Morgunblaðið - 05.11.1992, Síða 6
6 B dqgskró
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1992
SJÓIMVARPIÐ
13.00 I CIVDIT ►Hinrik VI. - Fyrsta
LLlItHII leikrit Leikrit Williams
Shakespeares í sjónvarpsuppfærslu
BBC frá 1981. Leikstjóri: Jane How-
ell. Aðalhlutverk: Peter Benson,
David Burke, Tenniel Evans, Joseph
O’Connor, Brenda Blethlyn og Julia
Foster. Skjátextar: Gauti Krist-
mannsson.
16.05 p-Svavar Guðnason Heimildar-
mynd um Svavar Guðnason listmál-
ara sem fæddist 1909 og lést 1988.
Rætt er við Eijler Bille, Robert Da-
hlman Olsen og Ástu Eiríksdóttur,
eftirlifandi konu hans. Handrit og
umsjón: Hrafnhildur Schram og Júl-
íana Gottskálksdóttir. Dagskrárgerð:
Þór Elís Pálsson. Áður á dagskrá
annan hvítasunnudag.
16.55 ►Öldin okkar (Notre siécle) Fransk-
ur heimildarmyndaflokkur um helstu
viðburði aldarinnar. Þýðandi: Ingi
Karl Jóhannesson. Þulur: Árni Magn-
ússon. (1:9)
17.50 ►Sunnudagshugvekja á kristni-
boðsdegi Guðlaugur Gunnarsson
trúboði flytur.
18.00 ►Stundin okkar í þættinum ferðast
Tijábarður um skóginn ásamt Lilla
apa og sýnir trén. Sýndur verður
þriðji þáttur leikritsins um Pöllu
frekju eftir Pétur Gunnarsson. Um-
sjón: Helga Steffensen. Upptöku-
stjóm: Hildur Snjólaug Bruun.
18.30 ►Karíus og Baktus Dönsk brúðu-
mynd, gerð eftir sögu Thorbjörns
Egners. Lesarar: Arni Pétur Guðjóns-
son og Sigrún Edda Björnsdóttir.
Áður á dagskrá 12. apríl síðastliðinn.
18.40 ►Birtíngur (Candide) Norræn klippi-
myndaröð, byggð á sígildri ádeilu-
sögu eftir Voltaire. Þættimir voru
gerðir til að kynna stálpuðum böm-
um og unglingum heimsbókmenntir.
íslenskan texta gerði Jóhanna Jó-
hannsdóttir með hliðsjón af þýðingu
Halldórs Laxness. Lesarar em Helga
Jónsdóttir og Sigmundur Örn Arn-
grímsson. Áður á dagskrá í maí 1991.
(Nordvision) (6:6)
18.55 ►Táknmálsfréttir
19.00 ►Tréhesturinn (The Chestnut
Soldier) Velskur myndaflokkur fyrir
börn og unglinga, byggður á verð-
launasögu eftir Jenny Nimmo um
galdramanninn unga, Gwyn Griff-
iths. Aðalhlutverk: Sián PhiIIips, Cal
MacAninch og Osian Roberts. Þýð-
andi: Ólöf Pétursdóttir.
19.30 ►Auðlegð og ástríður (The Power,
the Passion) Ástralskur framhalds-
myndaflokkur. Þýðandi: Jóhanna
Þráinsdóttir.
20.00 ►Fréttir og veður
20.35 ►Á slóðum norrænna manna á
Grænlandi Leiðangur undir stjórn
Áma Johnsens sigldi um slóðir nor-
rænna manna á Suðvestur-Græn-
landi og kvikmyndaði fornar rústir,
náttúm landsins, nútímabyggðir og
ferðina í heild. Umsjón: Ámi John-
sen. Kvikmyndataka og klipping:
Páll Reynisson. Hljóðvinnsla: Gunnar
Hermannsson. Seinni þáttur.
21.10 ►Dagskráin Stutt kynning á helsta
dagskrárefni næstu viku.
21.20 ►Vínarblóð (The Strauss Dynasty)
Myndaflokkur sem austurríska sjón-
varpið hefur gert um sögu Strauss-
ættarinnar. Leikstjóri: Marvin J.
Chomsky. Aðalhlutverk: Anthony
Higgins, Stephen McGann, Lisa
Harrow, Edward Fox og John Giel-
gud. Þýðandi: Óskar Ingimarsson.
22.10 vyiuyyyn ►Atómstöðin ís-
n I lllltl I llU lensk kvikmynd frá
1984, byggð á samnefndri skáldsögu
Halldórs Laxness. Ugla, ung sveita-
stúlka, kemur tii Reykjavíkur að
nema tónlist stuttu eftir seinna stríð
og ræður sig í vist á heldrimanna-
heimili. Hún á vingott við vinnuveit-
anda sinn og á erfitt með að gera
upp á milli hans og kærasta síns sem
er ungur hugsjónamaður. Leikstjóri:
Þorsteinn Jónsson. Aðalhlutverk:
Tinna Gunnlaugsdóttir, Gunnar Eyj-
ólfsson, Arnar Jónsson og Árni
Tryggvason. Áður á dagskrá 26.
desember 1987.
23.45 ►Sögumenn (Many Voices, One
World) Sögumaður kvöldsins er Eam-
on McThomais frá írlandi. Þýðandi:
Guðrún Amalds.
23.55 ►Dagskrárlok
SUWNUPAGUR 8/11
STÖÐ tvö
9.00 ►Regnboga-Birta Teiknimynda-
flokkur fyrir yngstu kynslóðina.
9.20 ►Össi og Ylfa Litlu bangsakrílin
lenda sífellt í ævintýmm.
9.45 ►Dvergurinn Davíð Teiknimynda-
flokkur með íslensku tali.
10.10 ►Prins Valiant Spennandi teikni-
mynd um svaðilfarir Valíants og
manna hans.
10.35 ►Maríanna fyrsta Teiknimynda-
flokkur um unglingsstúlkuna Marí-
önnu.
11.00 ►Brakúla greifi Teiknimyndaflokk-
ur fyrir alla aldurshópa.
11.30 ►Blaðasnáparnir (Press Gang)
Breskur myndaflokkur fyrir börn og
unglinga.
12.00 ►Fjölleikahús Heimsókn í erlent
Qölleikahús.
13.00
ÍÞRÓTTIR
► NBA-deildin (NBA
Action) í þættinum er
bmgðið upp svipmyndum af liðs-
mönnum deildarinnar og spjallað við
þá.
13.25 ►ítalski boltinn Sýnt frá leik Inter
Milan og Sampdoria í beinni útsend-
ingu. Lið Inter hefur leikið vel í und-
anfömum tveimur leikjum og sömu
sögu er að segja um Sampdoria.
Hvor skyldi hafa betur Schillaci, leik-
maður Inter eða Roberto Manchini
hjá Sampdoria?
15.15 ►íslandsmótið í handknattleik
íþróttadeild Stöðvar 2 og Bylgjunnar
fylgist með gangi mála og bregður
upp svipmyndum frá leikjum.
15.45 ►NBA-körfuboltinn Fylgst með leik
í bandarísku úrvalsdeildinni.
17.00 ►Listamannaskálinn — Roy Lic-
htenstein Að þessu sinni tekur Iista-
mannaskálinn púlsinn á Roy Licten-
stein sem er þekktur málari. Sérstak-
lega verður staldrað við þekkt mál-
verk eftir hann „Green Street
Mural“, sem hann málaði á átta dög-
um árið 1983. Einnig mun Melvin
Bragg, stjómandi þáttarins, fara í
göngutúr um New York með lista-
manninum. Þátturinn ' var áður á
dagskrá í mars 1991.
18.15 ►öO mínútur Margverðlaunaður
fréttaskýringaþáttur.
19.05 ►Aðeins ein jörð Endurtekinn um-
hverfisþáttur frá síðastliðnu fimmtu-
dagskvöldi.
19.19 ►19:19 Fréttir og veður.
20.00 ►Klassapíur (Golden Girls) Banda-
rískur gamanmyndaflokkur um fjór-
ar hressar konur á besta aldri.
(22:26)
20.30 ►Landslagið á Akureyri 1992 Nú
er komið að því að þau tíu lög sem
keppa til úrslita í Landslaginu á
■ Akureyri 1992 verði frumsýnd. í
kvöld verður lagið „Stelpur“ frum-
sýnt og þannig koll af kolli, eitt á
dag til og með 17. nóvember.
20.40 ►Lagakrókar (L.A. Law) Banda-
rískur framhaldsmyndaflokkur um
félagana hjá Mckenzie og Brachman.
(14:22)
21.30 ►Djöfull í mannsmynd II (Prime
Suspect II) Margir muna eftir fyrri
framhaldsmyndinni sem sýnd var á
Stöð 2 í júní og vakti mikla athygli.
Framleiðslu myndarinnar sem nú
verður sýnd iauk í sumar og er sýn-
ing hennar á Stöð 2 heimsfrumsýn-
ing. Myndin verður frumsýnd beggja
vegna Atlantsála í desembermánuði.
Helen Mirren er eftir sem áður í hlut-
verki rannsóknarlögreglukonunnar
Jane Tennison og nú rannsakar hún
morð sem verður að hápólitísku bit-
beini. Seinni hluti þessarar spennandi
framhaldsmyndar er á dagskrá á
þriðjudagskvöld.
23.00 ►Gftarsnillingar (Guitar Legends)
Annar hluti tónleikaupptöku frá Sev-
ílla á Spáni en þar komu fram marg-
irfremstu gítarleikarar heims. (2:3)
23.55 |flf||fUYk|n ►Hauana Sann-
1» w IIiItI I HU kölluð stórmynd
með stórleikurum. Sögusviðið er
Kúba árið 1958. Landið er í sárum
vegna uppreisnar Kastrós og skæru-
liða hans. Fjárhættuspilari kemur til
Kúbu til að spila en kynnist konu
eins hæst setta uppreisnarmannsins
og heillast af henni, sem ekki kann
. góðri lukku að stýra. Aðalleikarar:
Robert Redford, Lena Olin, Raul Jul-
ia. Leikstjóri: Sidney Pollack. 1990.
Stranglega bönnuð börnum.
2.05 ►Dagskrárlok
Vandi - Helen Mirren er ekki minni vandi á höndum í
þessari mynd en hinni fyrri.
Myndin Djöfull
í mannsmynd II
STÖÐ 2 KL. 21.30 í júní sl. fengu
íslendingar að fylgjast með ákafri
leit lögreglukonunnar Jane Tenni-
son að fjöldamorðingja í spennu-
myndinni Djöfull í mannsmynd
(Prime Suspect). Það er ekki síst
vegna þeirra jákvæðu viðbragða
sem myndin hlaut hér að Stöð 2
hefur fengið grænt Ijós á að sýna
framhaldið, að sögn Gunnellu Jóns-
dóttur kynningarstjóra. Djöfull í
mannsmynd II verður því fyrst sýnd
á íslandi áður en hún fer til sýn-
inga beggja vegna Atlantshafins.
Að sögn Gunnellu sló fyrri myndin
áhorfunarmet í Bretlandi og hlaut
a.m.k. fjórtán verðlaun frá viður-
kenndum stofnunum og kvik-
myndahátíðum um allan heim.
Helen Mirren er enn í hlutverki
Jane í myndinni og nú stendur hún
frammi fyrir jafnvel enn erfiðari
þraut en áður. Lík finnst fyrir tilvilj-
un í hverfi sem aðallega er byggt
dökku fólki. Myndin fjailar öðrum
þræði um samskipti á milli minni-
hlutahópa og lögreglu, auk þess
togstreitu innan lögeglunnar sjálfr-
ar. Seinni hluti myndarinnar verður
sýnd þriðjudaginn 10. nóvember.
Heimsfrum-
sýning verður
á Stöð 21 kvöld
Þáttur Amar Petersen
um norræna tónlist
Rás 2 hefur
gengið í
óformlegt
samstarf
sambærilegra
þátta á hinum
Norðurlöndum
RÁS 2 KL. 16.05 Þáttur Arnar
Petersen um norræna dægurtónlist
heitir nú Stúdíó 33, en hét áður
Nýtt og norrænt. Aðspurður sagði
Örn nafnbreytinguna komna til af
tvennu. Stúdíó 33 gæfi honum svig-
rúm til þess að fjalla um eldri nor-
ræna dægurtónlist en áður og hljóð-
stofan sem Örn hefur aðgang að
hjá danska útvarpinu er nú 33. Örn
sagði einnig frá því að Rás 2 hefði
formlega gengið í óformlegt sam-
starf sambærilegra þátta á hinum
Norðurlöndum, en á dagskrá Norð-
urlandastöðvanna eru vikulega
klukkustundalangir tónlistarþættir,
sem gera dægurtónlist á öllum
Norðurlöndunum skil.
ÝMSAR
STÖÐVAR
SÝN HF.
17.00 Áttaviti (Compass) Ný þátta-
röð í níu hlutum. Hver þáttur er sjálf-
stæður og fjalla þeir um fólk sem fer
í ævintýraleg ferðalög. (1:9)
18.00 Dýralíf (Wild South - Cold
Water, Warm Blood) Margverðlaun-
aðir náttúrullfsþættir sem unnir voru
af nýsjálenska sjónvarpinu. Hin mikla
einangrun á Nýja-Sjálandi og nær-
liggjandi eyjum hefur gert villtu lífí
kleift að þróast á allt annan hátt en
annar staðar á jörðinni. í þættinum
I dag verður fjallað um gjfurlegan
fyölda vaðfugla sem koma til vestur-
hluta Ástralíu í lok hvers árs.
SKY MOVIE
6.00 Dagskrá 7.40 Skemmtun
kvöidsins 8.00 Kyrr norðurhjarans
(Silence of the North) 10.00 Maigret
leynilögga 12.00 Nauðlendingin (A
Thousand Heroes) 14.00 Fordómafár
(Everyday Heroes) 15.00 Setið við
símann (AII Alone By the Telephone)
15.30 Þverhausamir A Case of the
Stubborns 16.00 Sumar í Ameríku
(An American Summer) 18.00 Kapp-
akstursæði (Cannonball Fever) 20.00
Hröð umskipti (Quick Change) 21.40
Fréttir úr kvikmyndaheiminum 22.15
Á barmi örvæntingar Desperate
Hours 24.00 Quigley fer til Astralíu
Quigley Down Under 2.00 Dauða-
gildran Cat Chaser 4.00 Vonlaust
tilfelli 2 Basket Case 2
SKY ONE
16.00 Hótel 17.00 Hart á móti hörðu
(Hart to Hart) 18.00 Vaxtarverkir
(Growing Pains) 18.30 Simpson-fjöl-
skyldan 19.00 Stökkstræti (21 Jump
Street) 20.00 Ef dagur rís If To-
morrow Comes 23.00 Kvöldskemmt-
un 24.00 Dagskrárlok
EUROSPORT
3.30 Kappakstur, Grand Prix, form-
úla 1, bein úts. 5.30Kappakstur, end-
urs. 9.00 Þolfimi 9.00 Evrópskar
íþróttafréttir 10.00 Alþjóðlegur
íþróttaþáttur 11.00 Alþjóðlegir
hnefaleikar 12.00 Kappakstur 13.30
Tennis ATP, bein útsending frá úr-
slitakeppni í Bercy í Frakklandi 16.30
Hestaíþróttir 17.30 Berlínarmai'a-
þonið, bein útsending 18.30 Heims-
bikarkeppni í golf; 20.00 Úrslit
íþróttaleikja 21.00 Úrslit ATP-tenni-
skeppninnar í París endursýnd 23.00
Úrslit vikunnar 24.00 Dagskrárlok
SCREENSPORT
24.00 Samveldishjólreiðakeppnin
1.00 Hnefaleikar 2.30 Keppni at-
vinnukvenna í keilu 3.30 PBÁ keila
4.30 Alþjóðlegar akstursíþróttir 5.50
Alþjóðleg hestasýning I Stuttgart
6.50 Brasilíski fótboltinn 9.00 Hnefa-
leikar, fjaðurvigt 11.00 Háskólafót-
bolti 13.00 Snóker í Skotlandi 15.00
Áhættuíþróttir 15.30 Kappakstur
torfærubíla 16.00 Hnefaleikar 17.30
Uppriijun atburða 18.00 Körfubolti,
bein úts. 20.00 Spænski, hollenski
og portúgalski fótboltinn 22.00 Upp-
rifjun úrslita í F2 keppninni 23.00
PBA keila 24.00 Alþjóðlega hesta-
sýningin I Stuttgart 1.00 Dagskrárlok
Menntavoridá ísafirði 1931
í ÞÆTTINUM Menntavorinu á ísafirði 1931, sem er í
umsjón Finnboga Hermannssonar kl. 14 á Rás 1, er
leitað til samtímaheimilda og talað við gamla nemend-
ur. Þátturinn er styrktur af Menningarsjóði útvarps-
stöðva.
Þá kenndi
Gustel
Weinem
bastvinnu,
sem virðist
hafa verið
nýjung á
þeim tíma
Árið 1931 var Gagnfræðaskóli
ísafjarðar settur á stofn og var
fyrsti skólastjóri hans Lúðvig Guð-
mundsson, sem síðar var skóla-
stjóri Myndlista- og handíðaskóla
íslands. Lagt var af stað með mikl-
um metnaði og meðal annars var
fenginn þýskur kennari til skólans,
Gustel Weinem, til þess að kenna
myndlist og handíðir.
Gustel Weinem lagði áherlsu á
að efla frumkvæði nemenda og
Iistfengi þeirra. Þetta gerði hún
með því að láta þá skapa, en „ekki
með því að láta þá apa eftir fyrir-
myndum," eins og sagði um nem-
endasýninguna 1932. Sýningin
þótti svo merkileg, að farið var
með hana til Reykjavíkur þar sem
hún var sett upp i Áusturbæjarskó-
lanum og fékk mikið lof. Skóla-
stjórinn Lúðvig Guðmundsson
kenndi mikið í fyrirlestrum og
hafði ekki mikla trú á sífelldum
utanbókarlærdmómi. Hann átti
auk þess þátt í því ásamt Haraldi
Leóssyni og fleiri kennurum, að
skólasel var reist í Tunguskógi og
nefnt Birkihlíð. Var það gert í sjálf-
boðavinnu. Á sumrin var þar
vinnuskóli að nokkru leyti eftir
þýskri fyrirmynd. Bæði Lúðvig og
fyrsti fastráðni kennari gagn-
fræðaskólans, Haraldur Leósson,
voru gagnmenntaðir menn og
höfðu stundað nám í Evrópulönd-
um, þar á meðal í Þýskalandi á
þriðja áratugnum.