Morgunblaðið - 11.10.1992, Side 31

Morgunblaðið - 11.10.1992, Side 31
31 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1992 i IAUGL YSINGAR Sölustjóri Fyrirtækið er vel þekkt heildverslun í Reykjavík. Söiustjóri hefur umsjón með sölu m.a. Ijós- myndavöru, sjónvarps- og hljómflutnings- tækja, myndbands- og tölvuleiktækja ásamt fylgihlutum. Leitað er að drífandi einstaklingi með góða sölu- og markaðsþekkingu ásamt marktækri reynslu af sölu- og stjórnunarstörfum. Áhersla er lögð á frumkvæði, skipulagshæfi- leika og sjálfstæð vinnubrögð. Annað: Æskilegt er að viðkomandi hafi bíl til umráða vegna innanbæjarsölu, en fyrir- tækið mun leggja til bifreið vegna söluferða út á landsbyggðina. Umsóknarfrestur er til og með 16. október nk. Ráðning verður fljótlega. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. RAÐNINGARÞJÓNUSTA LÖGMN Guðný Harðardóttir Skipholti 50c, 2. hœð, 105 Reykjavík Frystihús Óskum eftir starfsfólki til starfa í frystihúsi okkar í Hafnarfirði. Um er að ræða sex störf við snyrtingu og pökkun. Einungis kemur til greina vant starfsfólk. Upplýsingar hjá verkstjórum á staðnum eða í símum 52777 og 50180. Sjólastöðin hf., Strandgötu 90, Hafnarfirði. Framleiðslustjóri Rótgróið sjávarútvegsfyrirtæki á Snæfells- nesi óskar að ráða framleiðslustjóra til fram- tíðarstarfa. Leitað er að kröftugum og stjórnsömum ein- staklingi, sem hefur menntun og/eða starfs- reynslu til að takast á við þetta krefjandi starf. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar til 15. okt. nk. GlJÐNT IÓNSSON RÁÐCJÓF & RÁÐNJ NCARMÓN U5TA TIARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Verslunarstjóri Fyrirtækið er vinsæl íþróttavöruverslun í Reykjavík. Verslunarstjóri hefur umsjón með daglegum rekstri verslunar, starfsmannahaldi, annast eftirlit með vörupöntunum og framsetningu í verslun auk þess að taka virkan þátt í áætlun- um er varðar sölu, innkaup og þjónustu. Áhersla er lögð á að umsækjendur séu með haldbæra reynslu af stjórnun og gæddir skipulagshæfileikum. Leitað er að hugmyndaríkum, duglegum og kröftugum einstaklingi með góða þekkingu á þörfum íþróttaiðkenda og sportveiðimanna. Umsóknarfrestur er til og með 16. október nk. Ráðning verður sem fyrst. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9.00-15.00. RÁÐNINGARÞJÓNUSTA LÖGÞIN Guðný Harðardóttir Skipholti 50c, 2. hœð, 105 Reykjavik Siml 91-628488 Leikskólar Reykjavíkurborgar Fífuborg Fóstrur, þroskaþjálfar eða fólk með aðra uppeldismenntun óskast til starfa á nýjan leikskóla.Fífuborg v/Fffurima. Nánari upplýsingar gefur Margrét Vallý Jóhannsdóttir, deildarstjóri í síma 27277. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. Kennarar Grunnskólinn í Broddanesi auglýsir eftir kennara í hálfa stöðu frá áramótum 1992-’93 vegna barnsburðarleyfis. Upplýsingar í síma 95-13349 eða 95-13359. Sölumenn Við getum bætt við okkur nokkrum sölu- mönnum í sérverkefni. Góð sala og vinnuaðstaða. Upplýsingar gefur Guðfinna Þorvaldsdóttir, sölustjóri, kl. 9-12 í síma 91-684866 næstu daga 9r ÖRN OG (ffi ÖRLYGUR Síðumúla 11, 108 Reykjavík. Keflavíkurbær Tæknideild Keflavíkurbær óskar eftir að ráða bygginga- verkfræðing eða tæknifræðing til starfa á tæknideild. í starfinu felst m.a. skipulagning og umsjón með ýmsum verklegum framkvæmdum. Skilyrði er að viðkomandi sé búsettur á Kefla- víkursvæðinu. Umsóknum, er greini aldur, menntun og fyrri störf, sé skilað á skrifstofu bæjarverkfræð- ings, Tjarnargötu 12, fyrir föstudaginn 23. október 1992. Nánari upplýsingar veitir bæjarverkfræðing- ur í síma 92-16700. Bæjarverkfræðingur. Starf slökkviliðsstjóra á Sauðárkróki Laust er til umsóknar starf slökkviliðsstjóra á Sauðárkróki. Slökkvilisstjóri á Sauðárkróki hefur einnig yfirstjórn slökkviliðs í Hofsósi og Varmahlíð auk þess sem hann sér um sjúkraflutninga. Umsóknum um starfið sé skilað til Héraðs- nefndar Skagfirðinga, Sæmundargötu 8, 550 Sauðárkróki, fyrir 24. október 1992. Héraðsnefnd Skagfirðinga, sími 35737, bréfsími 35892. Auglýsingafulltrúi Fyrirtækið er öflugt og rótgróið innflutnings- fyrirtæki í höfuðborginni. - Starf augiýsingafulitrúa felst í umsjón með birtingum auglýsinga í fjölmiðlum, söfnun og vistun þeirra að birtingu lokinni. Áætlana- og tilboðsgerð auk annarra þeirra þátta er varða auglýsingamál fyrirtækisins. Áhersla er lögð á marktæka þekkingu og reynslu af auglýsingamálum svo og að við- komandi sé sjálfstæður og skipulagður í vinnubrögðum. Umsóknarfrestur ertil og með 16. október nk. Um hálfsdagsstarf er að ræða, vinnutími samkvæmt nánara samkomulagi. Góð vinnu- aðstaða er fyrir hendi, en til greina kemur að viðkomandi sinni starfinu í „eigin um- hverfi". Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. RAÐNINGARÞJONUSTA ÖGÞINGS Guðný Harðardóttir Skipholti 50c, 2. hœð, 105 Reykjavík Aðalfulltrúi - ritari 50% starf Starf fulltrúa hjá opinberu fyrirtæki er laust til umsóknar. Umsækjandi þarf að hafa tölvukunnáttu og geta unnið með ritvinnslukerfið WP. Vinnutími frá kl. 12.00-16.00. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 16. nóvember nk. Umsóknir skilist til auglýsingadeildar Mbl., fyrir 19. okt. nk., merktar: „K - 2353“. Markaðsstarf V2 daginn Lítið útgáfufyrirtæki leitar að starfsmanni 1A> daginn til að annast sölu og dreifingu á gjafa- kortum og fleiri vörum fyrirtækisins. Leitað er að konu eða karli með góða fram- komu, 20-30 ára, sem reykir ekki og getur unnið sjálfstætt. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 14. okt., merktar: „Markaðsstarf - 2354". Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum svarað. Deildarstjóri hagdeild Stórt deildaskipt þjónustufyrirtækií borg- inni óskar að ráða deildarstjóra hagdeildar. Starfið er laust strax. Leitað er að hag- eða viðskiptafræðingi eða einstaklingi með sambærilega menntun. Ein- hver starfsreynsla er æskileg. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og sýnt frum- kvæði í starfi. Starfssvið: Áætlanagerð - skýrslugerðir - úttektir - undirbúningur funda ásamt ýmsum sérhæfðum hagdeild- arverkefnum. í boði er gott framtíðarstarf hjá traustu og þekktu fyrirtæki. Allur aðbúnaður á vinnustað er góður. Farið verður með allar umsóknir og fyrir- spurnir sem algjört trúnaðarmál. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar, til 18. okt. nk. G\ TDNT ÍÓNSSON RÁÐCJÖF &RÁÐN1NCARNÓNLISTA TIARNARGÖTU 14. 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.