Morgunblaðið - 22.10.1992, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 22.10.1992, Qupperneq 14
14 C MORGUNBLAÐIÐ VlÐSKIPTI/JtTVINNULÍF fimmtudagur 22. október 1992 FRÆÐSLA —— Frá stofnfundi fræðslustjóranna þar sem þeir mynduðu samtök són. Fræðslumál Samtök fræðslu- sijora stofnuð SAMTOK fræðslustjóra hafa verið stofnuð en þeim er ætlað að vera vettvangur fyrir fólk sem annast fræðslumál og endlurmennt- un starfsmanna innan fyrirtækja og stofnana eða meðlima félaga- samtaka. Markmið félagsins er að fræða og upplýsa félaga sína, styrkja þá í starfi og koma á kynnum á meðal þeirra. Fyrirhugað er að halda eina námsstefnu og tvo fræðslufundi á ári auk vinnufunda smærri hópa. í stjórn samtakanna eru Ingi- björg Jónasdóttir fræðslustjóri Bún- ERTU FLÆKTUR í IUETMIU? Tölvunetið í fyrirtæki þínu er eflaust langt frá því að vera fullkomið. Ýmis vandamál koma upp nær daglega og setja allt í flækju. Ástæðan er kannski sú að tölvu- netið þarf góðan stjórnanda. Lausnin er AS/400 tölvan frá IBM því með henni fær tölvunetið stjórnanda sem sam- hæfir'alla vinnslu, einfaldar hana og gerir hana hraðari með ódýrum, innbyggðum hugbúnaði. Auk þess er AS/400 opnari en aðrar tölvur. Samskipti við aðrar tölvur ganga mun betur, samtenging við önnur tölvukerfi er barnaleikur, það er einfaldara að nálgast allar upplýsingar innan sem utan fyrir- tækisins og svo hefur AS/400 fjölmörg innbyggð forrit sem auðvelda alla tölvuvinnslu. Ekki bíða eftir að næsta vandamál komi upp. Fáðu strax nánari upplýsingar um AS/400 hjá sérfræðingum og samstarfs- aðilum Nýherja. Ein tölva og þú ert ofan á. Samstarfsaðilar Nýherja: Almenna kerfisfræðistofan hf. Ferli hf. Forritun sf. Kerfi hf. Miðverk hf. RT-tölvutækni hf. -.£*** j j NÝHERJI SKAFTAHLlÐ 24 • SlMI 69 77 00 Alltaf skrefi á undan aðarbanka íslands formaður, Mar- grét Björnsdóttir endurmenntunar- stjóri gjaldkeri og Kristín Jónsdótt- ir fræðslustjóri Eimskips er rit- ari. Næsti fundur samtakanna verður fimmtudaginn 29. október kl.8.00 f.h. í húsi Endurmenntunar Háskóla íslands í Tæknigarði. Jón Torfi Jónsson dósent við Háskóla ísland og Randver C. Fleckenstein fræðslustjóri íslandsbandki munu á fundinum ræða um efnið „Greining fræðsluþarfa: Kostir og gallar.“ Auk þess munu tveir félagsmenn kynna starf sitt. Iðnaðarráðuneytið Upplýs- ingabækl- ingurum nýsköpun Iðnaðarráðuneytið hefur látið taka saman bækling með upplýs- ingum um liðsinni við frum- kvöðla í atvinnulífinu. Á blaða- mannafundi í tilefni útgáfunnar kom fram að lagður hefði verið grundvöllur að auknu rannsókn- ar-, þróunar- og markaðsstarfi í þágu atvinnulífsins að undan- förnu. Stórauknum fjármunum verði varið til þessara þarfa á m.a. með því að veija til þess fimmtungi þess fjár sem aflaðist með sölu ríkisins á atvinnufyrir- tækjum. Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, sagði að hugmyndina að bæklingn- um mætti rekja til þess að mikið væri spurst fyrir um upplýsingar varðandi nýsköpun í ráðuneytinu. Þannig hefði verið ákveðið að safna saman á einn stað hagnýtum upp- lýsingum og hefði bæklingurinn vaxið upp úr því. Ennfremur sagði hann að með tilliti til þess hversu margir aðilar hefðu með nýsköpun að gera og fé til hennar dreifðist þar af leiðandi á margar hendur hefði verið ákveðið að setja á stofn nefnd til að fjalla um nýtingu fjárst- uðnings. Gert er ráð fyrir að bækl- ingurinn verði endurskoðaður og gefin út endurbætt útgáfa á næst- unni. Guðmundur Einarsson, aðstoð- armaður ráðherra, sagði að bækl- ingurinn hefði legið frammi í ráðu- neytinu í um það bil 2 vikur og margir, sem þangað hefði leitað, hefðu tekið honum fegins hendi. Hann lagði áherslu á að bæklingur- inn væri fyrir alla sem hefðu í huga nýsköpun. Nefndi hann dæmi um einyrkja í bflskúmum heima hjá sér, starfsmenn fyrirtækja og rann- sóknarstofa, og sagði að ekki væri gert upp á milli þessara aðila. Guð- mundur minntist á að á grundvelli bæklingsins væri hugsanlega hægt að varða leið fyrir þá sem ætluðu út í nýsköpun þ.e. veita þeim upp- lýsingar hvað leyfa þyrfti að afla o.s.frv. Bæklinginn verður hægt að fá hjá þeim sem koma við sögu í hon- um, t.d. rannsóknarstofnunum at- vinnuveganna, Byggðastofnun, at- vinnuþróunarfélögum og atvinnur- áðgjöfum, menntastofnunum, sjóð- um, ýmsum samtökum og félögum. Ennfremur verður hægt að fá hann í iðnaðarráðuneytinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.