Morgunblaðið - 26.09.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.09.1992, Blaðsíða 2
2 B INNRI BRUNI af þeim er ósköp lítill Magnús og konan er móðirin sem lifir í eilífum ótta um að næsta dag eigi hún kannski ekkert í litlu munnana. Heimsins raunir verða svo litlar í samanburði við þennan stóra ótta. Hann er raunverulegur og verður alltaf til staðar í þessu herbergi. Hvað er það sem rekur menn til að skoða svona sára hluti? „Það er einhver innri bruni,“ svarar Magnús, „maður verður að vera tilfinningalega tengdur, þora að horfast í augu við góða og vonda hluti. Sjálfsmyndir eru ekki endilega af manni sjálfum; nefi, munni og andlitsdráttum. Ég not- aði þá aðferð að maka málningu á mig, leggjast á pappírinn og vinna út frá myndinni sem varð til. Inn í myndina málaði ég svo minni sem urðu á vegi mínum á meðan ég leitaði. Persóna mín er hvergi nálæg, heldur reyni ég að beit sömu aðferð og Laxness beit- ir í bókum sínlum. Þú finnur hvergi perónuna Halldór Laxness í bók- unum, en andi hans er yfir öllu. Hann hefur breiðsýni. Þetta er eins og að kanna nýtt hús í myrkri. Maður fetar sig áfram um rangala og stiga, þar til húsið er kannað. Það tekur allt- af svo langan tíma að þekkja sjálf- an sig í nýju umhverfi. Það tekur mann líka svo langan tíma að svara öllum spumingunum, sem brenna á manni: Hver er ég? Hvers vegna? Hvar er ég? Svo eru það stóru spumingam- ar, um Guð og eilífðina. Allt er þetta hluti af manni. En það er erfítt að svara spumingum um eilífðina nú til dags — vegna þess að í kristninni er Guð í kirkjum. Ef maður leitar að Guði í sjálfum sér eða öðm fólki, spyr kirkjan: Hvemig dirfistu? Hver heldur þú að þú sért? Ég veit ekki hver trú mín er í dag. Ég held áfram að spyija? Eg vil engu hafna. Augað mitt starfar eins og myndavél og hafn- ar engu. Hún tekur inn hveija hreyfingu — á breiðum gmnni... Mér finnst nútímamyndlist mjög þröng. Það em milljónir að gera sömu hluti um allan heim. Samt vilja allir vera þekktir sem öðm- vísi. Hvemig ætlarðu að vera sér- stæður ef þú þorir ekki út fyrir þröngan ramma fjöldans? Hvernig ætlarðu að verða öðmvísi ef þú þorir ekki að leita svara við spum- ingum sem brenna á þér? Ég kenndi einu sinni í Myndlist- arskólanum. Mér fannst mest spunnið í leitandi nemendur, sem fetuðu sig áfram í óvissu. Mér fannst þeir heiðarlegastir. En þeir fengu ekki góðar einkunnir hjá öðmm kennuram, vegna þess að „því miður vom þeir leitandi lista- menn,“ eins og sagt var. Það er eins og ætlast sé til að listin sé endanleg niðurstaða." En nú er listin ekki bara inn- hverf. Hún hlýtur að standa á breiðari gmnni. „Öll list er pólitík. Pólitík er bara einn þáttur mennskunnar, þótt pólitíkin, eins og við þekkjum hana núna, hafi verið „afhúmanís- emð.“ En þú skilur ekki umhverfi þitt, ef þú þekkir ekki sjálfan þig. Þá hafnarðu frelsi og fijósemi. Svo kemur ný stefna, allur hópurinn fer í sama andlega baðið og bíður eftir að sjá eitthvað sem hann hefur ekki séð áður. Allt verður eins. Ég vona að þessi sýning segi: Horfðu aðeins inn í sjálfan þig...“ En það vilja ekki allir fara þessa leið. „Nei, og er svo óheppnir að detta ekki þangað. Þá gætu þeir staðið upp og skilið að þetta er ævintýrið." Texti/Súsanna Svavarsdóttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992 LUCIADI LAMMERMOOR FLESTAR þekktustu óperur heimsins gerast á suðrænum slóðum en sú er ekki raunin með Luciu di Lammermoor. Sögusvið þessarar óperu Donizettis er Lammermoor í Skot- landi og óperutexti Salvatores Cammaranos byggir á sögu- legri skáldsögu eftir Sir Walter Scott. Óperan var frum- sýnd í Napólí árið 1835. Flutningur óperunnar hvílir mjög á söngkonunni sem fer með titilhlutverkið og þekktustu Luciur þessarar aldar eru þær Maria Callas og Joan Suther- land. Engin íslensk söngkona hefur spreytt sig á þessu ögrandi hlutverki fyrr, en í frumuppfærslu íslensku óper- unnar hér á landi, 2. október, mun Sigrún Hjálmtýsdóttir fara með hlutverk hennar. Lucia di Lammemoor er almennt talin besta verk Donizettis, auk „Don Pasquale." Óperan hefst á landi Ravenswood-kastala, í hinu hijóstruga Lammermoor-hér- aði í Skotlandi. Atburðir sem ger- ast í fyrri hluta þáttarins eiga sér stað rétt fyrir dögun. Enrico lávarð- ur hefur kallað til sín trúnaðarmenn sína, sálusorgarann Raimondo og liðsstjóra sinn, Normanno, auk ann- arra liðsmanna. Þeir hafa fínkembt héraðið í leit sinni að ókunnum manni sem þeir hafa heyrt að sé á ferli og Enrico er viss um að er fjandmaður hans, Edgardo, fyrmrn eigandi Ravenswood-kastala, hvers titli og eignum Enrico hefur sölsað undir sig. Normanno spyr Enrico hvers vegna hann sé svo áhyggjufullur á svip og Enrico tjáir honum að gæfan virðist hafa snúið við honum baki, „en Edgardo, fjandmaður ættar minnar hrósar sigri í kastala sínum ... Aðeins einn getur bjargað mér en Lucia hefur dirfst að hafna honum“. Það er Arturo sem Lucia hefur hafnað, en með því að tengj- ast mægðum við hann getur Enrico bjargað sér út úr klandri sem hann komst í, þegar hann tók þátt í aðgerðum gegn konunginum. Raimondo bendir þeim á að Lucia syrgir móður sína sem er nýlátin og þar sé líklega skýringuna að finna á áhugaleysi hennar fyrir ástinni. „Ástin henni fjarri? Hún sem brennur af ást,“ hrópar Nor- manno og segir Enrico frá því að nokkmm dögum áður hafi Lucia verið á gangi í ijóðrinu þar sem móðir hennar er grafín, þegar tryllt naut réðst á hana. Og hver skaut? Maður sem sem vill halda nafni sínu leyndu, en hittir Luciu ætíð í dögun í því sama ijóðri. Þegar Enrico gengur á hann, uppljóstrar Normanno að hér sé um sjálfan fjandmann hans að ræða, Edgardo. Enrico tryllist af bræði — for- mælir elskendunum og segir: „Að- eins blóð mun stilla brennandi ofsa minn.“ Raimondo biður Luciu vægðar; biður Enrico að sýna henni skilning áður en hann dæmir hana — en Enrico daufheyrist við bón hans. Annað atriði 1. þáttar á sér stað á leynilegum fundarstað elskend- anna, við bmnn í Ravenswood- garði. Lucia bíður, ásamt Alisu, vinkonu sinni, eftir að Edgardo komi. Alisa varar Luciu við: „Þetta er vitfirring, fömm héðan ... Hvað er bróðir þinn kæmi hingað?“ Luc- ia segist verða að bíða til að segja Edgardo að fara varlega, því Enrico hafi haft fregnir af honum. Lucia verður skelfingu lostin á svip og segir Alisu frá því að eitt sinn, fyrir löngu, hafi maður af Ravenswood-ættinni myrt unnustu sína þar sem þær standi nú og að líkami hennar hvíli í brunninum. Hún segist hafa séð vofu hennar: „Hún stóð kyrr, en hvarf svo í skyndi, en vatnið tæra orðið rautt af blóði.“ Alisa túlkar þetta sem válegan fyrirboða og biður Luciu að gleyma sinni skelfilegu ást. En Lucia er eins og bergnumin og hefur gleymt öllum skyldum sínum og syngur um „einasta ljós daga minna, mín eina huggun og lausn þrauta minna“. Alisa harmar, en Lucia tekur fagnandi á móti Edg- DONIZETTI Gaetano Donizetti byijaði snemma á ferli sínum að skrifa óperur. Hann var aðeins 21 árs gamall þegar fyrsta óperan hans, „Enrico di Borgogna“, var færð upp í Te- atro San Luca í Feneyjum. Hann var ennþá við nám þjá „Mayr“ í heimabæ sínum Berg- amo. Þegar Donizetti hafði lokið námi hjá Mayr, hélt hann til framhaldsnáms í skóla hins fræga Padre Mattei í Bologna - en fyrir vandláta óperuunnendur í Bologna hafði nafn Mayrs meira að segja, en nokk- ur annar skóli. - dramatíska tónskáldið sem ólgaði af lífsgleði að var síðan í febrúar 1822 að frétt birtist í „Giomale del Regno delle Due Sicilie", sem gefið var út í Nap- ólí, um efnisskrá sumarsins í „Teatro Nu- ovo“, litiu en vinsælu-leikhúsi sem sérhæfði sig í léttum ópemm. Á efnisskránni vom verk eftir Pasquale Sogner, Valentino Fiora- vanti og Giuseppe Mosca - „auk þess sem flutt verður verk eftir herra Geatano Doniz- etti, ungan nemanda hjá mikilvægasta stjómanda aldarinnar, Mayr“. Donizetti hafði komið til Napólí aðeins nokkrum dögum áður en fréttin birtist. Hálfum mánuði seinna yfirgaf annað tón- skáld, Rossini, borgina. Talið er að á þeim hálfa mánuði hafi tónskáldin hist, en þeir kynntust og með þeim tókst vinátta. Doniz- etti var aðeins fímm ámm yngri en Rossini „í frama". Þótt tónlistarhæfileikar Donizett- is hefðu verið augljósir frá unga aldri, rétt eins og hjá Rossini, og hann hefði „debúter- að“ fjórum ámm áður - hafði ferill hans þróast hægt. Hinsvegar hafði Rossini náð miklum frama á tveimur ámm, eftir að hann „debúteraði", aðeins 18 ára gamall. Donizetti varð að hafa meira fyrir hlutun- um. Fyrstu verkin hans, sem voru litlir fars- ar, vöktu enga sérstaka athygli. Eini árang- urinn sem hann hafði náð var með „Zoraide di Granata“ í Róm og nægði hún til að leysa Donizetti undan herskyldu. í maí 1822 sýndi Teatro Nuova svo „La zingara." Með þeirri óperu fjölgaði aðdáend- um Donizettis eitthvað og ópemnni var vel tekið, en bjöminn var ekki unninn og tón- skáldið þurfti að hafa meirá fyrir frægð- inni. í október sama ár setti „La Scala“ í Mílanó upp ópem hans „Chiara e Serafína". Donizetti starfaði þá í fyrsta sinn með texta- höfundinum Felice Romani, sem þótti eitt besta leikhússkáld síns tíma og var áhrifa- maður í menningarlífi Mílanóborgar. En jafnvel frægð Romanis, sem Donizetti átti eftir að starfa meira með, nægði ekki til að þessi nýja ópera hlyti hylli áhorfenda. Stykkið féll og Donizetti hélt aftur í suður- átt. Það var ekki fyrr en einu og hálfu ári seinna að honum tókst að vekja hrifningu og þá með gamanóperu sinni „L’ajo nell’ imbarazzo" í Teatro Valle í Róm. Óperan var sýnd í fleiri ópemhúsum á Ítalíu, í Vín árið 1827 og síðan í Ríó, Lissabon, Nice, Berlín og Konstantínópel. En vinsældirnar björguðu ekki bágu fjár- málaástandi Donizettis. Hann fékk ennþá lítil laun fyrir verk sín og varð því að halda sig að vinnunni, til að eiga í sig og á. Hann tók stöðu tónlistarstjóra við „Teatro Carol- ino“ í Palermo, en Ieikhúsin í höfuðborg Sikileyjar áttu ekki miklu láni að fagna. Carolino var reyndar best þeirra, lítið hús með afar þröngu ieiksviði og engin salerni fyrir gestina. Auk þess að vinna í leikhús- inu, varð Donizetti að kenna í „Conservat-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.