Morgunblaðið - 31.10.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.10.1992, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTOBER 1992 „Hér. Við eigum svo fallegt land og birt- an hér er alveg einstök. Hún undir- strikar ólík öfl í náttúrunni, sem er síbreytileg og breytist svo hratt að hver staður er stöðugt að taka á sig nýjar myndir. Þegar maður kemur á einhvern stað sem maður hefur áður komið á er hann ekki eins og áður því birtan gefur honum nýja merk- ingu. Myndirnar eru fyrst og fremst mín tilfinning fyrir þessum breytingum. Mér þótti alltaf svo tilgangslaust að mála náttúrulitina sjálfa. Þá hafði ég ekki möguleika á að setja upp sterkar andstæður í litum. Mér finnst það binda hugarflug manns og sköp- un að mála náttúruna eins og hún er. Þar með er ég ekki að segja að ekki sé hægt að gera góðar myndir á þann hátt og það hafa margir nat- úralístar gert. Það var einfaldlega ekki fyrir mig. Það voru miklir umrótatímar í myndlistinni þegar ég var á Akadem- íunni í Kaupmannahöfn en þótt myndlistin hafi verið ung hér á landi — og sé það enn — höfðu þeir Snorri Arinbjarnar og Kjarval mikil áhrif á mig. Snorri fannst mér frábær málari. Hann var mjög harður á því að hann réði litnum og að hann réði ferðinni. Það er nauðsynlegt að ráða sjálfur því sem maður gerir — hafa frelsi. Málari má ekki láta náttúruna kúga sig, því hann er fyrst og fremst að búa til mynd." - Hvað með hafið? Það er ógn- andi 5 sumummyndum þmum. „Hafið er skrítin skepna. Það eru alltaf svo mörg blæbrigði á hafinu. Ég er alinn upp í Skagafirði og önn- ur eins svipbrigði náttúrunnar finnast ekki á mörgum stöðum. Ég á margar yndislegar minningar af því þegar ég sem drengur stóð úti á endalaust grænu túni á fallegum björtum kvöldum; horfði á hafið sem var kaldgrænt og knallblátt og mjólk- urliturinn úr vötnunum litaði það langt fram á fjörð. Eg var oft hræddur við hafið þeg- ar ég var lítill. Þar voru svo ægileg brim. Þegar við þurftum að sækja brauð fórum við krakkarnir yfir í hinn enda bæjarins til að þess. Við þurftum að sæta lagi' á milli þess sem brimið gekk yfir götuna sem við þurftum að komast yfir. Svo var þetta draugaleg ferð. Okkur fannst þetta hinar mestu svaðilfarir. Náttúran í Skagafírði er stórkost- leg. Fjörðurinn er svo víður og stór að mér hefur aldrei tekist að mála hann." - Ertu ekki alltaf að mála hann? „Ætli það ekki. Þegar við vorum að slætti var svo fallegt. Himinn var svo bjartur, álftirnar flugu yfir hross- in í hópum á víðáttum Eylendisins — þetta voru ólýsanlegar stemmning- ar. Mér finnst Jón Stefánsson hafa náð að lýsa þeim best í sínum mynd- um." - Þú sérð náttúruna öðruvísi. Hún er rauðari. „Það eru svo heitir litir um allt ísland. Heitir og brúnir og rauðbrún- ir. Hversu heitir þeir eru í mínum myndum, eru hversu heitir mér finnst þeir vera. En það var ekki alltaf svo. Eins og ég sagði þá vann ég lengst fram- an af í dökku og mín skoðun er sú að maður læri mest á því að vinna í dökkum litum. Tvö fyrstu árin á Akademíunni snertum við ekki á lit- um. Það var ekki fyrr en á 3. ári að manni leyfðist það. Ég held að þetta sé eitthvað sem hver listamað- ur ætti að ganga í gegnum. Við höfð- um mjög gott af þessu. Við unnum bara með hvítt og svart, unnum með koli. Hver myndlistarmaður þarf að læra teikninguna. Það er reynsla margra málara að hafa byrjað í mjög svörtu og endað feril sinn í knall-lit, kannski á gamals aldri. Þegar ég var yngri var ég hrædd- ur við sterka liti. Mér fannst þeir glannalegir. Þrátt fyrir óttann, varð ég fyrir miklum áhrifum af Nolde, þýskum málara af dönskum ættum. Hann bjó á Fríslandi og notaði sterka liti; þar voru þung höf og mikil dra- matík. Hann hafði þau áhrif á mig að míg fór að langa til að takast á við litina. Löngunin blundaði í mér fram undir 1970. Þetta var tilvalin leið til að ögra sjálfum mér. Málarinn verður alltaf að taka áhættu. Það er nauðsynlegt fyrir listamann að fást við það sem hann er hræddur við. Þetta er glíma og tilgangslaust að vera alltaf að dúlla við það sem maður ræður við." - Sumir segja að þú sért abstrakt málari, aðrir segja að þú sért í upp- reisn gegn abstraktmálverkinu. „Náttúran sjálf er abstrakt. Um leið og þú segir „þetta fjall hefur sísvona form" breytist birtan og fjall- ið tekur á sig aðra mynd, önnur lit- brigði. Kannski gýs það og breytist enn meira. Enda sækja abstrakt Morgunblaðið/Þorkell málarar fyrirmyndir sínar að mestu í náttúruna." - Hvað fmnst þér um myndlistina á íslandi ídag? „Mér finnst of mikið um að fólk sé að reyna að vera frumlegt, en frumleikinn verður að koma inn- anfrá. Svo er reynt að hanna stefnur áður en myndlistin sjálf verður til og verkin síðan skilgreind og flokkuð um leið og þau verða til. Hinsvegar er til mikið af feykilega duglegu ungu fólki í dag. Það færir miklar fórnir til að vinna að list sinni en því miður eru fáir útvaldir þegar upp er staðið. Það gildir í öllum list- um. Listgreinarnar eru ungar á ís- landi. Eg held að allur sá fjöldi, til dæmis af myndlistarmönnum, sem við höfum sé vegna þess að listin er hreinlega að brjótast út hjá þjóðinni. Þetta var bælt og bara einn og einn maður sem mátti mála. Það má sjá á handavinnu kvenna og gömlum útskurði að þetta hefur alltaf verið listfeng þjóð. Nú er bara komið frelsi til að skapa." VIÐTAL: SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR EGK LAND „Ef þú horfir á mikið lands- lag í björtu timglsljósi verður það strax dálítið göldrótt. Formin stækka og einfaldast. Litirnir fá í sig einhvern sálar- hroll. En það má líka slökkva á tunglinu og senda þetta mikla land allaleið inní sálina og lofa henni að skína á það galdri sínum lengi og vel. Sak- ar ekki að hlusta á galdra- söngva og sögur meðan landið bakast í sálarylnum." Hugmyndir okkar nú- tímamanna um landslag og tilgang þess sem augnayndis og upplyftingar fyrst og fremst fyrir lífsþreytta borg- ara, eru í rauninni frekar nýjar af nálinni. Breytt samfélag elur af sér breytta skynjun á umhverf- ið. Forfeður okkar úr bændastétt mátu fegurð og gæði landslags eftir mælistiku grasgefni, snjó- þyngsla og beitarmöguleika, fremur en að falla daglega í stafi yfír samspili ljóss og lita, og ekki höfðu þeir mörg orð um prívat upplifun sína af landslagi að öðru leyti. Samkvæmt þessum skilningi - OMUR AF ÆÐRI MYND Löngu sögð orð skulu lil'a/ og snúast gegn sínum munni orti Guðbergur í fyrstu bók sinni „Endurtekin orð" sem Hehns- kringla gaf út 1961. Ekki veit ég hvort þessi orð reyndust vera áhrínisorð, hvort sögð orð hafi nokkru sinni ofsótt Guðberg. Hitt veit ég betur, að orð Guðbergs sóttu mig heim um ellefu ára aldur í liki samlyndra hjóna. Ég beið þess aldrei bætur. Það er kannski ofverk ellefu ára gutta að rekja þræðina i bók sem virðist stundum gæla við samhengi og stundum við glundroða, stundum við köll milli kafla og stundum kðll út í loftið, en þessir þræðir teymdu mig alla vega inn i þennan margróma heim og veiddu mig gapandi. Því nokkru áður hafði Guð- bergur gert sér ljóst, að „hið hefðbundna, ríkjandi formskyn mitt var það mikið að innan skamms hlaut það að ná fullkomnun þess sem menn kalla yfirleitt söguþráð, og rit- höfundar höfðu keppst um að ná sem hreinustum og beinustum, en eftir því sem hann varð fullkomnari hlaut hann að trénast, eins og rófan sem var of lengi óupptekin í garði". Og hann hafði því jafnhent forkinn og ráðist á rófugarðinn þar sem hann var reglulegur og beinn; skrifað Tómas Jónsson Metsölubók. Innviðir íslensks veruleika skekktust við hamfarirnar. Gott ef moldarrykið setjist ekki enn á trýni sumra og orsaki hnerraköst. Þremur árum áður hafði gos hafist neðansjávar við ís- land og Surtsey risið nær hringlaga úr djúpinu. Allir vildu einkenna sér þetta furðuverk, ekki ósvipað því og sömu mennirnir sem hallmæltu Tóm- asi og manninum sem gat hann, reyndu síðar að eigna sér heiðurinn af því að hafa komið auga á s!:ilin sem bókin klauf í snúningsglaðan bókmenntaheim. Því það er sameig- inlegt með mörgu sem kemur fram án hliðstæðu sinnar annars staðar, að allir vilja þekkja gripinn þegar hættan af sköpun hans er liðin hjá eða sljóvguð. Það er hægara að éta gæsina en skjóta hana á flugi og hérlendis má víða finna að „áhuga- leysi og deyfð þeírri sem ríkir í hinum innbyrgða menningarblæ íslenska gæsakofans". Útgefandi Tómasar hafði ekki meiri trú á verkinu en svo, að hann eyðilagði prentmótin eftir að hafa blaðfest nokkur hundr- uð eintök. En það segir kannski meira um viðhorf fjöldans til eðlis og umgjarðar lesmáls árið 1966, heldur en útgefandann. Því Tómasi var ætlað að vera fulltrúi svonefndr- ar aldamótakynslóðar; „táknmynd hinna trénuðu afla í þjóðfélagsgarð- inum". Bókinni var beint gegn stöðn- uðum gildum og kynslóð sem tálm- aði eðlilegar framfarir, af þrákelkni þess sem er minnugur þeirra fram- fara sem hún stóð eitt sinn fyrir. Og lagið geigaði ekki. Tómas les ekki skáldsögur, hann „segir að bók- menntirnar séu holdsveiki með- almennskunnar", Tómas er kjallara- íbúð og „vonandi á hann aldrei eftir að fæðast, hvorki í bókmenntalíki né í þjóðarlíki". Ef skáld eru ekki nærsýn ... Síðan koma Ástir samlyndra hjóna sem rugluðu drengshugann um árið, og þríleikurinn sem stundum gengur undir nafninu Tanga-bækurnar. Þjálfuð augu rýna gegnum feyskið sjávarplássið sem kannski er fæðing^ arstaður skáldsins suður með sjó. I smásagnasafninu Leikföng leiðans drap Guðbergur líka niður fæti við sjóinn, miðlaði sýn á ytri strandlengj- una sem vísaði stundum innfyrir, á fúkkaloft verbúðanna og fólksins sem er óánægt, rótlaust og matreið- ir fiskinn sem makarnir veiða. Og í grennd við safnþró textans hjá Tanga vex sveppagróður „í furðuleg- um myndum og síbreytilegum upp úr eitilgrænni ýldunni ...()... því að hér er ekkert fagurt nema rotnunin og litir ýldunnar í öllum regnbogans litum ..." Og Guðbergur hafði fæðst við sjóinn, unnið við sjóinn, unnið í verksmiðju í eign erlendra aðila, spunnið fíngerðan vef í verksmiðju í eigu innlendra aðila, gætt nætur- innar og geðsjúkra, horft til Parísar sem miðpunkts heimsins en hafnað á Spáni vegna þess hve miðpunktur heimsins er dýr. „Um leið og maður- inn sem sagan segir frá vaknaði, eða rankaði við sér, þá fannst honum að hann hlyti að vera staddur á torgi í útlendum, óþekktum bæ. Hann leit upp og svipaðist um eftir nafni á torginu." Hann hafði gengið fyrir horn og mætt einhverju sem hann einn veit hvað er. Hann hafði skilið frjómagnið í þvf sem hýsir rotnun. Hann hafði skynjað fleira en sól í suðrænum löndum. Hann hafði séð blóm smáþjóðanna, enda kominn af smáþjóð. Hann var hærri en flestir innfæddir. Augun meðtóku það sem fyrir bar á annan hátt en áður, „vegna þess að ef skáld eru ekki nærsýn á þjóð sína, og á vissan hátt afturhaldssöm, þá geta þau heldur ekki verið víðsýn. Skáldskapurinn sprettur af hinu einstaka og úr spori móti hinu algilda". Síðar fór hann yfir landamærin og til Portúgal, en brá sér alltaf til baka. „Portúgölsku Iandamæraverðirnir höfðu þá lokið störfum. Ég tók eftir að einn sendi brúðunni illt auga. Ég lét hana á pallinn yfir dyrunum og höfuðið stóð út úr pokanum og var í allra aug- sýn. Ég vissi að besta ráðið væri að leyna henni ekki." Guðbergur tók að þýða bækur latneska menningar- heimsins, bæði frá löndunum sem urðu nýlenduveldi uppúr landafund- unum og löndunum sem voru í fyrnd- inni nýlendur þeirra. Bækur sem eru Guðbergur Bergsson: „Til er Ijósmynd af mér, sjálfur lifandi manns eilífan en svipur breytist stöðugt. t>að I tileíni af sextugsafmæli Guðbergs Bergssonar verður opnuð sýning I l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.