Morgunblaðið - 25.10.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.10.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1992 KAUPMANNAHAFNARBRÉF Tryllir í Konung lega leikhúsinu Undanfarið hafa sjónarspil Konung- lega leikshússins ekki eingöngu runnið yfir svið þess heldur útspilast í réttar- sal, sjónvarpssal og dagblöðum. Helstu uppákomur hafa verið ráðning og upp- sögn leikhússtjóra, ráðning og uppsögn óperustjóra og dómsmál í kjölfar þess og nú fyrir nokkrum dögum ráðning nýs leikhússtjóra. Árið 1989 tók nýr leikhússtjóri við störf- um eftir að fyrri leikhússtjóri hafði sagt upp starfi til að mótmæla hve leikhúsið væri orðið aðkreppt fjárhagslega. Hann lét þess jafnframt getið að vegna nánasarlegs ríkisframlags væri ómögulegt að reka leik- húsið eins og konunglegu leikhúsi sæmdi. Eftir afsögn hans beindist athyglin að því að búa svo að leikhúsinu að sköpunarkraft- ar þar fengju notið sín. Nú átti að ráða leikhússtjóra, sem hefði fyrst og fremst stjómunar- og fésýsluhæfíleika og gæti plægt jarðveginn fyrir listamennina að sá í. Minna gerði til þó listræn þekking hans væri gloppótt. Ráðningarfyrirtæki var feng- ið til að leita heppilegs manns í hópi umsækj- enda og fyrir valinu varð Boel Jörgensen, rektor háskólamiðstöðvarinnar í Hróars- keldu, sem hún þótti hafa stjómað af stakri prýði, natni og útsjónarsemi. Hún var því reyndur stjómamdi, án reynslu af leikhús- rekstri. Hún hafði ekki áhyggjur af rekstarféi hússins, leikhúsið hefði mikið fé til umráða en miklu skipti að nýta vel það sem fyrir hendi væri. Eitt af því sem torveldaði rekst- ur hússins var hve launasamningar vom margir og margslungnir. Hver starfshópur hafði sinn samning og því var erfitt að hafa yfirsýn yfir launamálin. Nýi leikhús- stjórinn gekk fljótlega í að hreinsa til í þess- um málum og gerði nýja samninga. En þeir snúast ekki aðeins um peninga, heldur ekki síður um réttindi og skyldur starfs- manna, vinnutíma og annað slíkt. Þessir hlutir þykja dragbítur á allri starfsemi leik- hússins. Operusöngkonan Lisbeth Balslev, sem hefur átt glæstan söngferil erlendis, hefur látið hafa eftir sér að starsfólkið þyrfti sálfræðiaðstoð til að losa um niðumjörvað og kæfandi andrúmsloft, sem liggi eins og mara yfír húsinu, þar sem starfsfólki sé atvinnuöryggi meira í mun en listrænn ávinningur. Nýir samningar breyttu engu þarna um og til lengdar virðast þeir heldur ekki hafa skilað fjárhagslegum ávinningi. Eftir að Boel Jörgensen var komin til starfa við leikhúsið kom í ljós að viðskiln- aður fyrri leikhússtjóra var mun svakalegri en haldið var. Hallinn var vel yfír hundrað milljónir ÍSK. Hún lét þó ekki hugfallast. Með aðhaidi tókst henni að greiða niður um fjörutíu milljónir, þá vom aðeins hundrað eftir og á þær saxaðist. Síðasta leikár var það besta í langan tíma og það skilaði sér í rekstrinum. Annað sem leikhúsið hefur löngum verið gagnrýnt fyrir var hve skammt fram í tímann starfsemin var skipulögð. Þar með er erfítt að fá þekkta gesti að húsinu, eins og til dæmis ballettdansara, hljómsveit- arstjóra og einsöngvara. Boel Jörgensen sýndi strax skilning á þessu og gerði drög að langtímaáætlun. Einnig tókst henni að fá fyrirtæki og stofnanir til að styðja ein- stök verkefni. Svo kom að því sem brýnt var og það var að ráða nýjan óperustjóra að húsinu. Innan veggja Konunglega leikhússins eru þrjár listgreinar í sambýli, nefnilega ópera, ballett og leiklist. Hver grein hefur sinn yfírmann, sem hugar að listrænu skipulagi, verkefnum og fjármálum sinnar greinar. Allir aðilar voru sammála um að fínna mann, sem hefði metnað til að hefja óper- una... ef ekki upp til skýjanna, þá að minnsta kosti nógu hátt upp til að ná aug- um innlendra jafnt sem erlendra óperuunn- enda. Að loknum umsóknarfresi þótti enginn umsækjanda gimilegur, svo þá var farið að leita. Fyrir valinu varð Þjóðveiji, Michael Ditt- mann að nafni. Hann starfaði síðast í Par- ís, var í lausaverkum eftir að hafa sagt upp starfí hjá Bastillu-óperunni. Einn af mörg- um sem það gerðu, því einnig í því metnað- arfulla húsi hefur margra ára vandræða- saga gengið utan sviðsins. Honum var fírna vel tekið þegar hann kom til starfa haustið 1990 og hann var sannfærður um að óp- eran gæti látið að sér kveða. Hann ætlaði sér alla vega að reka húsið sem alvöruhús með afráðunum verkefnum fram í tímann, föstum gestastjómendum og öðra sem eflt gæti óperana. Fljótlega kom babb í bátinn. Hann felldi sig ekki við ósveigjanlegt vinnufyrirkomu- lag, vildi sýna meira, láta spila meira, vildi losna við eldri söngvara og fá ungt blóð inn, en rakst á launasamninga og vinnuskip- an. Svo spurðist út að hann hefði lítinn skilning á hinum listgreinunum þremur og vildi klípa af þeirra fé fyrir óperana. Reynd- ar mætti hann skilningi leikhússtjórans á því að óperan væri dýrari grein en hinar og fékk tuttugu milljónir frá þeim. í febrúar 1991 var hann rekinn. Sorp- blöðin birtu æsilegar fréttir um að hann hefði hagað sér ósæmilega við kvenfólk, klappað ballettdansmeyjum á afturendann og látið óviðurkvæmileg orð falla um barmfegurð einnar söngkonunnar. Brott- rekstrarsökin var þó samstarfsörðugleikar, ekki kynferðisleg áreitni. Hans uppákoma endaði í réttinum hér fyrir nokkram dögum, þar sem honum vora dæmdar 5 milljónir í bætur fyrir of skamman uppsagnarfrest. Hann hafði krafíst 30 milljóna, samsvar- andi launum í fimm ár, sem eftir vora af samningstímanum og fyrir skaðaðan feril. í réttinum hittust þau Dittmann og Boel Jörgensen en nú bæði sem fyrrverandi stjór- ar við húsið. Menningarmálaráðherrann, Grethe Rostböll, hafði í millitíðinni leyst hana frá embætti. Um stund hugleiddi Boel Jörgensen líka málsókn, en lét ekki verða af því. Ráðherrann var búinn að missa þolinmæðina, fannst að leikhússtjóranum tækist ekki að koma rekstrinum í skynsam- legt form, hvorki hvað varðaði fjárhaginn né starfsfyrirkomulag. Sumir sögðu reyndar að þetta væri rétt eins og í gamla daga þegar sendiboðar illra tíðinda voru teknir af lífí. Þó að leikhússtjórinn færi væri ástandið við húsið eftir sem áður óbreytt. Nú hófst aftur leit að nýjum leikhús- stjóra. Að þessu sinni stóð stjórnarnefnd leikhússins fyrir leitinni, en henni var kom- ið upp að tillögu Rostbölls á síðasta ári, svo einhver hefði stöðugt eftirlit með leikhúsinu og stjórnanda þess. Formaður nefndarinnar er Niels-Jörgen Kaiser, forstjóri Tívólís. Kaiser er umsvifamikill í dönsku menningar- lífí og því bæði umtalaður og umndeildur. Hann hafði lýst því yfír að hann tryði ekki á ráðgjöf ráðningarfyrirtækis, heldur ætlaði nefndin sjálf að athuga umsækjendur. Nöfn umsækjenda voru aldrei upplýst en margir vora nefndir til, bæði úr stjómsýslunni og menningarlífínu. Fyrir nokkram dögum var ráðningin frá- gengin og á sömu nótum og áður, fenginn reyndur stjórnandi sem aðeins þekkti leik- hús úr áhorfendasalnum. Fyrir valinu var Michael Christiansen, ráðuneytisstjóri í vamarmálaráðuneytinu, sem er afspymuvel liðinn þar um slóðir. Úr einstökum deildum leikhússins heyrðust feginsandvörp yfir að það hefði þó ekki verið maður með reynslu úr aðeins einni listgrein. Milli greinanna er rígur, því tekist er á um fjármuni og að- stöðu og ein grein ætti erfítt með að sjá einhvern úr annarri grein komast í yfír- mannsstólinn. En nýr óperustjóri er enn óráðinn, svo óperan er í biðstöðu. í ágúst lá í loftinu að Kaiser hefði fundið velmetinn útlending, en sá hrökk víst frá þegar kom að. því að undirrita samning. í öllum leikhúshræringunum hafa auðvit- að vaknað upp umræður um þann vanda sem bundinn er við rekstur svo hátimbraðs menningarhúss sem þjóðarleikhús er, því vandræðin hér eru ekkert einstök. Þessar gömlu menningarstofnamir hafa margar hveijar byijað sem hirðleikhús, þar sem hver og einn varð stöðugt að sanna kóngi eða keisara ágæti sitt, en hafa síðan eins og fleiri stofnanir komist yfír á framfæri hins opinbera með tilheyrandi stéttarfélög- um, reglugerðum og lögum. Sem kröftugar menningarstofnanir hafa þær átt erfítt með að fóta sig í nútímanum. Listræn starfsemi þarf peninga, en þó þarf hún enn frekar sköpunargleði, -kraft og hugmyndaflug. Gagnrýnin á Konunglega leikhúsinu beinist að því að reksturin njörvi þetta lífsafl nið- ur. Verkefni nýs leikhússtjóra felst í því að > skapa þær aðstæður að drifkraturinn losni úr læðingi. Nú er bara að sjá hvort hann verður sá sálfræðingur, sem Balslev aug- lýsti eftir ... Sigrún Davíðsdóttir Þú ræður engu um greind þína, en... þú ræður öllu öðru um getu þína til náms. Margfaldaðu lestrar- hraða þinn og bættu námstæknina og árangur þinn í námi mun batna stórkostlega... með minni fyrirhöfn en áður! Ánægja af lestri góðra bóka vex einnig með auknum lestrarhraða. Viljir þú vera með á síðasta námskeiði ársins, sem hefst mið- vikudaginn 28. október, skaltu skrá þig strax í síma 641091. Ath.: Sérstakur námsmannaafsláttur á þetta eina námskeið. Minning Halldóra Elínborg Ingólfsdóttír HRAÐLESTRARSKOLINIM ...við ábyrgjumst að þú nærð árangri! Fædd 5. febrúar 1951 Dáin 12. september 1992 1978-1992 i í BOX14Ó4 121 91/627644 HÚSASÓTT Við kynnum nýtt námskeið í bréfanámi, þar sem fjallað er um 16 uppsprettur húsasóttar og m.a. kennd meðferð víra til að kanna jarðsegulfrávik innanhúss. Við kennum líka LISTMÁLUN, TEIKN- INGU, LITAMEÐFERÐ, INNANHÚSSARKITEKTÚR, HlBÝLA- FRÆÐI, SKRAUTSKRIFT OG FLEIRA. Símsvari 18.00-09.00. ÉG ÓSKA EFTIR AÐ FA' SENT KYNNINGARRIT hmi mér að kostnadarlausu C NA Ls NAFN. HEIMILISF. _ Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. (Tómas Guðmundsson. Ég minnist systurdóttur minnar Dóru, en svo var hún yfirleitt köll- uð. Hún andaðist í London 12. september sl. Þar var hún búin að vera síðustu 10 mánuði og bíða eftir lunga, en sú bið bar ekki þann árangur sem vonast var til. Útför hennar var gerð frá ísafjarð- arkapellu 19. september. Móðir Dóru var Steinunn Benón- ýsdóttir, dóttir Halldóru Elínborg- ar Hafliðadóttur og Benónýs Salómonssonar. Steinunn var hálf- systir undirritaðrar, sammæðra. Steinunn ólst að mestu upp hjá föðurömmu sinni og afa í Ólafsvík. Hún var í vist í Reykjavík, sem algengt var á þeim tíma, einnig var hún á Elliheimilinu Grand í Reykjavík. Og hún var um tíma í Haga í Staðarsveit hjá Elísabetu móðursystur okkar og manni henn- ar Ingólfi. Þangað kom hún með Dóru nokkurra mánaða, þá var hún orðin veik. Henni og hjónunum í Haga samdist svo um að þau tækju Dóra og gengju henni í móður- og föðurstað. Þar var þá fyrir lítill drengur, Hreinn, og einnig systir undirritaðrar, Ólína Hjálmrós, sem dó úr heilahimnubólgu 17 ára göm- ul. Þama ólst Dóra upp við mikið ástríki þeirra hjóna. Til Keflavíkur flytur Elísabet, þá orðin ekkja, með börnum sínum þeim Hrein og Dóru. Tvo hálfbræðru átti Dóra sam- mæðra, þeir eru Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson, kennari á Þingborg í Hraungerðishreppi, og Heiðar Jónsson, snyrtir. Þeir bræður ólust báðir upp í Staðarsveit. Heíðar hjá prestshjónunum á Staðarstað, þeim Þorgrími Sigurðssyni og Ás- laugu Guðmundsdóttur. Sigurgeir ólst upp hjá Stefaníu á Krossum. Mjög kært samband var með þeim systkinum alla tíð. Móðir þeirra auðnaðist ekki að sjá þau vaxa og verða fullorðin. Hún lést aðeins 24 ára gömul, þá var Dóra á fyrsta ári. Hún bar nafn móðurömmu sinnar og hét Halldóra Elínborg, en yfírleitt kölluð Dóra. Fyrir nokkram áram kynntist Dóra hálf- systkinum sínum í föðurætt, sér- staklega kynntist hún Svanborgu Eyþórsdóttur vel og eru Boggu hér færðar alúðar þakkir fyrir allt sem hún gerði fyrir hana._ Halldóra giftist Ólafi Rúnari Björgúlfssyni og áttu þau þrjú böm. Þau eru: Elísabet Björg, Bjórgúlfur Rúnar og Ingólfur Kári. Þau skildu. Hún var í sambúð með Jóni Guðmundssyni. Þau áttu sam- an þijár dætur, þær Ernu Björg, Ingu Helgu og Guðbjörgu Maríu. Upp úr þeirra sambandi slitnaði. Dóra missti aldrei móðinn þó margt mótlætið kæmi við hana. Fyrir þremur árum tekur hún sig upp með börnin og flytur til ísafjarðar. Þar keypti hún hús, draumahúsið sagði hún stolt þegar hún sýndi okkur hjónum það þegar við heim- sóttum hana. Hún kunni svo vel við sig á Isafírði, fjöllin svo tignar- leg og nálæg. Þama fór hún að vinna í rækjuverksmiðju og eign- aðist ótal vini. Þama kynntist hún unnusta sínum, Guðmundi Kjart- anssyni. Lífið virtist blasa við henni en þá fór að draga ský fyrir sólu. Hún þurfti að fá lungu. Hún þurfti að fara til London. Þangað fór hún full af bjartsýni, sem ekki brást frekar en endranær. Þama úti beið þá Anna Mary Snorradóttir. Með þeim tókst gott samband. Þær studdu hvor aðra í biðinni. Það var mikið áfall fyrir Dóru þegar Anna Mary lést síðastliðið sumar. Innilegan styrk bið ég um Guð- mundi unnusta Dóru til handa. Orð eru svo lítils megnug að þakka allt það sem hann var henni í þess- ari löngu bið. Bömum Dóra, Elísa- betu Björg, Björgúlfi Rúnari, Ernu Björg, Ingu Helgu, Guðbjörgu Maríu og Ingólfi Kára, og tengda- bömunum, Maríu og ómari, bræð- mm hennar, Sigurgeiri og Heið- ari, og fjölskyldum þeirra, hálf- systkinum Dóra samfeðra, og Snorra Ólafssyni, föður Önnu Mary, þakka ég fyrir allt það góða í hennar garð. Með þakklæti kveð ég mína systurdóttur. Hún guði á hendur falin er. En á meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson.) Elsa Kristjánsdóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.