Morgunblaðið - 11.10.1992, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1992
27
Minning
Karl J. Birgissont
Vestmannaeyjum
Karl Birgisson var alltaf eins og
yndislegt veður, slíkt var skaplyndi
hans. Hann átti mikið að gefa á
mannamótum hversdagsleikans því
þótt stundum sé sagt um menn að
þeir hafi verið glaðir á góðri stund,
þá var þessi einlæga gleði innbyggð
í þennan unga mann sem nú er
sárt saknað við fráfall svo langt
fyrir aldur fram. Það hafa allir reynt
þá góðu tilfinnnigu þegar sólstafír
brjótast fram úr skýjaþykkni óveð-
urs. Ég minnist þess aldrei að það
hafí brugðist þegar við Kalli hitt-
umst að hann bæri ekki með sér
bros á vör og glettni í auga. Hann
hafði allt til að bera sem góðan föð-
ur og félaga gat prýtt, dugnað,
umburðarlyndi og þessa fölskva-
lausu hlýju, góðan smekk og list-
rænan.
í hópi okkar úteyinga og bjarg-
veiðimanna var hann skemmtilegi
félaginn sem var alltaf tilbúinn í
slag gálgahúmorsins sem skerpir
svo skemmtilega kærleikann í því
samfélagi. Kalla er sárt saknað í
félagi bjargveiðimanna, Álseyings-
ins, sem er jafn góður í sókn og
vöm fyrir sig og sína.
Þessi fáu orð um félaga minn og
vin eru fátækleg í stað þeirrar fyll-
ingar sem hann sjálfur gaf. En eng-
inn ræður för og svo kom höggið
stóra, svo sárt, óvænt og ótímabært
fyrir ungan son, föður, eiginmann
og félaga. En eftir lifa minningar,
þetta góða og trausta innlegg sem
enginn getur tekið í burtu meðan
lífsandinn lifír. Það er dapurt yfír
okkar samfélagi þegar sorgin hefur
hellt sér yfír, það er dapurt yfir
andblæ úteyjanna, en það er okkar
sem eftir förum að halda uppi merki
þess lífsstíls sem var aðalsmerki
vinar okkar, merki lífsgleðinnar og
bjartsýni. Megi góður Guð styrkja
eiginkonu, börn, foreldra, vini og
vandamenn, megi hlýjan og birtan
hans Kalla Birgis vísa veginn.
Arni Johnsen.
Guð er oss hæli og styrkur,
örugg hjálp í nauðum.
(Sálm. 46:2.)
Það er erfítt að setjast niður og
ætla að kveðja elskulegan frænda
sem lést af slysförum með svipleg-
um hætti.
Karl Jóhann Birgisson, eða Kalli
frændi eins og við systkinin kölluð-
um hann, var aðeins 32 ára gamall
er hann var hrifinn svo snöggt á
brott.
Því miður hittumst við alltof
sjaldan. Hann, ásamt eiginkonu
sinni, Sigríði, og Kolbrúnu og Har-
aldi börnum þeirra, kom reyndar oft
til Reykjavíkur. Það vill síst vera
svo með Reykvíkinga, a.m.k. okkur,
að það er eins og það sé lengra til
Vestmannaeyja en frá Eyjum til
Reykjavíkur.
Við þekktum Kalla frænda ein-
göngu af góðu. Hann var með ein-
dæmum glaðlegur og greiðvikinn
og aldrei sáum við hann öðruvísi
en með brosið sitt bjarta, helst allan
hringinn. Kalli var einstaklega góð-
ur og natinn við ömmu og afa. Við
vitum það, að öðrum bamabömum
ömmu og afa ólöstuðum, að Kalli
var í miklu uppáhaldi og lái þeim
það enginn.
Hann hringdi oft af sjónum í
ömmu, sérstaklega eftir að afi lést.
Einnig fékk hún oft sendan fisk í
soðið. Mikil er sorg ömmu og eftir-
sjá að góðu barnabami.
Kalli átti falleg börn og eiginkonu
sem nú horfa á eftir kærum eigin-
manni og ástríkum föður alltof
fljótt.
Elsku Sigga, Kolla, Haraldur,
Birgir og Kolla, systkini og tengda-
fjölskylda. Nú er dimmt yfir og sorg-
in mikil. Það er gott að leita til
Drottins, hann huggar og gefur
styrk, það vitum við sem stöndum
í svipuðum sporum nú.
Með þessum fátæklegu orðum
kveðjum við og þökkum samfylgd-
ina við Karl Jóhann Birgisson, sem
svo alltof fljótt var tekinn frá okkur.
Guð blessi minningu hans.
Katrín, Hrafnhildur,
Arni og Kristín.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með frjógun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt,
lit og blöð niður lagði, -
líf mannlegt endar skjótt.
(H. Pétursson)
Við viljum með fáeinum orðum
kveðja kæran skólabróður og fé-
laga, Karl J. Birgisson, sem lést af
slysförum 26. september sl. Við
munum Kalla sem glaðan og
skemmtilegan vin sem var ávallt
hrókur alls fagnaðar hvar sem hann
kom. Með fráfalli Kalla er komið
stórt skarð í gamla skólahópinn,
skarð sem erfítt verður að fylla.
Margt er það, margt er það
sem minningamar vekur.
Þær eru það eina
sem enginn frá mér tekur.
(Davið Stefánsson)
Megi góður Guð gefa ástvinum
Kalla styrk í þeirra miklu sorg.
Kveðja frá árgangi ’60
í Vestmannaeyjum.
í dag fer fram í Landakirkju
minningarathöfn um Karl Birgisson
sem drukknaði 26. september sl.
Hann fæddist 29. september 1960
og var því tæpra þrjátíu og tvegggja
ára er hann hlaut hina votu gröf.
Karl nam húsasmíði en stundaði
sjóinn milli þess sem hann vann við
sitt fag. Hann gekk í Lionsklúbb
Vestmannaeyja fyrir nokkrum árum
og kom fljótt í ljós að þar var kom-
inn glaðlyndur og góður félagi.
Karl starfaði af heilum hug að
verkefnum klúbbsins og auk þess
þótti hann góður til að undirbúa
afmælishátíðir okkar því hann hreif
menn með sér með glaðværð sinni
og græskulausu gamni.
Að leiðarlokum viljum við félag-
amir senda eiginkonu hans, böm-
um, foreldmm, systkinum og öllum
öðrum aðstandendum hugheilar
samúðarkveðjur.
Minningin um góðan dreng lifir
í klúbbnum okkar.
Sigurður Guðmundsson.
Við skipsfélagamir á Breka VE
viljum, í örfáum orðum, minnast
Kalla, okkar látna félaga. Á stund-
um sem þessum verður okkur orða
vant, því slíkur er missir allra sem
kynntust Kalla og þekktu hann.
Hann var einn af þessum góðu fé-
lögum sem alltaf em tilbúnir í smá
sprell og smá grín, eins og nauðsyn-
legt er fyrir félagsandann úti í sjó.
Það skarð sem hann skilur eftir sig
er vandfyllt og munum við minnast
hans með söknuði og trega.
Sigga, Kolla, Haraldur Ari og
fjölskyldur, við sendum ykkur okkar
innilegustu samúðarkveðjur. Megi
guð geyma ykkur um ókomna tíð.
1 dimmum skugga af löngu liðnum vetri
mitt ljóð til þín var árum saman grafið.
Svo ungur varstu, er hvarfstu út á hafið,
hugljúfur, glæstur, öllum drengjum betri.
Og þvi varð allt svo hljótt við helfregn þína
sem hefði klökkur gígjustrengur brostið.
Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið,
sem hugsar til þín alla daga sína.
Hinsta kveðja.
(T.G.)
Skipsfélagar
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
PÁLMI HANNES JÓNSSON
fyrrv. skrifstofustjóri,
Fornhaga 17,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 15. október
kl. 13.30.
Ágústa Julíusdóttir,
Pétur Pálmason, Elín Pálmadóttir,
Sólveig Pálmadóttir, Árni Jón Pálmason,
Helga Pálmadóttir,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÓLÖF RAGNARSDÓTTIR,
(rabakka 10,
er lést í Landspítalanum 3. október, verður jarðsungin frá Bústaða-
kirkju mánudaginn 12. október kl. 13.30.
Ragnar Guðlaugsson,
Erna Martinsdóttir, Gísli Björgvinsson,
Rósa Martinsdóttir, Ásgeir Hallgrímsson,
Karl Martin Ásgeirsson.
+
Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
MAGNÚS SNÆBJÖRNSSON,
Neðstaleiti 5,
Reykjavík,
sem andaðist 4. október, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju
þriðjudaginn 13. október kl. 13.30.
Laufey Árnadóttir,
Kristinn Magnússon, Auður Böðvarsdóttir,
María Magnúsdóttir, Tryggvi Tryggvason,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR,
sem lést sunnudaginn 4. október, verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju þriðjudaginn 13. október kl. 13.30.
Ragnar Þorsteinsson,
Baldur Ragnarsson, Þórey Kolbeins,
Gyöa Ragnarsdóttir, Árni Steinsson,
Aldfs Ragnarsdóttir,
Nanna Ragnarsdóttir, Ragnar Aðalsteinn Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
KRISTÍN AÐALSTEINSDÓTTIR,
Háaleitisbraut 48,
sem andaðist 2. október 1992, verð-
ur jarðsungin frá Áskirkju mánudaginn
12. október 1992 kl. 15.00
Þeim, sem vildu mlnnast hennar, er
vinsamlegast bent á líknarstofnanir.
Friðjón Hallgrímsson,
Pétur Hailgrimsson, Lena Hallgrimsson,
Helga Jóhanna Hallgrfmsdóttir, Ragnar Kristjánsson,
Sigurbjörg Ragnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær afi okkar og langafi,
ÞORSTEINN AUDUNSSON
útgerðarmaður,
Tunguvegi 6,
Hafnarfirðí,
verður jarðsunginn frá Víðistaðarkirkju þriðjudaginn 13. október
kl. 13.30.
Þorsteinn Auðunn Pétursson, Ingunn Einarsdóttir,
Róbert Einar,
Mikael Árni Bergmann Þorsteinsson,
Þorsteinn Ari Bergmann Þorsteinsson,
Hjálmar Þröstur Pétursson, Lovfsa Þórðardóttír.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HELGI NIKULÁS VESTMANN EINARSSON,
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 12. október
kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á að láta Sjúkrahús
Keflavíkurlæknishéraðs njóta þess.
Guðlaug Stefánsdóttir,
böm, tengdabörn og barnabörn.
+
Þökkum innilega sýnda vinsemd og samúð vegna andláts og útfar-
ar móður okkar, tengdamóður og ömmu,
SIGURRÓSAR ODDGEiRSDÓTTUR.
Geir A. Gunnlaugsson,
Kristín Ragnarsdóttir,
Arnar Geirsson,
Ragnhildur Geirsdóttir,
Heiður Rós Geirsdóttir.
Páll Jensson,
Anna Jensdóttir,
Hildur Pálsdóttir,
Hlynur Páll Pálsson,
+
Þökkum innilega sýnda samúð við andlát og útför,
BENEDIKTS ÓSKARS JÓNSSONAR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Elliheimilisins Grundar.
Guð blessi ykkur öll.
Hansfna Jónsdóttir,
Hrefna Hagbarðsdóttir.
+
Okkar innilegasta þakklæti til allra, sem auðsýndu okkur samúð
og hlýhug við fráfall ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
SVEINS SÍMONARSONAR,
Bólstaðarhlíð 68.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Valgerður Jónsdóttir,
Sævar Friðrik Sveinsson, Kristín Ósk Óskarsdóttir,
Anna Sóley Sveinsdóttir, Manuel Arjona Cejudo
og barnabörn.