Morgunblaðið - 11.10.1992, Page 18

Morgunblaðið - 11.10.1992, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1992 SÆLL ÓSKAR. Ég sendi þér þetta bréfkorn ásamt hamingjuóskum vegna frumsýningu fyrstu kvikmynd- ar þinnar í fullri lengd. Sódóma Reykjavík þykir mér geðþekkur titill, þó að ég voni satt best að segja að hann lýsi fremur uppdiktaðri sýn á höfuðborgina en því sem er að ger- ast. Ég hef þá í huga skírskotun titils- ins í frásögn Biblíunnar af kraumandi lastarbælunum Sódómu og samhverfu hennar Gómorru, borga solls og stóð- lífis. Samkvæmt bókinni ákvað drott- inn upp á sitt sjálfdæmi að eyða þeim með eldi og brennisteini vegna sora- hátta íbúanna. Þykir mér þessi útgáfa syndaaflausnar tvíræð. Meðal annars vegna slíkra bræði- kasta hafa menn velt því fyrir sér hvernig guð myndi hugleiða sköp- unarverk sitt, manninn. Margir hafa spurt en ekki gefíð viðhlítandi svör. An þess að ætla mér þá dul að skyggnast í hugskot skaparans, hygg ég að „beiskjulaust en með dijúgri eftirsjá“ gæti verið svarið, enda um bernskubrek höfundar að ræða. Hins vegar er það sársauka- laust að mestu fyrir manninn að leggja mælistiku á eigin smíð, burt- séð frá því hvort tíminn leiði til endurmats. Ég ætla því að fara fram á það ómögulega verk við þig sem handritshöfund og leikstjóra Sódómu Reykjavík (þyngsta ábyrgðin hvílir semsagt á þínum herðum) að blaðfesta hugrenningar þínar um persónur myndarinnar; gefa afkvæmunum umsögn og nokkur heilræði áður en langferð þeirra hefst á lífstjaldinu. Galaðu seið til að tæla persónurnar úr hug- skoti þínu og ræddu við þær í bróð- emi, það er að segja ef sambandið er náið. Sendu mér línu við fyrsta tækifæri og kannski getum við bundið bagga okkar sömu hnútum um hríð. Sendu endilega Sigurði Sverri Pálssyni kvikmyndatöku- stjóra hamingjuóskir fyrir unnið verk, svo og Halli Helgasyni fram- kvæmdarstjóra, Þór Vigfússyni leikmyndarhönnuði, Siguijóni Kjartansyni tónskáldi ... Að ógleymdum Birni Jörundi Frið- björnssyni sem leikur aðalpersón- una Axel, Eggerti Þorleifssyni sem leikur skúrkinn Agga flinka, Helga Bjömssyni sem leikur Mola, Sóleyju Elíasdóttur sem leikur Unni og öll- um hinum sem strituðu við að gera hugmyndirnar að veruleika tjalds- ins. Eg bíð síðan eftir bréfí. Kær kveðja. AXEL Það eina sem ég hafði var bíl- númerið. Lögreglan gaf mér upplýs- ingar um eigandann. Nú sit ég í farþegasæti bílsins og eigandinn við hliðina á mér. Hann heitir Axel, er um tvítugt og hefur ekki haft frá mörgu að segja. Við höfum talað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.