Morgunblaðið - 03.10.1992, Page 3

Morgunblaðið - 03.10.1992, Page 3
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992 EININGAR MARGBREYTILEIKANS „FÓLK SPYR mig stundum þegar það sér verk eftir mig hvar ég hafi fundið þau,“ segir Jóhann Eyfells myndlistarmaður en málmskúlptúrar hans minna sumir hverjir svo sterkt á náttúruleg fyrir- bæri að ekki er skrýtið að villst sé á þeim og hraunstrýtum, kóralstönglum eða steinrunnum trjábolum. Sköpunarkraftur náttúrunnar gegnir einnig mikilvægu hlutverki í listsköpun Jóhanns og því segist hann kunna því vel þegar fólk villist á handaverkum náttúrunnar og skúlptúrunum hans. Jóhann hefur verið búsettur í Flórída í Bandaríkjun- um undanfarin 23 ár, þar sem hann gegnir stöðu prófessors í myndlist við University of Central Florida auk þess að starfa við myndlist sína. Verk Jóhanns hafa lítið sést hérlendis á þessum tíma og því er sýn- ing sú í Listasafni íslands er nú stendur fyrir dyrum kærkomin kynning á starfi þessa sérstæða myndlistar- manns síðustu tvo áratugina. Jóhann er fæddur 1923 og stundaði nám í Banda- ríkjunum í byggingarlist, skúlptúr, málaralist og keramík á árunum 1945-53. Fram til ársins 1969 starfaði hann sem teiknari, hönnuð- ur, arkitekt, iistamaður og kennari ýmist í Bandaríkjunum eða á ís- landi. Málmsteypuverk Jóhanns eru byggð á yfirgripsmikilli þekkingu og langri reynslu af samspili bráðinna málma við ýmis náttúruleg efni, einnig innbyrðis viðbrögðum bráðinna málmtegunda við hver annarri og því má spyrja hvort Jóhann sé að vinna að nýrri túlkun á hugtakinu natúralismi. Hann hermir ekki eftir náttúru- legum fyrirbærum heldur beitir náttúrulegum aðferð- um. „Kannski hafa verk mín og vinnuaðferðir komið af stað áhuga á að nota náttúruöflin til að skapa lista- verk. Ég sé mína list meira sem efnafræði þar sem efnin blandast á óráðinn náttúrulegan hátt. Minn þáttur felst í því að stjórna því vali sem fram hefur farið áður en mótun verksins á sér stað. Skúlptúrar mínir eru ekki af neinu sérstöku og takmarkið er ekki fólgið í endanlegu útliti heldur er það hugsunin sem að baki liggur sem er takmarkið.“ Jóhann segist ekki sjá fyrir endanlegt útlit verk- anna en hann verði þó sjaldan fyrir vonbrigðum. „Það er oftar sem útkoman kemur mér á óvart og eitthvað meira hefur gerst en ég bjóst við. Að einhveiju leyti vil ég þakka mér það og þátt minn í þessari fæðingu." Ein algengasta spurningin sem lögð er fyrir Jóhann þegar fólk sér verkin hans er einfaldlega hvernig hann geri þau? „Ég bræði málma, mest ál, í þremur deiglum sem eru misstórar, sú stærsta tekur 300 pund af áli og ég eys því síðan upp í misstórum skömmtum í formin sem ég nota.“ Öll þessi vinna fer fram utandyra og því skiptir veðurlag miklu máli. Það var ekki síst þess vegna sem Jóhann settist að í Flórída, þar sem veðurfar er með þeim hætti að hann getur stundað listsköpun sína utan dyra allt árið um kring. „Hitastig, raki og annað í veðurfarinu skiptir mjög miklu máli því málmurinn bregst misjafnlega við því þegar hann kólnar.“ Þau form sem Jóhann talar um eru ekki fyrirfram mótuð heldur er um að ræða ýmis náttúruleg efni, s.s. sand, trjávið, jarðveg o.fl. „Það er grundvallarlög- mál hjá mér að ekki sé hægt að fínna eða leita að mótum. Þetta þýðir að maður er laus við allan til- gang, alla útfærslu á fyrirfram mótuðum útkomum. Þannig má segja að ekkert sem er þegar skapað taki þátt í mótun- inni, heldur eru öll form í verkinu áður óþekkt nema í samræmi við eðli efnanna sem um er að ræða.“ Til að gefa nákvæmari hugmynd um tilurð verkanna á sýningunni má nefna útiverk sem gert er úr þremur lóðréttum flekum er mynda þríhyrning. Tilsýndar minna flekarnir á grófa, óunna tijáboli með berki og kvistum, er hafa verið klofnir eftir endilöngu og negldir saman hlið við hlið. Raunin er reyndar önnur enda er verkið allt úr málmi - bræddu áli. Jóhann segir þetta verk unnið með þeim hætti að glóandi bráðnu álinu er helt ofan í morkna tijá- boli, gamlar, aflóga brautarteinaundirstöður. Bráðinn málmurinn smýgur síðan um allan viðinn og þegar hann hefur storknað eru leifarnar af koluðum viðnum hreinsaðar utan af. Við nákvæma skoðun ættu áhorf- endur að geta fundið kolaðar viðarleifar í dýpstu skor- unum. Inni í sýningarsal er annað minna verk gert með sömu aðferð. „Ég geri yfirleitt sjö verk af svip- uðu ætterni. Það er engin hjátrú á bakvið sjö, heldur er þetta einfaldlega mjög góð tala, ekki lítil og ekki stór.“ Jóhann staldrar við annað verk í salnum, hringlaga skífur sem raðast hver ofan á aðra. í miðju hringsins er opið niður í botn en brúnirnar innanverðar eru Morgunblaðið/Júlíus Jóhann Eyfells myndlistarmaður við eitt verka sinna. úfnar og óreglulegar. „Ég geri núorðið einingar í stað skúlptúra. Ég kalla þetta einingar margbreytileikans. Það tekur kannski dálitla þjálfun að sjá margbreyti- leikann samsettan úr einingum. Þetta verk er gert úr mörgum lögum og er mín hugmynd um innra og ytra eðli hlutanna. Þessir hringir eru reglulegir að utanverðu en þó ekki fullkomnir. Ytri form ná aldrei fullkomnun nema í hugmyndaheimi okkar. Svo þegar kafað er dýpra tekur við annar ómöguleiki sem er án reglu.“ Bera Nordal listfræðingur hefur kynnt sér verk og hugmyndir Jóhanns og segir eftirfarandi í sýning- arskrá um list hans: „Þó þær kenningar sem hann hefur sett fram virðist flóknar, eru verk hans einföld. Þau flytja enga frásögn og hafa ekkert táknrænt gildi. Þetta er út af fyrir sig ekkert nýstárlegt ef Jóhann væri ekki að fást við reyna að skilja það sem erfiðast er af öllu að túlka, sköpunina sjálfa, kjama myndlistar- innar. Hann er með verkum sínu að skrásetja sköpun listarinnar og þær forsendur sem liggja að baki henni, endurskapa öll hugsanleg afbrigði hennar." HS SÝNING Á VERKUM JÓHANNS EYFELLS OPNUÐ í LISTASAFNI ÍSLANDS í DAG I LITROFI OPERUNNAR elga Rún á dálítið sér- stakan feril í bún- ingabransanum; byijaði fyrst sem klæðskeri í Ævin- týrum Hoffmanns, samvinnuverkefni íslensku óper- unnar og Þjóðleikhússins. Hún hafði innritast í Iðnskólann að loknu stúd- entsprófi frá MS og lagði þar stund á klæðskeranám. Sem slíkur starf- aði hún í tvö ár, eða þar til hún hélt til Danmerkur og lærði þar fatahönnun og hattasaum. Að því námi loknu hélt hún til Lundúna, þar sem hún innritaðist í „Wimble- don School of Art,“ einn virtasta listaskóla Englands og námsefnið var „þrívíddar leikhússhönnun". Námstíminn er Venjulega þijú ár í faginu, en Helga Rún var tekin inn á annað ár, vegna reynslu sinnar og menntunar. Hún sá um útfærslur á búningum í tveimur uppfærslum íslensku óperunnar; Brúðkaupi Fígarós og Töfraflautunni, hannaði búningana í „M. Butterfly," í íjóð- leikhúsinu í fyrravetur og er nú aðstoðarbúningahönnuður í „Lucia di Lammermoor. Óperan er skrifuð eftir sögu Sir Walter Scott og gerist í Skotlandi um 1830. Byggingastíll, klæðaburð- ur og skreytingar eru líklega æði ólík því sem maður á að venjast í óperusýningum — því algengast er að þær fjalli um örlög fólks á suð- lægari slóðum. Og til að forvitnast um litaval, efnisval í búningunum, skreytingar og skart, fékk ég Helgu Rún til að setjast niður einn morguninn, þegar allt var loksins tilbúið og segja frá því hvemig hún o g Lubos Hruza hugsuðu búningana í þessari sýningu. „Það er rétt að verkið er skrifað um 1830, en það á að gerast á 17. öld. Af ýmsum ástæðum ákváðum við hinsvegar að færa sýninguna til í tíma, hvað búninga varðar — eða aftur til 1.300. Verkið gerist í há- löndum Skotlands, svo það gefur okkur vissan grunn til að vinna út frá og það er allt í lagi að færa það sviðsverk til í tíma, svo lengi sem það kemur ekki fram í textanum hver tíminn er. Skosku sjölin eru gegnumgang- andi í sýningunni. Það eru flestir með þau. Þau eru þó ekki skreyt- ing, heldur notuðu Skotar þau sem hlífðarfatnað, vegna þess að það er kalt í Skotlandi. Ullarfatnaður er auðvitað þar af leiðandi mikið notað- ur, svo og skinnfatnaður. Það má segja að föt hafi ekki verið neitt sérstaklega „fín“ í Skotlandi á þess- um tíma — ekki eins og sunnar í Evrópu. Til dæmis er kórinn í sýn- ingu almúgafólk og til þess tókum við tillit þegar við hönnuðum þá búninga. Það á að vera ljóst að þetta fólk hefur átt fötin sín lengi, þau eru snjáð og litimir eru mjög nærri sauðalitunum okkar, auk þess sem við bætum dálitlu af rauðbrúnu við. En til að lyfta myndinni dálítið upp, er kvennakórinn með sjöl sem eru í bláum og blágrænum litum. Það er ekki endilega raunsæislegt, en í svona vinnu hefur maður leyfí til að taka sér svokallað „listamanns- leyfi,“ vegna þess að sýningin verð- ur að vera lifandi fyrir augað. Karl- arnir í kórnum eru vopnaðir, því þeir eru í aðra röndina veiðimenn og hermenn. Einsöngvararnir em af hærri stétt en hinir. Þar bindum við okkur ekki bara við tímabilið, heldur eru búningarnir hannaðir til að túlka hvern „karakter“. Með efnis- og litavali reynum við að undirstrika hvernig hver og einn er innréttaður, vegna þess að búningar eru hjálpar- tæki leikara til að túlka persónuna, fremur en það sé verið að eltast við tímabil. Ef við tökum til dæmis Enrico, bróður Luciu, sem hrindir atburða- rásinni í verkinu af stað, þá er hann aðalsmaður og því dálítið fínn í tau- inu. Hann er kaldur og slægur og gengur mjög langt í að halda vissri stöðu. Hann er í dimmrauðum litum, út í dimmfjólublátt — og brúnt til að undirstrika vald. Við notum litina til að setja hann aðeins yfir aðra, vegna þess að hann hefur vald yfir öðru fólki. Það er mikið skinn í búningum hans og skreytingar eru úr kopar — sem er mikið notað í skreytingar almennt og það er raun- sæislegt. Enrico hefur mikla og valdsmannslega kraga, miklar axlir og ermar og það er töluverð vídd í slánum sem hann notar. Búningarn- ir hans eru dálítið ýktir, auk þess sem maður velur ríkari efni fyrir svona persónu. Arturo er sá sem Enrico þvingar Luciu til að giftast. Hann er auðug- ur maður og af aðalsættum. Hann hefur aðra tísku en hinir, því hann hefur verið meira erlendis. Hann er því í dálítið öðruvísi litum en aðrar persónur og sker sig úr, þótt við höldum sömu „silúettu". Það er augljóst um leið og maður sér bún- inginn að þetta er ekki sá sem Luc- ia vill. Hann er í bláum silkikyrtli og bláu flauelsvesti, með miklum loðkanti. Skreytingarnar á búningn- um hans eru líka frábrugðnar öðr- um; hann notar gull. Ef við skoðum persónuna, þá er hann alls ekki vondur maður eða neikvæð persóna — hann er bara, því miður, ekki sá sem Lucia vill. Arturo veit það ekki, hann er blekktur af Enrico og því jafn mikið fórnarlamb hans og Lucia. Enrico er bara að sækjast eftir auði hans. En þótt búningur hans sé rík- mannlegur, ber þess að geta, að þetta tímabil er almennt mjög stílhreint og einfalt og ekki mikið um skreytingar, þannig að þótt hann sé skreyttur með gullmálmi, er það í litlu magni. Normanno, liðsstjóri Enricos, er almúgamaður sem hefur náð sér nokkur völd. Hann er hægri hönd Enricos og sér um brúðkaup Luciu og Arturos. Liturinn í búningnum hans er dimm— vínrauður. Normanno er líka í leðurvesti með loðkraga úr sauðagæru, en hann er almúgalegri en hinna. I brúðkaupinu er hann í vínrauðri, dálítið valdsmannslegri slá, til að undir- strika þátttöku hans í valdbeitingunni á Luciu. Raimondo, sálusorgari Luciu, er munkur. Hann er mjög nálægt því að vera eins og raunverulegur munk- ur og búningurinn hans er í brúnum litum, en við höfum gert nokkrar stílbreytingar á honum vegna þess að í verkinu er hann sambland af munki og presti. Síðan eru þijár seiðkonur — eða konur sem sjá meira en aðrir. Þær eru ekki venjulega í óperunni en við hugsum þær sem sambland af skógardísum og seiðkonum og þær eiga að vera örlagaþráður í gegnum leikritið. Þær sjást öðru hveiju og hlutverk þeirra er að vekja ugg og „mystík" og eru því í aðra röndina fyrirboðar. Þær gegna ekki hlutverki persóna og eru ekki í neinu, tímabili; eru meira eins og ævintýri en raunveruleiki. Búningarnir þeirra eru mjög ólíkir, úr leðri, rúskinni og grisju og litatónarnir eru tengdir kórfólkinu, þannig að þær eru eins og tengiliður milli þess og einsöngv- aranna. Edgardo, unnusti Luciu, var einu sinni ágæt- lega stæður en er það ekki lengur. Hann er frek- ar fátæklegur miðað við hinar persónurnar, þótt það sé alveg ljóst að hann hefur verið ijáð- ari. Búningurinn hans er að miklu leyti úr leðri, MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992 B 3 KALDALONSTRIOIÐ „NAFNIÐ’ER HÁLFGERÐ TILVILJUN,“ SEGIR SNORRISIGFÚS BIRGISSON TRÍÓIÐ sem nefnir sig eftir tónskáldinu Sigvalda Kalda- lóns heldur tónleika í Lista- safni íslands annað kvöld. Tríóið hefur starfað í rúm tíu ár, en nafnið, Kaldalónstríóið, kom þó ekki til sögunnar fyrr en á síðasta ári, og var hálfgerð gamansemi, en okkur er ánægja að því að heiðra minningu tónskáldsins með þessari nafngift," segir Snorri S. Birgisson tónskáld og píanó- leikari tríósins. Auk hans er það skipað Noru Kornblueh sellóleikara tíg Óskari Ingólfs- syni klarinettuleikara. Að nafnið skuli vefjast svona fyrir blaðamanni stafar af því að óneitanlega bendir það til þess að hér sé á ferðinni tríó sem tekið hafi þá ákveðnu stefnu að helga krafta sína verkum Sigvalda Kalda- lóns. Snorri segir syo ekki vera en útskýrir nafngiftiria: „Fyrir hálfu öðru ári vorum við á tónleikaferð um Svíþjóð og lékum á fjölmörgum stöðum, s.s. í skólum, á vinnustöð- um og sjúkrahúsum. Efnisskráin var fjölbreytt, íslensk og erlend lög, og m.a. nokkur lög eftir Kaldalóns. Það vakti athygli okkar að alls stað- ar þar sem viðlspiluðum vöktu lög Kaldalóns mesta hrifningu og slógu alltaf í gegn. Samferðafólk okkar fór þá að kalla okkur í gamni „Kaldalónstríóið“ og okkur líkaði nafnið vel og ákváðum að halda því.“ Tónleikamir í Listasafninu eru á vegum samtakanna Musica Nova og ber efnisskráin: því vitni; verk eftir nútímatónskáld eingöngu, þijú erlend og tvö íslensk. Tónskáldin eru Pólveijinn Lutoslavsky, Eist- lendingurinn Arvo Párt, Banda- ríkjakonan Carolyn Yarnell, Snorri 'Sigfús Birgisson og i Atli Ingólfsson. •Verkin eru Kaldalónstríóiö leikur ó tónleikum Musica Nova Morgunblaðið/Þorkell Listasafni Islands annað kvöld. Grave eftir Lutoslavsky, sem samið er til minningar um pólska tónvís- indamanninn og Debussy-sérfræð- inginn Stefan Jarocsinski. Arvo Párt er eitt af þekktustu núlifandi tónskáldum Eistlendinga. Hann fæddist 1935 og á seinni árum hef- ur tónlist hans borið sterkan keim af tónlist miðalda og endurreisnar sem og grísk-kaþólskri kirkjutónl- ist, en Párt hefur stundað rann- sóknir á slíkri tónlist um árabil. Verkin tvö á tónleikunum nefnast Variationen zur Gesundung von Arinuschka og Fúr Alina og eru bæði einleiksverk fyrir píanó. Carolyn Yamell er hámenntað og margviðurkennt tónskáld í Bandaríkjunum. Hún dvaldi hér á landi og stundaði framhaldsnám í tónsmíðum hjá Þorkeli Sigurbjörns- syni sl. vetur. Verk sitt, A Frag- ment of an Angels Robe, segir hún innblásið af íslandsdvöl sinni og tileinkað Sigþóri Þórarinssyni. Verkið samdi hún sérstaklega fyrir Kaldalónstríóið. Eftir Snorra Sigfús Birgisson verða flutt tvö verk; Cantilena fyrir klarinett og píanó og ... the Sky composes Promises fyrir klarinett, selló og píanó. Fyrra verkið er til- einkað Oskari Ingólfssyni og var samið að beiðni Borgarbókasafns Reykjavíkur og fmmflutt í Gerðu- bergi sama ár. Seinna verkið var samið að tilstuðlan sænsku ríkis- konsertanna árið 1989. Titill verks- ins er fenginn að láni úr ljóði eftir bandarísku skáldkonuna Mary Jo Salter en það er ort í Reykjavík og nefnist Sunday Skaters, Reykjavík. Snorri segir það dálítil forréttindi að fá að leika verkin sjálfur, „... þá finnur maður svolítið fyrir þeim á eigin skinni og áttar sig betur á því hvernig þau em í „laginu“.“ Eftir Atla Ingólfsson leikur tríóið þijú verk; A verso, Dubbletter og útsetningu á Invensjón í B dúr eft- ir J.S. Bach. Þessi verk em öll ný af nálinni - að Bach undanskildum að sjálfsögðu - en A verso var sam- ið fyrir Eddu Erlendsdóttur vorið 1990, Dubbletter er skrifað fyrir Kaldalónstríóið og fmmflutt í Sví- þjóð í mars á þessu ári. Atli segir sfðan um útsetningu sína á Invensj- ón Bachs: „Þetta fer gert handa Snorra, Óskari og Nóm. Útsetjarinn taldi ekki þörf á að lagfæra tón- smíð Bachs, þótt hann hafi langað að lesa hana með eigin gleraugum. Þetta er eins konar „analísa" á verkinu, þar sem bætt er inn upp- hrópunarmerkjum hér og þar.“ Við þetta er engu að bæta nema að tónleikar Kaldalónstríósins hefj- ast stundvíslega klukkan 20.30 í húsakynnum Listasafns íslands við Fríkirkjuveginn. raimondo (Sigurður Steingrímsson) aðallega í brúnum og 'fyráum tónum, auk þess sem hann er f bláu og dimmbláu og hann er ekki mikið skreyttur. Edg- , ardo er í stuttu f\ leðurvesti á meðan hinir era í síðum skikkjum. Búning- urinn hans er allur styttri og praktískari en búningar aðalsfólksins, því hann er maður sem lifir mikið utandyra og þarf meiri hreyfímöguleika; þarf til dæmis að geta set- ið hest verið fljótur í fömm við ýmsar aðstæð- ur. Það er líka smá rómantík yfir Edgardo og þessvegna er silúetta hans öðmvísi en hinna karlmannanna og maður fær strax á tilfinning- una að hann sé öðmvísi manneskja en þeir sem búa í kastalanum. Alicia, sem er vinkona Luciu og að ein- hveiju leyti þjónustustúlka hennar, er í tveim- ur búningum. Hún er ekki eins mikið skreytt og Lucia þótt þær séu í svipuðum litatónum; bláum, dimmbleikum og út í vínrauða liti. Annar búningur Aliciu er fremur látlaus en í brúðkaupinu klæðir hún sig upp eins og hinir gestirnir og fer í sitt besta skart. Hún er dálítið hlutlaus persóna í sjálfu sér og þvf eðlilegt að hún tóni við Luciu. Lucia er aftur á móti í fjórum búningum í sýningunni. í fyrsta þætti er hún úti við, þar sem hún á stefnumót við Edgardo. Alicia er með henni og Lucia er í dimmbláu flauel- isvesti og kjól sem tónar bæði við Aliciu og Edgardo. Hún er þó ríkmannlegri og vegna tilefnisins er svolítið rómantískur blær yfir henni. í næstu senu er hún í koníakslitum kjól. Hún er á tali við bróður sinn og er að þráast við að giftast Arturo. Kjóllinn er látlaus og undirstrikar það að hún er ekki að ögra bróður sínum, hún er ekki alveg hamingju- söm og það geislar ekki af henni — en hún er saklaus og hrein og bar- áttuþrekið er að bresta. Þriðji búningur Luciu er í brúð- kaupssenunni. Hann er mun meira skreyttur en aðrir búningar hennar, í blágrænum litum og með mikið höfuðskraut. Hún er þó ekki yfir- skreytt. Sem fyrr er hún stílhrein og kjóllinn er dökkur. Hún er í dimmum litum, því þótt brúðkaups- dagurinn eigi að vera gleðidagur, er Lucia ekki glöð. Dimmu litimir eru til að koma óhamingju hennar til skila, án þess að hafa þungt yfir henni. Síðasti búningur Luciu er blóð- kjóllinn. Það er að segja brúðkaups- nætursloppurinn. Þetta er hvítur silkislopppur, aðeins skreyttur blúndum og pífum og undirstrikar hreinleika hennar. En hann er atað- ur blóði, til að undirstrika dramatík- ina, því Lucia er gengin af vitinu. Þar er þó hárgreiðslan meira til áhersluauka og hárið er úfið og reytt. Við notum hárgreiðslu og höfuðskraut mikið til að túlka ástand persónanna enn frekar. Við tökum okkur lfka leyfi til að breyta aðeins frá sníðagerðinni frá tímabilinu, til að búningarnir fari betur á söngvuranum. Þetta eru því ekki alveg „períódusnið, þótt tíma- bilið sé notað sem grunnur. Flestir kjólarnir eru til dæmis útsniðnir og óskiptir niður. Það eru aðeins tveir kjólar teknir saman undir brjóstinu og skreytingarnar eiga sér stoð f tímabilinu. Þegar við byrjuðum að hanna búningana, hlustuðum við mikið á tónlistina og lásum handritið vel yfir. Síðan gerðum við rannsókn á hvenær stykkið er skrifað, við hvaða aðstæður fólk lifði, hvaða efni vom notuð og hvers konar vefnaður og skreytingar. Við skoðuðum líka skartgripi, skreytingar í húsagerð, jafnvel skreytingar í handritum — til dæmis leturgerð — og húsgögn. Þá athuguðum við hvernig fólk lifði, veðurfar og annað sem mótar klæðnað og þar með höfðum við fengið nokkuð heilsteypta mynd af þvf hvernig tilfinning var á þessu tímabili — því auðvitað reynum við að halda okkur við tímabilið sem við veljum okkur, innan vissra marka. Síðan reynum við að tengja pers- ónuna bæði við tímabilið og tilfinn- inguna sem er í tónlistinni; finna til dæmis út hvort þetta er rómantísk, kaldlynd eða óhamingjusöm per- sóna. Það eru því margir hlutir sem hafa áhrif á það hvernig snið, litir og efni eru valin. Skreytingarnar á búningunum er byggðar á skreyt- ingum og hlutum frá tímabilinu, en einfaldaðar og stílfærðar. Samt er það svo að þótt teikning- ar séu tilbúnar, eiga búningarnir oftast eftir að þróast meira og minna þegar farið er að útfæra þá. Það koma alltaf upp vissir hlutir sem gera það að verkum að maður verð- ur að breyta upphaflegu hugmynd- inni. Ástæðurnar geta verið í leik- myndinni, lýsingunni eða vegna hreyfinga söngvarans. Búninga- hönnuður þarf að hafa mjög góða mynd af því hvað hver söngvari gerir á sviðinu; hvort hann þarf að standa, sitja eða skríða. Búningur- inn þarf að gefa honum möguleika á þeim hreyfingum og hjálpa til — og í þessari sýningu var nauðsyn- legt að þeir tónuðu við leikmyndina. MENNING/LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST í SEPTEMBER Listasafn íslands Frá 5. september til 11. október stendur yfir sýning á breskum bókverkum er nefnist Blöðum flett, og eru verkin frá síðasta áratug. Einnig er sýning á verkum í eigu safnsins. Skúlptúrar Jóhanns Eyfells. Sýningin opnar í dag og stendur til 22. nóvember. Listasafn íslands er opið alla daga nema mánudaga kl. 12-19. Kjarvalsstaðir FIGÚRA - FÍGÚRA: Sýning í Vestursal á verkum eftir Jón Óskar, Huldu Hákon, Brynhildi Þorgeirsdóttur, Helga Þorgils, Kjartan Ólafsson og Svölu Sigur- leifsdóttur. Sýningin stend- ur til 25. okt. og er opin daglega frá 10—18. Alfreð Flóki: 60 teikningar. Ásmundur Sveinsson: ab- strakt höggmyndir. Norræna húsið Sýning á verkum 11 álenskra listamanna. Þeir sýna vatnslitamyndir, graf- fk og ljósmyndir. Frímerkjasýning í bókasafni og bækur eftir álenska rit- höfunda Opið daglega kl. 14— 19 Sýningamar standa til 25. okt. Listasafn ASÍ Tolli sýnir málverk til 4. október. Opið alla daga frá 14- 19. Menningarmiðstöðin Gerðubergi Þorvaldur Þorsteinsson opn- ar sýningu á mánudags- kvöld kl. 20. Á sýningunni eru lágmyndir frá síðustu 8 árum. Sýningin stendur til 3. nóvember. Vistrýnin list: Bernd Löbach- Hinweiser um- hverfislistamaður sýnir verk sín. Gerðuberg er opið fimmtd. 10-22, föstd. 10-19 og laugard. 13—16. Lokað á sunnud. Hafnarborg Norski málarinn Káre Tvet- er sýnir olíumálverk og vatnslitamyndir frá 7. sept. til 5. október. STRAUMAR, Lárus Karl Ingason sýnir portrett- myndir af hafnfirskum lista- mönnum. Opið frá 12-18 alla daga nema þriðjudaga. Nýlistasafnið Ragna Róbertsdóttir opnar sýningu í dag kl. 16. Verk úr grágrýti, hrauni, gúmmíi, auk teikriinga á vegg. Sýn- ingin stendur til 11. okt. FIM-salur, Garðastræti Björn Bimir sýnir akríi- myndir og tússteikningar. Opið frá kl. 14 — 18 Menningarstofnun Bandaríkjanna Farandsýning á úrvali bandarískra einþrykks- mynda stendur til 1. nóvem- ber. Listamiðstöðin Straumur Maj Siri Österling heldur sýningu í gestavinnustofu eftir að hafa dvalið þar sem ■gestalistamaður um hríð. Asmundarsafn Bókmenntirnar í list Ás- mundar Stefánssonar. Gallerí einn einn/ Skóla- vörðustíg 4a Inga Þórey Jóhannsdóttir opnar máiverkasýningu í dag kl. 14. Sýningin stendur til 8. okt. G-15 Skólavörðustíg 15 Kristín ísleifsdóttir sýnir öskjur og skrín frá 12. sept- ember. Listhús Laugardal Sýning á verkum Leifs Breiðfjörðs og Jóns Reyk- dals. Vinnustofur listamanna opnar almenningi alla daga kl. 10—18 nema sunnudaga. I dag kl. 14—16: Jasstríóið BP og Doddi. Kl. 17.30: Tryggvi Tryggvason arki- tekt flytur fyrirlestur. Hulduhólar, Mosfellssveit Keramikverkstæði Stein- unnar Marteinsdóttur er opið er frá 14 til 19 alla daga nema fimmtudaga og föstudaga, þá er opið frá 17 til 22. Vinnustofur Álafossi Vinnustofur listamanna í verksmiðjuhúsinu Álafossi eru opnar almenningi á laugardögum og aðra daga eftir samkomulagi. Listasalurinn Nýhöfn, Hafnarstræti Guðbjörg Lind Jónsdóttir sýnir olíumálverk til 7. októ- ber. Mokka kaffi Hulda Hákon sýnir málverk af dýrum úr miðbæ Reykja- víkur Gallerí Úmbra Aðalheiður Valgeirsdóttir sýnir vatnslitamyndir til 21. okt. Snegla - Listhús, Grettis- götu 7 Sýning á myndverkum og listmunum 15 listamanna. Opið virka daga 12—18, og laugardaga 10—14. Önnur hæð, Laugavegi 37 Sýning á verkum eftir Don- ald Judd. Opið miðvikudaga klukkan 14—18, eða eftir samkomulagi. Frímúrarasalur- inn/Njarðvík Halla Haraldsdóttir sýnir glerverk, olíuverk og vatns- litamyndir. Sunnudag 4. okt. Hafnarborg kl. 17: Tónleik- ar kennara Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. íslenska óperan kl. 20: Há- tíðarsýning á Lucia di Lam- mermoor eftir G. Donizetti. Listasafn íslands kl. 20.30: Kaldalónstríóið flytur verk eftir Lutoslavsky, Carolyn Yarnell, Arvo Párt, Snorra Sigfús Birgisson og Atla Ingólfsson. Föstudag 9. okt. íslenska Operan kl. 20: Luc- ia di Lammermoor. Laugardag 10. okt. Gerðuberg kl. 17: Ljóðatón- leikar. Elsa Waage kontra- alt og Jónas Ingimundarson píanó. Ljóðasöngvar eftir Sibelius, Mahler, Kurt Wiel og íslenska höfunda. LEIKLIST Þjóðleikhús Hafið eftir Ólaf Hauk Símonarson. Sýningar á Stóra sviði, 8. og 10. okt. kl. 20. Kæra Jelena. Sýnt á Stóra Sviði 9. okt. kl. 20. Emil í Kattholti. Sýnt á Stóra sviði 4. okt. kl. 14 Rita gengur menntaveginn. Frumsýning á Litla sviði 2. okt. Sýningar 4., 8., og 10. okt. kl. 20.30 Stræti eftir Jim Cartwright. Frumsýning á Smíðaverk- stæði fimmtud. 8. okt. Borgarleikhús Dunganon eftir Björn Th. Björnsson. Sýnt á Stóra sviði 8. og 9. okt.kl. 20 Til umsjónarmanna lista- stofnana og sýningarsala Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyr- ir kl. 16 á miðvikudögum. Merkt: Morgunblaðið, menning/listir, Hverfisgötu 4,101 Rvk. Myndsendir 91- 691294.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.