Morgunblaðið - 22.10.1992, Page 4
4 C
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992
Verðbréfasjóðir
Enn allt óljóst um verð-
bréfasjóði í vörslu Skandia
Forstjóri Skandia Norden leggur mikla áherslu á að fundin verði besta
lausnin fyrir eigendur sjóðanna
LIÐLEGA 2 vikur eru síðan Fjárfestingarfélagið Skandia hf. stöðv-
aði sölu og innlausn hlutdeildarskírteina í verðbréfasjóðum í vörslu
fyrirtækisins. I sjóðunum eru um 2,8 milljarðar króna en þeir eru
alls fjórir, kjarabréf, skyndibréf, tekjubréf og markbréf. Mikil óvissa
hefur rikt meðal eigenda bréfanna sem ekki hafa vitað hvenær eða
hvort opnað verður aftur fyrir viðskipti í sjóðunum eða hversu mik-
il gengislækkun verður á bréfum þeirra. Sú óvissa ríkir ennþá en
forsvarsmenn Skandia fullyrða að unnið sé að því að finna lausn á
málinu og að hagsmunir eigenda hlutdeildarskirteinanna sitji i fyrir-
rúmi. Leif Victorin forstjóri Skandia Norden segist vona að það
takist að finna lausn innan 1-2 vikna en vill þó ekki lofa að svo verði.
Ekki er heldur ljóst hversu mikil
gengislækkun kemur til með að
verða á bréfunum, en sýnt þykir
að hún verður einhver. Ekki er víst
að sjóðimir verði opnaðir aftur og
í viðtali við Morgunblaðið sl. þriðju-
dag sagði Leif Victorin að ef í ljós
kæmi að hagsmunum hluthafanna
yrði betur borgið með annarri leið
en að Skandia reki sjóðina þá yrði
sú leið valin.
Leif Victorin telur mikilvægt að
Qárfestingaraðilar í sjóðunum viti
af hverju sjóðunum hafi verið lok-
að. „Ég viðurkenni að það er frekar
óvenjulegt að sjóðum sé lokað á
þennan máta. Samkvæmt upplýs-
ingum frá endurskoðendum eru
vafasamar eignir í sjóðunum og
Flug
erfitt er að ákveða verðmæti þeirra.
En þær mynduðust löngu áður en
Skandia tók að sér umsýslu sjóð-
anna. Þar sem við erum umsjónar-
menn sjóðanna er það forgangs-
verkefni hjá Skandia að sjá til þess
að hagsmunir eigendanna séu best
tryggðir hveiju sinni.
Ein ástæða fyrir lokun sjóðanna
er sú að hefðum við haldið viðskipt-
unum áfram myndu hluthafar í
sjóðunum sennilega hafa fengið
mismunandi afgreiðslu og jafn rétt-
ur þeirra ekki verið tryggður. Önn-
ur ástæða er sú að lokun sjóðanna
er besta leiðin til að tryggja að
engin verðmæti fari forgörðum, þ.e.
til að vemda þau verðmæti sem eru
í sjóðunum.
Vissulega er það slæmt ef núver-
andi ástand ríkir lengi, en við stönd-
um frammi fyrir þeim möguleika
að opnuðum við sjóðina of snemma
gæti það væntanlega rýrt gildi sjóð-
anna fyrir eigendum þeirra. Það er
þvi viðkvæmt skref hvort við opnum
sjóðina fyrir viðskiptum eða finnum
aðra lausn.“
Gengið lækkar en óvíst hversu
mikið
Aðspurður um hvort gengi hlut-
deildarskírteina yrði ekki lægra við
opnun sjóðanna en þegar þeim var
lokað sagði Victorin að svo yrði
raunin samkvæmt þeim upplýsing-
um sem hann hefði fengið frá stjóm
fyrirtækisins. En á þessu stigi væri
ekki ljóst hver sú gengislækkun
yrði. „Erfitt er að meta verðmæti
hlutdeildarskírteinanna þar sem nú
eiga engin viðskipti sér stað með
þau. Það sem vekur athygli mína
þegar ég ber saman markaðinn á
Islandi við aðra ma-kaði er smæð
hans. Það er í raun grunnvandamál
sjóða líkt og þessa.
Fjárfestingarsjóðir Skandiasam-
steypunnar em um 1.600 milljarðar
íslenskra króna og við sjáum um
Breytingar framundan
í innanlandsflugi
Beðið eftir ákvörðun samgönguráðherra í kjölfar nýrrar reglugerðar
SAMKEPPNI í innanlandsfluginu hefur aukist á síðustu misserum
vegna breytinga á reglugerðum í fijálsræðisátt. Þá leiða bættar vega-
samgöngur til þess að flugfélögum sem gera út á innanlandsflug
mætir aukin samkeppni frá farartækjum á jörðu niðri. Innanlandsflug
á íslandi hefur verið rekið með tapi undanfarin ár. Á síðasta ári var
talað um upphæð sem nam allt að tvö hundruð milljónum króna og
svipuð tala er nefnd fyrir árið 1992. Tap af innanlandsflugi Flugleiða
nam á síðasta ári um 144 milljónum króna og Ijóst er að Flugfélag
Norðurlands og íslandsflug riðu ekki feitum hesti frá rekstrinum. Upp
úr næstu áramótum er að vænta talsverðra breytinga á skipulagi innan-
landsflugs hér á landi, en þá mun samgönguráðherra verða heimilt
að veita öðrum en Flugleiðum leyfi til áætlunarflugs með 10% farþega
á flugleiðum þar sem áætlaður farþegafjöldi er yfir 12.000 á ári.
Sú almenna regla gildir í innan-
landsflugi fram til ársloka 1997 að
verði öðrum aðila en Flugleiðum veitt
leyfi til fiutninga á ákveðinni leið
megi hlutdeild þess aðila út leyfístím-
ann ekki verða meiri en sem nemur
20% af áætlaðri flutningaþörf eins
og samgönguráðuneytið metur hana
á hveijum tíma. Þessi regla var á
sínum tíma forsenda sem ráðuneytið
gaf Flugleiðum þegar þeir voru að
undirbúa kaup á nýjum flugvélum.
Eftir 1997 er áfram gert ráð fyrir
að sérleyfí gildi á fáfamari leiðum.
Síðari hluta árs 1990 var síðan gerð
breyting á reglunni þannig að 1993
og 1994 verði öðrum aðilum en Flug-
leiðum ekki heimilað að annast meira
en 10% flutninga á þeim flugleiðum
sem til greina koma með yfír 12.000
farþega á ári og árin 1995 og 1996
verði hlutfallið hækkað í 15%.
Þeir flugvellir sem síðustu tvö ár
hafa verið með yfír 12.000 farþega
að meðaltali eru skv. upplýsingum
Þórhalls Jósefssonar, aðstoðarmanns
samgönguráðherra, fyrir utan Kefla-
vík og Reykjavík, Akureyri með
118.000 farþega, Vestmannaeyjar
með 77.000, Egilsstaðir með 50.000,
ísafjörður með 42.000, Húsavík með
19.000, Homafjörður með 17.000 og
loks Sauðárkrókur með 15.000 far-
þega. Þess má geta að sambærilegar
reglur Evrópubandalagsins miða við
30.000 farþega.
Það er ekki enn ljóst hvort sam-
gönguráðherra muni nýta sér heim-
ildir til að veita minni flugfélögum
leyfí til takmarkaðs áætlunarflugs á
þeim leiðum sem Flugleiðir hafa nú
sérleyfí. Þau minni flugfélög sem um
ræðir telja það hins vegar mjög mikil-
vægt að þessu sérleyfí verði aflétt
sem fyrst og að það muni hafa úr-
slitaáhrif á framhald rekstrarins hjá
þessum félögum.
Einskorðast flugið við þá staði
sem lengst eru frá Reykjavík?
Áætlað er að tap á innanlands-
flugi á síðasta ári hafí numið allt að
200 milljónum króna og fátt bendir
til að flugfélögunum takist að snúa
þeirri þróun við á næstunni. Erfítt
efnahagsástand hér á landi ásamt
horfum á því að erlendum ferða-
mönnum fari fækkandi á næstunni
hefur sín áhrif. Þá leiða bættar vega-
samgöngur til aukinnar samkeppni
við bílana^ og er t.d. tiltölulega stutt
síðan að Islandsflug gaf upp flug á
Blönduós og Stykkishólm þar sem
forráðamenn fyrirtækisins sögðust
hafa gefíst upp fyrir bílunum.
Menn eru almennt sammála um
að í þessu sambandi muni þróunin í
innanlandsflugi með tímanum verða
sú að það verði samgöngumáti til
þeirra staða sem lengst eru frá
Reykjavík og þar sem erfítt er um
vik með betrumbætur á vegakerfi.
Bílaumferð á aðra staði nær Reykja-
vík muni hins vegar aukast á kostn-
að flugsins, en tíminn muni leiða í
ljós hvaða vegalengdir menn eru að
tala um þar.
Jón Óskarsson, sölustjóri innan-
landsflugs hjá Flugleiðum, sagði í
samtali við Morgunblaðið að meðal-
fargjöld í innanlandsflugi félagsins
hefðu lækkað um 2,3% það sem af
er árinu. Farþegaflutningar í áætlun-
arflugi Flugleiða innanlands námu
262.000 árið 1987, en voru áætlaðir
238 þúsund á þessu ári. Fram til 20.
október hafa verið fluttir um 215.000
farþegar sem er fjölgun um 7.000
frá sama tímabili í fyrra að sögn
Jóns. Hann sagði ennfremur að í ár
hefði verið gert ráð fyrir átta þúsund
færri farþegum en í fyrra. „Skýring-
una á því að við höldum í horfinu
með farþegafjölda má finna í breytt-
um fargjöldum. Kostnaðarhliðin er
hins vegar sá þáttur sem við ætlum
að heija á,“ sagði Jón, en eins og
komið hefur fram hér í viðskiptablað-
inu stefna Flugleiðir að því að ná
niður kostnaði um 500 milljónir á
næstu tveimur árum. Þáttur innan-
landsflugs í þeim niðurskurði er enn
óljós.
Flugleiðir keyptu á árinu fjórar
Fokker 50 vélar fyrir innanlandsflug-
ið, en félagið er nú að leita fyrir sé
með leigu á einni vélinni. „Það gæti
hugsanlega breytt þeirri mynd sem
blasir við í innanlandsfluginu ef okk-
ur tekst að leigja eina vélina til lengri
eða skemmri tíma,“ sagði Jón, en
þijár vélar eru taldar anna innan-
landsfluginu yfír vetrartímann. Ný-
lega flaug hópur á vegum Knatt-
spymusambands Islands til Moskvu
í einni Fokker 50 vél Flugleiða og
tókst það vel til að sögn Jóns „Þá
SKANDIA — Skandia vinnur nú að því að leysa vandamál
fjárfestingasjóðanna sem eru í umsjón Fjárfestingafélagsins Skandia.
Forsvarsmenn fýrirtækisins segja að allar ákvarðanir verði teknar í
því skyni að tryggja hagsmuni allra eigenda hlutdeildarskírteina og
jafnan rétt þeirra. Á myndinni eru Gísli Öm Lárusson forstjóri Skan-
dia ísland, Leif Victorin forstjóri Skandia Norden og Ragnar Aðal-
steinsson hrl. og stjórnarformaður Skandia á íslandi.
íjárfestingar í um 20 löndum. Þeg-
ar við vinnum á þeim vettvangi þá
er markaðurinn auðveldari en hér
á landi þar sem hann er stærri.
Þegar við höfum umsjón með fjár-
magni annarra aðila þá fjárfestum
við í eignum sem eru skráðar og
greiðsluhæfar. Á hverjum degi má
fínna verðmæti eignanna í við-
skiptadálkum dagblaða en það er
ekki hægt að gera hér. Því er kerf-
ið hér á landi ekki jafn gott, við-
skipti eiga sér stað en við getum
ekki verið viss um hvert verðmæti
þeirra er.
ísland mun hins vegar fljótlega
bætast í hóp þeirra landa sem til-
heyra hinum alþjóðlega markaði og
falla undir þær reglur sem þar gilda.
Það styrkir trú mína á því að með
alþjóðlegri reynslu Skandia muni
fyrirtækið áfram vera með starf-
semi á íslandi. Með þeirri reynslu
sem við höfum getum við komið á
framfæri okkar afurð og þekkingu,
sem mun verða verðmæt fjárfestum
á þessum markaði.“
Skandia Norden ákveðið í að
starfa á íslandi
—Þau vandamál sem hér hafa
verið hjá Skandia koma því ekki í
veg fyrir frekari starfsemi Skandia
Norden á íslandi?
„Vissulega ekki. Við erum enn
vissari en áður í þeirri trú okkar
að það sé svigrúm fyrir okkar starf-
semi hér á Islandi. Það er einnig
erum við þessa dagana að fljúga
þijár leiguferðir á Fokker 50 frá
Egilsstöðum til Glasgow.“
Aðspurður um viðbrögð við vænt-
anlegri aukinni samkeppni vegna
nýrrar reglugerðar sagði Jón að hjá
Flugleiðum teldu menn sig vel í stakk
búna til að mæta þeirri samkeppni.
„Hitt er svo annað mál hve íslenski
markaðurinn þolir mikla samkeppni
ef margir eiga að Iifa á henni.“
Afkoma Flugfélags
Norðurlands áætluð nálægt
núlli
Hjá Flugfélagi Norðurlands er
gert ráð fyrir 230 milljóna veltu á
þessu ári samanborið við 222 millj-
ónir árið 1991. Þá eru teknar með í
reikninginn allar tekjur félagsins af
áætlunarflugi, leiguflugi, bæði inn-
anlands og til útlanda og tekjur af
viðhaldsþjónustu og ýmsu öðru. í
fyrra varð fjögurra milljóna tap af
rekstrinum sem Sigurður Aðalsteins-
son, framkæmdastjóri, sagði að
mestu skýrast af kaupum á nýrri
flugvél og þjálfun starfsfólks í kjöl-
farið jafnhliða því sem fyrirtækið
missti óvænt af leiguverkefni í Græn-
landi. „Við gerum ráð fyrir að afkom-
an á þessu ári verði nálægt núllinu.
Það er ekki háleitt markmið en þó
ekki tap,“ sagði Sigurður.
Flugfélag Norðurlands flýgur til
tíu staða innanlands út frá Akur-
eyri. Aðspurður um þróun á farþega-
fjölda á árinu samanborið við síðasta
ár sagði Sigurður að um samdrátt
hefði verið að ræða. „Fyrstu níu
mánuði ársins voru farþegar í áætl-
unarflugi um 17.500 sem er 2,1%
fækkun frá sama tímabili í fyrra,“
sagði Sigurður, en áætlunarflugið er
nálægt helmingi veltunnar hjá fyrir-
tækinu. Sigurður sagði að fargjöld
hefðu hækkað 3. janúar sl. eftir að
hafa staðið í stað í rúmlega ár. Með-
alfargjöld hefðu þó lækkað vegna
vegna ýmissa tilboða sem í gangi
væru.
Grundvallaratriði að
sérleyfum verði aflétt á
næstunni
„Við erum ánægðir með 1,2%
aukningu í farþegaflölda í áætlunar-
flugi innanlands miðað við ástand
mála í þjóðfélaginu," sagði Sigfús
B. Sigfússon, markaðsstjóri hjá ís-
landsflugi, en það sem af er árinu
nemur farþegafjöldinn um 30.000.
Félagið flýgur áætlunarflug til átta
staða víðsvegar um landið og sagði
Sigfús menn þar vænta mikils af
yfirvofandi breytingum til
fijálsræðisáttar upp úr næstu ára-
mótum. „Ráðherra hefur ekki enn
tekið ákvörðun um hvort hann muni
nýta fyrirliggjandi heimild, en við
erum sáttir við að opna þetta smám
saman eins og rætt hefur verið um
fram til 1997 þegar flugið verður
alveg fijálst."
Rekstur íslandsflugs var með halla
á síðasta ári, en miðað við átta mán-
aða uppgjör þess árs er að sögn Sig-
fúsar búist við að reksturinn verði
nálægt núlli í lok ársins. Aðspurður
um framtíðarhorfur sagði Sigfús
menn vera hæfílega bjartsýna. „Við
væntum mikils af nýju vélinni sem
við vorum að kaupa, sérstaklega ef
við fáum 10% af flutningum á stærri
leiðunum um næstu áramót. Það er
hins vegar grundvallaratriði að sér-
leyfum verði aflétt á næstunni eins
og lofað hafði verið.“ HKF