Morgunblaðið - 22.10.1992, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 22.10.1992, Qupperneq 5
$ |5 VmSKIPTt/flTtgMntfcfewN^ 33i(«KtáBÍ»iftM2 mikilvægt að fram komi að núver- andi ástand hjá Fjárfestingafélag- inu Skandia hefur ekkert að gera með vátryggingastarfsemi Skandia ísland, þar er um algerlega aðskilda starfsemi að ræða. Sú starfsemi sem hefur snúið að tryggingunum hefur verið mjög fagmannleg, við styðjum fyllilega við bakið á stjórn- endum vátryggingafélagsins og munum gera það áfram. Ég tel einnig að þær ákvarðanir sem tekn- ar hafa verið af stjórn Fjárfestinga- félagsins Skandia hafi verið gerðar mjög fagmannlega og því styðjum við það einnig.“ —Þú telur þá ekki að betra hefði verið að lækka gengi hlutdeildar- skírteina Fjárfestingafélagins Skandia strax í stað þess að loka fyrir viðskiptin? „Þú verður alltaf að treysta sér- fræðingum og sérfræðingar á þessu sviði ráðlögðu þessa lausn.“ Gísli Öm Lárusson forstjóri tekur undir orð Victorin og telur ómak- legt að vátryggingafélagið sem Skandia ísland reki missi traust almennings vegna þessara aðgerða sem séu í einu og öllu gerðar til að tryggja hagsmuni eigenda hlut- deildarskírteinanna. „Fjárfestinga- félagið Skandia er að öllu leyti í eigu Skandia Norden og forráða- menn fyrirtækisins sem hafa verið að kynna sér íslenska markaðinn koma nú tvíefldir inn á vátrygg- ingamarkaðinn hér. Með skipulags- breytingu Skandia sem tekur gildi þann 1. janúar 1993 lítur Skandia Norden ekki lengur einungis á Is- land sem hluta af sínum heima- markaði heldur eru Norðurlöndin einn markaður og Skandia ísland verður hluti af stjóm- og verkskipu- legri heild samsteypunnar. Skandia gerir sér þó grein fyrir því að ímynd fyrirtækisins getur hafa skaðast hér á landi en fyrirtækið er jafnframt reiðubúið til að leggja enn meira á sig í þágu viðskiptavinanna til að bæta þá ímynd. Sú staða sem komin er upp núna hefur ekkert með það að gera að Skandia skuli vera umsýsluaðili sjóðanna. Sjóðirnar hafa rýrnað og hefðu seljendur verið í okkar spor- um hefðu þeir þurft að grípa til sömu ráðstafana.“ Ekki víst að sjóðirnir opni aftur —í viðskiptablaðinu fyrr í þessum mánuði kom fram að uppi væm efasemdir um að Verðbréfamarkaði Skandia reyndist kleift að opna sjóðina aftur og lækka um leið skráð gengi þeirra. Jafnframt var sagt að ef Skandia treysti sér ekki til að opna sjóðina á ný þá væri m.a. sá möguleiki fyrir hendi að sjóðirnir yrðu leystir upp og skila- nefnd greiði eignirnar eftir því sem tækist að innheimta þær. Auk þess var bent á að hugsanlega yrði öðr- um aðila falin umsýsla sjóðanna. Victorin var spurður að því hvort sá möguleiki væri fyrir hendi að ekki verði opnað fyrir viðskipin í sjóðunum aftur? „Það geta hugsanlega orðið aðrar lausnir en að sjóðirnir verði aftur opnaðir fyrir viðskiptum. Við vitum hins vegar ekki enn hver lausnin verður. Enn legg ég megináhersl- una á að við leitum bestu hugs- anlegra lausna fyrir hluthafana. Ef í ljós kemur að hagsmunum þeirra er betur borgið með annarri leið en að Skandia reki sjóðina þá veljum við þá leið.“ Hann segir að ef og þegar Skan- dia opnar sjóðina aftur þá verði fyrirtækið að vera öruggt um að það geti mætt þeim skyldum sem fyrirtækið telur að gerðar séu á þessum markaði. Sjóðír eru allt annað en banki Leif Victorin telur mikilvægt að hluthafar í sjóðunum hjá Fjárfest- ingafélaginu Skandia og aðrir fjár- festar í sambærilegum sjóðum á íslandi, geri sér grein fyrir því að slík fjárfesting er ekki eins og að leggja fé í banka. Ekki sé einungis hægt að búast við arði líkt og af bankareikningi. Stundum megi bú- ast við meiri arði en af bankareikn- ingi en stundum megi búast við minni arði. Áhættan við fjárfest- ingu í sjóðum sé meiri og því eigi það ekki að koma mönnum á óvart að gengið getur lækkað. ÁHB ----------77— VERSLAR ÞU MEB VÖRUR FRÁ MEGINLANDI _ T 9 Skipaafgreiðsla Jes Zimsen hf. býður upp á nýja og hagkvæma flutningaþjónustu. Vörum frá öllum helstu verslunarborgum Evrópu er safnað saman í Lúxemborg og sendar flugleiðis til íslands á einu bretti. skipaafgreiðsla jes zimsen hf ALHLIÐA FLUTNINGAÞJÓNUSTA Sími: (91) 13025, 14025. Fax: (91) 622973 m inrgmwð ” Meira en þú geturímyndað þér! co nm •Ncaiastiá laíar fram aaí tesfaooo t~(pr//tá/.öÁ /tjxUuíá/a, /jrýjíe^u^ur ma/w>r orj no/a/etf ? éj) /jamf/< /ó'tt/ií/ í /et//a,nt/i um^öv/. (SumotnaMa/fMt :/n 20-U0 -maivna Ac/ia ____ -t/a&u* mtí W « Borðapantanaslmi 1 77 59 * V.V 1 SAS fraktflug frá Island' Þegar þú sendir vörur þínar með fraktflugi SAS er tryggt að vörurnar berast heimshorna á milli með skjótum hætti. Daglega er hægt að velja um 700 brottfarir SAS flugvéla um allan heim. Frá íslandi eru brottfarir á mánudags-, miðvikudags- og laugardagsmorgnum. Tryggðu fraktinni þinni pláss með SAS og fyrr en varir er hún komin á áfangastað. Hafðu samband við fraktdeild SAS, þar færðu allar nánari upplýsingar í síma 623266. misas CARQO Laugavegi 172 Simi 623266 , al,*4 Vegna hagstæðra samningagetumvið núboðiðtakmarkað magn Macintosh Quadraásérlega hagstæðuverði,frá 281.125,! Leitíð tilboða í stærri kaup! / Apple-umboðið Skipholti 21, Rvk. S: (91)624800

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.