Morgunblaðið - 31.10.1992, Blaðsíða 1
JMtargutiÞIftfeUk
MENNING
LISTIR
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992 BLAÐ
Ólgandi hafið, dimmblátt, djúpt og ægifagurt. Landið svo þrungið lífi að formið
gefst upp við að halda því í skefjum; ytri myndin síbreytileg - litirnir takast ó eins
og heil örlagasinfónía sé að verki. Þetta er heitt land og mjúkt, sem gefur allt. Þetta
er kalt land og hart, sem tekur allt: Eyðir um leið og það skapar, ryður sér fram
um leið og sjórinn sverfur af því.
- Hvaða land er þetta?
Þetta er landið þitt og landið mitt; londið eins og við berum það með okkur
á ferðalaginu gegnum lífið, hvert sem við förum. Þetta er heima - ef við þorum
að eiga einhvers staðar heima. Myndin er ættjarðarljóð - þrungið tilfinningum;
kærleika, gleði, undrun, ótta, sorg og sársauka og listamaðurinn sem ort hefur á
strigann er Hrólfur Sigurðsson.
Idag verður opnuð sýning á málverk-
um Hrólfs Sigurðssonar listmálara á
Kjarvalsstöðum. Víst er að það eru
mikil tíðindi, vegna þess að Hrólfur
hefur ekki haldið einkasýningu frá
því 1962, þegar hann hélt sína fyrstu
sýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins.
Hann hefur þó tekið þátt í fjölda
samsýninga, bæði hér og erlendis og
þegar hann er spurður hvers vegna
hann hafi ekki haldið einkasýningu
í þijátíu ár, færist hann undan að
svara. Staðreyndin er hinsvegar sú,
að Hrólfur hefur aldrei verið neinn
stórframleiðandi málverka, en verk
hans verið eftirsótt og þess vegna
aldrei náðst að safna þeim saman á
sölusýningu.
Hrólfur sýnir nú í boði Kjarvals-
staða og er hér um að ræða yfirlits-
sýningu á verkum hans frá 1970,
þótt hann hafi málað frá því á sjötta
áratugnum. „Það urðu miklar breyt-
ingar á myndunum mínum um
1970,“ segir Hrólfur. „Þær breyting-
ar urðu fyrst og fremst í litnum.
Fram að þeim tíma var ég mjög dökk-
ur. En smátt og smátt vann ég mig
í gegnum Ijósið, ef svo má að orði
komast. Ég fór úr dimmum jarðlitum,
yfir í heita, jörðin og form hennar
skálduð. Fyrir 1970 var formið mjög
ákveðið hjá mér, en nú var ég frjáls.
Ég hætti að vera úti að mála, en fór
þess í stað að gera skissur. Það hent-
aði mér betur til að losna undan því
valdi sem náttúran hafði yfir mér.
Ég hafði fijálsar hendur og eltist
síður við smáatriði.
Ég hef alltaf verið mjög opinn
fyrir náttúrunni. Mér hefur alltaf
þótt nauðsynlegt að vera mikið úti
við og velta því undri sem náttúran
er fyrir mér. Ég leyfi áhrifum henn-
ar að hlaðast upp í mér, það er að
segja því afli sem í henni býr.
Eg kem „kompósisjón" á blað —
sem mér fínnst alltaf erfiðast — því
mynd sem ekki er „kompóneruð" er
engin mynd. Og það er ekki fyrr en
mér hefur tekist það, að ég fer a,ð
hafa áhuga á litum.“
- Hvar finnur þú þessa lifandi
jörð?
Morgunblaðið/Ámi Sæberg