Morgunblaðið - 22.10.1992, Page 8
8 C
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKlPTI/flTVINNPLÍF FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992
Flug
Aukið tap
hjá Air France
FRANSKA ríkisflugfélagið Air France var rekið með tapi á fyrri hluta
ársins, og er tapið nokkru meira en á fyrri hluta síðasta árs. Forsvars-
menn félagsins hyggjast bregðast við tapinu með niðurskurði kostnaðar.
Tap félagsins reyndist vera 1,5
milljarðar franka, en á fyrri hluta
síðasta árs var tapið 1,2 milljarðar
franka. Það tap var að verulegu
leiti rakið til Persaflóadeilunnar,
sem þá olli mikilli kreppu í alþjóðleg-
um flugrekstri.
Nú eru ástæður taprekstrarins
raktar til of mikillar flutningsgetu
greinarinnar í heild. Air France
bendir á að flugfélög heimsins töp-
uðu alls 33 milljörðum franka á
árunum 1990 og 1991, og minna á
að meginkeppinauturinn, þýska fé-
LOT og Delta
ísamstarf
Varsjá, Reuter
Pólska ríkisflugfélagið LOT og
bandaríska flugfélagið Delta Air
Lines hafa skrifað undir viljayf-
irlýsingu um náið samstarf.
Samkomulagið felur í sér að flug-
félögin tvö munu samræma áætlan-
ir sínar til að stytta viðkomu far-
þega í flugi milli Póllands og Banda-
ríkjanna. Farþegar Delta komast
þá tafarlítið í tengiflug LOT frá
Varsjá til annarra staða innan og
utan Póllands, meðal annars Lithá-
ens og Úkraínu.
lagið Lufthansa, er einnig rekið með
umtalsverðu tapi um þessar mundir.
Forsvarmenn Air France viður-
kenna þó þörfína fyrir að draga úr
kostnaði, sem vaxið hefur ótæpilega
á síðustu árum. Á síðasta ári hóf
félagið aðgerðir í því skyni. Nú er
ætlunin að ganga enn lengra. í
fyrsta lagi verður áætlunum um
fækkun starfsfólks flýtt. Ætlunin
er að fyrir árslok 1993 hafi starfs-
mönnum fækkað um 5.000. Enn-
fremur er nú stefnt á að draga úr
kostnaði við mannahald um 10% án
þess að fækka starfsmönnum frek-
ar.
Auk þessa sér félagið sig knúið
til þess að draga úr fjárfestingar-
áformum sínum. Upphaflega var
gert ráð fyrir að fjárfesta fyrir um
39 milljarða franka á árunum 1992
og 1993. í fyrra var sú upphæð
lækkuð um 2,4 milljarða og nú hef-
ur hún lækkað um 1,8 milljarða til
viðbótar. Flugfélagið áformar einnig
að draga úr langtímafjárfestingum
sínum um 6 milljarða franka, eða
um 17%.
Samdrátturinn í fjárfestingum
mun að öllum líkindum einkum
verða með þeim hætti að dregið
verður úr kaupum á stórum flugvél-
um til notkunar á lengri áætlunar-
leiðum, en aukin áhersla lögð á að
mæta endurnýjunarþörf á þeim
flugleiðum með smærri vélum.
Mánaðarlaun fjögurra starfsstétta í nokkrum löndum
VERKAMAÐUR SKRIFSTOFUMAÐUR YFIRMAÐUR
ÞÝSKALAND
FORSTJÓRI
167.000 kr.
KANADA
158.000 kr.
JAPAN
158.000 kr.
ItalIa
142.000 kr.
FRAKKLAND
133.000 kr.
BANDARlKIN
125.000 kr.
BRETLAND
117.000 kr.
BRETLAND ItalIa BANDARlKIN I
342.000 kr. 1,1 millj. kr. 3,3 millj. kr. |
FRAKKLAND FRAKKLAND FRAKKLAND
283.000 kr. 875.000 kr. 2,2 millj. kr.
ÞÝSKALAND JAPAN ItalIa
275.000 kr. 850.000 kr. 2,1 millj. kr.
ítalIa BRETLAND BRETLAND
267.000 kr. 742.000 kr. 2,0 millj. kr.
BANDARlKIN BANDARlKIN KANADA
267.000 kr. 733.000 kr. 1,9 millj. kr.
KANADA ÞÝSKALAND ÞÝSKALAND
217.000 kr. 667.000 kr. 1,8 millj. kr.
JAPAN KANADA JAPAN
192.000 kr. 608.000 kr. 1,8 millj. kr.
Svíþjóð
Dýpkandi
efnahagslægð
* Wall Street Journal.
Á komandi ári kreppir enn frekar
að sænsku hagkerfí, segir í
haustspá Svenska Enskilda Bank-
en. Einkaneysla minnkar, fram-
leiðsla dregst saman, atvinnuleysi
eykst og fjárlagagatið stækkar.
í kjölfar 1,2% samdráttar á þessu
ári mun verg landsframleiðsla drag-
ast saman um 1,4% árið 1993. í
spánni er gert ráð fyrir að nýlegt
samkomulag stjómar og stjómar-
andstöðu leiði til verulegrar vaxta-
lækkunar.
Nýtt fjárlagafmmvarp fyrir árið
1993, sem ætlað var að auka trú
manna á hagkerfinu og koma í veg
fyrir fall sænsku krónunnar, felur i
sér að einkaneysla minnkar um 2%
og verg fjárfesting um 4,9%. Á móti
kemur að verðbólga fer varla yfir
2,5%.
Launamál
Hvar eru hæstu launin?
NÝLEGUR samanburður á launa-
kjörum stétta milli landa hefur
einkum leitt í ljós hversu erfítt
er að framkvæma slíkan saman-
burð.
Vandinn eykst stöðugt eftir því
sem ofar dregur í virðingar- og
Iaunastiganum. Þar bætist einnig við
sá vandi að í mörgum fjölþjóðlegum
fyrirtækjum eru yfirmenn oft frá
heimalandi fyrirtækisins. Þannig eru
til dæmis margir Japanir yfirmenn
fyrirtækja í Bandaríkjunum og svo
framvegis.
í könnuninni var tekið tillit til
launa, aukagreiðslna, fríðinda,
frammistöðutengingar launa til
lengri tíma, sem og ýmiss konar
greiðslu í lífeyrissjóði, sjúkrasamlög
og tryggingar. Utilokað er þó að
taka tillit til alls. Til dæmis er erfitt
að flokka þá hefð japanskra forstjóra
og framkvæmdastjóra að gefa hver
öðrum gjafír á kostnað fyrirtækisins
um áramót og mitt ár.
í ljós kom að bandarísk fyrirtæki
borga æðstu yfirmönnum sínum
áberandi best. Megin munurinn felst
í háum aukagreiðslum og frammi-
stöðutengingu, svo sem hlutafjár-
kaupum á hagstæðu verði. Til dæm-
is fékk Roberto Goizueta hjá Coca-
Cola Co. nýlega gefins hlutabréf að
verðmæti 40 milljónir dollara frá
fyrirtækinu.
Á síðustu árum hafa þær raddir
orðið háværari sem telja að laun
bandarískra forstjóra séu orðin allt
of há og séu í engum tengslum við
frammistöðu þeirra. Þessu eru þeir
sjálfír að sjálfsögðu ekki sammála
og telja að starfsbræður sínir í öðrum
löndum hafi þegar allt kemur til alls
svipuð launakjör og þeir, þau séu
bara í meira mæli í formi fríðinda
og annars sem erfítt er að taka tillit
til í könnunum sem þessari.
JyfiaejHlamoj
bókhaldskerfi fyrir Macintosh-tölvur
MacHansa er öflugt bókhaldskerfí. sem er notað af
meira en 4.000 notendum víða um heim, svo sem í
Svípjóð, Danmörku, Finnlandi, Eistlandi, Englandi,
Simbabwe, Ungverjalandi, Rússlandi og Póllandi.
Mac Hansa, sem er einstaklega þœgilegt í notkun,
f é SkrA Sýtl Spjald SpJaldtkrA VmUlegt -1 samanstendur af
Fylgltkjol: Skoflo
T Lino Númer |7 | Fœrsludogs. 11.1.1992 | Undlrkerfl j
lufsun |LJÓsr1tunorvél
Lykfll Efnl TeHtl Oebet Kredlt
l 4240 Smhéhöld 68273,00
2 2173 Smftöhöld 16727,00|
3 1110 ív. 002 65000,00
4 Leiðréttlng 6 fylgiskjoll|3
Kerfíð er hannað sérstaklega fyrir Macintosh og nýt-
ir alla eiginleika hins vingjamlega umhverfís, svo
sem: Útgáfu og áskrift, prentun á leysiprentara og
möguleika á tengingu við töflureikni og ritvinnslu.
MacHansa þarfnast ekki mikils diskrýmis og vinnur
á öllum Macintosh-
Jófnufcr
o
í
þremur útg. fjárhags-
bókhalds, sölu- og
viðskiptamannabók-
haldi.
- Fylgiskjnl: Skoöo Bf»ra^^.>ÉM.;w«*ffr»ParJi3
Númer [" ] Fersludogs. | 1.1.1 w2 ~| Undirkeríl
Tllufsun |LjÓ8rttunorvél
" Llno Lyklll Efnl TeHtl Debet Kredlt
i 4240 ISméhhöld 68273,00
- 2 2173 ISmöihöld 16727,00
3 1 110 ÍÁv 002 85000,ÖÖpj
4 Lelflrótt i fylgiskjoll 7 Skróöj 29.4. 992" J
t T r — -■[ - ~ --Jg
Mlsmunur 0,001 Somtols | 85000,00 85000,00|j^
tölvum sem em með
harðdisk,þ.e. alltfrá
Macintosh Plus upp
í hina geysiöfíugu
Macintosh Quadra.
Komið og fáið kynningardiska!
Númer
Tiluisun
| Spjold Spjoldskrá Vmlslegl___________
Stofno] [Tuifoldo] m
Rfturkallo WZ
Klippo
Rfrito
Lfmo
Hrelnso
WH jlglskjol: Stofno I
%C
. 11.1.1992 1 Undirkeríi Q
1 3100 >l.: : i.... 46586,00
2 2171 Dókholdslyklll Dogsetning Drelflng óœtlunor Í 1414,00
3 1 110 Tól k Gluggor k 0,00
4
5
b Efnlsflokkur ** Útreiknoflor fœrslur
7 ■
8
y
10
Mismunur 0,00 Somtols 50000,00 50000.00 IB
Apple-umboðið
Skipholti 21, sími (91) 624 800
Ath. Eigendur eldri Apple-bókhalds-
forrita fá 20% afslátt afMacHansa!