Morgunblaðið - 01.11.1992, Blaðsíða 18
18 B
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR.l. NÓVEMBER 1992
Ólympíulið íslendinga i matreiðslu. Fremsta röð, f.v.: Baldur Öxdal, Sigurður L. Hall liðsstjóri, Óm
Garðarsson fyrirliði. Miðröð, f.v: Eiríkur Ingi Friðgeirsson, Úlfar Finnbjömsson, Francois Fons, Asgeir
Erlingsson. Efsta röð, f.v: Bjarki Hilmarsson, Hörður Héðinsson, Linda Wessman.
MATREIÐSLA
*
Olympíulið í eldamennsku
*
Islenskir matreiðslumeistarar
sendu nýlega keppnislið til þátt-
töku í „Ólympíuleikum í matar-
gerðarlist", The Culinary Olympics
Þessi keppni er stærsta matreiðslu-
keppni í heimi og er haldin fjórða
hvert ár í Frankfurt í Þýskalandi.
Keppnin vekur ævinlega mikla at-
hygli og þykir mikil vegsemd að
þátttöku í henni. Þijátíu þjóðir sendu
lið til keppninnar að þessu sinni og
var þama mikið einvalalið matreislu-
meistara samankomið.
Keppnisgreinar voru fjórar og
fólst keppnin meðal annars í því að
matreiða heitan mat fyrir stóran
hóp, að gera kalda for- og aðalrétti,
að útbúa sjö rétta kvölverðarmatseð-
il og fjögurra rétta hádegisverðar-
matseðil, einnig var keppt í gerð
eftirrétta. Réttimir vom eldaðir og
ýmist sýndir gestum eða seldir til
neyslu. „Við elduðum allt úr íslensku
hráefni og fómm með tæpt tonn af
farangri með okkur," segir Sigurður
L. Hall liðsstjóri keppnisliðsins. „Á
matseðli okkar var að finna gellur
í mysusósu og lambafílé. Svo tókum
við gömlu íslensku kjötsúpuna og
dubbuðum hana upp í veislurétt, í
#•
IEIÐBEINENDANAMSKEIÐ
6.-8. nóvember
Máttur og Nike-umboðið gangast fyrir leiðbeinendanámskeiði í Mætti helgina
6.-8. nóvember. Kennarar á námskeiðinu verða Jan Stendah og Solvor Over-
lien frá Noregi, margfaldir meistarar í þolfimi, nú leiðbeinendur NIKE INTER-
NATIONAL. Kennarar frá Mætti munu einnig kenna hluta námskeiðsins.
(íþróttafræðingar, sjúkraþjálfarar, læknar, sálfræðingur og næringarfræðing-
ur). Helstu efnisþættir námskeiðsins eru eftirfarandi:
Tímaáætlun
Föstudagur 6. nóv.
Kl. 14.00 Setning (H.B.- NIKE)
Kl. 14.15 Næringarfræði. Offita og hreyfing. (Áhrif mataræðis og líkamsþjálfunará þyngd-
ar og fitutap. Ólafur Sæmundsson næringarfræðingur).
Kl. 15.45 Grindarbotnsæfingar. (Esther Sigurðardóttir sjúkraþjálfari)
Kl. 16.15 Palla - Þrekhringur (Verkl. kennari frá Noregi)
Kl. 17.15 Jazz - Þolfimi. (Verkl. kennari frá Noregi)
Kl. 18.30 Masterclass. „Opinn tími fyrir alla." (Norsku kennararnir og aðrir)
Laugardagur 7. nóv.
Kl. 09.00 Hlaupaþjálfun. Uppbygging hlaupaþjálfunar fyrir almenning með tilliti til mis-
munandi væntinga um árangur. (Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari, og Guðmund-
ur Helgason, íþróttakennari).
kl. 10.00 Pallar (Verkl. kennari frá Noregi.)
Kl. 11.00 Þolfimi. Low-lmpact (ný spor). (Kennari frá Noregi)
Kl. 12.00 Matarhlé.
Kl. 13.00 Leikfimi fyrir barnshafandi konur og eftir barnsburð. (Fyrirlestur og verklegt.
Áslaug Ásgeirsdóttir, íþróttakennari).
Styrktarþjálfun. (Heimir Bergsson íþróttafræöingur.)
Kl. 14.30 Þolfimi, FUNK. (Verkl. kennari frá Noregi).
Kl. 15.30 Hló.
Kl. 15.45 Áhersla á kvið og bak. (Verkl. kennari frá Noregi)
Kl. 16.45 Ofálagseinkenni - Óæskiiegar æfingar og teygjur. (Fyrirl. og verklegt. Stefán
Carlsson læknir, Ásta V. Guðmundsdóttir sjúkraþjálfari, o.fl.)
Sunnudagur 8. nóv.
Kl. 09.00 Hléæfingar á vinnustöðum og vinnuvernd. (Magnús Ólafsson sjúkraþj.)
Heiisuálfræði. (Sæmundur Hafsteinsson, sálfræðingur)
Kl. 10.00 Þrekhringur. (Verkl. kennari frá Noregi).
Kl. 11.00 Þolfimi- High Impact. (Verkl. kennari frá Noregi).
Kl. 12.00 Matarhlé.
Kl. 13.00 Leikfimi fyrir eldri borgara (Fyrirl. verkl. Jenný Ólafsdóttir og fl).
Kl. 14.00 Rass/læri/hendur. Með og án ióða, nýjar þyngingar (Verkl. kennari frá Noregi).
Kl. 15.00 Óskir þátttakenda. Kennarar standa fyrir svörum og sýna þau atriði sem ósk-
að er eftir.
eftirrétt höfðum við aðalbláberjajóg-
úrtfrauð. Eldhúsin voru þiljuð af
með gleri og þar fýrir utan stóðu
áhorfendur og fylgdust með kepp-
endum elda. Mikil áhersla var lögð
á hreinlæti og snyrtimennsku. Við
vorum með skurðlæknahanska þeg-
ar hráefnið var handfjatlað og hvergi
mátti sjást drasl af neinu tagi. Sex
keppnislið matreiddu í einu og síðan
var maturinn seldur I veitingasal.
íslenski maturinn fékk góðar viðtök-
ur og seldist upp, þótt ekki tækjum
við viðskiptavinina með okkur líkt
og Japanir og Norðmenn. Dómar-
amir gengu á milli og smökkuðu og
kjömsuðu á matnum mjög
ábúðarfullir á svip.
Gefnar vora ein-
kunnir fyrir §öl
mörg atriði, út-
lit, bragð,
samsetningu
og saltmagn
svo nokkuð sé
nefnt. Það var
lögð áhersla á
hollustusamlega
matreiðslu og því var
reynt að nota litla fítu.
Fnuikfunt' 2
Hákarl
und Brennivin .
™ F«Wu*' >bt, „„ FrúhUn,
kab. »«"' l«. F.inil
árangri að hljóta bronsverðlaun fyrir
heitan mat og skorti aðeins eitt stig
uppá að fá silfurverðlaun. Kanada-
menn urðu hlutskarpastir að þessu
sinni, Svisslendingar lentu í öðra
sæti og Þjóðveijar í því þriðja. ís-
lenska liðið lenti í 16. sæti sem er
vel viðunandi árangur miðað við að
þetta var framraun okkar í keppn-
inni. Að sögn Sigurðar Hall þótti
íslenska keppnisliðið standa í líkum
sporam og norsku og suður-afrísku
liðin fyrir átta árum. Þau lentu nú
í 5. og 6. sæti.
íslenska liðið vakti mikla eftirtekt
fyrir fagleg vinnubrögð og varð landi
og þjóð til sóma. Stórblaðið Frankf-
urter Allgemeine Zeitung
fjallaði um þátttöku
íslendinganna í grein
sem ber heitið „Há-
karl und Brenni-
Eins og fyr-
fírtiUbeii. ■>»
- n i»i, dcn
Þama hittust kokkar alls
staðar að úr heiminum og kepptu
á hæsta plani. Við komum heim með
mikla reynslu og ferskar hugmyndir
sem við miðlum samstarfsmönnum
okkar. Ég er viss um að keppni sem
þessi leiðir gott af sér fyrir gesti
veitingahúsanna, matreiðslumenn
og landið út á við.“
Veitt era gull-, silfur- og brons-
verðlaun í hverri grein, aðrir kepp-
endur fá viðurkenningarskjal. Heild-
arárangur keppnisliða ræður svo
úrslitaröðinni. Dómnefnd er skipuð
alþjóðlegum dómuram sem fylgja
mjög ströngum reglum og er keppn-
in hörð. Það tekur mörg ár að læra
til fullnustu að taka þátt í keppni
sem þessari. Reynsluleysi íslending-
anna háði þeim nokkuð og lærðu
þeir margt af þátttökunni að þessu
sinni. Engu að síður náðu þeir þeim
vin
irsögnin ber með
sér var gerð
grein fyrir helstu
sérkennum í ís-
lenskri matar-
gerð. Miklu lofí
var hlaðið á ís-
lensk veitingahús og fullyrt
að Reykjavík væri paradís alþjóð-
legra matgæðinga, hér væri að fínna
frábær veitingahús og beinlínis full-
yrt að á íslandi væri ekki til lélegur
veitingastaður. Reyndar fyrirfinnd-
ist ekki heldur neinn ódýr veitinga-
staður í landinu. Stór þýsk sjón-
varpsstöð fjallaði sérstaklega um
íslenska keppnisliðið og átti viðtal
við Sigurð liðsstjóra í beinni útsend-
ingu. Sigurður segir að þetta sé rétt
forsmekkur að þátttöku íslendinga
í alþjóðastarfi matreiðslumeistara.
Tekist hafa góð tengsl við Suður-
Afríska matreiðslumeistara og áhugi
fyrir að þessir klúbbar myndi sér-
stakt suður-norður vináttusamband
matreislumeistara. Klúbbur mat-
reiðslumeistara er þegar farinn að
undirbúa þátttöku í næstu „Ólymp-
íuleikum" árið 1996.
LISTAVERK
Þakkír frá
Þýskalandi
Listamanninum Magnúsi Th.
Magnússyni, sem færði Ric-
hard von Weizsácker Þýskalands-
forseta listaverk að gjöf við komu
hans í sumar, barst nýlega þakkar-
bréf forsetans. Magnús afhenti von
Weizsácker skúlptúrinn „Gott sam-
líf“ í móttöku forsetans í Perlunni
að eigin framkvæði. „Ég ákvað með
mjög stuttum fyrirvara að gefa von
Weizsácker verkið, ég vil kalla það
„handleiðslu"," segir Magnús. Aðr-
ar ástæður gefur hann ekki fyrir
hugdettu sinni. Enn síður segist
hann geta svarað því hvort hann
muni færa fleiri mektarmönnum
gjafír.
Þegar forsetinn var hér hafði
Magnús samband við þýska sendi-
ráðið og spurði hvort hann mætti
ekki gefa von Weizsácker gjöf. Því
var játað og gjöfín var afhent síðar
sama dag.
Magnús segir von Weizsácker
afar geðþekkan mann og hjartahlýj-
an í viðkynningu og er að
vonum ánægður mei
bréf Weizsáckers, seg-
ir það mikið hrós þar
sem hann sé vel heima
í listum og menn-
ingarlífí. í bréfínu segir
m.a.: „Einnig vil ég
þakka yður kær-
lega fyrir
skúlptúr
yðar „Gott samlíf", sem stendur
fyrir framan mig á skrifstofu minni.
Það er ekki ætlun mín að bera sam-
an hið fagurfræðilega og um leið
andríka form verks yðar við hrifn-
ingu mína á heimahögum yðar. Þó
minnir verkið stöðugt á þann stór-
kostlega tíma sem ég átti í fallegu
landi yðar. Að sama skapi er inntak
verksins, eins og titill þess ber vott
um, mér stöðug áminning um skyld-
ur daglegra starfa minna."
Verkið „Gott samlíf" er skúlptúr
úr viði frá Caracas í Venesúela og
segir Magnús það hafa átt vel við
þar sem Weizsácker og eiginkona
hans hafí verið á leið til Venesúela.
„Þá var titillinn viðeigandi þar sem
hann vísar ekki aðeins til sambands
karls og konu, heldur t.d. sambands
austur- og vesturhluta Þýska-
lands."
Magnús er skúlptúrlistamaður og
vinnur verk sín aðallega í tré. Um
þessar mundir er hann að vinna úr
Magnús Th. Magnússon, sem
færði WeizsMcker skúlptúr að
gjöf í sumar.