Morgunblaðið - 31.10.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.10.1992, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992 B 3 Morgunblaðið/Þorkell „Hér. Við eigum svo fallegt land og birt- an hér er alveg einstök. Hún undir- strikar ólík öfl í náttúrunni, sem er síbreytileg og breytist svo hratt að hver staður er stöðugt að taka á sig nýjar myndir. Þegar maður kemur á einhvem stað sem maður hefur áður komið á er hann ekki eins og áður því birtan gefur honum nýja merk- ingu. Myndimar em fyrst og fremst mín tilfinning fyrir þessum breytingum. Mér þótti alltaf svo tilgangslaust að mála náttúrulitina sjálfa. Þá hafði ég ekki möguleika á að setja upp sterkar andstæður í litum. Mér fínnst það binda hugarflug manns og sköp- un að mála náttúmna eins og hún er. Þar með er ég ekki að segja að ekki sé hægt að gera góðar myndir á þann hátt og það hafa margir nat- úralistar gert. Það var einfaldlega ekki fyrir mig. Það vom miklir umrótatímar í myndlistinni þegar ég var á Akadem- íunni í Kaupmannahöfn en þótt myndlistin hafí verið ung hér á landi — og sé það enn — höfðu þeir Snorri Arinbjamar og Kjarval mikil áhrif á mig. Snorri fannst mér frábær málari. Hann var mjög harður á því að hann réði litnum og að hann réði ferðinni. Það er nauðsynlegt að ráða sjálfur því sem maður gerir — hafa frelsi. Málari má ekki láta náttúmna kúga sig, því hann er fyrst og fremst að búa til mynd.“ - Hvað með hafíð? Það er ógn- andi í sumum myndum þínum. „Hafið er skrítin skepna. Það era alltaf svo mörg blæbrigði á hafínu. Ég er alinn upp í Skagafírði og önn- ur eins svipbrigði náttúmnnar fínnast ekki á mörgum stöðum. Ég á margar yndislegar minningar af því þegar ég sem drengur stóð úti á endalaust grænu túni á fallegum björtum kvöldum; horfði á hafíð sem var kaldgrænt og knallblátt og mjólk- urliturinn úr vötnunum litaði það langt fram á fjörð. Eg var oft hræddur við hafíð þeg- ar ég var lítill. Þar vom svo ægileg brim. Þegar við þurftum að sækja brauð fómm við krakkamir yfír í hinn enda bæjarins til að þess. Við þurftum að sæta lagi á milli þess sem brimið gekk yfír götuna sem við þurftum að komast yfír. Svo var þetta draugaleg ferð. Okkur fannst þetta hinar mestu svaðilfarir. Náttúran í Skagafírði er stórkost- leg. Fjörðurinn er svo víður og stór að mér hefur aldrei tekist að mála hann.“ - Ertu ekki alltaf að mála hann? „Ætli það ekki. Þegar við vomm að slætti var svo fallegt. Himinn var svo bjartur, álftimar flugu yfir hross- in í hópum á víðáttum Eylendisins — þetta vom ólýsanlegar stemmning- ar. Mér fínnst Jón Stefánsson hafa náð að lýsa þeim best í sínum mynd- um.“ - Þú sérð náttúrana öðmvísi. Hún er rauðari. „Það em svo heitir litir um allt ísland. Heitir og brúnir og rauðbrún- ir. Hversu heitir þeir em í mínum myndum, em hversu heitir mér fínnst þeir vera. En það var ekki alltaf svo. Eins og ég sagði þá vann ég lengst fram- an af í dökku og mín skoðun er sú að maður læri mest á því að vinna í dökkum litum. Tvö fyrstu árin á Akademíunni snertum við ekki á lit- um. Það var ekki fyrr en á 3. ári að manni leyfðist það. Ég held að þetta sé eitthvað sem hver listamað- ur ætti að ganga í gegnum. Við höfð- um mjög gott af þessu. Við unnum bara með hvítt og svart, unnum með koli. Hver myndlistarmaður þarf að Iæra teikninguna. Það er reynsla margra málara að hafa byijað í mjög svörtu og endað feril sinn í knall-lit, kannski á gamals aldri. Þegar ég var yngri var ég hrædd- ur við sterka liti. Mér fannst þeir glannalegir. Þrátt fyrir óttann, varð ég fyrir miklum áhrifum af Nolde, þýskum málara af dönskum ættum. Hann bjó á Fríslandi og notaði sterka liti; þar vom þung höf og mikil dra- matík. Hann hafði þau áhrif á mig að mig fór að langa til að takast á við litina. Löngunin blundaði í mér fram undir 1970. Þetta var tilvalin leið til að ögra sjálfum mér. Málarinn verður alltaf að taka áhættu. Það er nauðsynlegt fyrir listamann að fást við það sem hann er hræddur við. Þetta er glíma og tilgangslaust að vera alltaf að dúlla við það sem maður ræður við.“ - Sumir segja að þú sért abstrakt málari, aðrir segja að þú sért í upp- reisn gegn abstraktmálverkinu. „Náttúran sjálf er abstrakt. Um leið og þú segir „þetta fjall hefur sísvona form“ breytist birtan og fjall- ið tekur á sig aðra mynd, önnur lit- brigði. Kannski gýs það og breytist enn meira. Enda sækja abstrakt málarar fyrirmyndir sínar að mestu í náttúmna." - Hvað fínnst þér um myndlistina á íslandi í dag? „Mér fínnst of mikið um að fólk sé að reyna að vera fmmlegt, en fmmleikinn verður að koma inn- anfrá. Svo er reynt að hanna stefnur áður en myndlistin sjálf verður til og verkin síðan skilgreind og flokkuð um leið og þau verða til. Hinsvegar er til mikið af feykilega duglegu ungu fólki í dag. Það færir miklar fórnir til að vinna að list sinni en því miður era fáir útvaldir þegar upp er staðið. Það gildir í öllum list- um. Listgreinarnar em ungar á ís- landi. Eg held að allur sá fjöldi, til dæmis af myndlistarmönnum, sem við höfum sé vegna þess að listin er hreinlega að bijótast út hjá þjóðinni. Þetta var bælt og bara einn og einn maður sem mátti mála. Það má sjá á handavinnu kvenna og gömlum útskurði að þetta hefur alltaf verið listfeng þjóð. Nú er bara komið frelsi til að skapa.“ VIÐTAL: SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR EG MALA LANDSLAG „Ef þú horfir á mikið lands- lag í björtu tunglsljósi verður það strax dálítið göldrótt. Formin stækka og einfaldast. Litirnir fá í sig einhvem sálar- hroll. En það má líka slökkva á tunglinu og senda þetta mikla land allaleið inní sálina og lofa henni að sklna á það galdri sínum lengi og vel. Sak- ar ekki að hlusta á galdra- söngva og sögur meðan iandið bakast í sálarylnum." Hugmyndir okkar nú- tímamanna um landslag og tilgang þess sem augnayndis og upplyftingar fyrst og fremst fyrir lífsþreytta borg- ara, eru í rauninni frekar nýjar af nálinni. Breytt samfélag elur af sér breytta skynjun á umhverf- ið. Forfeður okkar úr bændastétt mátu fegurð og gæði landslags eftir mælistiku grasgefni, snjó- þyngsla og beitarmöguleika, fremur en að falla daglega í stafi yfir samspili ljóss og lita, og ekki höfðu þeir mörg orð um prívat upplifun sína af landslagi að öðru leyti. Samkvæmt þessum skilningi - Guðrán Kristjinsdótt- ir sýnir í Nnriæna húsinu ug FÍM salnum. sem margir hafa reyndar enn - er aðeins til eitt landslag; það sem allir sjá þegar þeir horfa í sömu áttina. En á þessum punkti opn- ast víðátta sem teygir sig inn í eilífðina, því engir tveir sjá lands- lagið sömu augum. Það er ekki landslagið sjálft sem breytist held- ur er skynjun áhorfendanna ólík. Þeir festa augun á ólíkum smáatr- iðum og raða heildarmyndinni upp á sinn persónulega hátt. Flestir láta sér nægja að draga andann djúpt nokkrum sinnum eins og til að undirstrika upplifunina og hverfa svo endurnærðir til starfa sinna á öðrum vettvangi. Kannski er það svo fyrir ein- skæra tilviljun að þeir eru aftur minntir á þessa augnabliksupplif- un, þegar fyrir augun ber málverk sem ber yfirskriftina „landslag", en er þó ekki af neinu ákveðnu landslagi, ekki af neinum ákveðn- um stað, og ekki frá ákveðnum tíma. En það býr yfir upplifun- inni, felur í sér kjarna þeirrar til- fínningar sem bærðist í brjóstinu, þegar loftið fyllti lungun eitt augnablik. Og þannig getur lista- verk orðið myndræn staðfesting á líðan fremur en nákvæm eftirlík- ing af því sem fyrir augun bar. „Já, ég fékk einmitt þessa tilfinn- ingu,“ hugsar áhorfandinn þegar hann virðir fyrir sér málverk lista- mannsins. En hvar fékk hann þessa tilfinningu? Kannski á allt öðrum stað, á allt öðrum tíma. Það er galdurinn. Kveikjan að þessum vangavelt- um er sýning Guðrúnar Kristjáns- dóttur sem opnar í Norræna hús- inu í dag og einnig í FÍM salnum við Garðastræti. I Norræna hús- inu sýnir Guðrún olíumálverk og stálskúlptúra, en klippimyndir í FÍM salnum. Guðrún hefur ekki sýnt í Reykjavík síðan 1988, en hefur síðan haldið þijár einkasýn- ingar erlendis, auk þess að taka þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Hér að ofan var vitnað í orð Þorgeirs Þorgeirssonar er hann hefur tileinkað myndlistarkonunni og verkum hennar. Niðurlag þeirra orða hljóðar svo: „Löngu seinna grípurðu kanski sögustaut- inn þinn og málar á léreftið mynd- ir sem enginn veit hvort heldur eru af landinu í skini sálargaldurs eða manneskjunni sjálfri. Sem vonlegt er. Sálin og myndin eru af sama kyni.“ „Ég mála landslag,“ segir Guð- rún. HS ÓMUR AF ÆÐRIMYND Löngu sögð orð skulu lifa/ og snúast gegn sínum munni orti Guðbergur í fyrstu bók sinni „Endurtekin orð“ sem Heims- kringla gaf út 1961. Ekki veit ég hvort þessi orð reyndust vera áhrínisorð, hvort sögð orð hafi nokkru sinni ofsótt Guðberg. Hitt veit ég betur, að orð Guðbergs sóttu mig heim um ellefu ára aldur í líki samlyndra hjóna. Ég beið þess aldrei bætur. Það er kannski ofverk ellefu ára gutta að rekja þræðina í bók sem virðist stundum gæla við samhengi og stundum við glundroða, stundum við köll milli kafla og stundum köll út í loftið, en þessir þræðir teymdu mig alla vega inn í þennan margróma heim og veiddu mig gapandi. ví nokkru áður hafði Guð- bergur gert sér ljóst, að „hið hefðbundna, ríkjandi formskyn mitt var það mikið að innan skamms hlaut það að ná fullkomnun þess sem menn kalla yfírleitt söguþráð, og rit- höfundar höfðu keppst um að ná sem hreinustum og beinustum, en eftir því sem hann varð fullkomnari hlaut hann að trénast, eins og rófan sem var of lengi óupptekin í garði“. Og hann hafði því jafnhent forkinn og ráðist á rófugarðinn þar sem hann var reglulegur og beinn; skrifað Tómas Jónsson Metsölubók. Innviðir íslensks vemleika skekktust við hamfarimar. Gott ef moldarrykið setjist ekki enn á trýni sumra og orsaki hnerraköst. Þremur ámm áður hafði gos hafíst neðansjávar við ís- land og Surtsey risið nær hringlaga úr djúpinu. Allir vildu einkenna sér þetta furðuverk, ekki ósvipað því og sömu mennimir sem hallmæltu Tóm- asi og manninum sem gat hann, reyndu síðar að eigna sér heiðurinn af því að hafa komið auga á skilin sem bókin klauf í snúningsglaðan bókmenntaheim. Því það er sameig- inlegt með mörgu sem kemur fram án hliðstæðu sinnar annars staðar, að allir vilja þekkja gripinn þegar hættan af sköpun hans er liðin hjá eða sljóvguð. Það er hægara að éta gæsina en skjóta hana á flugi og hérlendis má víða finna að „áhuga- leysi og deyfð þeirri sem ríkir í hinum innbyrgða menningarblæ íslenska gæsakofans“. Útgefandi Tómasar hafði ekki meiri trú á verkinu en svo, að hann eyðilagði prentmótin eftir að hafa blaðfest nokkur hundr- uð eintök. En það segir kannski meira um viðhorf fjöldans til eðlis og umgjarðar lesmáls árið 1966, heldur en útgefandann. Því Tómasi var ætlað að vera fulltrúi svonefndr- ar aldamótakynslóðar; „táknmynd hinna trénuðu afla í þjóðfélagsgarð- inum“. Bókinni var beint gegn stöðn- uðum gildum og kynslóð sem tálm- aði eðlilegar framfarir, af þrákelkni þess sem er minnugur þeirra fram- fara sem hún stóð eitt sinn fyrir. Og lagið geigaði ekki. Tómas les ekki skáldsögur, hann „segir að bók- menntimar séu holdsveiki með- almennskunnar“, Tómas er kjallara- íbúð og „vonandi á hann aldrei eftir að fæðast, hvorki í bókmenntalíki né í þjóðarlíki". Ef skáld eru ekki nærsýn ... Síðan koma Astir samlyndra hjóna sem rugluðu drengshugann um árið, og þríleikurinn sem stundum gengur undir nafninu Tanga-bækumar. Þjálfuð augu rýna gegnum feyskið sjávarplássið sem kannski er fæðing- arstaður skáldsins suður með sjó. I smásagnasafninu Leikföng leiðans drap Guðbergur líka niður fæti við sjóinn, miðlaði sýn á ytri strandlengj- una sem vísaði stundum innfyrir, á fúkkaloft verbúðanna og fólksins sem er óánægt, rótlaust og matreið- ir fiskinn sem makarnir veiða. Og í grennd við safnþró textans hjá Tanga vex sveppagróður „í furðuleg- um myndum og síbreytilegum upp úr eitilgrænni ýldunni ...()... því að hér er ekkert fagurt nema rotnunin og litir ýldunnar í öllum regnbogans litum ...“ Og Guðbergur hafði fæðst við sjóinn, unnið við sjóinn, unnið í verksmiðju í eign erlendra aðila, spunnið fíngerðan vef í verksmiðju í eigu innlendra aðila, gætt nætur- innar og geðsjúkra, horft til Parísar sem miðpunkts heimsins en hafnað á Spáni vegna þess hve miðpunktur heimsins er dýr. „Um leið og maður- inn sem sagan segir frá vaknaði, eða rankaði við sér, þá fannst honum að hann hlyti að vera staddur á torgi í útlendum, óþekktum bæ. Hann leit upp og svipaðist um eftir nafni á torginu." Hann hafði gengið fyrir horn og mætt einhveiju sem hann einn veit hvað er. Hann hafði skilið frjómagnið í því sem hýsir rotnun. Hann hafði skynjað fleira en sól í suðrænum löndum. Hann hafði séð bióm smáþjóðanna, enda kominn af smáþjóð. Hann var hærri en flestir innfæddir. Augun meðtóku það sem fyrir bar á annan hátt en áður, „vegna þess að ef skáld em ekki nærsýn á þjóð sína, og á vissan hátt afturhaldssöm, þá geta þau heldur ekki verið víðsýn. Skáldskapurinn sprettur af hinu einstaka og úr spori móti hinu algilda". Síðar fór hann yfir landamærin og til Portúgal, en brá sér alltaf til baka. „Portúgölsku landamæraverðimir höfðu þá Iokið störfum. Ég tók eftir að einn sendi brúðunni illt auga. Ég lét hana á pallinn yfir dymnum og höfuðið stóð út úr pokanum og var í allra aug- sýn. Ég vissi að besta ráðið væri að leyna henni ekki.“ Guðbergur tók að þýða bækur latneska menningar- heimsins, bæði frá löndunum sem urðu nýlenduveldi uppúr Iandafund- unum og löndunum sem voru í fyrnd- inni nýlendur þeirra. Bækur sem em Morgunblaðið/Einar Falur Guðbergur Bergsson: „Til er Ijósmynd af mér, sjólfur er ég ekki til.“ Konnski vegno þess að „mynd gerir svip lifandi manns eilífan en svipur breytist stöðugt. Það er auðveldara að réða við mynd en lifandi rnann". ekki ósnortnar af Spáni og höfuð- skáldum þeirrar tungu, eða af spænskum bókmenntum sem sækja „fremur gróðurmátt í þjóðarmold sína, í hið margsamsetta spænska menningarlíf frá upphafí, en til að mynda út fyrir landsteinana, til ann- arra þjóða, eins og við gerum“. Bækur sem spanna ferli frá hrekkja- sögunni, til heimsmyndar ævintýris- ins, til töfraraunsæis, til glæpasögu sem hefur ekki áhuga á glæpnum ... í djúpi spænskrar menningar er „myrkrið þar niðri einkennilega kvikt og margbrotið og eflaust óskiljan- legt“. Sem málsvari og sjálfskipaður kynningarstjóri þessara menningar- svæða, hefur Guðbergur með þýðing- um sínum unnið tvöfalt ævistarf, fjórfalt ef eigin ritsmíðar hans á sama tíma em hafðar í huga. Jafn- ingjar em torfundnir. Samt, eða þess vegna, gætir efa- semda hjá manninum um tungumál- ið, og þá ekki síst skjaldborgina sem fagurkerar hafa slegið utan um tung- una. Að sögn til að vernda hana gegn illum öflum í hvalslíki, en svo ströng gæsla getur leitt til ófijó- semi. „Stundum hvarflar að mér að það hafi verið ritlistin sem hefti fram- gang tungunnar og þess að maðurinn héldi áfram að tjá sig í nýjum orðum. Það er engu líkara en ritlistin hafi brugðist hlutverki sínu sem list.“ En áfram hélt hann, knúinn af efa eða þrátt fyrir efann, leitaði að ójarð- neskum lendum handan fjarskans. „Listaverkið er ekki frelsi heldur frelsisþrá hugar sem er þrælbundinn af formhugsun og lista- og menning- arhefð. Formin em af frostheimi." Og: „Sjálfur held ég að listaverk hætti í rauninni að vera list um leið og það fæðist. Að sérhvert listaverk sé ómur af æðri mynd sinni. Eðli listaverksins er að vera ófætt.“ Margir kunna að reka upp stór augu. „Kannski er allt sem fæðist svik við það sem það fæddist af, með svipuð- um hætti og lífið kviknar til þess að fremja sjálfsmorð á vissan hátt. Lífíð verður til svo það geti svipt sig lífí í lokin.“ Þróun Guðbergs sem listamanns er bersýnilega fyrir hendi og skynj- unin nemur hana hvarvetna, þó skil- greiningar nái vart utan um skrefín. Enda tæplega eftirsóknarvert. Hann hefur raunar sjaldnast verið hneppt- ur í strauma og stefnur, lengur verið snúið við honum baki en hann hyllt- ur. „Það er regla í þessum heimi, að aðeins sá rithöfundur sem er fyrir- litinn framan af ævi verður frægur á miðjum aldri, en upphafínn í elli. Og þar étur hann sjálfan sig í gylltri gröf, sem hann hefur grafíð sjálfum sér með gráðugum, gagnrýnislausum og gömlum gullpenna, fíflslega glað- ur.“ Guðbergur virðist því lúta regl- um annars heims, því fráleitt hefur hann grafíð sér vel orðaða gröf. Megi hann safna hugsunum sínum uppvöfðum í krukku um ókomna tíð og fórna Frey eða hveijum þeim guði sem eyjuna gistir. Samkvæmt ýmsum táknum, er aðeins brot af myndlausum leirnum harnað í orð. „Hver veit nema upp séu mnnir al- gerlega framandi tímar, sem eigi eftir að mgla okkur í fleira en rím- inu.“ Því „við lifum á tvíkynja tím- um“. (Allt það sem birtist hér innan gæsa- lappa er runnið frá Guðbergi Bergssyni.) SFr í tilefni al sextugsafmæli Guðbergs Bergssonar verður opnuð sýning í Gerðubergi, sem kennd er við oiðlist hans MENNING/LISTIR í NÆSTU VIKU MYIMDLIST Listasafn íslands Finnsk aldamótamyndlist. Sýning 20 fmnskra listamanna stendur yfir. Skúlptúrar Jóhanns Eyfells. Sýningin stendur til 22. nóvember. Listasafn íslands er opið alla daga nema mánudaga kl. 12 - 19. Kjarvalsstaðir Opnun á þremur myndlistarsýningum í dag kl. 16.00. í Austursal er yfírlits- sýning á verkum Hrólfs Sigurðssonar, listmálara. í Vestursal sýning á nýjum verkum Eiríks Smith. I Vesturforsal er sýning á marmara- og granftsk- úlptúrum Thór Barðdal, myndhöggv- ara. Sýningarnar standa til 15. nóvem- ber. Norræna húsið Guðrún Kristjánsdóttir opnar sýningu á verkum sfnum í kjallara Norræna hússins í dag kl. 15.00. Sýningin er opin til 15. nóvember. Menningarmiðstöðin Gerðubergi Sýningin -Orðlist Guðbergs Bergsson- ar- opnar f dag og í tengslum við hana dagskrá sem byggist á verkum hans. Sýningin stendur til 24. nóvember. Sfðasta sýningarhelgi á verkum Þor- valds Þorsteinssonar, sem sýnir lág- myndir frá síðustu 8 árum. Sýningin stendur til 3. nóvember. Gerðuberg er opið fimmtud. 10-22, föstud. 10-19 oglaugard. 13-16. Lokað á sunnud. Hafnarborg Sfðasta sýningarhelgi Ásrúnar Tryggvadóttur á tréristum. STRAUMAR, Lárus Karl Ingason sýn- ir portrettmyndir af hafnfirskum lista- mönnum. Opið frá 12-18 alla daga nema þriðju- daga. Listasafn A.S.Í. Erla B. Axelsdóttir sýnir verk sfn. Sýningin stendur til 1. nóvember. FÍM-salur, Garðastræti Guðrún Kristjánsdóttir opnar sýningu á klippimyndum, unnum úr pappfr. Opið frá kl. 14 - 18 Geysishúsið Fjörutfu grafíkmyndir frá Mexikó og Suður-Ameríku sýnd til 15. nóvember. Nýlistasafnið, Vatnsstíg Kristján Kristjánsson sýnir verk sín til 1. nóvember. Sigurlaug Jóhannesdóttir sýnir verk sfn úr hrosshári og gleri til 1. nóvember. Menningarstofnun Bandarfkjanna Farandsýning á úrvali bandarískra ein- þrykksmynda stendur til 1. nóvember. Ásmundarsafn Þjóðsagna og ævintýramyndir Ás- mundar Stefánssonar. Sýningin stend- ur til 29. nóvember. Eldsmiðjan Sesselja Bjömsdóttir sýnir olíumálverk. Sýningunni lýkur 15. nóvember. Listhús Laugarda! Vinnustofur listamanna opnar almenn- ingi alla daga kl. 10-18 nema sunnu- daga. Hulduhólar, Mosfellssveit Keramikverkstæði Steinunnar Mar- teinsdóttur er opið er frá 14 til 19 alla daga nema fimmtudaga og föstudaga, þá er opið frá 17 til 22. Vinnustofur Álafossi Vinnustofur listamanna í verksmiðju- húsinu Álafossi eru opnar almenningi á laugardögum og aðra daga eftir sam- komulagi. Listasalurinn Nýhöfn, Hafnarstræti Guðmunda Andrésdóttir opnar mál- verkasýningu kl. 16-18. Sýningunni lýkur 18. nóvember. Listmunahúsið, Hafnarhúsinu Tryggvagötu Steinunn Þórarinsdóttir opnar sýningu á verkum sínum kl.16.00. Sýningunni lýkur 8. nóv. Onnur hæð, Laugavegi Bandaríska listakonan Louise Bo- urgeois sýnir teikningar og eitt skúlpt- úrverk. Gallerí Sævars Karls Sæmundur Valdimarsson sýnir reka- viðsskúlptúr. Sýningin er opin til 6. nóvember. Stöðlakot, Bókhlöðustfg 6 Katrín Didriksen, gullsmiður sýnir verk sín. Sýningin stendur til 1. nóvember. Gallerí Úmbra Börkur Arnarson sýnir ljósmyndir unn- ar með blandaðri tækni. Lóuhreiður, Laugavegi 59 Jón Páll Vilhelmsson, ljósmyndari sýn- ir svart-hvítar landslagsmyndir. Sýn- ingin stendur til 14. nóvember. Gallerí 11, Skólavörðustig Hannes Lárusson með sýningu á verk- um sínum, sem nefnist „Aftur-aftur“. Sýningin stendur til 5. nóv. Snegla - Listhús, Grettisgötu 7 Sýning á myndverkum og listmunum 15 listamanna. Opið virka daga 12-18, og laugardaga 10-14. Slunkaríki, lsafirði Sýning á verkum Karin Tiberg og Thorleif Alpberg frá Svíþjóð. Lýkur 8. nóvember. Byggðastofnun, Egilsstöðum Sýning á verkum Louise Heite. Sýning- in stendur til áramóta. TONLIST Laugardagur 31. okt. íslenski tónlistardagurinn Útvarpshúsið, Efstaleiti l:Ráðstefna um íslensk tónlistarmál á vegum Sam- starfsnefndar um íslenskan tónlistar- dag. Tónleikar í Útvarpshúsinu í beinni út- sendingu kl. 13-17. Fjöldi íslenskra tónlistarmanna koma fram. Háskólabíó kl. 17.00:Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Stjómandi Ed Welch. Létt tónlist eftir fslenska höfunda. Tónlistarskóli Bessastaðahrepps kl. 11.00:Tónleikar í hátíðasal íþrótta- hússins helgaðir íslenskri tónlist f tali og tónum. Allir velkomnir. Keflavíkurkirkja kl. 16.00:Kennarar Tónlistarskóláns f Keflavík halda tón- leika. Á efnisskrá fslensk og erlend verk. Kennarar koma fram í stórum og smáum hópum. Einnig einsöngur. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Barnaskóli Húsavikur kl,16.00:Kári Friðriksson tenor og Þóra Fríða Sæ- mundsdóttir, pfanóleikari halda söng- tónleika. Efnisskrá með fslenskum og ítölskum verkum. Sunnudagur 1. nóv. Fjölskylduhátíð i Perlunni:á vegum Samstarfsnefndar um fslenskan tón- listardag. Fram koma kórar, lúðra- sveitir og strengjasveit bama, unglinga og fullorðinna sem flytja tónlist fyrir böm á öllum aldri. Sett verður Tónlist- arár æskunnar. íslenska óperan kl. 20.00:Lucia di Lammermoor. Skjólbrekka, Mývatnssveit kl. 15.00: Kári Friðriksson, tenór og Þóra Fríða Sæmundsdóttir, píanóleikari halda söngtónleika. Á efnisskrá era íslensk og ftölsk verk. Fimmtudagur 5. nóv. Háskólabió kl. 20.00:Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Einleikari: Krystyna Cortes, píanó. Stjómandi: Hannu Koiv- ula. Á efnisskrá era: Reflections, Ámi Egilsson; Píanókonsert op.54, Schum- ann; Sinfónía nr. 9, Shostakovich Föstudagur 6. nóv. fslenska óperan kl. 20.00:Lucia di Lammermoor. Laugardagur 7. nóv. Akureyrarkirkja kl. 17.00:Voces Thulis og félagar úr Caput. Verk eftir Arvo Part og gömul, fslensk kirkjutónl- ist. LEIKLIST Þjóðleikhús Hafíð eftir Ólaf Hauk Símonarson. Sýningar á Stóra sviði, 1., 6. nóv. kl. 20. Kæra Jelena. Sýnt á Stóra Sviði 7. nóv. kl. 20. Rita gengur menntaveginn. Á Litla sviðinu lau. 31. okt. 5., 6., 7. nóv. kl. 20.30 Stræti eftir Jim Cartwright. Sýnt á Smíðaverkstæði 31. okt. 5., 6. nóv. Uppreisn. fslenski dansflokkurinn 1. nóv. kl. 14. Borgarleikhús Dunganon eftir Björn Th. Bjömsson. Sýnt á Stóra sviði kl. 20.00 6. nóv. Heima hjá ömmu. Sýningar á Stóra sviði kl. 20.00: 31. okt. 5. nóv. Sögur úr sveitinni. Platanov á Litla sviði kl. 17.00: 31. okt., 1. nóv. Vanja frændi á Litla sviði kl. 20.00: 31. okt., 1. nóv. Leikfélag Akureyrar Lína langsokkur lau. 31. okt kl. 14.00; 1. nóv. kl. 14.00 og 17.30; 4., 5. nóv. kl. 18.00: 7. nóv. kl. 14.00. Neinendaleikhúsið Clara S. 1., 5. nóv. kl. 20.30 Alþýðuleikhúsið Frumsýning: Hræði- leg hamingja eftir Lars Norén í Hafnar- húsinu 5.nóv. kl. 20.30. Til umsjónarmanna listastofnana og sýningarsala Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðvikudögum. Merkt: Morgun- blaðið, menning/listir, Hverfísgötu 4, 101 Rvk. Myndsendir 91-691294.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.