Morgunblaðið - 01.11.1992, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. NÓVEMBER 1992
B 13
hann varð að óslökkvandi ástarbáli.
Ég tók fyrst eftir honum þegar
vinkona mín og hann bönkuðu upp
á suður í Hafnarfírði og_ drukku
með okkur síðdegiskaffí. Ég hafði
séð þennan unga mann áður, hann
var að nema söng og hafði komið
fram á skemmtunum, sungið með
Karlakór Reykjavíkur og flutt lög
í sönglagakeppninni á Hótel íslandi
í einhveijum kvartett.
En ég hafði ekki veitt honum
sérstaka eftirtekt fyrr en þennan
eftirmiðdag. Hann sat í stofunni
okkar, fríður, brosandi, lífsglaður,
kurteis og heimsmannslegur með
óþvingað og öruggt fas, dökkt og
hrokkið hárið greitt aftur og það
geislaði af honum traust og hlýja.
Framkoma hans var ákaflega falleg
og hann gat talað um allt milli him-
ins og jarðar, meira að segja út-
gerð, þótt hann væri úr sveit. Þó
fór ekki á milli mála að tónlistin
stóð hjarta hans næst.
Mér leið strax vel og undarlega
í návist Kjartans. Ugglaust hefur
honum ekki líkað nærvera mín illa,
því ekki leið á löngu áður en hann
fór að bjóða mér út, ekki síst á
böllin hjá Karlakór Reykjavíkur.
Það voru mjög eftirminnilegir dans-
leikir þar sem hátíðleiki og glað-
værð blandaðist saman; karlmenn-
imir í kjól og hvítt og við dömumar
í síðum kjólum og þeir svo kátir
og hressir og tóku lagið þegar
minnst varði. Þetta vom ærslafullar
skemmtanir en samt menningarleg-
ar og með glæsilegu yfírbragði.
Ást mín til Kjartans óx við við-
kynninguna og samband okkar varð
nánara með hverjum degi sem leið.
Hann var hinn fullkomni kavaler;
færði mér ávallt blóm eða lítið iim-
vatnsglas þegar hann sótti mig á
böll eða bíó, hélt alltaf hurðum opn-
um fyrir mig og stóð undantekning-
arlaust fyrir aftan stólinn minn og
ýtti honum gætilega að þegar ég
settist að borði, gekk á eftir mér
upp stiga og á undan niður; hann
kunni mannasiði og var herramaður
fram í fíngurgóma.
Ég féll þó ekki fyrir mannasið-
unum, heldur manninum: Karl-
mannlegur og blíður í senn,
skemmtilegur og léttur en undir
niðri fullur ábyrgðar og djúprar
hugsunar. Ég fann til mikillar ör-
yggiskenndar í nálægð hans, hann
var mikill vemdari í eðli sínu og
mér fannst ég gæti lagt líf mitt í
hans hendur; ég var hamingjusöm
og áhyggjulaus í návist hans.
Kjartan hét hann og var Sigur-
jónsson. Hann var sonur Siguijóns
Kjartanssonar kaupfélagsstjóra i
Vík í Mýrdal og Höllu Guðjónsdótt-
ur konu hans. Kjartan var einkason-
ur þeirra og ólst upp á menningar-
heimili þar sem veraldleg og andleg
gæði fóru saman. Siguijón kaupfé-
lagsstjóri var söngelskur maður, var
lengi forsöngvari við Víkurkirkju
og stjómaði kómum. Kjartan ólst
því upp á tónlistarheimili og
snemma hneigðist hugur hans að
söngnum. Hann var farinn að
stjóma karlakór í heimasveit sinni
innan við tvítugt. Kjartan fór í Sam-
vinnuskólann en stundaði jafnframt
nám í hljóðfæraleik hjá Páli ísólfs-
syni. Að loknu skólanámi vann hann
um skeið skrifstofustörf hjá Sam-
bandi íslenskra samvinnufélaga
jafnframt söngnámi hjá Sigurði
Birkis söngmálastjóra. Um það leyti
sem hjörtu okkar tóku að slá í takt
var hann gerður að aðstoðarsöng-
málastjóra og fólst starf hans aðal-
lega í að stofna kirkjukóra um land
allt. En hugur Kjartans stefndi að-
eins í eina átt: Hann ætlaði áfram
í söngnám og gerst söngvari að
atvinnu. Hann hafði allt til að bera;
silfurskæra, melódiska og þrótt-
mikla tenórrödd, persónuleikann,
glæsimennskuna, ódrepandi seigl-
una og markmiðið sem hann missti
aldrei sjónar á. Sigurður Birkis
sagði mér eitt sinn að Kjartan hefði
verið efnilegasti söngnemandi sinn
pg er það mikið sagt, því Stefán
íslandi lærði hjá Sigurði.
Ungverskur dans í brúðarkjól
Ég stappa niður fótunum. Tylli
Bára um tvítugt, í ballett.
mér á tær og lyfti höndunum hægt
út frá líkamanum um leið og ég
stíg skref fram á við, stansa og slæ
snöggt á tamborínuna sem ég held
fyrir ofan höfuðið. Sveigi mig aftur
og gef mig í dansinn, fjörugan og
heitan.
Ég dansa taktfast og ögrandi í
brúðarkjólnum eftir kirlqugólfínu.
Gestimir hoffa sviplausir og fölir á
mig meðan ég svíf fram hjá þeim
og hreyfí mig eggjandi eftir
dauðagiym kirkjuklukknanna. Hvít-
ur brúðarkjóllinn sveiflast og slörið
stendur beint út frá höfðinu þar sem
ég hringsnýst í villtum ungverskum
dansi í svarthvítri Dómkirkjunni við
undirleik klukknanna sem glymja
stöðugan og eintóna hljóm.
Ég snýst og kirkjan og gestimir
hringsnúast uns allt verður ein
móða, kirkjuklukkurnar og hjart-
sláttur minn slá í takt og ég vil
öskra en get það ekki og dansinn
dunar stjómlaust áfram.
Ég hrekk upp í rúminu löður-
sveitt. Hjartað berst í bijósti mínu
og síðustu myndir martraðarinnar
halda mér enn í heiljargreipum. Ég
rís upp við dogg, fel andlitið í hönd-
SJÁ NÆSTU SÍÐU
Lítið í gluggan uni helgina
SÓFASETT — HORNSÓFAR — STAKIR SÓFAR
Ótal gerðir og litir i leðri. Hvíldarstólar við allra hæfi.
Borðstofuhúsgögn i mörgum viðartegundum.
Ný sending af enskum Chesterfield sófasettum úr leðri.
Valhúsgögn
Ármúla 8, símar 812275 og 685375.
DÝRMÆT ORKULIND
Heita vatnið er einhver ódýrasta orka til húshitunar sem við eigum völ á. En það er sjálfsagt að fara
eins vel með hana og við getum.
Allt frá upphafi hafa sjálfstilltir Danfoss ofnhitastillar staðið vörð um nýtingu heita vatnsins.
Rétt stilltir Danfoss ofnhitastillar auka endingu þessarar dýrmætu orkulindar og spara notendum
ómældar fjárhæðir í húshitun.