Morgunblaðið - 01.11.1992, Page 4

Morgunblaðið - 01.11.1992, Page 4
4 B< MORGUNBLÁÐIÐ SUNNUDAGUlt 1. NÓVEMBER 1990' Þar sem dauðirai Bggur í loftíiiu „Andspyrna gegn mafíunni“ stendur á borðanum. Geðshræring í andlitum þátttakenda í göngunni við morðstað Bors- ellinos. Matteo Cinque lögreglustjóri við skrifborð sitt í höfuðstöðvum lög- reglunnar í Palermo. — catena umana — frá Via Carini að heimili Falcones við Via Notar- bartolo og síðan að Via Amelia þar sem Borsellino var drepinn. Þetta var í þriðja skipti í sögu Palermo, sem efnt var til fjöldaaðgerða gegn mafíunni. Fyrri skiptin voru eftir morðin á Falcone og Borsellino, og af um það bil einni milljón íbúa borgarinnar voru um 4-5.000 mættir í Via Carini. Það nægði ekki til þess að mynda keðju alla leið á milli þessara táknrænu staða, en engu að síður var hugur í mönn- um og menn töluðu um tímamót; að fólkið væri að vakna til vitundar um að ekki væri hægt að búa við þetta tvöfalda siðgæði Iengur. í þessum hópi var einkum fólk á milli tvítugs og fertugs. Eldra fólk- ið lét varla sjá sig. Ég hafði ekki gengið lengi með hópnum þegar ég varð var við að mannþröng hafði myndast og ein- hverjir hrópuðu „Luca! Luca!“ Þama var kominn Leoluca Orlando, fyrr- verandi borgarstjóri Palermo. Hann varð fyrstur borgarstjóra í Palermo til þess að taka sér orðið mafía í munn og reyna að höggva á hið vanhelga bandalag mafíu og stjóm- málamanna á Sikiley, meðal annars með því að ásaka flokksbrodda úr eigin flokki, Kristilega demókrata- flokknum, um beina og óbeina aðild að hinu vanhelga bandalagi. Orl- ando naut í þessari baráttu sinni stuðnings valdamikilla jesúíta í borginni, sem fóra að tala upphátt um mafíuna í kjölfar morðsins á Dalla Chiesa. Orlando hafði einnig myndað bandalag við kommúnista um stjóm borgarinnar í óþökk flokksforystu Kristilegra og Sósíal- ista, sem vora í stjómarsamstarfi. Barátta hans hlaut að enda með því að honum var vikið úr embætti og ýtt út úr flokknum. Hann stofn- aði hins vegar eigin stjómmálaflokk á landsvísu, „Netið“, sem vildi gera baráttu gegn vanhelgu bandalagi stjómmálaafla og mafíu að máli málanna. Flokkur hans hlaut um 5% fylgi á landsvísu, en mun meira fylgi í Palermo. Astæðan fyrir því að nærvera Orlandos vakti sterk viðbrögð í göngunni var ekki síst sú að fjöl- miðlar höfðu greint frá því skömmu áður að upplýst væri um áform mafíunnar um að koma honum fyr- ir kattamef. Honum var gert að flytja úr íbúð sinni í Róm af örygg- isástæðum, og var nú sagður búa_ í herstöð undir stöðugri hervernd á ónefndum stað. En þama var hann allt í einu mættur meðal fólksins, umgirtur óeinkennisklæddum líf- vörðum í skotheldum vestum, og hætti ekki bara eigin lífi, heldur allra göngumanna með nærveru sinni. En samt var honum fagnað. Orlando hafði ekki gengið lengi með hópnum þegar hann og lífverð- imir í kringum hann tóku á sprett og hlupu eins og fætur toguðu nokkur hundruð metra fram með göngunni. Hægðu síðan á sér en endurtóku svo sama sprettinn eftir nokkra stund. Greinilega til þess að ragla hugsanlega tilræðismenn í ríminu. Og hvar sem hann kom' hrópaði fólkið: „Luca! Luca!“ Það var undarleg tilfínning að sjá evr- ópskan stjómmálamann á 10. ára- tug 20. aldar fara um götur heima- borgar sinnar eins og hundeltur flóttamaður - stjómmálamann sem hafði fengið hátt í 100.000 persónu- leg atkvæði í Palermo í síðustu kosningum. Þátttakendur í göngunni við sprengigíginn þar sem Paolo Borsellino dómara var grandað við Via Amelia 18. júlí síðastlið- inn. Raddir úr þvögunni Maður á fertugsaldri: „Ég er bankastarfsmaður og nærvera mafíunnar fínn ég daglega í starfi mínu því öll starfsemi maf- íunnar snýst endanlega um peninga og þar eru bankarnir mikilvægasti hlekkurinn. Stærstu viðskiptavinir bankanna era mafíósamir. Áður fyrr sóttust þeir eftir fé úr bönkun- um, nú era þetta virðulegir fjárfest- ar sem eiga í vandræðum með að koma óhreinum gróða sínum í um- ferð. Þar gegna bankamir mikil- vægu hlutverki. Öll fyrirtækin sem þú sérð hér meðfram götunum í Palermo greiða mafíunni toll. Þar er nánast engin undantekning. Hér í Palermo era sjálfstæðir atvinnu- rekendur skotnir ef þeir vilja ekki lúta skilmálum mafíunnar. Þessa dagana er ár liðið síðan Libero Grassi féll. Hann hafði lýst því opin- berlega að sem sjálfstæður atvinnu- rekandi gæti hann ekki gengist undir skattheimtukerfi mafíunnar af prinsípástæðum. Hann var skot- inn eins og hundur hér á götunni seinnipart sumars fyrir ári. Hér í Palermo gerast stóru glæpimir allt- af að sumarlagi...“ Kona um fertugt: „Ég er þýsk að uppruna en hef verið búsett hér í 25 ár og á hér bæði eiginmann og syni sem era komnir á legg. Maður minn er arki- tekt og hann hefur starfs síns vegna ekki komist hjá árekstram við maf- íuna, sem ræður öllu í bygginga- bransanum. Mér finnst nú orðið að ég sé orðin sikileysk, og öll þessi vandamál hafa snert mig djúpt. Synir mínir eru Sikileyingar og vaxa upp í þessu umhverfí og ég hef áhyggjur af framtíð þeirra. Hættumar era hvarvetna í um- hverfínu, sjáðu bara Orlando hér á meðal okkar. Við getum ekki haldið áfram að lifa við þessi skilyrði. Hér hefur allt farið á verri veg. Við þoram ekki lengur út úr húsi á kvöldin, við eram ekki ftjáls. Það verður að gera eitthvað. Þess vegna er ég hér...“ Kona á sjötugsaldri (reyndist vera Marina Marconi, þingkona fyr- ir Lýðræðislega vinstriflokkinn (PDS) og meðlimur í borgarstjórn Palermo): „Sú staðreynd að hér er yfir- gnæfandi ungt fólk og fjölskyldur með böm sín sýnir okkur að hér era saman komnir íbúar Palermo- borgar, ekki bara atvinnumenn sem eiga áratugabaráttu gegn mafíunni að baki eins og ég. Morðárásimar sem hér vora framdar í sumar hafa haft sálfræðileg áhrif til vitundar- vakningar, en ekki til þess að skelfa fólkið eins og mafían ætlaðist til. Hér var of langt gengið. Menn segja stundum að tilvist mafíunnar stafí af fjarvera ríkisvaldsins, en það er ekki allskostar rétt. Ástæðumar era af tvennum toga: Við höfum annars vegar verið skilin eftir sem afgangs- stærð við mótun sameinaðrar Ítalíu á meðan Norður- og Mið-Ítalía nutu forréttinda. Hins vegar er hér einn- ig að fínna menningarsögulega arf- leifð sem er vanþróuð í félagslegum skilningi. íbúar eyjarinnar hafa lið- ið fyrir landlæga tilfinningu ein- angranar og einstaklingshyggju, sem hefur staðið í vegi framfara. En ég trúi því að við séum nú að yfirstíga þessa erfiðleika ...“ Gangan hafði staðið í nærri tvær klukkustundir þegar við komum að Via Amelio. Gapandi sprengigígur- inn blasti enn við okkur framan við fjölbýlishúsið þar sem móðir Bors- elljnos bjó. Múrar hússins höfðu að hluta til látið undan krafti sprengj- unnar og um 15-20 íbúðir stóðu enn með tómar gluggatóftir. Það varð tilfinningaþrungin en hálf- vandræðaleg þögn, sem rofín var með stöku slagorðum, sem hrópuð voru í takt. Sumir voru með tárvot augu, og það var eins og vanmáttar- kenndin væri að ná yfírhöndinni á ný þegar lágvaxinn, skeggjaður maður rauf skyndilega þögnina og hélt hrópandi ræðu í mikilli hugar- æsingu: „ítalska lýðveldið hefur nú sent okkur her sinn hingað til Pal- ermo til þess að beijast gegn maf- íunni eftir að hafa skilið okkur eft- ir eina og yfírgefna í 50 ár. En mafían verður ekki sigrað með hemum, heldur með því að veita unga fólkinu vinnu. Við erum þreyttir á því að greiða skatta til ríkisins áratugum saman án þess að fá nokkuð í staðinn ...“ Ræða hans kafnaði í fagnaðarlátum en hann gaf sig ekki fyrr en röddin brast eins og í krampakenndum ekkasogum og gráti. Mannþröngin leystist smám saman upp og ég varð samferða þrem miðaldra kennslukonum sem buðu mér far í bíl sínum. Þær sögðust tala reglu- lega um mafíuna við skólabömin. Það væri liður í uppeldinu. En það að mótmæla mafíunni á torgum úti með þessum hætti væri nýmæli á Sikiley. Höfðum við kannski orðið vitni að eldskím andspymuhreyf- ingarinnar? Næsta fómarlamb mafíunnar? Daginn sem ég átti viðtal við lögreglustjórann í Palermo, Matteo Cinque, sögðu forsíður dagblaðanna frá því að starfsmenn hans hefðu gert upptækar eigur auðkýfíngsins Cataldo Farinella; iðnfyrirtæki, bú- garða, byggingafyrirtæki, fasteign- ir, lúxusbfla, listaverkasafn og 300 hektara lands, samtals að verðmæti um 2,4 milljarðar íslenskra króna eða 50 milljarðar líra. Þetta var ein fyrsta stóra eignaupptakan sem gerð hefur verið á grundvelli laga sem era yfír 10 ára gömul. Auðkýf- ingurinn sem þama var gerður eignalaus með einni lögregluaðgerð hafði farið huldu höfði síðan 1989 vegna ákæra um aðild að maf- íunni. Matteo Cinque tók við starfí lögreglustjóra skömmu eftir morðið á Falcone. Hann er ekki öfundsverð- ur af sínu starfí, en ýmislegt benti til þess að með ráðningu hans hefðu verið tekin upp ákveðnari vinnu- brögð innan lögreglunnar. Blöðin höfðu greint frá því tveim dögum áður að Cinque væri nú efstur á dauðalista mafíunnar. Skrifstofa lögreglustjórans var á fyrstu hæð í höfuðstöðvum lögregl- unnar í Palermo, og þótt ég hafí gengið fram hjá nokkram vopnuð- um varðmönnum og beðið dijúga stund á skrifstofu ritarans var ör- yggisgæsla minni en ég hafði átt von á. Leyfi mitt var bundið við fáar afmarkaðar spumingar og ég var kurteislega beðinn um að nota ekki segulband. Þetta var stór skrif- stofa búin dökkum leðurhúsgögnum með háum gluggum er snera að bakgarðinum. Fyrir enda salarins sat lögreglustjórinn á bak við gljá- fægt skrifborð. Hann var klæddur dökkum jakkafötum, hvítri skyrtu og bindi, snyrtilegur án þess að vera stífur, með viðmót sem virtist grímulaust og traustvekjandi, ólíkt því sem ég hafði fundið annars stað- ar meðal valdsmanna í Palermo. Lögreglustjórinn sagði að rann- sókninni á morðunum á Falcone og Borsellino miðaði vel og fyrstu nið- urstöður væra væntanlegar innan fárra vikna (þetta var 3. septem- ber). Ég spurði lögreglustjórann hvort sýknudómar hæstaréttar yfír dæmdum morðingjum Dalla Chiesa herforingja og konu hans væra ekki um leið áfellisdómur yfir ít- ölsku réttarfari og hvort ný rann- sókn væri í gangi í því máli? Lög- reglustjórinn sagði að rannsókn í máli sem þessu lyki ekki fyrr en niðurstaða væri fundin, og þótt sakborningarnir sem dæmdir vora í undirrétti væra nú saklausir sam-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.