Morgunblaðið - 22.10.1992, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992
C 9
Viðskiptabann
Bandarísk yfirvöldhindra
sölu Boeing til Iran
BANDARÍSKI flugvélaframleiðandinn Boeing Co. hefur gert samn-
ing við Iran Air um sölu 20 farþegaþotna fyrir um 1 milljarð Banda-
ríkjadala.
Sala flugvélanna stangast aftur
á móti við stefnu bandarískra
stjómvalda um viðskipti við lönd
sem tengjast hryðjuverkastarfsemi.
í yfirlýsingu frá Boeing-verksmiðj-
unum er lýst áhyggjum þess efnis
að stefna stjómvalda skaði sam-
keppnishæfni fyrirtækisins.
Iran Air og Boeing-verksmiðj-
umar vinnu nú sameiginlega að því
að fá stefnu stjómvalda breytt.
Ólíklegt þykir þó að afstöðu yfir-
valda verði haggað, enda em aðeins
tveir mánuðir síðan viðskiptaráðu-
neytið kvað upp þann úrskurð að
bannað væri að selja Iran Air vörur
eða þekkingu, eða kaupa þjónustu
þeirra við flutning á bandarískum
afurðum.
IMoregur
Bankar
fækka
starfsfölki
NORSKIR bankar verða að draga
úr kostnaði um 10% á hverju ári
héreftir. Það þýðir að fækka þarf
starfsmönnum um 5.000.
Þessi skilaboð koma frá hinum
áhrifamikla formanna norska banka-
eftirlitsins, Tormod Hermansen.
Hann segir einnig að nauðsynlegt
sé að bæta eiginfjárstöðu bankanna
um 20 til 30 milljarða ísl. króna til
að uppfylla kröfuna um eiginfjárhlut-
fall.
Hermansen útilokar ekki að nauð-
synlegt verði að sameina stórbank-
ana tvo, Christiana og Fokus Bank,
sem ríkisvaldið varð að bjarga frá
gjaldþroti á síðasta ári. Hann telur
þó æskilegra að bankarnir ákveði
sjálfir að ganga til slíkra samninga
fremur en að yfirvöld verði til að
ákveða slíkt.
Yfirlýsingu Hermansen var ekki
tekið af mikilli hrifningu af Sam-
bandi bankamanna í Noregi. For-
maður sambandsins, Fritz P. Johans-
en, telur ekki hyggilegt að fækka
bankastarfsmönnum meira en orðið
er. Á síðustu fjórum árum hefur
norskum bankamönnum fækkað úr
32.600 niður í 26.300. í árslok 1995
er búist við að fjöldi þeirra verði
komin niður í um það bil 21.000.
LANIER
Telefaxtæki
fyrir venjulegan
pappír
ÁRVÍK
ÁRMÚLI 1 — REYKJAVlK-SÍMI 687222 -TELEFAX 667295
Margir mánuðir eru síðan Boeing
og Iran Air luku samningum um
söluna. Málið kom aftur upp á yfir-
borðið nú þegar Iran Air gat ekki
fengið keypta varahluti í eldri
Boeing-vélar sínar í kjölfar banns
viðskiptaráðuneytisins frá því í ág-
úst.
í yfirlýsingu Boeing-verksmiðj-
anna er bent á að bannið á sölu
flugvéla til íran frá árinu 1979
væri farið að missa marks, þar sem
á síðustu árum hefði nokkur fjöldi
véla frá Airbus og öðrum evrópsk-
um samkeppnisaðilum verið seldur
til íran.
1.
2.
3.
4.
Utbob
ríkisbréfa
(RBR. 6. fl.1992)
Fjármálaráðherra, f.h. ríkissjóðs, hefur ákveðiö að
bjóða út ríkisbréf í samræmi við heimildarákvæði
lánsfjárlaga fyrir árið 1992 og með hliösjón af á-
kvæöum laga nr. 79/1983 svo og laga nr. 43/1990,
1. gr., um Lánasýslu ríkisins. Tilboðsdagur er 28.
október 1992.
I boði verða ríkisbréf 6. fl. 1992 með útgáfudegi
30. október 1992 og gjalddaga 30. apríl 1993. Lág-
marksfjárhæð útboðsins er 200 milljónir króna.
Heildarfjárhæð útboðsins er áætluð um 500 milljónir
króna samkvæmt nánari ákvörðun fjármálaráðherra
um töku tilboða.
Rikisbréfin verða gefin út i þremur verðgildum;
2.000.000, 10.000.000 og 50.000.000 krónur að
nafnvirði og verða þau innleyst hjá Lánasýslu ríkis-
ins eða Seðlabanka íslands á gjalddaga. Ríkisbréf
eru án nafnvaxta og verðtryggingar.
Öllum er heimilt að gera bindandi tilboð í ríkisbréf
samkvæmt eftirfarandi reglum:
a) Löggiltum verðbréfafyrirtækjum, löggiltum verð-
bréfamiðlurum, bönkum og sparisjóðum er einum
heimilt að gera bindandi tilboð í ríkisbréf samkvæmt
tilteknu tilboðsverði.
b) Öllum öðrum er heimilt að gera bindandi tilboð í
vegið meðalverð samþykktra tilboða (meðalávöxtun
vegin með fjárhæð). Tilboð samkvæmt þessum lið
eru háð því að samþykkt tilboð samkvæmt a-lið
þessarar greinar verði að minnsta kosti samtals 200
milljónir króna.
5. Gera skal bindandi tilboð í nafnverð rikisbréfa, sbr.
Ii.fi 3, eða heilt margfeldi verðgilda.
6. Tilboð má senda á sérstökum eyöublöðum sem
fást hjá Lánasýslu ríkisins. Tilboöin skulu berast
Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir
kl. 14.00 miðvikudaginn 28. október 1992 og séu
þau í lokuðum umslögum.
7. Heimilt er að símsenda tilboð í staðfestu símskeyti,
og skulu þau berast fyrir sama tíma og getið er í 6.
lið hér að framan. I undantekningartilfellum má þó
má senda tilboð með myndsendi í númer 91-
626068 milli kl. 13 og 14 á tilboðsdegi ef það er
staöfest fyrirfram með símtali við forstjóra
Lánasýslu ríkisins eða fulltrúa hans.
8. Ríkissjóður áskilur sér rétt til þess að taka eða
hafna tilboðum í heild eða að hluta. Breyting eða
afturköllun tilboðs skal hafa borist Lánasýslu ríkisins
fyrir kl. 14.00 á tilboðsdegi.
9. Tilboðsgjöfum verða kynntar niöurstöður útboðsins
meö símtali eða simsendu bréfi eins fljótt og hægt
er eftir að þær liggja fyrir, þó ekki síðar en daginn
eftir aö tilboðsfrestur rennur út.
10. Niðurstöður útboðsins verða kynntar tölulega eins
fljótt og hægt er, án vísunar til nafna tilboðsgjafa,
með fréttatilkynningu til fjölmiðla.
11. Greiðsla fyrir ríkisbréf, skv. tilboðum sem tekin
verða, þarf að berast Lánasýslu ríkisins fyrir kl.
16.00 á útgáfudegi, og verða bréfin afhent eöa
póstsend fyrir kl. 17.00 sama dag nema þess sé
óskað sérstaklega aö Lánasýsla ríkisins geymi rík-
isbréfin. Berist greiðsla ekki á réttum tíma áskilur
ríkissjóður sér rétt til að krefja tilboðsgjafa um
hæstu lögleyfðu dráttarvexti fyrir þann tíma sem
greiðsla dregst.
12. Ríkisbréf þessi eru stimpilfrjáls. Um skattskyldu eða
skattfrelsi ríkisbréfa, svo og forvexti af þeim, fer eftir
ákvæðum laga um tekju- og eignarskatt eins og
þau eru á hverjum tíma, sbr. nú 8. gr„ 1. tl. B-liðar
30. gr„ 74. og 78. gr. laga nr. 75/1981, með síðari
breytingum, sbr. og lög nr. 7/1974 og lög nr.
79/1983. Ríkisbréf eru framtalsskyld.
13. Flokkur þessi verður skráður á Verðbréfaþingi
íslands og verður Seðlabanki íslands viðskiptavaki
flokksins.
14. Útboðsskilmálar og tilboðseyðublöð liggja frammi
hjá Lánasýslu rikisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík.
Reykjavík 21. október 1992
LANASYSLA RIKISINS
Hverfisgötu 6, 2. hæfi, 150 Reykjavík, sími 91-626040