Morgunblaðið - 22.10.1992, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ V1ÐSK1PTI/ATV1WWW.ÍF FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992 C 13
Sjónarhorn
Áhríf lífsskoðunar: fram-
farahyggja og vinnuni eniiing
Forsendur framfara í íslensku atvinnulífi - 2. grein
Taflal
Telurðu að hægt sé að auka af-
köst á vinnustað þínum án þess
að starfsmönnum sé fjölgað?
Þeir sem taka afstöðu
(4,3% tóku ekki afstöðu)
Já Nei Alls %
Alls (allir svarendur) 50 50 100
Viðhorf starfsstétta: Verka- og afgreiðslufólk 42 58 100
Sérfræðingarog atvinnurekendur 66 34 100
eftir Stefán Ólafsson
í hagsögunni er vel þekkt hvernig
viðhorfsbreytingar hafa getið af sér
framfarir eða hnignun. Besta dæmið
um framfarir sem rekja má til við-
horfsbreytingar er ef til vill sú um-
sköpun í atvinnu- og þjóðlífi sem
fylgdi í kjölfar upplýsingastefnunnar
í Evrópu. Upplýsingastefnumenn
lögðu mikla áherslu á verklegar
framkvæmdir, verkmenntun og ný-
sköpun. Hér gætti áhrifa af þess<tri
viðhorfsbylgju á 18. öldinni (Innrétt-
ingarnar og stofnun framfarafé-
laga), sem og í þjóðmálahreyfingum
19. aldarinnar. Þjóðmálafrömuðir 19.
aldarinnar og leiðtogar í sjálfstæðis-
baráttunni settu fram þá skýringu,
að framfaraleysi og eymd miðald-
anna á íslandi mætti rekja til þess,
að doði hafi færst yfir landsmenn
vegna erlendrar kúgunar og harðbýl-
is. Þeir litu á það sem hlutverk sitt
að vekja þjóðina á ný til dáða og
framfara, með framfaraboðskap sín-
um og sjálfstæðiskröfum. Sá boð-
skapur var viðloðandi hér vel fram
á 20. öldina, og reyndar svo áhrifa-
mikill í andlegu lífi þjóðarinnar um
aldamótin 1900 að hann var eitt
helst yrkisefni þjóðskáldanna (sbr.
til dæmis kveðskap Hannesar Haf-
stein og Einars Benediktssonar).
Þegar jákvæð framfarahyggja er
fyrir hendi í þjóðfélagi, má líkja
áhrifum hennar við meðal sem veitir
frískandi hvatningu, áeggjan til
framtaks og áræðis og herðir menn
í framsókninni. Framfarahyggju
fylgir jákvætt viðhorf til nýjunga,
tækni og þekkingar og vilji til þess
að rffa sig upp úr gömlu fari. Rík
ástæða er til að ætla, að framfara-
hyggja 19. aldarinnar hafi verið þýð-
ingarmikill hvati þeirra breytinga
sem á skrið komust undir lok aldar-
innar.
Almennt held ég að segja megi
að íslendingar hafi þokkalega framf-
arahyggju í umhverfi sínu nú á dög-
um. Þeir eru jákvæðir gagnvart nýj-
ungnm, opnir fyrir nýjum tíðaranda
og tæknibólum, en hins vegar togar
hefðartryggðin einnig alltaf í þá. Hún
kemur fram í menningarlegri íhalds-
semi og ofurumhyggju fyrir fram-
leiðsluháttum og búsetumynstrum
fortíðarinnar. Þó hefur sú hugsun
þokað nokkuð á allra síðustu árum,
svo sem sjá má t.d. á stefnubreyt-
ingu í landbúnaðarmálum. Miklu er
þó enn kostað til að vernda byggðar-
lög gegn breytingum. Helsta nei-
kvæða afleiðing hefðartryggðarinnar
hér á landi er einmitt sóun fjármuna
í vonlaust verndarstarf. Lífsskoðun
þjóðarinnar er þó almennt séð
framfarasinnuð, rekin áfram af mik-
illi efnahyggju og ásókn í nútímaleg
gæði.
Til að þjóðir eigi að ná langt í
hagvaxtarkapphlaupinu er ekki nóg
að hafa áhuga á framförum og efna-
legum gæðum og yrkja um slíkt held-
ur þurfa þær einnig að vera reiðu-
búnar að leggja á sig þá vinnu sem
til þarf. Þar kemur vinnumenningin
inn í myndina.
Almennt má segja að Islendingar
búi yfir þróttmikilli vinnumenningu.
Þetta kemur fram i því að mjög stór
hluti þjóðarinnar stundar launuð
störf af einhveijum toga og að vinnu-
tími við launuð störf er langur, sam-
anborið við aðrar þjóðir. Samkvæmt
þessu má því segja, að íslendingar
séu vinnufús þjóð. Vinnuvilji almenn-
ings er einmitt eitt af því þýðingar-
meira sem bent er á þegar fjallað
er um rætur framfaranna hjá Japön-
um og iðnvæddu smáríkjunum í Suð-
austur-Asíu, sem og hjá Bandaríkja-
mönnum og Svisslendingum. Þrátt
fyrir vaxandi vélvæðingu og tækni
skiptir vinnudagurinn enn miklu
máli, því vinnusöm þjóð er að öðru
jöfnu sterkari í samkeppninni.
En vinnuvilji skilar sér ekki sjálf-
krafa í meiri verðmætasköpun. Ef
óskynsamlega er staðið að skipulagi
vinnu og vinnutíma getur framleiðni
samt verið lítil. Japanir bæði vinna
mikið og afkasta miklu á vinnu-
Sjónarhorn
Kveinstafir
eftir Þorkel
Sigurlaugsson
Dr. ívar Jónsson, félagshagfræð-
ingur, ber sig illa vegna umfjöllunar
minnar um rit hans og Fannars Jóns-
sonar í langri grein í Morgunblaðinu
13. október sl. Hann velur orðum
sínum yfirskriftina „Kolkrabbinn
kveinkar sér“. Orðaval vísinda-
mannsins, „rógur, fijótfærni, óheið-
arleiki og kaldastríðskreddur", ber
vott um nokkurn hugaræsing og
þykir mér miður að hafa sært tilfínn-
ingar hans. Það var ekki vilji minn.
Þegar menn senda frá sér ritsmíð-
. ar eða önnur hugverk, eru þau orðin
almenningseign og höfundar þurfa
að sæta því að þau séu túlkuð eins
og þau birtast þeim sem fær þau í
hendur.
Umfjöllun mín um rit þeirra
bræðra Ivars og Fannars, „Innri
hringurinn og íslensk fyrirtæki" birt-
ist í Morgunblaðinu 1. október sl.
fyrir þá sem hafa áhuga á að bera
hana saman við skrif félagshagfræð-
ingsins. Við umfjöllun mína hef ég
engu að bæta. Umfjöllun ívars um
Aflvaka Reykjavíkur, efnahagsmál
og atvinnustefnu stjórnvalda koma
mér á óvart. Ég var ekki að fjalla
um þá þætti í bókakynningu eða
gagnrýna skoðanir höfunda eða at-
hugasemdir í því efni, enda voru
þeir ekki með neinar heilsteyptar til-
lögur á þeim vettvangi í riti sínu.
\
Áhugasamir lesendur ættu hvorki
að láta mig eða höfundinn skammta
sér skoðanir, heldur verða sér út um
ritið og lesa sjálfir. Ég vil hvetja þá
til þess. Bæklingurinn kostar kr.
2.900 og líklegt er að ef hann selst
vel að þá geti þessi útgáfa og önnur
rit þeirra bræðra staðið undir sér
fjárhagslega án opinberra styrkja.
Það verður að telja eðlilegt markmið
að þeir sem hafa áhuga á visindaleg-
um verkefnum og rannsóknum taki
þátt í kostnaði við gerð þeirra. Auk
min hafa Morgunblaðið, DV og
Heimsmynd vakið mikla athygli á
þessu ritverki.
ívar minnir á sérþekkingu sína og
er að eigin sögn „sérfræðingur í
nýsköpun, rannsóknum, þróunar-
starfi og atvinnustfefnu og sá eini sem
hefur hlotið menntun á þessu svið
sé vitað sé“. Ég sem áhugamaður
og virkur þátttakandi, ásamt mörg-
um öðrum, á nýsköpunar- og þróun-
arstarfi hér á landi tel áhugavert að
fjallað verði nánar um ýmislegt sem
að þessum málum snýr. Þeir sem
hafa þekkingu og menntun á þessum
málum ættu að standa saman að
faglegri og traustri umfjöllun um
mál sem vissulega snertir velgengni
okkar atvinnulífs og lífskjör þjóðar-
innar.
Höfundur skrifar um bækurfyrir
viðskiptablað og er framkvæmda-
stjóri Þróunardeildar Eimskips.
stund. Einstakt orð fer af vinnu-
menningu þjóðanna í nýiðnvæddu
löndunum í Suðaustur-Asíu, og er
þar sérstaklega til þess tekið hversu
vel menn þar helga sig vinnu sinni,
hversu 'jákvæðir þeir eru til mark-
miða fyrirtækjanna og hversu hart
þeir leggja að sér í daglegum störf-
um. Agi og hollusta almennra starfs-
manna eru einmitt taldar vera með
stærru uppsprettum framfaranna í
þessum löndum. Vinnumenning sem
er lifandi og þróttmikil skilar sér í
jákvæðara og framsæknara and-
rúmslofti á vinnustöðum, í sífelldri
gæðasókn og nýsköpun sem og í
virkri þátttöku almennra starfs-
manna í ákvarðanatöku. Hún færir
vinnumanninum meiri tilgang og
stolt, sem er mun virkari hvatar en
hörð hendi húsbóndavaldsins. Mörg-
um sem fjallað hafa um þessar aust-
rænu þjóðir hefur þó þótt nóg um
vinnuhörkuna, og líkt henni við arðr-
án. Launakjör í þessum löndum eru
hins vegar oft tengd afköstum, þenn-
ig að hinn almenni starfsmaður nýt-
ur sjálfur afraksturs góðs árangurs
á vinnustaðnum, líkt og gildir um
sjómenn á íslenska veiðiskipaflotan-
um.
Margt bendir til að íslendingar
eigi ómæld tækifæri til hagvaxtar
með því einfaldlega að breyta skipu-
lagi vinnu og vinnutíma. Lítil fram-
leiðni íslenska atvinnulífsins saman-
borið við aðrar þjóðir bendir að
minnsta kosti til þess. í eftirfarandi
töflum má sjá vísbendingu um léléga
nýtingu vinnutíma meðal vinnandi
fólks, þar sem spurt var hvort hægt
væri að auka framleiðni á vinnustað
viðkomandi, án þess að fjölga starfs-
liði.
Réttur helmingur vinnandi mann
segist telja hægt að auka afköst á
vinnustað sínum, án þess að fjölga
starfsmönnum. Hver og einn svarar
fyrir sinn vinnustað, og er því full
ástæða til að taka mat þetta alvar-
lega2. Eins og einn svarar fyrir sinn
vinnustað og eru sérfræðingar og
atvinnurekendur (stjómendur) frek-
ar á þessu en aðrir starfsmenn (um
66%). Almennt verkafólk jánkar
þessum möguleikum síður, en þó eru
það um 42% þeirra sem telja fram-
leiðniaukningu mögulega á sínum
vinnustað.
Óhætt er að segja að möguleikam-
ir til bættrar nýtingar og hagvaxtar
em almennt miklir, ef menn vilja
taka til hendinni á vinnustöðum sín-
um. í töflu 2 má sjá vísbendingar
um leiðirnar sem færar em að þessu
marki, að bæta nýtingu vinnutímans.
Þeir sem töldu framleiðniaukningu
mögulega á sínum vinnustað vom
spurðir áfram, hvað þeir teldu að
myndi skila mestri framleiðniaukn-
ingu: breyttir starfshættir og skipu-
lag, breyttar stjórnunaraðferðir,
breytt samskipti starfsmanna eða
breytt tækjanotkun.
Rúmlega tveir af hverjum þremur
(69%) nefndu það sem kalla má
„mannlegu þættina", þ.e. að breyta
starfsháttum, skipulagi og stjómun-
araðferðum á vinnustaðnum. Aðeins
um 17% nefndu breytta tækninotk-
un, en 15% nefndu fleiri en eitt af
tilgreindum atriðum.
Tafla 2
Hvað af eftirtöldu telur þú að myndi
skila mestri framleiðniaukningu á þínunr
vinnustað?
Þeir sem te(ja framleiðniaukningu
mögulega
Hlutf.
þeirra
sem tóku
Fjöldi afstoðu %
Breyttir starfsh. og skipul. 126 37
Breyttar stjórnunaraðf. 90 26
Breytt samskipti starfsm. 20 6
— Mannl. þátturinn samt.: 236 69
Breytt tækjanotkun 67 17
Nefna fleira en eitt af ofant. 50 15
Veit ekki/neitar 68 —
Alls: 411 100
Höfundur er prófessor ogfor-
stöðumaður Félagsvísindastofn-
unarHáskóla ísiands.