Morgunblaðið - 11.10.1992, Síða 6
6 FRÉTTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1992
Glímdi við Markarfljótið óbrúað
Fullnaðarsigur
unninn á fljótinu
með nýju brúnni
Selfossi.
„ÞAÐ VAR stórbrotið þegar gamla brúin kom en þessi er ekki
síðri. Það er gaman að sjá hvað allur frágangur er góður,“ seg-
ir Brandur Stefánsson um nýju Markarfljótsbrúna. Hann fékk
nafnið Vatna-Brandur á sínum tíma fyrir það hversu örugglega
hann flutti fólk yfir óbrúuð fljót, en á árunum 1928—1933 flutti
hann fólk yfir Markarfljótið óbrúað. Hann hefur háð marga glím-
una við fljótið en alltaf komist heill frá því.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Steingrímur Ingason gengur burt frá bílnum, sem endaði för sína á hálfs tonns bjargi.
Mikil barátta stóð um
Norðurlandatitilinn
ÍSLANDSMEISTARARNIR Ásgeir Sigurðsson og Bragi Guð-
mundsson á Metro héldu naumri forystu í Norðurlandameistara-
mótinu í rallakstri um miðjan dag í gær. Keppninni lýkur í dag
klukkan 14.30 við Hjólbarðahöllina í Fellsmúla. Rétt á eftir fyrsta
bíl voru feðgamir Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson á Mazda,
en Birgir Vagnsson og Halldór Gíslason þriðju á Nissan.
Brandur annaðist áætlunarferð-
ir frá Reykjavík til Víkur í Mýr-
dal. Bílar frá Steindóri óku fólkinu
að Hlíðarenda í Fljótshlíð og þar
tók Brandur við og feijaði fólkið
yfir fljótið og flutti það áfram til
Víkur. Farið var yfir fljótið vestan
við Hamragarða sem er um það
bil mitt á milli gömlu og nýju brú-
annnar.
„Ég var með Ford bíla í þessum
flutningum, fyrst vörubíl, Gamla
Ford, 27 módel Hi og Low. Síðan
fékk ég Ford fólksbíl, 5 manna,
og Buick 7 manna,“ sagði Brand-
ur þegar hann rifjaði upp þessa
flutninga, staddur við vígslu nýju
Markarfljótsbrúarinnar síðastlið-
inn föstudag.
„Ég for yflr fljótið á bílunum
haust og vor en yfir sumarið fór
maður með fólkið á hestum því
þá var fljótið erfiðara viðfangs og
meira í,“ sagði. Brandur. Hann
sagði að á þessum árum hefði
fljótið svo að segja fiækst um
sandana og alltaf verið að mynda
nýja ála. Það var því engan vegin
hættulaust að fara yfir og þörf á
mikilli aðgæslu. „Ég treysti því
aldrei að maður færi yfír álinn
eins að morgni og kvöldi, þess
vegna þurfti alltaf að vaða álana
áður en farið var yfir.“ Hann sagði
að allar ferðir hans yfír fljótið
hefðu gengið vei og aldrei neitt
komið fyrir.
Brandur var við vígslu gömlu
brúarinnar 1. júlí 1934. Hún var
mikil samgöngubót á þeim tíma
og þá mættu sjö þúsund manns
við vígsluna. Hann tók heilshugar
undir þau orð að með nýju brúnni
hefði unnist fullnaðarsigur á
Markarfljóti sem um aldir var far-
artálmi ferðamanna og skaðvaldur
hjá bændum vegna landbrots.
Sig. Jóns.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Mikil barátta var í gær um Norð-
urlandameistaratitilinn í flokki
óbreyttra bíla, en Finnamir Harry
Raamanen og Maria Manninen á
Mitsubishi höfðu forystu á landa
sína Peter Geitel og Kai Hakkinen.
Skammt undan voru Óskar Ólafs-
son og Jóhannes Jóhannesson á
Suzuki og Hafsteinn Aðalsteinsson
og Witek Bodanski á Nissan. Þessar
Hafnir
Autt hús brann
TIMBURHÚS við Réttarveg í
Höfnum brann aðfaranótt laug-
ardags. Það hafði staðið autt um
nokkurn tíma og leikur grunur
á að kveikt hafi verið í því.
Slökkviliðið í Keflavík var kallað
að húsinu um klukkan tvö um nótt-
ina. Eldurinn var slökktur, en húsið
er mikið skemmt. Talið er líklegt
að um íkveikju hafí verið að ræða,
enda var ekki raflögn í húsinu og
ekki hafði verið búið í því lengi.
áhafnir berjast um titilinn fyrir
hönd landa sinna.
Titilvonin varð að engu
Lánið lék ekki við Steingrím
Ingason í keppninni á föstudag.
Hann var í baráttu um íslands-
meistaratitilinn og hugði gott til
glóðarinnar í keppninni, en virtist
heillum horfínn. Fyrst veiktist upp-
haflegi aðstoðarökumaðurinn fyrir
keppni og nýr kom í hans stað,
Guðmundur Bjöm Steinþórsson. En
ferð þeirra varð stutt, endaði eftir
fjórar leiðir með útáfakstri.
„Ég ók sérleið á Reykjanesi eftir
minni og misminnti hvernig vegur-
inn lá eftir eina blindhæð, flaug
yfír hæðina og þar var enginn veg-
ur, á.m.k. ekki á þeim stað sem ég
hugði. Við lentum í stórgrýti og
enduðum bjargarlausir upp á stóru
bjargi, þó bíllinn skemmdist lítið.
Þetta var leiðinlegur endir á löngum
undirbúningi og er ömurleg tilfínn-
ing þar sem staða okkar var góð í
íslandsmótinu, en titillinn er líklega
genginn okkur úr greipum," sagði
Steingrímur.
Hann var ekki einn um að falla
úr leik á fyrsta degi, sjö keppendur
eru hættir, m.a. sigurvegari síðasta
árs, Saku Viierima á Ford Escort
Cosworth, sem varð að hætta eftir
að kveikjuhamar brotnaði og annar
var ekki til taks í bílnum, en slíkur
varahlutur kostar um 100 krónur.
ítalinn Fabrizio de Sanctis varð
einnig að hætta eftir að forþjöppu-
búnaður bílsins bilaði. í gær bætt-
ust síðan í þennan hóp finnsk áhöfn
landsliðsmanna og Baldur Jónsson
og Guðmundur Jónsson.
----»-»-^---
Leki í flutn-
ingsæð hita-
veitunnar
HEITA vatnið fór af um tíma í
hluta Reylgavíkur og efri hluta
Kópavogs í fyrrinótt þegar leki
komst að flutningsæð við Suður-
landsbraut.
Að sögn Hreins Frímannssonar
yfírverkfræðings, tók nokkra stund
að fínna bilunina áður en viðgerð
gat hafíst og stóð hún yfir fram
eftir degi í gær. Vatnslaust varð í
Vogahverfi og Kleppsholti og fór
vatnið einnig af um tíma í efri hluta
Kópavogs vegna minni þrýstings
meðan leitin stóð yfír.
----» ♦ ♦----
Seltjamarnes-
og Neskirkjur
Mistök urðu við vinnslu messu-
tilkynninga sem birtust í blaðinu
í gær og eru upplýsingar um
messur í Neskirkju og Seltjarn-
arneskirkju þvi birtar hér að
neðan:
Neskirkja: Barnasamkoma
klukkan 11, munið kirkjubílinn,
prestur séra Guðmundur Óskar
Ólafsson. Messa klukkan 14, prest-
ur séra Frank M. Halldórsson. Mið-
vikudagur: Bænamessa klukkan
18.20, séra Frank M. Halldórsson.
Seltjarnameskirkja: Messa kl.
11, organisti Hákon Leifsson, prest-
ur sr. Solveig Lára Guðmundsdótt-
ir. Barnastarf á sama tíma, umsjón
hafa Eimý og Bára. Léttur hádegis-
verður eftir messu, þar sem starfs-
fólk kirkjunnar kynnir hina ýmsu
þætti safnaðarstarfsins. Miðviku-
dagur, kyrrðarstund klukkan 12,
söngur altarisganga, fyrirbænir.
Léttur hádegisverður í safnaðar-
heimilinu.
Brandur Stefánsson við Markarfljót á vígsludegi nýju brúarinnar.
Jóhann jafnaði á síðustu stundu
Skák
Margeir Pétursson
MIKLAR sviptingar og tauga-
spenna einkenndu fyrstu um-
ferðina á stórmóti Interpolis
tryggingafyrirtækisins í Til-
burg í Hollandi. Af 96 þátttak-
endum sem tefldu í henni verð-
ur helmingurinn að fara heim
eftir að hafa teflt aðeins tvær
skákir. Hvorugur íslensku þátt-
takendanna er ennþá úr leik.
Margeir Pétursson er kominn
í aðra umferð eftir að hafa
unnið serbneska alþjóðameist-
arann Kriiic IV1-V2. Jóhann
Hjartarson jafnaði 1-1 í gær
með svörtu gegn úkrainska
stórmeistaranum Igor Novikon.
Jóhann og Norikov tefla því
stuttar skákir í dag um það hvor
þeirra kemst í aðra umferðina sem
hefst á morgun. Sautján viður-
eignum af 48 í fyrstu umferð lauk
1-1, í framlengingunni em fyrst
tefldar tvær hálftíma skákir. Ef
þær fara 1-1 em tefldar tvær
fímmtán mínútna skákir. Ef enn-
þá er jafnt er haldið áfram að
tefla fímmtán mínútna skákir þar
til úrslit fást.
Margeir átti að tefla við
fremsta skákmann Georgíu,
Zurab Azmaiparashvili, í fyrstu
umferðinni, en þegar til átti að
taka gat enginn þátttakendanna
frá Georgíu mætt til leiks. Kmic
kom því í staðinn sem varamaður.
Ýmsir öflugir stórmeistarar
komust ekki í gegnum fyrstu
umferðina. Þar á meðal vom Ung-
veijinn Lajos Portich, sem tapaði
0-2 fyrir Vaganjan, Armeníu, Ler
Psakhis, fremsti skákmaður ísra-
els, var sleginn út af Jap Ehlvest,
Eistlandi, og besti Spánveijinn,
Miguel Illescas, tapaði fyrir Vlas-
timil Hort. Þá sló Tony Miles út
aðstoðarmann heimsmeistarans
til margra ára, Jozef Dorfman.
Önnur umferðin hefst á morg-
un. Þá bætast 16 af allra stiga-
hæstu skákmönnum heims við hóp
þeirra 48 sem komust í gegnum
fyrstu umferðina. M.a. er ljóst að
Anatoly Karpov, fyrmm heims-
meistari mun mæta stigaháum
landa sínum, A|exander Chermin.
Ekki er ljóst við hveija þeir
Margeir og Jóhann, ef hann kemst
áfram, munu tefla.
Eftir slæmt tap með hvítu fyrir
Novikov í fyrri skákinni blés eki
byrlega fyrir Jóhanni. Novikov er
þektur fyrir að vera vel heima í
fræðunumí og margir héldu að
honum yrði ekki skotaskuld úr
því að halda jafntefli með hvítu í
seinni skákinni.
Novikov tefldi hana reyndar
fremur iinkulega framan af, en
hélt ávallt jafnteflinu 1 augsýn.
Þegar skákin fór svo út í enda-
tafl virtist hann hafa náð að stilla
upp óvinnandi vígi. En í stöðunni
leyndust ótrúlegir möguleikar sem
Úkraínumaðurinn áttaði sig ekki
á.
Svart: Jóhann Hjartarson.
Hvítt: Igor Novikov.
38. Kf2??
Kóngurinn mátti alls ekki fara
út á f-línuna. Ef hann heldur sig
á e- eða d-línunum, eða leikur 38
Bfl, kemst svartur ekkert áfram.
38. - b5!!, 39. axb5 - Bxc4!
Hvítur má ekki drepa biskup-
inn, þá rennur svarta á peðið upp
í borð.
40. b6 - Kd8, 41. Ke3 - Bxb3
og með peði meira og sterka stöðu
vann svartur endataflið auðveld-
lega.