Morgunblaðið - 22.10.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.10.1992, Blaðsíða 16
VZterkurog k_J hagkvæmur auglýsingamiöill! VIÐSKIPn AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1992 Fer inn á lang flest heimili landsins! ,.M.E KODAK — Halldór Axelsson hjá Mínútu ásamt Jan H. Nilsen sölustjóra tölvuprentaradeildar Kodak í Noregi við hinn nýja myndaprentara frá Kodak. Jan H. Nilsen er staddur hér á landi til að leiðbeina væntanlegum kaupendum un notkun prentarans. Mínúta hf. með umboð fyr- ir Kodak myndaprentara MÍNÚTA hf. hefur fengið umboð fyrir Kodak myndaprentara, sem prentar myndir frá PC og Macintosh tölvum í 24 bita lit. Prentarinn kostar um 2 milljónir króna og að sögn Halldórs Axelssonar hjá Mínútu verður áhersla lögð á að kynna prentar- ann fyrir prentfyrirtælgum, sjúkrahúsum, auglýsingastofum og öðrum þeim sem nota hágæða myndir. Fyrirtækið kemur til með að vinna náið með Hans Petersen hf. í markaðssetningu á prentar- anum. Halldór Axelsson segir Kodak hafa verið að endurskipuleggja umboðskeðju sína. „Með hinni nýju myndatækni er Kodak að færa sig æ meira yfir á tölvusvið- ið. Oft á tíðum passa ekki sömu söluaðilar fyrir filmur og hinar nýju vörur. Því hafði Kodak um- boðið í Noregi, sem sér um tölvu- myndaprentarana, samband við okkur í Mínútu og spurði hvort við hefðum ekki áhuga á að skoða þessa vöru. Útkoman var sú að þeir sendu hingað mann með nýj- asta prentara sinn sem prentar fullkomna litmynd í hæsta gæða- flokki." Aðspurður um hvort Mínúta yrði með fleiri vörur frá Kodak en þessa prentara sagði Halldór að svo yrði væntanlega ekki en hugsanlega yrði fýrirtækið einnig með myndavélar með geisladisk- um. Prentarinn er tengdur við tölvu og við hana er einnig tengt svo- kallað Fótó-CD geisladrif, sem er nýjung frá Kodak og gerir mönn- um kleift að fá framkallaðar myndir á geisladiska. Þannig er hægt að vinna með myndir í tölv- um, t.d. nota þær í umbroti o.fl. Mínuta hf. hefur sérhæft sig í myndvinnslu og tölvutækni með sérstaka áherslu á þjöppun skjala og mynda og notkun geisladiska í því sambandi. Að sögn forráða- manna Mínútu verða fleiri nýjung- ar á þessu sviði kynntar á vegum fyrirtækisins. Fólk Íslendingurí Wall Street MAMERICAN Express bankinn sendi okkur þessa skemmtilegu mynd af tveimur heiðursmönnum í miðstöð bandarísks fjármálalífs í Manhattan, en þeir ættu báðir að vera íslenskum bankamönnum að góðu kunnir. Til hægri er Gunnar Roach, sem starfar við alþjóðadeild Landsbanka Islands við eftirlit með erlendum reikning- um, í hróka samræðum við Tim Olsen, sem er yfirmaður gjaldey- ristengsla American Express bankans sem annast Norðurlönd og Eystrasaltsríkin. Olsen er 35 ára New Jersey-búi sem starfaði hjá Búnaðarbanka Islands á ár- unum 1983-91, síðast sem yfir- maður Swift-greiðslumiðlunar- kerfisins. Gunnar sótti námskeið sem AmEx bankinn hefur þann háttinn á að bjóða starfsmönnum við- skiptabanka sinna til. Þar er í formi fyrirlestra fjallað um alþjóða viðskipti, bankamál og jafnvel stjórnmál, því að einn fyrirlest- urinn á námskeiðinu nú sem stóð í 2 vikur í septembermánuði sl. fjallaði um áhrif hugsanlegs sigurs Clintons í forsetakosningunum á bandarískan fjármálaheim, að sögn Gunnars. Framkvæmda- síjóri Skrárhf. MÚLFAR Helgason hefur ný- lega verið ráðinn framkvæmda- stjóri útgáfufyrirtækisins Skrár hf. Fyrirtækið gefur úr Fréttir af fundinum sem flytur sér- fræðingum og stjórnendum fyrirtækja og stofnana það fréttnæmasta af opnum fundum pg ráðstefnum á íslandi. Hlutverk Úlfars er að annast daglegan rekstur, stefnu- mótun, áætlanagerð og markaðs- mál fyrirtækisins. Hann útskrifað- ist með stúdentspróf úr Verslun- arskóla Islands árið 1988 og BS gráðu í markaðsfræðum frá Uni- versity of South Carolina í byrj- un þessa árs. T o r g i ð Ýmsir eiga hlut í grautargerð DANTE hefði líklega kallað þetta guðdómlegan bölmóðsleik, én Þórarinn Viðar sem hefur ekki svo skáldlega en þjóðlegri æð kennir fyrirbærið við ramman graut. Uppskriftin er mestan part sænsk: Stjórn og stjórnarand- staða, vinnuveitendur og laun- þegahreyfingin fallast í faðma; ryk- ið er dustað af gömlum og gleymd- um hugmyndum um niðurfærslu- leiðina, því að nú á að lækka kostn- að fyrirtækjanna til að þau týni ekki tölunni eitt af öðru.með til- heyrandi fjöldaatvinnuleysi. Þau eru alltént rök launþega- hreyfingarinnar fyrir því að taka þátt í að aflétta sköttum'og gjöld- um af fyrirtækjunum sem óhjá- kvæmilega munu færast fyrir á skattborgara þessa lands, sem flestir eru hverjir aðrir launamenn. Ástæður launþegahreyfingarinnar fyrir svo óvenjulegri afstöðu eru líka ærnar. Samkvæmt atvinnu- ástandskönnun Þjóðhagsstofnun- ar sem birt var fyrr í vikunni kom í Ijós að atvinnurekendur vildu fækka starfsmönnum sínum um 1200 talsins í septembermánuði einum, sem er mesta fækkun starfsmanna sem fram hefur kom- ið í könnunum stofnunarinnar af þessu tagi og hefur þó september jafnan verið besti árstíminn á vinnumarkaði hér á landi. Þjóð- hagsstofnun segist líka ekki búast við að úr atvinnuleysi dragi fyrr en hagvöxtur glæðist á ný. Stofnunin hefur spáð um 3,5% atvinnuleysi á næsta ári að meðaltali en segir nú í áliti sínu að niðurstöður þess- arar könnunar og horfurnar í efna- hagsmálum undanfarnar vikur bendi til að atvinnuástand á næstu misserum kunni að verða „heldur lakara en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir". Jafnvel Þjóðhagsstofnun leggur þannig sitt af mörkum til að krydda grautinn ramma sem allir virðast vilja elda um þessar mundir. En það er freistandi að reyna að greina grautinn aðeins nánar og sjá hvort hann er allur þar sem hann er séður. Byrjum á atvinnu- leysinu. Það er vissulega vaxandi og alvarlegt, en engu að síður er vert að hafa í huga að einn helsti fylgikvilli verðbólgulítils þjóðfélags er allnokkurt atvinnuieysi. Atvinnu- leysi í OECD var alllengi í kringum 7% að meðaltali og með því að íslendingar teljast í verðbólgu- skilningi komnir í hóp siðvæddustu ríkja er þetta kannski atvinnuleys- isprósent sem menn þurfa að fara að horfa á af fullkominni karl- mennsku. Það er að minnsta kosti erfitt að finna einhver haldbær rök fyrir því að ástand á vinnumarkaði muni verða eitthvað öðruvísi hér á landi við sambærilegar verðbólgu- aðstæður og gerist í löndunum í kringum okkur, þótt mörgum kunni að þykja það óbærileg tilhugsun að jafnvægi í efnahagsmálum sé keypt svo dýru verði. Fróðlegt er einnig að velta fyrir sér hvers vegna er allt þetta bram- bolt núna um nýja þjóðarsátt? Voru ekki flestir þessir sömu aðilar og nú berja trumburnar hæst að vinna að sams konar málum í mesta hæglæti innan atvinnu- málanefndar ríkisstjórnarinnar? Hvaða skyndilega þörf olli því að ræna þurfti ríkisstjórnina frum- kvæðinu? Skýringarinnar gæti ver- ið að leita í eindæma slökum afla- brögðum nú um skeið og svipting- unum á gjaldeyrismörkuðunum, m.a. falli pundsins. Sjávarútvegur- inn hafi orðið af tekjum langt um- fram áætlanir og því verið farinn að ókyrrast, ekki síst útvegsmenn, enda mátti heyra Kristján Ragnars- son, formann Ll’U, farinn að ræða opinskátt um nauðsyn gengisfell- ingar. Ein kenningin er því sú að í aðalbækistöðvum Vinnuveitenda- sambandsins, þar sem menn trúi í einlægni á mikilvægi þess að við- halda þeim árangri sem náðst hef- ur í baráttunni gegn verðbólgu, hafi verið farinn að grafa um sig ótti um að gengisfellingarkórinn væri að ná yfirhöndinni og þess vegna í skyndi verið sett á svið þessi fjölmiðlasýning sem nú stendur sem hæst. Tímasetningin gat heldur ekki verið betri — beint í kjölfar sænsku þjóðarsáttarinnar og hrunsins í Færeyjum. Grauturinn rammi er tæpast far- inn að sjóða ennþá. Margt er óljóst um afstöðu einstakra áhrifamanna innan ríkisstjórnar, launþegahreyf- ingarinnar, stjórnarandstöðunnar og meðal fleiri hagsmunaaðila til þeirra hugmynda sem nú eru viðr- aðar. Þótt Ásmundur Stefánsson haldi öllum leiðum opnum er Guð- mundur J. Guðmundsson með nokkur ólíkindalæti, eins og honum einum lætur. Á það er líka bent að þessaf hugmyndir um að af- nema aðstöðugjald fyrirtækja gegn hækkun útsvars einstaklinga séu fyrirfram dauðadæmdar, ef sveitarfélögin og þá ekki síst Reykjavíkurborg, beita sér gegn þeim. Þau verða því einnig að koma að málinu og raunar mun fyrirhugaður fundur hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga nú í vikunni þar sem þetta mál verður fyrst og fremst á dagskrá. Þá á eftir að finna formið á hina nýju þjóðar- sátt. Öll hin tæknilega útfærsla er eftir, t.d. hvernig hugsanlegar að- gerðir munu tengjast gildandi kja- rasamningum sem eru ekkert laus- ir um þessar mundir. Þótt grauturinn görótti, þjóðar- sáttinn nýja, mælist dálítið mis- jafnlega fyrir hjá einstökum ráð- herrum, má hins vegar færa fyrir því rök að fyrir ríkisstjórnina og jafnvel framsýna stjórnmálamenn úr öllum flokkum, sé búið að leggja upp á alveg einstakt tækifæri — því nú er lag að skapa forsendur fyrir því að taka upp fjárlögin og ná utan um ríkisútgjöldin sem aldr- ei áður. Takist það stendur grauturinn rammi undir nafni. BVS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.