Morgunblaðið - 18.09.1992, Side 6

Morgunblaðið - 18.09.1992, Side 6
Meðalaldur í nokkrum Asíu- löndum Verður Botswana helsta ferðamannaland Afríku? o Land Aldur Afganistan 41 ár Ástralía 76 ár Bangladesh 53 ár Brunei 71 ár Búrma 55 ár Hong Kong 77 ár Indland 57 ár Indónesía 61 ár Japan 79 ár Kambódía 55 ár Kína 69 ár Kórea-N 69 ár Kórea-S 71 ár Laos 50 ár Malasía 68 ár Mongólía 65 ár Nepal 52 ár Pakistan 57 ár Singapore 75 ár Sri Lanka 70 ár Taiwan 74 ár Thailand 65 ár Víetnam 63 ár Gamlar hefðir við tedrykkju kynntar útlendingum 8,5% aukning terðamanna til Suður Kóreu FYRSTU sex mánuði ársins fjöl- gaði ferðamönnum til Suður Kóreu um 8.5%, voru rösklega 1.6 milljón. Kóreumenn vonast til þess að í árslok verði erlendir ferða- menn alls 3.4 milljónir og þessar tölur benda til að það náist.. Ríkis- ferðaskrifstofa landsins hefur haldið uppi öflugu auglýsinga- starfi og Taiwönum í Kóreii hefur fjölgað mest voru um 190 þúsund og er það 37% aukning . Þar sem það hefur sýnt sig að jap- önskum ferðamönnum fjölgar ótt og títt víða um lönd kom á óvart að til Kóreu var aukningin ekki nema 1.1%. Þá sækja Evrópumenn í stórum stíl til Kóreu, fjölgaði um 23%. Ekki er sundurliðað hvaða Evrópuþjóðir höfðu flesta ferðamenn. ■ FERÐAÞJÓNUSTA í Afríku á víða í baksi um þessar mundir að því er fram kemur í greininni „Erfiðleikar í Paradís“ og birt- ist í African Business“. Á stöku stað hafa horfur þó vænkast. Zimbabwe er nú mikið tískuland ferðamanna og fram að þvi að fór að hitna á ný í kolunum í Suður-Afríku var eiginlega allt gott að frétta þaðan í ferðamannaiðnaði. Nú hefur dregið úr gestakomum og það mjög snögglega. Einna mestar áhyggjur hafa menn í Kenýa þar sem arður af ferðaþjónustunni var orðinn meiri en tekjur manna af kaffirækt sem lengst af gafþeim mest í aðra hönd. Sama virðist uppi á teningnum þar, óróleiki í stjómmálum, aukin glæpatíðni og of hátt verð á safaríferð- um eru þyrnir í aukum ferðamanna. Ekki bætir úr skák að kenýsk ferðamálayfirvöld eru komin í hár saman um orsakir samdráttar og vilja fara mismunandi leiðir til að efla greinina aftur. Nýlega var getið í Ferðablaðinu um að ástand mála á Fílabeinsströndinni væri flókið og sums staðár varhugavert og hótel í höfuð- borginni Abidjan stæðu tóm langtímum sam- an. Kaúpsýslumenn hafa dregið úr ferðum þangað en þeir gistu á dýrustu hótelunum. í Sierra Leone hefur ný ríkisstjóm skipað nýtt ferðamálaráð og hyggst hefja mikinn áróður í Vestur-Evrópu, einkum Englandi og Þýska- landi. Áður en það verður að vemleika þarf væntanlega að huga að því að vatn og raf- magn er af skornum skammti í höfuðborginni Freetown og flugvöllinn verður að stækka til muna. Úgandamenn höfðu ætlað sér stóran hlut í Afríkuáhuga þeim sem hefur gripið um sig meðal margra ævintýraferðamanna í Evr- ópu og Bandaríkjunum. Svo virðist sem seint gangi að þurrka út mynd af Úganda undir stjórn Idi Ámins svo menn hika einu sinni eða jafnvel tvisvar áður en þeir leggja leið sína þangað. Þau blóðugu átök, byltingar og byltingartil- raunir í ýmsum V-Afríkuríkjum á síðasta ári, svo sem Mali, Líberíu og Kamerún, hafa gert að engu vonir ferðamálafrömuða í þessum löndum um grósku í allra næstu framtíð. Aftúr á móti úir Gambía af skaridínavískum ferðamönnum, Senegal fær jafnan skerf, Tans- anía og Namibía eru á uppleið líka. Það Áfríku- land sem erlendir ferðasérfræðingar spá mest- um uppgangi á næstu árum er Botswana. Að ódýri listinn með vönduðu merkjunum kominn. Verð kr. 190 á„ ba. Pöntunarsími 52866 B.MAGNUSSON HÓLSHRAUNI 2 • SÍMI S2866 HAFNARFIRÐI Aftur á móti úir Gambía af skandína- vískum feróa- mönnum, Senegal fær jafnan skerf, Tansanía og Namibía eru á uppleið líka. vísu með þeim fyrirvara að þar haldist kyrrð og stöðugleiki. En Botswanar eru bjartsýnir og komnir á fulla ferð í skipulagningunni. Jóhanna Krístjónsdóttir Ein af auglýsingamyndunum sem nú hangir uppi £ Perlunni. Japanski ljósmyndarinn Osamu Hayasaki tók þessa mynd, en hann er einn fremsti ljósmyndari Japans. Penninn sem hefur verið einna vinsælastur hannaður fyrir 80 árum Dansmsr frá Zaire á í utistööum við láðheira CEORGÍUMAPUR hefur vi* sitt I auganu, Armen ar í höfðinu. ARMENSKUR DANSMÆRIN Tshala Munana er svo ögrandi og nautnaleg þegar hún sýnir dans að nýr upplýsingaráð- herra Zambíu lagði bann við að myndir með henni væru sýndar í sjónvarpi þar í landi, dans hennar hefði siðspillandi áhrif og æstu karl- menn til saurugra hugsana. Mikil mótmæli brutust út meðal zambískra karla og varð ráðherrann að aflétta banninu. 2 Munana er frá Zaire og öðlaðist frægð 1989 eftir að hafa leikið í mynd sem heitir Vuluka Chilolo.. ■ff Hún dansaði þar í Evuklæðum af S mikilli innlifun og segir að hún hafi ekki verið að höfða til annars Mj en einkar eðlilegra hvata og sýna menningu lands síns. Hún þykir umdeildur listamaður og kynsystur hennar í Zaire segja að| hún sé ekkert annað en gleðikona sem selji líkama sinn. Hún hefur svarað fullum hálsi og segir að þær séu gleði-; konur sem sofi aldrei hjá öðrum eri maka sínum. Eftir þessa uppákomu hefur eftir- spurn eftir Munana stóraukist og rign- ir yfír hana tilboðum, m.a. frá Evrópu. MONTBLANC-penni nýtur álíkr- ar virðingar meðal áhuggamanna um penna og Rolls Royce-bílar meðal bílaáhugamanna. Þetta eru með dýrustu pennum sem um getur, þó unnt sé að fá tiltölulega ódýrar gerðir sem flestir meðal- jónar ráða við. bbJ Gestir Perlunnár í Reykjavík %«jj hafa undanfarið getað barið ^ gmm ýmsar gerðir MontBIanc (A augum, því þar var sett i#l upp sýning fyrir skömmu. *5Jj Auk penna eru þar sýndar mM auglýsingamyndir sem margir fremstu Ijósmyndarar heims tóku sérstaklega fyrir fyrirtækið. Eru sumar mynd- anna hreinustu listaverk, en í flestum tilfellum lögð áhersla á að skilaboð myndanna séu: munaður og glæsileiki eða munaður breytist auðveldlega í nauðsyn. Blek úr jurtum Blek hefur verið til í ein- hverri mynd í þúsundir ára, þvi vitað er að Egyptar og Kínveij- ar notuðu blek um 2.000 árum fyrir Krist. íslendingar gerðu sér blek með því að sjóða saman sortulyngsseyði og sortu. Síðan var spænir af hráum grávíði lagður í seyðið, allt soðið saman og svo síað. Einnig var kálfablóð stundum notað, en því fylgdi sá ókostur að blóðið úldnaði, sem' seyðið gerði ekki. Á þessum tírria voru fjaðrir þekktustu skriffær- in, en sjálfblekungur, líkur þeim sem við þekkjum núna, kom' fyrst fram á sjónarsviðið skömmu fyrir aldamótin 1900. Þróun sjálfblekunga tók langan tíma, enda höfðu ýmsar útgáfur af frumstæðum blekpennum ver- ið reyndar um aldaskeið. Alltaf eins í bók um fyrir- tækið Montblanc, segir að Meist- erstuck, sá penni sem notið hefur mestra vinsælda Meisterstiick. Obreytt hönn- un í nær 80 ár, enda er þetta vinsælasti Montblanc- penninn. gegnum tíðina, hafi fyrst verið hann- aður fyrir tæpum 80 árum. Útlit hans hefur haldist eins í þennan tíma og á gulloddinn er grafin talan 4.810, sem er hæð fjallsins Mont Blanc. Penni þessi kostar milli 25 og 30 þúsund krónur út úr búð, og er verð- ið áþekkt víðast hvar í heiminum. Hins vegar mun vera unnt að kaupa ^ sams konar penna í fríhöfnum og k tollfrjálsum verslunum flugvéla, ^og er verðið þá nokkuð lægra. Klassíski penninn, Meist- erstuek, er svartur og hettan skreytt með gyllingu. Hann er að mestu unninn úr tijákvoðu. Oddurinn er til í þremur breidd- um og er úr gulli og platínu. Sérstakar hátíðarútgáfur hafa einnig verið gerðar af pennanum og er slíkur gripur úr 18 kt. gulli með platínuoddi skráður í heimsmetabók Guinness sem dýrasti sjálfblekungur í heimi. Upphafið Þrír metnaðarfullir Þjóðveij- ar hófu pennaframleiðslu árið 1908 og var hugmyndin að gera vandaða og dýra sjálfblek- unga, sem aðeins fáir gætu leyft sér að kaupa. Fyrirtækið kölluðu þeir Simplo, en breyttu nafninu nokkrum árum síðar í Mont- blanc eftir hæsta fjalli Evrópu, og var hugmyndin þá að líkja saman hæsta fjalli og hæsta gæðaflokki. Hvíta stjaman sem einkennir penna fyrirtækisins, var táknræn fyrir snævi þakinn flallstind. Fljótlega náðu pennar fyrir- tækisins meiri útbreiðslu en gert hafði verið ráð fyrir og óx fyrir- tækinu fiskur um hrygg. í rúm 50 ár voru allir Meisterstuck- pennar seldir með lífstíðar- ábyrgð,_ en svo mun ekki vera lengur. í Perlunni er núna hægt að ganga um sýninguna bæði til fróðleiks og skemmtunar, þvi meðal sýningargripa eru pennar sem ekki eru lengur fáanlegir nema gegnum miklar krókaleiðir eða á uppboðum. ■ Brynja Tomer Tshala Munana aee I íI MORGBNBLAÍ£>I£>' FÖSTUD Ú992 .laMUOJIOM Góðan dag á nokkrum tungumálum Bariza soubouni - Swahili, m.a. á Comoroseyjum, Tansaníu og Búrundi Kali mera - Griska Bom dia - Portúgalska Bembay kehree - Ewondo, í Kamerún Mbeebar Ahmoh - sango, m.a. í Miðafrikulýðveldinu, og i Zaire Lahlay - Sara, m.a. í S-Tjad Boattay - Lingala, m.a. í Kongó Mbohlow - Fangi, m.a. í Miðbaugs-Gíneu Dobra yuotra - Rússneska Barev - Armeníska Sabaadi - Lao Joom reab syor - Khmer, í Kambódíu Asaallahllaikum - Arabíska Selamat pagi/siang - Bahasa, í Indónesíu og Malaysíu Maigir Kfiveítar biðja fyrir endurkjðri George Bush KUVEITAR gleypa í sig allar fréttir um framvindu kosningabarátt- unnar í Bandaríkjunum og sitja sem límdir við sjónvarpið til að fregna hvernig staða George Bush Bandaríkjaforseta er. Þeir hafa miklar áhyggjur af því að Bush tapi kosningunum og margir biðja fyrir endurkjöri hans. Erlendir blaðamenn segja að Kúveitar séu bókstaflega með Bush á heilanum, hann sé dýrling- ur og hetja þar og þeir geti ekki til þess hugsað að hann tapi. Sömuleiðis virðist augljóst að Kúveitar kæra sig kollótta um eig- in kosningar sem fara fram í land- inu í byijun október, þó þær séu hinar fyrstu í sex ár. Blaðamenn segja að bandarískir menn í Kú- veit séu alltaf spurðir hvort þeir kjósi ekki örugglega Bush og ef því er svarað neitandi er þeim boðið gull og grænir skógar ef þeir vilji gjöra svo vel að krossa við Bush. Þar hefur verið fremstur í flokki Hussa al Sabah úr fjöl- skyldu furstans af Kúveit. Banda- ríska sendiráðið í borginni hefur Sömuleiðis virðist augljósf að Kúveitar kæra sig koll- ótta um eigin kosningar sem fara fram í landinu í byrj- un október, þó þær séu hinar fyrstu ■ sex ór. haft nóg að gera að endur- senda slíkar greiðslur bæði frá Sabah-fjöl- skyldu og öðr- um. „Ef Bush tapar hrynur Kúveit. Menn trúa að án Bush komi Saddam aftur og taki okk- ur,“ er haft eftir geðlækn- inum Jasim Hajia. ■ Bush er heima. vinsælli í Kúveit en Aftur heilsudvöl á Hótel Örk HÓTEL ÖRK í Hveragerði býður nú á ný heilsudvöl og alhliða fræðslu um heilnæma lifnaðar- háttu með skipulagðri dagskrá. Sérfróðir menn annast fræðslu og meðferð en Ingibjörg Björns- dóttir sér um framkvæmd. Hægt er að velja um 2 daga til 2 vikna dvöl og er verðið hlutfallslega lægra eftir því sem dvöl er lengri. Dagskráin hefst með hugrækt síðdegis á sunnudögum og lýkur með jógaleikfími á föstudögum. Hina dagana verður m.a. sund og gufuböð, gönguferðir, hvíld og hug- Verk eftfi Tsjekhov sýnt í leikhfisi Jfins Laxdals rækt, útivera eða nuddmeðferð og fræðsluerindi hvers konar. Nefna má að þar er fjallað um óhollustu og heilsuleysi, ónæmiskerfi líkam- ans og vistkerfíð og kynning er á snyrti- og heilsuvörum. Sem dæmi um verð má nefna að 2 nætur kosta 8.900 kr. í tví- býli og 6 nætur 21 þúsund. Auka- gjald fyrir einbýli er 1.500 kr. á nótt. Innifalið er gisting, heilsu- fæði, morgun- og kvöldverður, fræðsla um næringu og sjúkdóma, jógaleikfími, hugrækt, þrekþjálfun, gönguferðir, sund og hjólreiðar og fræðsludagskrá um ýms nýmæli í rannsóknum á menningarsjúkdóm- um og hvað sé til ráða gegn þeim. JÓN LAXDAL sýnir um þessar mundir tvo einþáttunga, Björninn og Bónorðið eftir Anton Tsjekhov í leik- húsinu sínu í Kaiserstuhl í Sviss. Hann vann sjálfur textann upp úr frummálinu og gömlum þýskum þýð- ingum. „Ég reyndi að komast sem næst Tsjek- hov með því að styðjast við rússneska textann í uppsetningu,“ sagði Jón, en hann á marga góða vini i Sviss sem hjálpuðu honum með rússnesk- una. „Stórcrður og gróf- ur texti Tsjekhovs fékk yfírleitt ekki að halda sér í þýskum þýðingum af því að hann þótti sið- laus. En skammaryrðin og hinn rússneski rudda- skapur sem Tsjekhov skrifaði um koma fram í minni þýðingu." Sjekhov skrifaði einþáttungana fyrir rúmum hundrað árum. „Þeir eru gamanleikir um hæfíleika mann- anna að lenda í stríði út af sáralitlu og hæfíleika ástarinnar að jafna il- lindi,“ sagði Jón. Hann stjómar sjálf- ur uppfærslunni og er einn af fjórum leikendum. Kjallarasalurinn í Jón Laxdals Theater hefur verið þétt setinn á öllum sýningum og Jón er mjög ánægður með undirtektir Jón Laxdal í hlutverki Smirnov og Inge Mutzke, Popowa, í Birninum áhorfenda og gagnrýnenda. Síðustu sýningar verða síðustu helgina í sept- ember. ■ Anna Bjarnadóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.