Morgunblaðið - 01.11.1992, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1992
B 11
I BIO
Það er kannski full-
srtemmt að fara að
tala um jólamyndir kvik-
myndahúsanna en þær
hafa reyndar flestar verið
ákveðnar nú þegar að öllu
óbreyttu. í Regnboganum
er áætlað að frumsýna
myndina Chaplin, sem áður
hét Chariie, og flallar um
Charlie Chaplin en það er
Sir Richard Attenborough
sem leikstýrir. Myndin
verður frumsýnd í Bret-
landi þann 16. desember
og hyggst Regnboginn
reyna að frumsýna strax
eftir það. Einnig sýnir bfó-
ið teiknimyndina Tomma
og Jenna með íslensku tali.
Stóra jólamynd Sambíó-
anna verður Aleinn heima
2: Týndur í New York,
framhald hinnar geysivin-
sælu gamanmyndar Aleinn
heima, en hún verður ein
af jólamyndunum vestra.
Einnig verður teiknimynd-
in Snót og ófreskjan eða
„The Beauty and the Be-
ast" sýnd í Sambíóunum.
Ein ísiensk bíómynd
verður frumsýnd um jólin
en það er gamanmyndin
Kariakórinn Hekla eftir
Guðnýju Halldórsdóttur,
sem sýnd verður f Háskóla-
bíói. Er áætlað að frum-
sýna hana þann 19. deseni'
ber. Fara margir þjóð
þekktir leikarar með hlut-
verk í myndinni sem segir
frá kórferðalagi.
Laugarásbíó hyggst
frumsýna gamanmyndina
„Death Becomes Her“ með
Meryl Streep, Bruce Willis
og Goldie Hawn undir leik-
stjóm Robert Zemeckis.
Hér er á ferðinni tækni-
brellugrín mikið enda
Zemeckis ekki óvanur
slíku. Einnig hyggst bíóið
láta talsetja japönsku
teiknimyndina Nemo litla
og sýna um jólin.
Og loks verður spenn
utryllirinn Meðleigjandi
óskast eða „Single White
Female" að öllum líkindum
jólamynd Stjömubíós með
Jennifer Jason Leigh og
Bridget Fonda í aðalhlut-
verkum undir leikstjóm
Barbet Schroeders.
KVIKMYNDIRv^
Hvaö er í bobi?
Sjaldséðu
myndimar
NÝI kvikmyndaklúbburinn, Hreyfimyndafélagið, byrj-
ar starfsemi sína af fullum krafti með athyglisverðri
kvikmyndahátið sem hófst í Háskólabíói sl. föstudag.
Þar er boðið upp á myndir nokkurra af þeim sem
kallaðir eru „óháðir“ kvikmyndagerðarmenn i Banda-
ríkjunum sem gera ódýrar (,,low-budget“) myndir er
gefa forvitnilega innsýn í það sem fram fer
utan stóru kvikmyndaveranna. Einnig er
boðið upp á myndir frá Finnlandi, Frakk-
landi, Póllandi og Tékkóslóvakíu, sem gerðar
eru fyrir svipaðan pening og Islendingar
gera sínar myndir.
NóttáJörAinni; úr nýjustu mynd Jims Jarmusch, „Night on
Earth“.
Þetta eru gimilegar
myndir og er kvik-
myndahátíðin hin forvitni-
legasta. Þekktustu mynd-
irnar eru án efa Nótt á
jörð eftir Jim Jarmusch,
fremsta
leikstjóra
Banda-
ríkjanna
sem starf-
ar utan
Holly-
woodke-
rfísins, og
eftir fremsta
Finna, Aki
Kaurismaki en benda má
sérstaklega á að þarna er
líka að finna tékknesku
myndina Grunnskólann
eftir Jan Svérák, sem
keppti við Friðrik Þór Frið-
riksson um Óskarinn í vor,
og mynd Pólveijans Maciej
Dejczer, 3.000 mílur til
himna. Það er sannsöguleg
mynd um flótta tveggja
drengja frá Póllandi til
Danmerkur undir vöru-
flutningabíl. Myndir sem
þessar eru sjaldséðar hér á
landi og ætti fólk að reyna
eftir Arnald
Indriðoson
Bóhemalíf
leikstjóra
að grípa þær
meðan þær gef-
ast.
Jarmusch er
sannarlega einn
af fmmlegustu
og skemmtileg-
ustu leikstjórum
vestra eftir
myndir eins og
„Down By Law“
og „Mystery Tra-
in“, sem báðar
hafa verið hér á
kvikmyndahátíð.
Nýja myndin
hans er með Vinona Ryder
og Gena Rowlands í aðal-
hlutverkum og gerist í
fímm leigubílum á fímm
ólíkum stöðum á jörðinni á
sama tímanum. „Ég geri
aðeins myndir sem mig
mundi langa til að sjá,“
segir Jarmusch og víst er
að marga langar til að sjá
það sama og hann.
Myndir Kaurismaki-
bræðra, Mika og Aki,
þekkjum við vel í gegnum
kvikmyndahátíðir en sú
nýjasta eftir Aki, Bóhema-
Elskhugar og löggumorðlngjar;
úr nýjustu mynd Greggs Arakis, „The
. Living End“.
líf, hefur hvarvetna vakið
athygli. Hann er sérlega
leikinn í því að staðsetja
glataðar persónur í niður-
níddu umhverfi og krydda
það með óborganlegum,
lágstemmdum en kald-
hæðnislegum svörtum hú-
mor.
Flestar myndirnar á vik-
unni eru eftir lítt þekktan
Bandaríkjamann að nafni
Gregg Araki, en sýndar
verða þijár myndir eftir
hann, „The Living End“,
sem er sú nýjasta, „The
Long Weekend" og „Three
Bewildered People in the
Night“. Araki fjallar um
samband samkynhneigðra
í myndum sínum og hefur
„The Living End“ vakið
talsverða athygli vestra en
hún er um ástarsamband
tveggja karlmanna; annar
er flækingur en hinn
bíófíkill og báðir eru með
HlV-veiruna. Annar þeirra
drepur löggu og þeir leggja
á flótta. Eins og Jarmusch
og Kaurismaki gerir Araki
myndir „nákvæmlega eins
og mig langar til að gera
þær“, eins og hann segir.
Þekktasta mynd franska
leikstjórans Claire Denis
er sennilega „Chocolat".
Sú mynd og Enginn ótti,
enginn dauði („S’en fourt
la mort“) verða sýndar
ásamt einni stuttmynd. Þá
verður sýnd myndin í súp-
unni eða „In the Soup“
eftir annan óháðan banda-
rískan leikstjóra, Alexand-
er Rockwell. Hann er mik-
ill vinur Jims Jarmusch,
sem reyndar leikur í mynd-
inni, en hún fjallar um
kvikmyndaleikstjóra er
auglýsir eftir fjármagni í
sína fyrstu kvikmynd og
kemst í samband við vafa-
sama náunga.
■ Bandaríski rithöfundur-
inn John Grisham er eftir-
sóttur þessa dagana í Holly-
wood en hann er höfundur
sakamálasögunnar „The
Firm“, sem fíallar um ungan
lögfræðing er tekur að vinna
hjá lögfræðifyrirtæki í eigu
mafíunnar. Framleiðandinn
Scott Rudin keypti kvik-
myndaréttinn en eitthvað
gengur erfíðlega að gera
kvikmyndahandrit eftir sög-
unni. Handritshöfundurinn
Robert Towne („Chin-
atown“) hefur verið orðaður
við það en líklegur leikstjóri
er Sidney Pollack og Tom
Cruise gæti farið með hlut-
verk lögfræðingsins fyrir zil-
ljón dollara. { millitíðinni var
kvikmyndarétturinn á ann-
arri bók Grishams, „The
Pelican Brief“, seldur fyrir
helmingi hærri upphæð en
Alan J. Pakula mun leik-
stýra henni með Julia Ro-
berts í aðalhlutverki.
■ Kvikmyndaframleiðand-
inn Jeremy Thomas (Síð-
asti keisarinn) mun taka við
af Sir Richard Attenboro-
ugh sem forseti Bresku kvik-
myndastofnunarinnar um
næstu áramót.
■ Bresku leikararnir Anth-
ony Hopkins og Emma
Thompson, sem leika saman
í myndinni „Howards End“
eftir Ismail Merchant og
James Ivory, leika saman á
ný í nýrri mynd Merchants
og Ivorys. Hún heitir „Rema-
ins of the Day“ og er gerð
eftir sögu Kazuo Ishiguro.
Mike Nichols ætlaði að gera
þessa mynd með Jeremy
Irons eftir handriti Harold
Pinters en aldrei varð úr
því. Ruth Prawer Jhabvala,
einkahandritshöfundur
Merchants og Ivorys, skrifaði
nýtt handrit og Emma
Thompson hrifsaði hlutverk-
ið frá Anjelica Huston, sem
sýnt hafði því áhuga.
■ Ástraiska stórstjaman
Mel Gibson hefur lagt út á
leikstjómarbrautina en tökur
standa nú yfir á fyrstu mynd-
inni sem hann leikstýrir. Hún
heitir Andlitslausi maður-
inn og fer Gibson líka með
aðalhlutverkið í henni.
DRAKULA
COPPOLAS
Ihryllingsmyndinni „Bram Stoker’s
Dracula" eftir Francis Coppola, sem
er ein af jólamyndunum í Bandaríkjunum
í ár, leikur Bretinn Gary Oldman hinn
blóðþyrsta Drakúla greifa sem ferðast frá
kastala sínum í Transylvaníu til London
að fínna ástina sína og blóðgjafa.
Upprunalega átti Drakúla aðeins að
vera kapalmynd en leikkonan Vinona
Ryder kom Coppola inn í málið. Hún vildi
leika í mynd eftir Coppola eftir að hún
datt út úr þriðju Guðföðurmyndinni vegna
veikinda. Coppola ákvað að ráðast í 40
milljón dollara bíómynd eftir hinni frægu
sögu, réði Ryder í aðalkvenhlutverkið og
Oldman fékk hlutverk sem margir í Holly-
wood börðust um, þ. á m. Gabriel Byrne
og Antonio Banderas. Anthony Hopkins
leikur vampýruveiðara í myndinni.
Drakúla tekur á sig ýmsar myndir með
hjálp nýjustu tækni og vísinda. Hann
breytist m.a. í leðurblöku, úlf, rottur (í
fleirtölu), gamlan mann og ungan og
græna þoku. Oldman þoldi ekki vel farð-
ann sem tók sex tíma að setja á hann á
hveijum degi og þjáðist af slæmu of-
næmi. „Ég meina það er ekkert eðlilegt
að maka sig út í lími og gúmmíi. Andlitið
er ekki gert fyrir slíka hluti,“ segir hann.
Umbreytingin; Gary Oldman sem Drakúla
í mynd Coppolas.
Coppola virðist hafa fengið nóg af hroll-
vekjum og hafnaði nýlega boði um að leik-
stýra nýrri mynd um Frankenstein. Hann
mælir með Roman Polanski í leikstjóra-
stólinn og Willem Dafoe í hlutverk vísinda-
mannsins.
40.000 HAFA SED
BÖRN NÁTTÚRUNNAR
Alls hafa nú um
40.000 manns séð
Böm náttúmnnar hér á
landi að sögn Friðriks
Þórs Friðrikssonar, leik-
stjóra myndarinnar, sem
sýnd hefur verið í
Stjörnubíói í rúmt ár en
nýtt sýningareintak hef-
ur nú verið tekið í notkun.
Þá hafa um 15.000
manns séð hasarmyndina
Ofursveitina í Stjörnubíói
að sögn Karls O. Schiöths
bíóstjóra. Hann sagði að
um 6.000 manns hefðu
séð fjölskyldumyndina
Bingo og að nýög góð
aðsókn hefði verið að
nýjustu mynd Romans
Polanskis, Bitrum mána,
fyrstu sýningarhelgina.
Á næstunni mun bióið
sýna myndina „A League
of Their Own“ með Tom
Hanks og Geena Davis
og m.a. Madonnu, sem
allt er að æra þessa dag-
Q6A aðsókn; úr Bömum náttúrunnar.
ana með Kynlífí sínu.
Aðrar myndir bíósins eru
„Thunderheart“, eða
Þrumuþjarta, og „Single
Wliite Female", eða Með-
leigjandi óskast, sem
gæti orðið jólamynd, og
réttardramað „Á Few
Good Men“.
Á næsta ári koma svo
myndimar Hetja, eða
„Hero“, með Dustin
Hoffman, „Bram Sto-
ker’s Dracula" eftir
Francis Coppola og Eig-
inmenn og eiginkonur
eftir Woody Allen, en
tvær þær síðastnefndu
gætu verið sýndar í febr-
úar eða mars.