Morgunblaðið - 22.10.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.10.1992, Blaðsíða 12
8?2 )C MMPSSHWPMPffl aM&TPflEM92 Sjónarhorn Um vextí og verðmyndun á íslensku krónunni Þróun gengis gagnavart þýska markinu og O 12 mánaða vaxta í Finnlandi 1990 til 1992 3,3 16,0 3.2 A A 15,5 3,1 \ T- M 15,0 M M Véxtir% ► / f Þróun gengis gagnavart þýska markinu og © 12 mánaða vaxta í Svíþjóð 1990 til 1992 3,95 * 1 * 12,5 3.0 \ /V jfft 14,5 jrUl /ií /wKi :0 Vv 1 fA r v V v \ 3 Gengisbreyting% , V /V \ 1 ’ bre^ng%J J. li| jLJ y 2'4 * * * * * *"^— 11'5 1 i ooo 1 -» OQ -| 1 -| eo2 1 1 1 990 1 1 Ö01 1 -1 902 1^’® Þróun gengis gagnavart þýska markinu og © 12 mánaða vaxta í Danmörku 1990 til 1992 Verðbólga í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku © 1990-1992 3 80 -Arr- ~ Vexbr% ► | —14.5 S/U SVÍbJÓÐ „Al \J j| -13,5 3 70 jTt/ jr = 13i0 A If'* \ \ —12.5 0 *\ FINNUND ^ 2 uV\y^ aHw jf ■ -12'° ^—\ ; -«—Gengisbreyting% |Í\a/A / VA Kf*l — 11'n ^ ' -'0.5 DANMÖRK 1 -tsso 1 1&&-I ' -1 ooz 1 l0'° -1 990 1 1 09-1 1 1 Ö92 Gengishækkun á gröfum 1-3 þýðir að viðkomandi gjaldmiðill hefur vcikst gagnvart þýska markinu (vinstrí skali). Vextir (hægrí skali) eru 12 mánaða peningamarkaðsvextir í Finnlandi og 1-3 mánaða vextir af ríkisskuldabréfum í Sviþjóð og Danmörku. Heimild: Kaupþing/Datastream eftir dr. Sverri Sverrisson ALVARLEGT efnahagsástand hérlendis krefst þess að skoðaðar séu allar leiðir sem færar eru til þess að fá hjól atvinnulífsins til að snúast á ný. Umræður á Al- þingi um ný fjárlög hafa að mikl- um hluta snúist um það hvaða leiðir séu farsælastar í þeim efn- um og sýnist sitt hverjum. Á með- an ríkisstjórnin undirstrikar mik- ilvægi þess að halda genginu stöð- ugu hafa heyrst raddir úr stjórn- arandstöðu um nauðsyn þess að fella gengið og gekk ein tillagan út á það að láta gengið síga og lækka raunvexti sarntímis með handafli. Tilgangur greinarinnar er í fyrsta lagi að fjalla um sam- band vaxta og verðmyndunar á gjaldeyri. í öðru lagi verða færð rök fyrir því að fómarkostnaður sem tengist gengisfellingu muni að verulegu leyti éta upp aukning- una í útflutningstekjum þjóðar- innar og því er betur heima setið en af stað farið. Hlutverk vaxta í nútíma hagkerfi endurspegla skammtímavextir peningamála- stefnu stjómvalda (í sumum tilfellum Seðlabanka) á meðan langtímavextir endurspegla (langtíma) væntingar fjárfesta til verðbólgu- og gengisþró- unar. í þjóðfélagi þar sem verðbólga er lítil sem engin, gengi hefur verið stöðugt í langan tíma og greiðslu- jöfnuður gagnvart útlöndum er já- kvæður, munu vextir að öllu jöfnu vera lægri en meðalvextir erlendis. í slíku umhverfi er auðvelt að halda gengi stöðugu með smávægilegum breytingum á skammtímavöxtum eftir því sem við á, þ.e. að hækka þá þegar gengið fer niður fyrir ákveðin mörk en lækka þá ef geng- ið styrkist um of. Ef aftur á móti einhveijir af ofan- nefndum þáttum eru í ójafnvægi hefur það strax veruleg áhrif á vaxtastigið. Ef talið er að verðbólga aukist í náinni framtíð munu lang- tímavextir hækka af þeirri einföldu ástæðu að sá sem kaupir t.d. tíu ára skuldabréf vill vera öruggur um að kaupmáttur fjárins sé að minnsta kosti jafn mikill að tíu árum liðnum (þetta gerist sjálfkrafa á íslandi vegna verðtryggingar á löngum skuldabréfum). Þegar hætta er talin á að gengið falli í náinni framtíð verður að bæta áhættuálagi við vaxtastigið sem er einskonar greiðsla til fjárfesta fyrir að halda spamaði á innlendum verðbréfa- markaði í stað þess að léita erlendis með það fyrir augum að græða gengismun ofan í ávöxtunina frá verðbréfinu komi til gengisfellingar. Ef halli er á viðskiptajöfnuði verða háir vextir innanlands að tryggja jákvæðan fjármagnsjöfnuð þannig að heildargreiðslujöfnuður sé því sem næst núlli. Hærri vextir á inn- lendum lánamarkaði gera það að verkum að fyrirtæki sjá sér hag í því að taka erlend lán og jafnframt munu erlendir fjárfestar auka eftir- spum eftir innlendum skuldabréfum, t.d. ríkisskuldabréfum. Áhrifin af þessu eru tvíþætt. í fyrsta lagi fæst erlendur gjaldeyrir til þess að greiða hallann gagnvart útlöndum (og þar með helst gjaldeyrisforði landsins óbreyttur) og í öðm lagi næst jafn- vægi á gjaldeyrismarkaðinum vegna aukins framboðs á erlendum gjald- eyri og meiri eftirspurnar eftir inn- lendum gjaldeyri, þ.e. stöðugleiki gengisins er tryggður. Samspil vaxta og gengis Hingað til hefur gengi íslensku krónunnar verið ákvarðað af Seðla- bankanum. Áætlað er að stofna gjaldeyrismarkáð í byrjun næsta árs þar sem gengi krónunnar ákvarðast af samspili framboðs og eftirspurn- ar. Á sama tíma hverfur mikið af þeim gjaldeyrishöftum sem tak- markað hafa fjárfestingar erlendis. Framboð og eftirspurn eftir íslensku krónunni mun því í framtíðinni einn- ig ráðast af nettó fjármagnsflæði til eða frá landinu vegna fjárfestinga íslendinga erlendis sem og útlend- inga hérlendis. Þar sem spamaður leitar þangað sem ávöxtunin er best mun vaxtastigið hafa meiri áhrif á gengi krónunnar í framtíðinni en verið hefur hingað til eða m.ö.o. vextimir verða að vera samkeppnis- hæfir til þess að nettó fjármagns- flæðið sé sem næst núlli. Aukning fjárfestinga íslendinga erlendis mun því leiða til hækkunar vaxta á inn- lendum verðbréfamarkaði. Ef gengisfellingarleiðin yrði valin til þess að leysa efnahagsvandann mun það tvímælalaust leiða til hærri vaxta og þyrfti til þess meira hand- afl en íslensk stjórnvöld hafa yfir að ráða til að ná þeim niður á sama stig aftur. Ástæðan er einfaldlega sú að krónan mun missa það (veika) traust sem hún hefur áunnið sér undanfarin þijú ár sem stöðugur gjaldmiðill. Fjárfestar, bæði innlend- ir sem erlendir, munu því krefjast hærra áhættuálags ofan á markaðs- vexti ef þeir eiga að taka þá gengis- áhættu sem fylgir því að fjárfesta á íslenskum markaði. Ef gengið verður fellt núna því þá ekki aftur eftir tvö ár? Kostnaðurinn sem fylgir því að eyðileggja traust markaðarins á krónunni getur því hæglega orðið eins til tveggja prósentustiga hækk- un fjármagnskostnaðar á innlendum fjármagnsmarkaði. Það bætir ekki úr skák að það tekur mörg ár að endurvinna slíkt traust. Árangur fastgengisstefnu byggist á því að markaðurinn geti treyst því að yfir- völd hviki ekki frá þeirri stefnu sama hvað á dynur. Reynsla annarra Norðurlanda í þessu sambandi er forvitnilegt að bera saman reynslu frænda okkar á hinum Norðurlöndunum. Danir hafa haldið stlft við fastgengisstefnu sína sípan á fyrri hluta síðasta ára- tugs. Á þeim tfma hefur vaxtamun- urinn milli Danmerkur og Þýska- lands fallið úr u.þ.b. 16% þegar hæst lét niður í 0,25% um síðustu áramót (eftir að þeir felldu Maastricht-samkomulagið hefur munurinn þó aukist lítillega). Lægri verðbólga hefur aukið samkeppnis- hæfni þeirra á erlendum mörkuðum til muna og því hefur þeim tekist að snúa tuttugu og þriggja.ára sam- felldum halla á viðskiptajöfnuði við útlönd yfir í greiðsluafgang sem hefur farið vaxandi sl. þijú ár. M.ö.o., Danir eru að borga niður erlendar skuldir sínar. Vorið 1991 fylgdu Svíar og Finnar fordæmi Noregs frá haustinu áður og tengdu gjaldmiðla sína við ECU, og gáfu út yfirlýsingu um að tími gengisfellinga væri liðinn. Eins og kunnugt er hafa Finnar fellt gengið tvisvar síðan á meðan Svíar hafa staðið af sér alla storma og ekki vílað fyrir sér að hækka millibanka- vexti upp í 500% (til að koma í veg fyrir að bankamir láni peninga í seðlabankanum til þess að kaupa erlendan gjaldeyri til þess að græða á gengisfellingu). Á mynd 1—3 má bera saman gengis- og vaxtaþróun- ina í Finnlandi, Svíþjóð og Dan- mörku frá ársbyijun 1990 og mynd 4 sýnir verðbólguþróunina yfír sama tímabil. Eins og sjá má hefur verð- bólga verið mun lægri í Danmörku en í hinum tveimur löndunum og vaxtastigið sömuleiðis töluvert lægra. Ef litið er á Finnland má greinilega sjá áhrif gengisfelling- anna tveggja á vaxtastigið. Þetta er sérstaklega áberandi á þessu ári þar sem verðbólgan er á svipuðu róli og í hinum tveimur löndunum en nafnvextir nálægt 14,5% og raun- vextir um 11,5%. Nafnvextir í Sví- þjóð eru um 12,5% og geta lækkað til muna á næstunni því Svíum virð- ist hafa tekist að sannfæra markað- inn um að gengisstefnu stjómvalda verði ekki breytt. Spákaupmennskan á móti sænsku krónunni í september sért greinilega á myndinni þar sem krónan rauk úr 3,65 í 3,8 kr/mark á örfáum dögum en hefur verið að styrkjast síðan. Raunvextir eru um 9,5% og munu þeir einnig lækka því ekki er ástæða til að ætla að verð- bólga fari vaxandi á næstunni, m.a. vegna áframhaldandi fastgengis- stefnu. Vextir hækkuðu um hálft annað prósent í Danmörku eftir að Danir felldu Maastricht-samkomulagið í þjóðaratkvæðagreiðslu en þeir höfðu farið hækkandi framan af árinu vegna þess að krónan var farin að nálgast leyfileg fráviksmörk gagn- vart þýska markinu í ERM (sama og EMS) gjaldeyrissamstarfinu. Vextir hafa þó farið lækkandi upp á síðkastið og eru raunvextir nú um 8,5%. Annar fórnarkostnaður við að fella gengið Hér að ofan hafa verið leidd rök að því að vextir á Islandi og þar með fjármagnskostnaður muni hækka ef horfið verður frá fastgeng- isstefnunni, Án þess að dvelja við almennar hliðarafleiðingar gengis- fellinga, sem íslendingar þekkja manna best, vil ég að lokum nefna nokkra þætti sem ekki má gleyma. íslendingar skulda um 200 milljarða í erlendum lánum og sjávarútvegur- inn þar af u.þ.b. 50 milljarða (skv. upplýsingum frá Seðlabanka). Ef við gefum okkur að lánin eigi að niður- greiða á 10 árum og beri að meðal- tali 10% vexti, mun 10% gengisfell- ing auka útgjöld þjóðarinnar til er- lendra lána um 4 milljarða fyrsta árið. Þar með er aukning eins út- gjaldaliðs búin að éta upp nær helm- inginn af u.þ.b. 9 milljarða aukningu útflutningstekna sem hugsanlega gæti orðið fyrsta árið. Eftir er að taka útgjaldaaukningu vegna verð- hækkana á innfluttum framleiðslu- aðföngum svo sem olíu sem er einn stærsti kostnaðarliður útgerðarinn- ar. Ef litið er á tölur um innflutning á vörum sem flokkast undir fram- leiðsluaðföng sýnir gróf nálgun að bein kostnaðaraukning til atvinnu- veganna fyrstu 12 mánuðina yrði ekki undir fimm til sex milljörðum.'. Ofan á þetta bætist kostnaðaraukn- ing innanlands, aðallega tilkomin vegna íaunahækkana. Það ber að undirstrika að tölurnar sem slíkar eru eingöngu nálgun á hugsanlegri kostnaðaraukningu at- vinnuveganna og þeim er einungis ætlað að benda á þá staðreynd að með gengisfellingu hækkar bæði fjármagns- og framleiðslukostnaður atvinnuveganna allverulega. Þegar á heildina er litið er mjög vafasamt að ætla að jákvæð áhrif gengisfellingar séu svo sterk að þau geri meira en að jafna út ókostina sem að ofan eru taldir. Stöðugt gengi og lítil sem engin verðbólga mun auka samkeppnishæfni okkar er- lendis og bæta þar með hag útflutn- ingsatvinnuveganna smám saman og leggja grundvöll að auknum hag- vexti í framtíðinni. ‘) Þessi tala er fengin með því að taka eftir- talda flokka út úr töflu sem verðmæti innflutn- ings 1991: hrúvörur og rekstrarvörur, elds- neyti og smumingsoliur mínus bensín, fjárfest- ingavörur og flutningstæki til atvinnurekst- urs, samtals 57,5 milljarðar. Heimild: Hagtöl- ur mánaðarins, september 1992, bls. 22. Höfundur storfnr sem hagfræð- ingur þ/á Ráðgjöf Kaupþings. Auglýsing þessi er birt í upplýsingaskyni samkvæmt regl- um um skráningu hlutabréfa á Verðbréfaþingi íslands. Auglýsingin felur ekki í sértilboð um sölu hlutabréfa. Tilkynning um skráningu hlutabréfa á Verðbréfaþingi Islands Skráning hlutabréfa Marel hf. Þann 29. júní 1992 voru hlutabréf í Marel hf. skráð á Verðbréfaþingi íslands. Marel hf. vill þannig stuðla að áframhaldandi þróun skipulegra hlutabréfaviðskipta hérá landi. Skraningarlýsing hlutabréfanna, ársreikningurfélagsins og samþykktir þess liggja frammi hjá Kaupþingi hf., Kringlunni 5, 103 Reykjavík, sem jafnframt er viðskiptavaki bréfanna. Marel hf. Evrópubandalagið Bretar skuldseigastír I NYRRI könnun á vegum Evrópubandalagsins kemur fram að af fyrirtækjum innan Evrópubandalagsins eru bresk fyrirtæki skuld- seigust. Könnunin náði þó aðeins til fimm landa, Bretlands, Þýskalands, Hol- lands, Belgíu og Ítalíu. Tilgangur- inn er að leggja grunninn að sam- eiginlegum tillögum um greiðslu- frest innan bandalagsins. Reglur um greiðslufrest og með hvaða hætti gengið er frá greiðslum eru mjög mismunandi innan Evr- ópubandalagsins. Öll löndin, nema Grikkland, hafa þó reglur sem ætl- að er að koma í veg fyrir að fyrir- tæki dragi um of að greiða reikn- inga sína. Þær reglur sem í gildi eru gefa allt frá þriggja vikna fresti í Danmörku, og upp í sex mánuði á Spáni. í sumum löndum er heim- ilt að leggja á refsivexti í einhveiju formi. Evrópubandalagið telur að þess- ar mismunandi reglur hafi neikvæð áhrif á viðskipti yfir landamæri, en það er einmitt ætlunin með Evr- ópska efnahagssvæðinu að styrkja þau. Mismunandi reglur og töf á greiðslum kemur nefnilega einkum niður á fyrirtækjum sem eiga í við- skiptum sem ná yfir mörg lönd. I umræddri könnun kemur fram að um það bil helmingur breskra fyrirtækja greiðir reikninga sína seint og illa. Allnokkur hluti fyrir- tækja í Hollandi, Belgíu og Ítalíu dregur einnig sínar greiðslur. í Þýskalandi borga 73% fyrirtækja reikninga sína á réttum tíma, en jafnvel þar hefur ástandið versnað undanfarið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.