Morgunblaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ VfflSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1992 C 7 Fundur Rætt um nýja vaxtar- möguleika atvinnulífs Ársfundur Rannsóknaráðs og Vísindaráðs verður haldinn á morgun fðstudag þar sem m.a. verður rætt um nýja vaxtar- möguleika atvinnulífsins með því að efla hagnýtar rannsóknir og nýsköpun. Nýlega birti OECD skýrslu um vísindi og nýsköpun á íslandi þar sem birt er niðurstaða úr úttekt á þróun tæknistarfs á íslandi og lagðar fram hugmyndir að aðgerð- um sem grípa þarf til að mati skýrsluhöfunda. Því er haldið fram að mjög þurfi að efla rannsókna- og þróunarstarf til að koma at- vinnulífinu á hreyfingu og til að hægt verði að auka hagvöxt. Á fundinum verður m.a. fjallað um viðbrögð stjómvalda til þessara mála og skýrð ætlun ríkisstjórnar- innar að auka framlög til rann- sókna og þróunarmála. Á fundinum verður einnig komið inn á það að ef EES samningurinn Námskeið Pappírsflóð kostar 200 þúsund á starfsmann VIDEO Arts, sem framleiðir og dreifir kennsluþáttum, hefur gefið út kennslupakkann „Clear your desk!“ eftir Declan Tracy um hvernig hreinsa má skrif- borð. Rannsóknir sýna að hvert blað er meðhöndlað fimm sinn- um á dag og hver starfsmaður eyðir að meðaltali 45 mínútum af daglegum vinnutíma sínum við að leita að réttu blaði. Árleg- ur kostnaður þessarar tíma- eyðslu hefur verið reiknaður 200.000 krónur á starfsmann. Kennslumyndbandið er skrifað af Sir Anthony Jay (Yes, Prime Minister) og leikstýrt af Charles Chricton (A Fish Called Wanda). Með kímni er tekið á ýmsum stað- reyndum varðandi pappírsflóð, m.a. það að 15 milljónir mílna af pappír fara daglega um skrifborð í heiminum og 80% af því er óþarfi samkvæmt skýrslu bandarískra pappírsframleiðanda. I myndbandinu kemur m.a. fram að til að ákveða hverju á að henda er eftirfarandi spurningum svarað: Mun ég raunverulega einhverntím- ann þurfa á því að halda? Myndi það skipta máli ef ég týndi því? Er einhver annar með afrit? Þarf ég á því öllu að halda eða bara hluta þess? Fyrirtækið Vitund er umboðsað- ili Video Arts á íslandi. Ráðstefna Ný dögun í fjarskiptum PÓSTUR og sími efnir til ráð- stefnu á morgun, föstudaginn 26. nóvember til að kynna nýja fjar- skipaþjónustu, Gagnahólf og Háhraðanet. Ráðstefnan verður haldin á Holiday lnn, Hvamini og stendur frá kl. 8.00-16.00. Á ráðstefnunni verða fyrirlestrar um þá möguleika sem þessi nýja fjarskiptatækni býð- ur upp á. verður samþykktur þá fá íslend- ingar aðgang að rannsóknaverk- efnum sem Evrópubandalagið styður og þar með jafnan aðgang að rannsóknasjóðum bandalagsins eins og hvert annað bandalagsríki. Kynnt verða fjölmörg rann- sókna- og þróunarverkefni sem stunduð eru á rannsóknastofnun- um og innan fyrirtækja. ÞJOIUUSTUBILL — Jötunn hf. hefur tekið í notkun annan þjónustubíl fyrir Alfa Lav- al mjaltavélar. Framvegis verður einn þjónustubíll staðsettur á Akureyri og þjónar einkum Norðurlandi en annar verður gerður út frá Reykjavík og þjón- ar einkum Suðurlandi. Báðir bíl- arnir þjóna svo Vesturlandi, Vestfjörðum og Austurlandi eftir þörfum. í hinum nýja bíl eru all- ir algengustu varahlutir og fylgi- hlutir fyrir Alfa Laval mjaltabún- að, sem yfir 90% bænda níunu nota. Utbob ríkisvíxla (RV RÍK - 3. fl. 1992) 1. Fjármálaráðherra, f.h. ríkissjóðs, hefur ákveðið að bjóða út rfkisvíxla í samræmi við heimildarákvæði lánsfjárlaga fyrir árið 1992 og meö hliðsjón af á- kvæðum laga nr. 79/1983 svo og laga nr. 43/1990, 1. gr., um Lánasýslu ríkisins. Tilboðsdagur er 2. desember 1992. 2. í boði verða ríkisvíxlar f 3. fl. 1992 með útgáfudegi 4. desember 1992 og gjalddaga 5. mars 1993. Lág- marksfjárhæð útboðsins er 500 miiljónir króna. Heildarfjárhæð útboðsins er áætluð um 2000 millj- ónirkróna, samkvæmt nánari ákvörðun fjármálaráð- herra um töku tilboöa, en þar af mun Seðlabanki ís- lands kaupa ríkisvfxla fyrir 300-500 milljónir króna á meðalverði samþykktra tilboða. 3. Ríkisvíxlarnir verða gefnir út í fjórum verðgildum; 1.000.000, 10.000.000, 50.000.000 og 100.000.000 krónur að nafnvirði og verða þeir innleystir hjá Lánasýslu ríkisins eða Seðlabanka íslands á gjald- daga. Ríkisvíxlarnir eru án nafnvaxta og verðtrygg- ingar. 4. Löggiltum verðbréfafyrirtækjum, löggiltum verð- bréfamiðlurum, bönkum og sparisjóðum er einum heimilt að gera bindandi tilboð í ríkisvíxla sam- kvæmt tilteknu tilboðsverði. Öðrum er heimilt að gera bindandi tilboð í meðalverð samþykktra tilboöa (meðalávöxtun vegin með fjárhæð). Taka tilboða samkvæmt þessari málsgrein er háð því að sam- þykkt tilboð á tilteknu tilboðsverði verði að minnsta kosti 500 milljónir króna. 5. Lágmarkstilboð í ríkisvíxla samkvæmt tilteknu til- boðsverði er 5 milljónir króna og lágmarkstilboð f meðalverð samþykktra tilboða er 1 milljón króna. Gera skal bindandi tilboð í lágmarksfjárhæð og heilt margfeldi verðgilda, sbr. 3. grein, sé boðið umfram lágmarksfjárhæð. 6. Tilboð má senda á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá Lánasýslu rfkisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir kl. 14.00 miðvikudaginn 2. desember 1992 og séu þau í lokuðum umslögum. 7. Heimilt er að símsenda tilboð í staðfestu símskeyti, og skulu þau berast fyrir sama tíma og getið er í 6. gr-. hér að framan. í undantekningartilfellum má þó 10. 11. Reykjavík 24. nóvember 1992 LANASYSLA RIKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæö, 150 Reykjavík, sími 91-626040 senda tilboð með myndsendi í númer 91-626068 milli kl. 13 og 14 á tilboðsdegi ef það er staðfest fyr- irfram með símtali við forstjóra Lánasýslu ríkisins eða fulltrúa hans. Rfkissjóður áskilur sér rétt til þess að hafna tilboð- um í heild eða taka tilboðum að hluta umfram lág- marksfjárhæð útboðsins samkvæmt 2. gr. Breyting eða afturköllun tilboðs skal hafa borist Lánasýslu rfkisins fyrir kl. 14.00 á tilboðsdegi. Tilboðsgjöfum verða kynntar niðurstöður útboðsins með símtali eða sfmsendu bréfi eins fljótt og hægt er eftir að þær liggja fyrir, þó eigi sfðar en daginn eftir að tilboðsfrestur rennur út. Niðurstöður útboðs- ins verða kynntar tölulega eins fljótt og hægt er, án vísunar til nafna tilboösgjafa, með fréttatilkynningu til fjölmiðla. Greiðsla fyrir rfkisvíxla skv. tilboðum sem tekin verða, þarf að berast Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 16.00 á útgáfudegi, og verða ríkisvíxlarnir afhentir eða póstsendir fyrir kl. 17.00 sama dag nema þess sé óskað sérstakiega að Lánasýsla ríkisins geymi ríkisvíxlana. Berist greiðsla ekki á réttum tíma áskil- ur ríkissjóður sér rétt til að krefja tilboðsgjafa um hæstu lögleyfðu dráttarvexti fyrir þann tíma sem greiðsla dregst. Tilboðsgjafa er heimilt að greiða til- boðsfjárhæð með eídri ríkisvíxlum, en verðmæti slíkra víxla miðast við þá ávöxtun sem felst í teknu tilboði tilboðsgjafa. Rfkisvíxlar eru stimpilfrjálsir. Um skattskyldu eða skattfrelsi svo og forvexti af þeim, fer eftir ákvæðum laga um tekju- og eignaskatt eins og þau eru á hverjum tíma, sbr. nú 8. gr., 1. tl. B-liðar 30. gr., 74. og 78. gr. laga nr. 75/1981, með síðari breytingum, sbr. og lög nr. 7/1974 og lög nr. 79/1983. Ríkisvíxl- ar eru framtalsskyldir. 12. Flokkur þessi verður skráður á Verðbréfaþingi ís- lands og verður Seðlabanki íslands viðskiptavaki flokksins. 13. Útboðsskilmálar og tilboðseyðublöð liggja frammi hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.