Morgunblaðið - 26.09.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.09.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992 B 7 DÖNSK TRÍÓ- / * •• TONLISTIONDVEGI Morgunblaðið/Bjami Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, John Damgaard píanóleikari og Ulrikke Höst-Madsen sellóleikari leika í Hafnarborg á sunnudags- FYRSTU tónleikar á nýju starfs- ári Tríós Reykjavíkur verða í Hafnarborg næstkomandi sunnu- dagskvöld. Gestir tríósins á þess- um tónleikum er danska tríóið Tre Musici sem getið hefur sér gott orð á undanförnum árum fyrir vandaðan flutning. Tre Musici hefur komið fram víða á Norðurlöndunum og þetta er í annað sinn sem það sækir ísland heim. Tre Musici er skipað fiðluleikar- anum Elisabeth Zeuthen- Schneider, sellóleikaranum Ulrikke Höst-Madsen og píanóleikaranum John Damgaard. Svo óheppilega vildi til að fíðleikarinn veiktist rétt fyrir förina til íslands og því hleypur Tríó Reykjavíkur und- ir bagga og Guðný Guðmundsdóttir mun leika í stað Elisabeth Zeuthen- Schneider á tónleikunum. „Gunnar og Halldór „lánuðu" mig góðfúslega," segir Guðný. „Þeir setja auðvitað það skilyrði að Elisabeth komi hingað að ári og leiki með þeim í staðinn!" Aðspurð hvort ekki sé erfitt að hlaupa í skarðið með svo stuttum fyrirvara svarar Guðný að hún sé vön að spila í tríói; þau John Damgaard þekkist vel frá því á námsárum og hvað það áhræri að læra tvö ný verk á nokkrum dögum þá sé hún í æfíngu úr Sinfóníuhljóm- sveitinni að takast sífellt á við ný verk. Tríóið Tre Musici var stofnað 1988 og er því jafngamalt Tríói Reykjavíkur og hefur lagt sig eftir að leika danska tríótónlist, sérstak- lega tvö síðustu árin eftir að þau uppgötvuðu óþekkt tríóverk eftir fimm dönsk tónskáld á ríkisbóka- safninu í Kaupmannahöfn. Að sögn Johns Damgaards munu þau leika þessi verk inn á geisladisk í haust en á efnisskránni á sunnudagskvöld eru einmitt tvö dönsk verk, annað vel þekkt, hitt lítt spilað. Frumflutningur danskra verka Fyrst á efnisskránni er eitt þekkt- asta og vinsælasta danska tríóið; tríó í f-moll op. 53 eftir P.E. Lange kvöld. Tre Musici frá Danmörku leikur í Hafnarborg Muller. „Þetta verk er samið 1898 og er afskaplega fallegt og háróman- tískt,“ segir John Damgaard. „Hitt danska verkið er Bamatríó í G-dúr op. 31 eftir F. Henriques. Þetta verk hefur lítið verið spilað og ég læt mér detta í hug að ástæðan sé titillinn; hljóðfæraleikarar hafí litið framhjá því og talið það of einfalt, fyrir böm. En titillinn er .villandi og þetta er afskaplega fallegt og vel samið verk; mjög ólíkt hinu þó það sé samið að- eins sex árum síðar en hitt verkið." Guðný segist leyfa sér að fullyrða að um frumflutning á íslandi væri að ræða á báðum verkunum. „Þó er hugsanlegt að tríó Lange Múllers hafi verið flutt hérlendis en það er þá orðið langt síðan.“ Síðasta verkið á efnisskránni á sunnudag er ekki síður rómantískt, tríó í B-dúr op. 99 eftir F. Schubert og ættu þá vandlátustu fagurkerar að hafa fengið skammtinn sinn vel útilátinn. Þetta er þriðji veturinn sem Tríó Reykjavíkur skipuleggur röð femra tónleika á starfsárinu í sam- vinnu við Hafnarborg, mennmgar- o g listastofnun Hafnarfjarðar. Á tón- leikum 25. október verður gestur tríósins bandaríski píanóleikarinn Brady Milligan og á efnisskránni em verk eftir Brahms og Schubert. Þriðju tónleikamir verða þann 14. mars og þá verður frumflutt tríó eftir Atla Heimi Sveinsson, tileinkað Thor Vilhjálmssyni. Einnig verða leikin tríó eftir Beethoven og Mend- elsohn. Á fjórðu og síðustu tónleik- unum sem haldnir verða á annan í hvítasunnu þann 31. maí, fær Tríó Reykjavíkur góða gesti með sér. Það- eru þau Sigurður Yngvi Snorrason klarinettuleikari, Anna Guný Guð- mundsdóttir píanóleikari, Pálína Ámadóttir fiðluleikari og Guðmund- ur Kristmundsson lágfiðluleikari. Þá verða leikin verk eftir Prokofieff, Bartok og Beethoven. Tre Musici leikur í Hafnarborg núna á sunnu- dagskvöld kl. 20. HS stærri og nomir og álfar búa. Það sem hún fann ekki i veruleikanum bjó hún til. „Ég elska sífellt ykkur draumaheimar/ég unni þeim við fyrstu hugarskil“, orti hún í Syngi syngi svanir mínir. Skáld sem Iýsir þessu yfir fer varla að rýna í mannlífið eftir þeim raunsæis stígum sem dr. Valtýr Guðmundsson virtist vilja leggja fyrir hana. Það er stundum erfitt að gera sér grein fyrir hvenær Hulda yrkir um raunverulegar upplifanir eða sæki í heim ævintýranna. En hún getur verið sérdeilis mögnuð í ástarkvæðunum og eitt veit ég; engin venjuleg kona yrkir svona: Þú skalt deyja í geislunum af gleði minni. Nú dansa ég, nú dansa ég í síðasta sinni. Tryllingurinn er alger, ástaijátningin mikilfengleg eftir því: Þú átt vængi - mátt nafn mitt nefna í hljómum. Ég skal nefna þig aftur - í stjömum og blómum. Það er eðlilegt að skáld sem lifír að hluta til í öðrum heimi leiti í þjóðkvæðastíi þar sem tröliin eru jafn sjálfsögð og blómin og heimurinn jafn fiölbreytilegur og ímyndunaraflið ræður við. Hulda var ekki ein um að yrkja vel um dularheima í byijun aldarinnar. Vinur hennar, Jóhann Gunnar Sigurðsson, orti líka um tröllin sem búa í fjöllum. En ólíkt hafast þau að; tröllin hans Jóhanns spá dauða og myrkri meðan heimur Huldu er kannski sorglegur, en alltaf fagur í sorg sinni. Eins og í riddarasög- unum. í kvæðinu Hemingur er meira að segja fannhvítur fákur sem fleygist eins og stormurinn hjá meðan hún situr alein með sorgum. En það er óneitanlega meiri skáldskapur í fákum Huldu en fákum riddarasagnanna: Nú sé ég hvað seiður megnar - og syrgi þau, öriög þín, er dísir djúpsins þig sveipa í draumanna silfur og lín. Já, nornir geta grátið og glúpnað við harmleik sinn. - Heyrir þú orð mín og andvörp yfir þér, Hemingur minn? „ég týnist varla“ Ástin er ekki bara til í draumum, hún er líka til í veruleikanum. Þegar Hulda snýr aftur til veruleikans yrkir hún ofurviðkvæmislega um börnin sín: „Hvert ætla þessir vængir/ þá vex þeim kraftur?“ Og ég get ekki gengið framhjá þessari fáorðu en miklu ástaijátningu til mannsins hennar: „Hvar sem ég fer/ og flýg um lönd/ ég finn þína vörmu/ sterku hönd/ Og allar leiðir/ að einni falla/ sem elfur í hafið/ - ég týnist varla.“ Hulda er yfírleitt hófstillt þegar hún yrkir um náttúruna, en ef maður vill komast í átök norðan- stormsins, öskra í náttúrunni og sundla við hengiflúgið — þá er Hulda ekki skáldið. Þá ættu menn að lesa Bjarna Thorarensen eða Grím Thomsen. Hulda dregst að hinu smágerða og hættulausa; náttúran er skjól, ekki ógnun. Þegar hún hugsar til æskuslóðanna kvikna minningar, en þær hrynja ekki úr klettum heldur: Við minnstu steina grær minning smá, sem mun ei leynast né falla í dá Stundum finnst manni nóg um alla mildu tónana og í Við vatnið er eins og Hulda sé sjálf orðin þreytt á vatninu sem „brosir, bjart og kyrrt", rís upp í lok kvæðisins og segir: En sitji ég þar um aftan ein ég ávallt hugsa nú: Hve fagurt, voldugt, straumdjúpt, stórt í stormi mundir þú. Hulda deyr 10. apríl 1946. Að baki voru sextíu og fimm ár og mörg orð. í síðustu kvæðabókinni, sem kom út fimm árum eftir lát hennar, er að finna kvæði til Jóhanns Siguijónssonar. Auðvitað hlaut hún að yrkja til Jóhanns; þau voru næstum því jafnaldrar, bæði fædd og uppalin við sömu á í S-Þingeyjarsýslu og standa hlið við hlið í Bláu skólaljóðunum. Og bæði voru þau rík af draumum. En varla er hægt að hugsa sér ólíkari skáld, ólíkari ævi. Meðan Jóhann lifði, orti og dó undir erlendum himni með útsýni yfir heiminn og var orðaður við Nóbelsverðlaunin sat Hulda heima innan um íslensk fjöll, ól upp böm og orð. í síðsta erindi kvæðisins dregur hún upp ógleyma- nlega mynd af ólíkum skáldum, sem bæði ortu sín fyrstu Ijóð við Laxá. Hún innst í dal, hann yzt: í háum sal við hörpuglaum og söng. í heimsins eftiriæti og vina þröng, þig mændu smáblóm æskudalsins á og augu þeirra voru daggarblá. Eftir Jón Stefánsson MENNINQ/ LISTIR INÆSTU VIKU MYMM.IST I SF.PTFMHl.l Listasafn íslands: Frá 5. september til 11. október stendur yfír sýning á breskum bókverkum er nefnist Blöðum flett, og eru verkin frá síðasta áratug. Einnig er sýning á verk- um í eigu safnsins. Á neðri hæð eru verk eftir frumheija ís- lenskrar málaralistar og á efri hæð eru nýrri verk auk nokk- urra erlendra verka. Listasafn íslands er opið alla daga nema mánudaga kl. 12-19. Kjarvalsstaðir: FIGÚRA - FÍGÚRA: Sýning í Yestursal á verkum eftir Jón Óskar, Huldu Hákon, Brynhildi Þorgeirsdóttur, Helga Þorgils, Kjartan Ólafsson og Svölu Sig- urleifsdóttur. Sýningin stendur til 25. okt. og er opin daglega frá kl. 10-18. Alfreð Flóki: 60 teikningar. Ásmundur Sveinsson: Abstrakt höggmyndir. Norræna húsið: Álandsdagar 24.-27. septem- ber. Laugardaginn 26. sept. kl. 14: Áland í í fortíð og nútíð. Fyrirlestur með litskyggnum. Kl. 15: Fyrirlestur. Aland - framtíð eyjasamfélags í Evr- ópu. Kl. 20.30: Tónleikar. Carl Nielsen kvartettinn leikur álenska kammertónlist. Sunnud. 27. sept. kl. 16: Álensk þjóðlög leikin á fíðlu og sungin. Kl. 17: Ulla Lena Lundberg segir frá ritstörfum sínum og kynnir álenskar bókmenntir. Sýningar í tengslum við Álandsdaganaj Málverk af skipakosti Álendinga. Frí- merkjasýning í bókasafni og bækur eftir álenska rithöfunda. 3.-25. okt.: Grafíkverk eftir álenska listamenn. Sýning á olíumálverkum og litkrítarmyndum Hrings Jó- hannessonar í aðalsal stendur til 27. september. Sýning í and- dyri hússins á grafíkmyndum Norðmannsins Ludvig Eikaas. Opið frá kl. 2-7 alla daga. Listasafn ASÍ: Tolli sýnir málverk til 4. októ- ber. Ópið alla daga frá kl. 14-19. Menningarmiðstöðin Gerðu- bergi: Myndlistarsýning einhverfra: Anna Borg Walthersdóttir, Ás- laug Gunnlaugsdóttir og Pétur Öm Leifsson sýna verk sín. Vistrýnin list: Bernd Löbach- Hinweiser umhverfislistamaður sýnir verk sín. Gerðuberg er opið fimmtud. kl. 10-22, föstud. kl. 10-19 og laugard. kl. 13-16. Lokað á sunnud. Hafnarborg: Norski málarinn Káre Tveter sýnir olíumálverk og vatnslita- myndir frá 7. sept. til 5. októ- ber. Opið frá kl. 12-18 alla daga nema þriðjudaga. Straumar, Lárus Karl Ingason sýnir portrettmyndir af hafnf- irskum listamönnum. Nýlistasafnið: Samsýning sjö ungra norskra og sænskra myndhöggvara undir nafninu „Prosjekt Tome“. Stendur til 20. september. Ragna Róbertsdóttir opnar sýn- ingu í dag kl. 16. Verk úr grá- grýti, hrauni, gúmmíi, auk teikninga á vegg. Sýningin stendur til 11. okt. Listamiðstöðin Straumur: Maj Siri Österling heldur sýn- ingu í gestavinnustofu eftir að hafa dvalið þar sem gestalista- maður um hríð. Ásmundarsafn: Bókmenntirnar í list Ásmundar Sveinssonar. Gallerí einn einn/ Skóla- vörðustíg 4a: Inga Þórey Jóhannsdóttir opnar málverkasýningu í dag kl. 14. Sýningin stendur til 8. okt. G-15, Skólavörðustíg 15: Kristín ísleifsdóttir sýnir öskjur og skrín frá 12. september. Listhús Laugardal: Sýning á verkum Leifs Breið- fjörðs og Jóns Reykdals. Gallerí Úmbra v/ Amtmanns- stíg: Ölöf Sigurðardóttir sýnir mál- verk til 30. september. Hulduhólar, Mosfellssveit: Keramikverkstæði Steinunnar Marteinsdóttur er opið er frá kl. 14-19 alla daga nema fimmtudaga og föstudaga, þá er opið frá kl. 17-22. Vinnustofur Álafossi: Vinnustofur listamanna í verk- smiðjuhúsinu Álafossi eru opn- ar aimenningi á laugardögum og aðra daga eftir samkomu- lagi. Listasalurinn Nýhöfn, Hafnarstræti: Guðbjörg Lind Jónsdóttir sýnir olíumálverk til 7. október. Listmunahúsið, Hafnarhús- inu: Sýning á glerlistaverkum eftir Sigríði Ásgeirsdóttur til 20. september. Mokka kaffi: Magdalena Margrét Kjartans- dóttir sýnir grafíkverk til loka september. Snegla - Listhús, Grettisgötu 7: Sýning á myndverkum og list- munum 15 listamanna. Opið virka daga kl. 12-18 og laugar- daga kl. 10-14. Stöðlakot/ Bókhlöðustíg 6: Sýning á teikningum eftir Hring Jóhannesson listmálara. Stendur til 27. september og er haldin í tengslum við sýningu Hrings í Norræna húsinu. Ónnur hæð, Laugavegi 37: Sýning á verkum eftir Donald Judd. Opið miðvikudaga kl. 14-18 eða eftir samkomulagi. Frímúrarasalurinn/ Njarð- vík: Halia Haraldsdóttir sýnir gler- verk, olíuverk og vatnslita- myndir. LEIKUS'I Þjóðleikhúsið: Hafið eftir Ólaf Hauk Símonar- son. Rita gengur menntaveginn. Frumsýning á Litla sviði 2. okt. Borgarleikhúsið: Dunganon eftir Bjöm Th. Bjömsson. Til umsjónarmanna lista- stofnana og sýuingarsala: Upplýsingar um listviðburði, sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki, verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðvikudögum, merkt: Morgunblaðið, menning/ listir, Hverfísgötu 4, 101 Rvík. Mynd- sendir 91-691294.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.