Morgunblaðið - 11.10.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.10.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1992 i.j..í.sa:. j ýV. jK 1 Laxveiðin Allt að 20 prósenta lækk- un veiðileyfa í Norðurá LANDEIGENDUR við Norðurá hafa leigt Stangaveiðifélagi Reykjavík- ur veiðiréttindin í ánni á komandi sumri, en viðræður hafa staðið yfir síðan í septemberbyijun. Heildarieigan lækkar um 15 prósent milli ára og að sögn Jóns G. Baldvinssonar formanns SYFR mun það skila sér sem allt að 20 prósent verðlækkun á veiðileyfum sumarið 1993. Hefur nú á skömmum tíma verið samið um verulega verðlækkun í tveimur af þekktustu laxveiðiám landsins, Norðurá og Laxá í Kjós. Jón G. Baldvinsson segir í „Veiði- fréttum", nýútkomnu fréttabréfí SVFR, að félagið hefði viljað ná meiri lækkun, en þetta hefði orðið niðurstaðan. „Við byijuðum að und- irbúa okkar viðsemjendur' strax í sumar og létum þá fylgjast með hversu erfíðlega gekk að selja veiði- leyfín, jafnvel þótt mikil véiði væri í Norðurá. Við hófum svo viðræður strax og veiðitíma lauk með fyrr- greindum árangri. Við vitum ekki enn um lokatölur, en ljóst er að tap- ið á Norðurá nam milljónum króna. Endanlegar tölur verða lagðar fram á aðalfundi félagsins 20. nóvember næstkomandi," segir Jón og bætir við að endurmat og endurskipulagn- Tréristur í Hafn- arborg í GÆR, laugardag, var opnuð í Hafnarborg sýning Ásrúnar Tryggvadóttur á tréristum. Sýningin ber yfirskriftina „Bergstál." Hún verður opin fram til 25. október. Ásrún stundaði nám við Myndlistarskólann í Reykjavík og síðar nam hún myndlistar- kennslu við Minot State Uni- versity í N-Dakóta í Bandaríkj- unum. Fyrsta einkasýning henn- ar var haldin í Minot 1979 en hér heima hefur hún haldið eina sýningu á teikningum. Hún hef- ur einnig tekið þátt í fjölda sam- sýninga hér á íslandi, á Norður- löndunum, í Englandi og Banda- ríkjunum. Listakonunni segist sjálfri svo frá í sýningarskrá að hún hafí undanfarið verið gagntekin af áferð gijótsins, sem setji svo sterkan svip á íslenzka náttúru: „Ég hef unnið verk eftir jarð- sögulegum fyrirmyndum og gætt þau nýjum litatónum. I návígi sýna grafíkmyndir mínar smágerð afstrakt mynztur nátt- úrunnar. í fjarlægð fá þessi mynztur nýja vídd og vægi, skorur og gljúfur opnast og gijóthnullungar virðast í þann veginn að hrynja út af myndflet- mum. ing á öllum veiðisvæðum félagsins sé í vinnslu og þar sé markmiðið einkum eitt, að lækka verð hvar sem kostur er. Heildamýting veiðileyfa í Norðurá í sumar var um 70 prósent sam- kvæmt upplýsingum Jóns og var það einkum dýrasti tíminn, í júlí, sem seldist illa. Til samanburðar var nýt- ing veiðileyfa í ánni í fýrra um 90 prósent. Jón segir í umræddu frétta- bréfí að hann vonist til þess að sú verðlækkun sem nú hafi samist um verði til þess að eftirspurn eftir veiði- leyfum aukist og raunar sé strax farið að merkja aukins áhuga er- lendra veiðimanna á veiðidögum í júlímánuði enda hafí veiðst meira í Norðurá í sumar en um árabil. Morgunblaðið/Þorkell Kirkjuvika í Reykjavíkurprófastsdæmum í dag, sunnudag, hefst í Reykjavíkurprófastsdæmum kirkjuvika, sem ætluð er til að vekja athygli á innra starfi kirkjunnar. Kirkjur prófasts- dæmanna munu bjóða almenningi upp á margvíslega dagskrá. Mynd- in var tekin í móttöku Reykjavíkurprófastsdæmis vestra í Bústaða- kirkju á föstudag, þar sem kirkjuvikan var kynnt. Sr. Pálmi Matthías- son prestur í Bústaðasókn og Magnús Öm Antonsson borgarstjóri ræða saman, en á milli þeirra sést Bjöm Bjamason alþingismaður. Sjónvarpið Steríó út- sendingar undirbúnar NÆSTU vikur fara fram tilraunir á steríó hljóðútsendingum með NICAM-aðferð á vegum Ríkisút- varpsins Sjónvarps. Sendingarnar eru eingöngu bundnar við Reykja- víkursvæðið til að byrja með. í frétt frá tæknideild Sjónvarpsins segir að ljós kvikni á þeim tækjum sem geta tekið á móti sendingum NICAM, en önnur tæki en þau sem sérstaklega eru til þess gerð ná ekki sendingunum. Til að byija með verði fáar ef nokkrar sendingar raunveru- lega í steríó. Steríósendingar munu fara hægt af stað og mun nokkur tími líða, mánuðir ef ekki ár, þar til umtalsverður hluti dagskrárinnar verður í steríó, segir í fréttinni. Ódýr og spennandi lúxusferð til Tælands fyrir aðeins 99.900 kr. Nú er tækifærið til að hverfa á vit framandi menn- ingar og ævintýra í Tælandi. Royal Cliff hótelið er dval- arstaður sem er þekktur fyrir þægindi og glæsileika. Fjögur ár í röð hefur hótelið verið kosið besti hótelstaður- inn í allri suð-austur Asíu. Hvergi er auðveldara að lifa í veilystingum en einmitt þarna. Á hótelsvæðinu er t.d. að finna sundlaugar, fjóra 18 holu golfvelli, glæsilegar versl- anir, spennandi námskeið i tælenskri matargerð auk bestu Tekið er á móti farþegum á þjónustu og aðbúnaðar sem hægt er að hugsa sér. Stutt er í iðandi mannlífið á Pattaya ströndinni og aðeins tveggja tíma akstur til Bangkok. SAS býður ferð og lúxus- — dvöl á Royal Cliff hótelinu í tvær vikur á aðeins 99.900 kr. flugvellinum í Bangkok við komu ef óskað er og ekið aftur við brottför. Láttu draumaferðina til Tælands verða að veruleika - það er mögulegt með SAS! Hafðu samband við SAS eða ferðaskrifstofuna þína. M/S4S Laugavegi 172 Sími 62 22 11 SAS á íslandi - valhrelsi í flugi! Verö miöast viö einstakling í tveggja manna herbergi. 1250 kr. flugvallarskattur er ekki innifalinn í veröi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.