Morgunblaðið - 22.10.1992, Qupperneq 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992
Lettar
I starfsþjálfun hjá Islandsbanka
ÞRÍR starfsmenn lettneska bank-
ans Latvijas KrajBanka eru hér á
landi í kynnisferð í boði íslands-
banka. Tveir þeirra 'munu verða
í starfsþjálfun til mánaðarmóta
þar sem aðaláherslan verður lögð
á alþjóðaviðskipti.
Heimsókn Lettanna kemur í kjöl-
far ráðstefnu um samskipti banka á
Vesturlöndum og banka í fyrrum
Sovétrikjunum, sem haldin var í
Finnlandi fyrr á árinu. Halldór S.
Magnússon, forstöðumaður Alþjóða-
deildar íslandsbanka, sótti ráðstefn-
una og hitti þar m.a. fulltrúa lett-
neska bankans. Latvijas KrajBanka
er stærsti banki Lettlands á sviði
einstaklingsþjónutu og rekur 700
afgreiðslustaði um allt landið.
Að sögn Halldórs er bankakerfið
í Eystrasaltslöndunum, Rússlandi og
Úkraínu enn skammt á veg komið.
Tæknivæðing er lítil og þekking
starfsmanna takmörkuð, einkum á
sviði alþjóðaviðskipta. Tungumála-
kunnátta er einnig í lágmarki og
bókhaldskerfi þeirra er mjög ólíkt
því sem viðgengst hjá vestrænum
bönkum. Halldór segir að með því
að bjóða starfsmönnum lettneska
bankans til íslands vilji íslandsbanki
reyna að leggja sitt af mörkum við
þróun bankakerfísins í Eystrasalts-
löndunum.
Ivars Linde, forstöðumaður al-
þjóðadeildar lettneska bankans,
verður hér á landi í tvo daga og mun
starfsfólk íslandsbanka kynna fyrir
honum helstu þætti í starfsemi bank-
ans. Inguna Sladze og Sandra Tetere
starfsmenn bankans, munu einnig
taka þátt í kynningunni, en þær fá
síðan starfsþjálfun í alþjóðaviðskip-
um. Sérsök áhersla verður lögð á
innheimtur, ábyrgðir og greiðslu-
skipti og fer starfsþjálfunin fram hjá
Alþjóðadeild íslandsbanka og útibú-
inu við Lækjargötu.
STARFSÞJALFUIM — Á myndinni eru í fremri röð Inguna
Sladze, Ivars Linde og Sandra Tetere. í aftari röð eru Randver Flecken-
stein, Kristinn T. Gunnarsson og Halldór S. Magnússon.
Borland kynnir
EINSTAKT TILBOÐ
á töflureiknum!
Sameinaðu kostina
Núna getur þú gert mjög góð kaup
á töflureiknum frá Borland. Þú getur
fengið frábæran töflureikni fyrir DOS
og Windows á verði annars þeirra.
Þetta einstaka tilboð kallar Borland
WinDOS™
Nýjung: Quattro Pro fyrir
Windows með minnis-
blokkum
í Quattro Pro fyrir Windows er hægt að
gera fjölmargt sem er ómögulegt með
öðrum töflureikni. Frumlegar minnis-
blokkir (Notebooks) með flipum sem
gefa má nöfn gera þér auðveldara en
nokkru sinni að skipujeggja töflumar
þínar og halda þeim við. Hlutaskyggnir
(Object Inspector) opnar valseðla sem
veita með nýjum hætti aðgang að við-
eigandi möguleikum. Og í Quattro Pro
er rómuð grafík sem jafnast á við sjálf-
stæð grafíkforrit. Auðvelt er að sækja
gögn í gagnagrunna og nota ný og öflug
verkfæri við að greina samhengi hlut-
anna. Auk þess er allt sem þarf til að
búa til sérsmíðuð notendaforrit. Allt
þetta og margt fleira gerir Quattro Pro
fyrir Windows öflugra og aðgengilegra
en áður hefur þekkst.
I----------------------------------------------------1
Quattro Pro
fyrir
Windows og DOS
Meðfylgjandi er
„Quattro Pro 4.0...
hinn fullkomni
DOS töflureiknir"
InfoWorld, apríl 1992
Enginn annar töflureiknir hefur unnið til
jafn margra viðurkenninga og Quattro
Pro fyrir DOS. Milljónir notenda hafa
þegar valið Quattro Pro því í honum
sameinast á einstæðan hátt öflugir
þrýstihnappar og gröf sem laga sig eftir
breytingum gagnanna.
Fróbær samhæfni við
Lotus og Excel
Tvöfaldur pakki
á einföldu verði
Það er ekki nóg að Quattro Pro lesi og
visti skrár með Lotus og Excel sniði auk
margra annarra heldur getur forritið líka
notað fjölva og umbrot úr öðmm forritum.
Tímabundið tilboð,
gríptu tœkifœrið!
I____________________________________I
Af hverju WinDOS?
Hafðu samband,
þú færð hvergi
eflugri
töflureikni!
Með WinDOS tilboðinu er mun auð-
veldara en áður að flytja sig milli DOS
og Windows. Hægt er að nota bæði
DOS og Windows ef það hentar t.d.
Windows í vinnunni og DOS á fartölv-
unni eða heima. Þú hefur alveg einstakt
tækifæri til að fá þér Quattro Pro
WinDOS núna. Gríptu tækifærið strax í
dag og fáðu þér fullkominn töflureikni
fyrir DOS og Windows á tilboðsverði.
= ÖRTÖLVUTÆKNI =
Tölvukaup hf • Skeifunni 17 • Sími 687220 • Fax 687260
Tillaga
Breytingu á
aðstöðu-
gjaldi fagnað
FRAMKVÆMDASTJÓRN ís-
lenskrar verslunar fagnar fram-
komnum tillögum um breytingar
á aðstöðugjaldi sem eru í samræmi
við stefnumið ríkisstj órnarinnar
um umbætur í skattamálum og
miða m.a. að því að eyða mismun-
um milli framleiðsluþátta og at-
vinnugreina.
í fréttatilkynningu frá íslenskri
verslun segir: „Þótt best væri að fella
aðstöðugjald alfarið niður eða breyta
því í afkomuháða tekjuöflun eins og
t. d. tekjuskatt getur Islensk verslun
sæst á framkomnar tillögur sem
áfanga á réttri leið.
Auk þess að draga úr mismunum
gagnvart verslun sem meta má á
u. þ.b. l'/2 milljarð, draga framkomn-
ar tillögur einnig verulega úr upp-
söfnunar áhrifum núgildandi að-
stöðugjaldakerfis sem komið hefur
einna þyngst niður á verslun vegna
margra sölustiga í þeirri grein.
Helstu kostir tillögunar felast þó
einkum í því að samkeppnisstaða
dreifbýlisverslunar stórbatnar og að
almennt vöruverð í verslun til neyt-
enda getur lækkað sem nemur fram-
angreindri upphæð."
(Fréttatilkynning)
STALSKÁPAR FYRIR
VINNUSTAÐI 0.FL.
Stálskápar með 1 -2-3-4 og 5
hólfum með læsingu
Staðlaðar stærðir á einingu:
hæð: 170sm, dýpt: 55sm
breiddir: 25-30 og 40sm.
Að auki smíðum við aðrar
stærðir eftir pöntun.