Morgunblaðið - 01.11.1992, Side 8

Morgunblaðið - 01.11.1992, Side 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1992 Rætt við þúsund- þjalasmið- inn Pétur Símonarson Mbl/Kristinn PETUR í I/A TNSKOTI eftir Einar Örn Gunnarsson í sérkennilegu húsi á Austur- brún í Reykjavík býr Pétur Sím- onarson sem margir þekkja betur sem Pétur í Vatnskoti. Húsið teiknaði hann og reisti sjálfur árið 1954. Þegar ég knúði dyra hjá Pétri var hann nýkominn til Reykjavíkur eftir að hafa ekið um æskubyggðina, Þingvallasveitina. Hann er mik- ill útivistarmaður og á ferða- lögum sínum fær hann jafn- framt útrás fyrir annað áhuga- mál sitt, ljósmyndunina. Pétur er fæddur í Vatn- skoti þann 4. ágúst árið 1911 þar sem hann ólst upp hjá foreldrum sín- um Símoni Péturssyni og Jónínu Guðmunds- dóttur. Hann er elstur fimm systkina sem öll eru á lífi. Faðir hans var trésmiður og bóndi. Lítið var um búfé, tún voru smá og ræktunarskilyrði erfið. Helstu tekjur heimilisins voru af smíðavinnu svo og veiði. „Þegar við fórum á rjúpuveiðar þá vöknuðum við klukkan sex á morgnana, tókum til nesti og héldum af stað í myrkri upp til fjalla," segir Pétur. „Það voru almennt tveir til þrír menn af hverjum bæ sem fóru til veiða. Pabbi gamli var sá eini sem veiddi með riffli en aðrir notuðust við haglabyssur. Hann þræddi sér- hannaða nælu í gegnum gogginn á rjúpunni, hengdi hana upp þannig að ekki blæddi mikið úr henni. Fyrir vikið lentu allar rjúpur frá okkur í fyrsta flokki. Pabbi smíðaði fyrir sumarbústað- areigendur jafnframt því sem hann tók þátt'i byggingu Valhallar svo og Þingvallabæjar. Viðí Vatnskoti seldum lifandi sil- ung til Reykjavíkur þar sem hann var seldur í steinkeijum hjá Fisksölu Steingríms í Tryggvagötu. Það var töluverður fólksstraumur á bæinn; einkum á árunum 1920-30 því að þá náði Þingvallabíltúrinn ekki mikið lengra. Margir bíleigend- Vatnskot í Þingvallasveit. Á vatninu er vatnahjól sem smíðað var á bænum árið 1931. ur fóru árlega, jafnvel tvisvar á ári austur, stoppuðu hjá okkur og keyptu sér silung. Fyrir bragðið þekktu margir okkur Vatnskots- systkinin í sjón. Þegar ég kom til Reykjavíkur var fjöldi manna sem heilsaði mér án þess að ég þekkti haus né sporð á þeim. Kjarval málaði mikið í kringum yatnskot og kom oft þangað í kaffi. Eg keyrði hann stundum til Reykja- víkur og þá þurfti ég gjarnan að stoppa á leiðinni svo að hann gæti rannsakað eitthvað í umhverfinu sem hann hafði komið auga á. Mér er ekki kunnugt um að hann hafi málað mynd af Vatnskoti en ég á aftur á móti mynd eftir Guð- mund frá Miðdal af bænum. Guð- mundur kom hingað til að mála og veiða. Pabbi var þúsundþjalasmiður og í Vatnskoti voru smíðuð ýmiskonar apparöt. Árið 1936 keypti ég mér til dæmis ófleyga flugvél. Hún var á hjólum og ég setti undir hana stökkskíði. Eg var svo spenntur að prófa tækið að ég settist strax und- ir stýri án minnstu þekkingar á stjórntækjunum og ók af stað. Vélin ætlaði í fyrstu að steypast yfir sig en ég náði að rétta hana af og jók hraðann i átt austur eftir túninu en þá var ég næstum lentur á hlöð- unni. Ég lét það þó ekki stoppa mig og áður en ég vissi var ég farinn að ráða þokkalega við tækið þarna á túninu. Næsta morgun sá ég að komið var íshem á Þingvallavatnið og bað ég þá pabba um að hjálpa mér við að koma vélinni niður eftir sem og hann gerði. Á meðan ég setti gripinn í gang hélt pabbi um skrokk vélarinnar. Eftir að mér hafði tekist að starta henni hringsnérist hún í kringum pabba eins og tryppi þar til ég náði að hoppa upp í og grípa í stjómtækin. Ég brenndi út á vatnið stöðvaðist skyndilega á klakahólma þar sem ég jagaðist nokkra stund en að end- ingu tókst mér að losa mig. Það mátti ekki gefa þessum mótor mikið inn því að jiann var nokkuð öflugur. Þegar ég var kominn á fulla ferð áttaði ég mig á því að ég stefndi á Iand. Oþolinmæðin hafði verið svo mikil að ég hafði ekki náð að setja bremsur á tækið. Þegar ég sá landið síga á móti mér vissi ég í fyrstu ekki hvað ég átti að gera en hugkvæmdist á síðustu stundu ráð sem dugði. Vélin hefði runnið beint upp í hraunið á öðra hundraðinu ef ég hefði ekki náð að sveigja henni frá landi. Eftir þessa tilraun bjó ég til sleða, á hálfum mánuði, sem hannaður var fyrir íjóra. Ég reiknaði farþegarým- ið þannig út að ég setti pappaspjöld á verkstæðisgólfið, bað systur mínar um að setjast á þau og teiknaði síð- an straumlínu í kringum rýmið. Daginn eftir fór ég í bæinn og keypti lista, vír og striga. Ég var ekki kulvís á þeim árum því að það var stundum 14 gráðu frost í skúrnum en það sem mér þótti verst við þessar erfiðu aðstæð- ur var hváð fernisinn var lengi að þorna í striganum. Eftir heimsstyijöldina smíðaði ég annan sleða sem var tveggja manna og öllu kraftmeiri. Bremsumar í þessa sleða smíðaði ég úr gömlum sláttuvélablöðum sem ég setti á tein og tengdi við vír. Ég gat ýmist látið bremsurnar síga nið- ur öðru megin eða báðu megin. Þetta voru fyrstu vélsleðarnir á íslandi en ég smíðaði Iíka fyrsta vélknúna torfærutækið hérlendis. Það gerði ég með þeim hætti að ég tók mótorhjól og lækkaði drifið á því, síðan setti ég þykk dekk og keðjur undir það að aftan. Meðfram framhjólinu festi ég skíði. Þetta tæki ruddist í gegnum hvað sem var, aur sem snjó og ég fór meðal annars upp á Skjaldbreið á því að vetrarlagi. Ég hef gert ýmsar breytingar á hjólum í gegnum tíðina og ein sú eftirminnilegasta var árið 1930 þeg- ar Ríkisútvarpið hóf göngu sína, þá fór ég á námskeið þar sem ég lærði að gera við viðtækin. Ég var á þeyt- ingi um alla sveitina að gera við og mér gekk vel því að þetta voru frem- ur einföld tæki. Þau voru knúin af 120 volta þurr- battiríi svo og sýrageymi. Þegar rafmagnið þraut á geymunum varð að fara með þá alla leið til Reykjavík- ur til hleðslu. Þetta var langt og erfitt ferðalag því sýran átti það til að sullast út og brenna til að mynda hest og hnakk. Mér fannst þetta vera heldur mik- ið fyrirtæki þannig að ég ákvað að gera eitthvað í þessu. Þá tók ég reiðhjól, setti það upp á pall, fann til dínamó úr gamla Ford og bauð mönnum að fylla sjálfir á geymana. Þeir hjóluðu í um það bil tvo tíma eða þangað til mælirinn sagði stopp. Þá voru þeir lausir við ferðalagið og fengu kaffi í þokkabót. Ég myndi segja að þetta hleðslutæki hafi verið fyrsta þrekhjólið á íslandi". Þú varst úti í Kaupmannahöfn um átta ára skeið og þá m.a. á stytjald- arárunum. Hvernig var að vera þarna úti á þeim tímum? „Það var mikið atvinnuleysi á þessum árum,“ svarar Pétur „En ég var svo heppinn að hafa vinnu hjá rafvélaverksmiðjunni Titan. Ég var verkstjóri yfir hópi kvenna og við sáum um framleiðslu á smáhlutum. Mér bauðst að fara með Petsamó en ég hélt einsog svo margir aðrir að stríðið myndi ekki standa lengur en í svona þijár til íjórar vikur. Ég kunni ágætlega við mig í Dan- mörku og þar kynntist ég konunni minni Fríðu Ólafsdóttur sem látin er fyrir nokkrum áram. Hún vann hjá Kodak og mér fannst ekki hægt að hún vaknaði í myrkrinu og eyddi öllum deginum í myrkrakompu þannig að ég útvegaði henni starf í verksmiðjunni hjá mér. Á styijaldaráranum settu Þjóð- veijar svip sinn á borgina. Þeir voru víða á göngu en maður þurfti ekkf að hafa neinn ama af þeim nema ef /naður blandaði sér í pólitíkina. Íslendingar fengu alltaf fréttir frá BBC þar sem ástandinu var lýst bágbornu hjá okkur en það voru bara ýkjur. Sem dæmi þá var kaffi og svínakjöt skammtað og það tóku allir út skammtinn sinn hvort sem þeir voru fátækir eða ríkir. Það var svínasteik hveija helgi. Maður setti bara steikina inn í bakarí og sótti hana svo tilbúna nokkru síðar. Bensínskortur og almennt bann við akstri ökutækja á styijaldarár- unum kom illa við mig því að ég átti mótorhjól. Ég varð mér þó annað slagið út um þýskt flugvélabensín eftir krókaleiðum svo voru svo leynd- arfómsfullar að þagað var um þær líkt og mannsmorð væri. Ólöglega bensínið var selt á mjólkurflöskum og notuðum við vinnufélagarnar hjá Titan það til þess að keyra mótorhjól- in okkar í lokuðum geymsluportum. Varðstu var við andspyrnuhreyf- inguna í Kaupmannahöfn? Já, því að ég bjó rétt við hlið vopnaverksmiðju. Andspyrnumenn voru oft að skjóta á svæðið með litl- um vélbyssum og ég man að eitt sinn þegar ég hafði rétt lagt helgar- steikina á stofuborðið varð ég var við skothljóð. Þá hafði einhver and- spyrnumaður komið sér fyrir í stiga- ganginum fyrir ofan íbúðina mína og skaut þaðan á svæðið. Þjóðveijarnir voru ekki lengi að finna út hvaðan skotin komu og hófu skothríð að húsinu. Ein kúlan hafnaði beint fyrir ofan stofu- gluggann hjá mér þannig aðég flutti mig inn í eldhús með steikina. , Þjóðveijar áttu tii að svara kúlu- regninu frá vélbyssum af meira afli, það er að segja með loftvamarbyss- urm Einu sinni sá ég öfluga spreng- ingu á svæðinu og henni fylgdi rosa- legur hávaði og svartur strókur sem

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.