t.d. Lond- on, París og Berlín. Til að fullnýta tækifærin sem hér eru fyrir hendi þyrfti að byggja sérhæfða ráðstefnu- miðstöð. í Reykjavík eru mörg góð hótel með fullnægjandi aðstöðu fyrir allt að 200 manns þannig að ráðstefnu- hald í takmarkast af þeim fjölda. Það eru því helst norrænar ráðstefnur sem eru haldnar hér á landi. Þá má einnig fmna þijá stóra sali í Reykja- vík sem hægt er að nota fyrir ráð- stefnur en þeir eru hins vegar ekki sérhannaðir til þeirra nota. Ég tel aftur á móti að einn helsti styrkleiki íslands og Reykjavíkur á markaðn- um sé sú áhersla sem hægt er að leggja á umhverfismál. Á alþjóða- vettvangi er landið þekkt fyrir að vera „grænt“ og umhverfisvænt og hér á landi er að fínna goshveri, jökla og jarðhita. Þegar það er síðan skoð- að hvað er til umræðu á alþjóðaráð- stefnum kemur í ljós að umhverfis- mál eru sífellt meira til umfjöllunar. Þetta geta einnig verið þjóðfélágsleg málefni eins og t.d. varðandi fátækt eða hungur í heiminum og þróun í lyfjaframleiðslu. Það er hægt að markaðssetja Reykjavík sem mjög aðlaðandi borg fyrir slíka fundi.“ Parkinson telur einnig að það sé styrkur fyrir ísland að hér er þróuð ferðaþjónusta og aðstaða fyrir hendi. Aftur á móti komi ferðamenn hingað aðeins yfír sumartímann. Ráðstefnur séu gjaman haldnar í lok mars eða apríl og síðan í september, október og nóvember þannig að hægt er að hagnýta betur aðstöðuna í ferðaþjón- ustunni. „Flugleiðir styrkja einnig ímynd íslands erlendis vegna nýrra flugvéla og afar góðrar þjónustu. Félagið hefur mjög góðan orðstír sem hægt er leggja mikla áherslu á í markaðs- ■ GUÐMUNDUR Hmfn Thor- oddsen hefur verið ráðinn að- stoðarmaður bankastjórnar Búnaðarbankans. Starfið felst í umsjón með útibúum og afgreiðsl- um bankans. Hann er fæddur árið 1937. Guðmundur lauk stúdents- prófí árið 1957 og hefur starfað í Búnaðarbankanum síðan. Fyrstu árin starfaði hann í ýmsum deild- um aðalbanka en var ráðinn útibú- stjóri á Blönduósi árið 1965. Árið 1980 tók hann við starfi útibú- stjóra í Hveragerði þar sem hann hefur starfað óslitið síðan. Eigin- kona Guðmundar er Elísabet Guðmundsdóttir og eiga þau þrjú börn. UÁSGRÍMUR Hilmisson hefur tekið við starfi útibússtjóra Búnaðarbankans á Akureyri. setningunni. Þá ríkir hér á landi stjórnmálalegur stöðugleiki þannig að hér er hægt að tryggja öryggi ráðstefnugesta. Þetta gæti styrkt mjög samkeppnishæfni landsins á ráðstefnumarkaðnum." Við gerð skýrslunnar voru fram- kvæmdar ýmsar athuganir meðal fyrirtækja sem annast skipulagningu á ráðstefnum. „Ef t.d. valið stendur á milli íslands, Portúgal og Kýpur er horft á það hvort ráðstefnumið- stöð sé í viðkomandi landi,“ segir Parkinson. „Síðan er athugað hvort þar sé að fínna hótel innan þekktra alþjóðlegra keðja. í Reykjavík er aðeins eitt slíkt hótel, Holiday Inn, en annars staðar gæti verið að fínna 2-3 eða jafnvel fleiri slík hótel. Þá veldur það erfíðleikum að t.d. Borg- arleikhúsið eða Laugardalshöllin eru notuð í ánnað en ráðstefnuhald en húsnæðið verður að vera laust á rétt- um tíma. Með ráðstefnumiðstöð væri Hann er fæddur árið 1947. Að loknu gagnfræðaprófí hóf hann störf hjá Útvegsbankanum þar sem hann starfaði allt til ársins 1990 er hann var ráðinn útibú- stjóri Búnaðarbankans á Egils- stöðum. Hann var m.a. skrifstofu- stjóri Útvegsbankans á Akureyri, útibússtjóri á Seyðisfirði og frá árinu 1982 útibústjóri Útvegs- bankans á Akureyri. Ásgrímur er kvæntur Ásu S. Sverrisdóttur og eiga þau tvær dætur. mÞURÍÐUR Ingólfsdóttir hefur verið ráðin útibústjóri Búnaðar- bankans á Egilsstöðum. Þuríður er fædd árið 1959. Að_ loknu prófí frá Verslunarskóla íslands hóf hún störf í Búnaðarbankanum í Garðabæ árið 1977. Frá 1985 hefur hún starfað í útibúinu í Fólk Stöðuveitmgar íBúnaðarbanka RÁÐSTEFNUMIÐSTÖÐ — Mark P. Phillips (t.v.) og Geoff S. Parkinson eru höfundar nýrrar skýrslu um hvernig laða megi fleiri ráðstefnur hingað til lands. Þeir telja að „græn“ ímynd íslands á alþjóðavettvangi geti orðið mjög þýðingarmikil við að mark- aðssetja ráðstefnumiðstöð. ekki um slík vandkvæði að ræða. Hvað snertir veðurfarið þá veldur stuttur ferðamannatími því að fólk stendur í þeirri trú að hér sé myrkur og kuldi utan sumartímans. Sann- leikurinn er sá að hér er hvorki of kalt né heitt í veðri og þetta þarf að kynna betur.“ í skýrslunni er bent á að hér hafí vantað skrifstofu sem samhæfði starfsemi þeirra fyrirtækja sem bjóða fram þjónustu vegna ráðstefnuhalds. Parkinson bendir á að þarna á hafí orðið breyting með stofnun Ráð- stefnuskrifstofu Íslands. Hann segir ennfremur að þeir sem skipuleggi ráðstefnur kjósi gjaman hótel í þekktum hótelkeðjum eins og Hyatt, Inter Continental, Forum eða Shera- ton. „Það er erfitt að sannfæra skipu- leggjendur ráðstefna að Hótel Loft- leiðir, Hótel Esja, Hótel Holt og Hótel Saga getið boðið sambærilega þjónustu." Friðrik St. Guðmundur Hrafn Ásgrímur Þuríður Halldórsson Thoroddsen Hilmisson Ingólfsdóttir Kópavogi, tvö fyrstu árin sem fulltrúi en frá 1987 sem skrifstofu- stjóri. Þuríður er gift Guðmundi Magnússyni og eiga þau tvo syni. MFRIÐRIK St. Halldórsson hef- ur verið ráðinn forstöðumaður Verðbréfaviðskipta og fjárstýring- ar hjá Búnaðarbankanum. Friðrik er fæddur árið 1959. Hann lauk viðskiptafræðiprófí frá Háskóla íslands árið 1985. Á námsárum sínum starfaði hann hjá Útvegs- bankanum en tók að námi loknu við starfi fjármálastjóra Iðntækni- stofnunar. Hann var forstöðu- maður Verðbréfamarkaðar Út- vegsbankans 1988-1990, for- stöðumaður áætlanadeildar Is- landsbanka 1990-1991 en frá árinu 1991 hefur Friðrik verið starfsmaður Iðnþróunarsjóðs. Eig- inkona Friðriks er Bergýót Frið- riksdóttir og eiga þau eina dóttur. Pólitísk drottnun í fjármálakerf inu ÓVENJU umsvifamikið ríkisaf- skiptakerfi hefur verið á íslandi, hvort sem skoðað er fjármálakerf- ið, samkeppni og verslun eða upp- bygging og endurnýjun atvinnulífs- ins. Þetta er niðurstaða dr. Gunn- ars Helga Kristinssonar, en um þessar mundir er að koma út bók eftir hann um atvinnustefnu á ís- landi sem hann kynnti á fundi um atvinnustefnu á vegum Félags frjálslyndra jafnaðarmanna í síð- ustu viku. Áður hefur nokkur grein verið gerð fyrir niðurstöðum Gunn- ars Helga í Morgunblaðinu. í bók- inni skoðar hann þrjár tegundir stjórntækja á sviði atvinnumáia, stjórntæki sem tengjast í fyrsta lagi fjármálakerfinu, í öðru lagi verslun og samkeppni og í þriðja lagi uppbyggingu og endurnýjun atvinnulífsins. I' sambandi við íslenska fjár- málakerfið er niðurstaða Gunnars Helga að það hafi alla tíð ein- kennst af drottnun pólitískra afla. Fyrirtæki í leit að langtímafjár- magni gátu til skamms tíma ekki leitað inn á fjármagnsmarkaði, eins og t.d. fyrirtæki í Bandaríkjun- um og Bretlandi, þar sem slíkir markaðir voru vart til hér á landi þar til á síðasta áratug. Sterkir alhliða viðskiptabankar, óháðir stjórnvöldum líkt og í Þýskalandi, voru ekki heldur fyrir hendi. Fyrir- tælfi á íslandi stóðu þannig frammi fyrir því að aðgangur þeirra að fjár- magni réðst af pólitísku skömmt- unarkerfi. Þetta skömmtunarkerfi hafði þau einkenni að vera einangrað og miðstýrt. Varla hefði verið hægt að bjóða sparifjáreigendum upp á jafnrýra raunávöxtun og gert var eða halda fyrirtækjum í biðröð eft- ir fjármagni nema af þeim sökum að fjármálakerfið var lokað fyrir erlendri samkeppni. Þá leiddi mið- stýring vaxtakerfisins og tilraunir stjórnvalda til að halda vöxtunum lágum til mikillar eftirspurnar eftir lánum. Auk þess höfðu náin tengsl banka við tilteknar atvinnugreinar og hagsmunahópa tilhneigingu til að leiða til mikillar útlánaþenslu. Afleiðingin af hinni miklu póli- tísku stýringu lánakerfisins var að mati Gunnars Helga sú að ekki voru gerðar eðlilegar kröfur til arð- semi í fjárfestingu. Aðgangur greina eins og sjávarútvegs og landbúnaðar að fjármagni markað- ist ekki af hagnaðarvon fjármála- stofnana heldur pólitískum styrk- leika þessara greina. Þetta leiddi til óhagkvæmra fjárfestinga á kostnað sparifjáreigenda, sem á endanum fjármagna stóran hluta af þessu kerfi, og þeirrar atvinnu- starfsemi sem ekki naut sérstakrar pólitískrar velvildar. Gunnar Helgi telur að frá því á síðasta áratug hafi verið að eiga sér stað stefnubreyting í atvinnu- málum, sem hafi birst hvað ský- rast í myndun núverandi stjórnar. í sambandi við fjármálakerfið mætti nefna vissan árangur í sam- einingu og einkavæðingu banka og þá staðreynd að stefnt er að frekari landvinningum í þeim mál- um. Verðbréfa- og hlutabréfa- markaðir hafi verið efldir, m.a. með skattalegum stuðningi ríkisvalds- ins. Þá sé það á stefnu ríkisstjórn- arinnar að einkavæða fjárfestingal- ánasjóðina og auka frjálsræði í fjár- málaviðskiptum milli landa. Síðast en ekki síst nefnir Gunnar Helgi drög að nýjum Seðlabankalögum sem auka munu verulega á sjálf- stæði seðlabankans gagnvart stjórnvöldum, en pólitísk stýring seðlabanka er ein af lykilforsend- um þess að hægt sé að reka ríkis- stýrt fjármáiakerfi. Ef allt þetta gengur eftir má gera ráð fyrir að arðsemiskröfur stýri streymi fjármagnsins í vax- andi mæli í framtíðinni og horfið verði frá pólitískri stýringu þess. Það dragi úr líkunum á stórfelldum fjárfestingarmistökum eins og átt hafa sér stað hér á landi. Aðgangur að fjármagni og vaxtastig er öllum fyrirtækjum ákaflega mikilvægt. Þær breyting- ar sem núverandi ríkisstjórn hefur gert eru af hinu góða, en þær eru skammgóður vermir ef starfsum- hverfi fyrirtækja verður kollvarpað með næstu ríkisstjórn.. Til að halda áfram á réttri leið er mikilvægt að gera fjármálakerfið enn sjálfstæð- ara og leysa það undan oki póli- tískrar fyrirgreiðslu áður en ný rík- isstjórn tekur við. Því er mikilvægt að þingmenn taki vel á móti þeim frumvörpum sem miða að því að breyta ríkisbönkunum í hlutafélög, en með því er stefnt að því að gera bankakerfið betur í stakk búið að miðla fjármagni til arðbærra verkefna. ÁHB

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.