Morgunblaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/flTVINNDLÍF FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1992 C 11 Olíumarkaðurinn Guðmundur W. Vilhjálmsson Olía og steinar hafsins Ný viðhorf með nýjum herrum í Bandaríkjunum Áður en við ræðum OPEC-fund, sem hófst í gær, 25. nóvember, áður en við hugleiðum, hvort þeim ríkjum, sem eiga hlut að máli, tekst að styrkja innviði sína, skulum við huga að öðru. í janúar mánuði nk. tekur nýr forseti við stjórn í Bandaríkjunum, olíufrekustu ríkiseiningar í heimin- um, sem flytur inn 7 milljónir tunna af erlendri olíu á dag, um fjórðung þess frá Saudi Arabíu. Það er mögu- legt að aðgerðir hins nýja forseta geti haft áhrif á olíujafnvægi og jafn- vel olíuverð í heiminum. Það hefur komið fram hjá sérfræðingum, sem hinn verðandi forseti hefur kallað til, að hann ætli sér að hressa upp á lasburða olíuiðnað Bandaríkjanna. Tilgangur þess er að gera Bandarík- in óháðari olíu frá Miðausturlöndum, skapa vinnu heima fyrir og ekki síst að afla tekna fyrir ríkissjóð til að koma á efnahagsumbótum, en til þess var Bill Clinton kjörinn forseti. Sennilega verður tollur lagður á alla innflutta olíu, frekar en að skatt- leggja notkun á lokastigi. Innflutningur á olíu hefur aukist hröðum skrefum í Bandaríkjunum og sýnist mörgum hann vera kominn á hættulegt stig. Jafnframt dregur stöðugt úr framleiðslu í Bandaríkjun- um vegna framleiðslukostnaðar, sem umhverfissjónarmið hafa aukið mjög. Olíufélög í Bandaríkjunum töldu stjórn Bush sér óvinveitta og er talið að olíuiðnaðurinn hafí stutt Ross Perot í nýafstöðnum forsetakosning- um. Fjárfestingar í olíuiðnaði Banda- ríkjanna eru í lágmarki og leitar fjár- magn olíufélaganna til annarra olíu- ríkja og eru mörg ríki um boðið. En tollarnir verða að vera nokkuð háir til að gera olíuiðnað Bandaríkjanna lífvænlegan. Vinnslukostnaður þar er sennilega að lágmarki 18 dollarar á tunnu og útflytjandi olíu til Banda- ríkjanna, sem hefur kostað frá einum til þrem dollurum til vinnslu hennar, getur lækkað verð hennar, sem lág- um tolli nemur. Með sæmilega háum tollum á innflutta olíu mun hinum nýja forseta takast betur að endur- reisa veldi og virðingu Bandaríkj- anna, bæta menntun og heilsufar, vinna á fátækt og fækka útigangs- mönnum í stórborgum Bandaríkj- anna. Tollatekjurnar munu fjár- magna þær aðgerðir. Þriggja dollara tollur myndi gefa af sér 9-10 millj- arða dollara. Skattur á neytendur, bensínnotendur, myndi þó draga Tímarit * Island íal- þjóða við- skiptum VÍÐSÝNI, útskriftarblað við- skiptafræðinema, er komið út og fjallar það að þessu sinni um ís- land í alþjóðaviðskiptum. Fjöldi áhugaverðra greina er í tímatit- inu en ritstjórar eru Matthildur Brypjólfsdóttir og Ómar Geir Þorgeirsson. I inngangi tímaritsins segir að til að draga úr áhrifum sveifla í sjávar- útvegi á tekjur þjóðarbúsins þá sé nauðsynlegt að auka víðsýni og leita nýrra tækifæra í öðrum atvinnu- greinum. Greinarnar í blaðinu eru eftir Árna Zophaníasson, Davíð Bjöms- son, Ingjald Hannibalsson, Gunnar Rafn Birgisson, Guðmund Magnús- son, Svein Hannesson, Garðar Ing- varsson, Guðjón Auðunsson, Helgu Guðrúnu Jónasdóttur, Gylfa Sigfús- son, Öldu Möller, Pál Hjaltason og Grím Sæmundsson meir úr olíunotkun, en einn megin- þáttur olíusóunar í heiminum er sá að bensín í Bandaríkjunum kostar ekki nema um fjórðung þess, sem það kostar annars staðar. En það er lítil hrifning yfír þessum aðgerðum hjá Saudi Aröbum eða öðrum olíu- framleiðsluríkjum, þótt benda megi á að tollar og skattar eru töluvert hærri af olíuvörum í Evrópu. Hver eru rökin fyrir því að olían, ein afurða auk gullsins, seljist á sex til áttföldu framleiðsluverði? Rökin eru samtök: OPEC. OPEC-ríkin hafa ekki í tíu ár framleitt jafnmikið af olíu og nú. Hráolíuframleiðsla þeirra í október var 25.215 MT/D (milljón- ir tunna á dag), en á síðasta OPEC- fundi var stefnt að 24.2 MT/D frarri- leiðslu. Ástæðan fyrir þessarri um- framframleiðslu er kapphlaup Saudi Arabíu og Irans um að hámarka framleiðslu sína áður en að nýju kemur til skiptingar á kvóta hjá OPEC, en þar myndi verða tekið til- lit til framleiðslugetu. Veturinn er að bregðast OPEC. Sumir telja jafn- vel að síðbúinn harðinda vetur myndi ekki minnka nægilega þær birgðir sem verðaf yrir hendi þegar vorar. Tímaritið Argus bendir þó á, að vet- urinn 1988, þegar mildir kuldar voru í Bandaríkjunum, Evrópu og Japan, jókst olíunotkun um 1,1 milljón tunna fram yfír áætlun og að með slíkum kuldum og samdrætti í útflutningi frá Rússlandi, færi kúfurinn af birgð- unum. Steinar hafsins Tveir kallar í duggarapeysum sitja á bryggjusporði í þorpi úti á landi, dingla fótum, horfa í hafíð. Loks segir annar þeirra: Það vildi ég, að allir steinar hafsins yrðu að gulli. Bætir svo við: Hefur þig aldrei lang- að til að eiga pokabuxur? Olía í jörðu varð að gulli suður í löndum araba og furstar og soldánar gátu keypt silkipokabuxur eða silkiserki á hirð sína. Arabagróðinn flæddi um iðnrík- in og keypti og keypti: Arabar er bara búnir að kaupa öll fínustu hótel- in okkar, bestu fyrirtækin! Svo hvarf þessi gróði, eins og annar skyndi- gróði, stríðsgróði Islendinga, sem myndaðist, þegar steinar hafsins urðu skyndilega en skamma stund að gulli. Kaupendur á fiski ráða meiru um verð vörunnar en kaupend- ur olíu, eða þannig telja framleiðend- ur að það eigi að vera. Og þess vegna funda OPEC-ríkin nú í Vínarborg, stórskuldug ríki, yfírleitt vegna stríða. En mörg þeirra eru treg til fund- arsóknar. Ekvador hefur nú gengið úr þessum samtökum og Indónesía, sem ávallt hefur látið í sér heyra á þessum fundum, hverfur brátt, þar sem innflutningur þeirra á olíuvörum verður meiri en útflutningur. Af hverju ættu þessi ríki að mæta á þessum fundum og greiða stórar fúlgur í samtökin til þess eins að heyra Saudi Arabíu og íran deila? Með áframhaldandi kapphlaupi sínu um framleiðslumagn gætu Saudi Arabía og íran gengið af OPEC dauðu. Þessi ríki gera sér væntanlega grein fyrir því að langsoltið írak, sem skapa kynni aðstæður fyrir niðurfell- ingu viðskiptabannsinSj myndi ekki lengi biðla til OPEC. Irak gæti, ef OPEC ætlar því ekki verulegan hlut í olíuverslun heimsins, sagt sig úr OPEC og jafnvel undirboðið önnur olíuríki, selt olíu sina undir heims- markaðsverði. Ekki er kærleiksbönd- um fyrir að fara. Líkur á afnámi viðskiptabannsins gegn írak hafa ekki aukist út af fýr- ir sig með kjöri Clinton sem forseta Bandaríkjanpa, en hervæðing írans er augljós og veður skipast oft fljótt í lofti. Ýmsir telja að ekki verði ftið- vænlegt við Persafióa, ef íran á alls kostar við umhverfi sitt. Olíuforðabúr heimsins væri öruggara ef írak væri þar til mótvægis. En nú hafa íranir rétt Sameinuðu Furstadæmunum, bandalagsríki Saudi Araba, sáttar- hönd í deilunum um eyjarnar í Persa- flóa, Abu Musa og stærri og minni Þumal, en þar eru mildar gasnámur. Bendir það til að þeir vilji ná sáttum við Saudi Araba. Þeir, hinsvegar eru sáttir við 18-21 dollara verð á tunnu, en það var í síðustu viku 18.80 dollar- ar. Nú sjá þeir hins vegar tákn þess, að verðið lækki enn frekar, og verði óásættanlegt. En það verður erfitt fyrir OPEC að komast að samkomu- lagi að þessu sinni. Myndi það ekki verða mikil bless- un, ef framleiðslukapphlaupið héldi áfram? Ef írak kæmi bráðlega inn, innan eða utan OPEC, með sína framleiðslu, myndi olíuverð stór- lækka með hækkandi sól. Það yrði veruleg vítamínsprauta fyrir hag- kerfi heimsins, sem er í lægð í dag. En er það ekki öfugmæli, að tala um að lækkað olíuverð sé blessun á sama tíma og rætt er um að leggja verulega skatta á olíu og aðra orku- gjafa til að draga úr notkun til vernd- ar umhverfí voru? Ekki má gleyma því heldur, 'að olíuþörf heimsins á eftir að aukast svo mjög, að há- marksframleiðsla í dag dugir ekki. Reynslan sýnir að hækkun í kjölfar lækkunar, verður almennt um það bil jafnmikil og stöðugt olíuverð er farsælast. Að óbreyttum skilyrðum mun OPEC-fundurinn, sem nú stend- ur yfír, frekar ráða úrslitum um það, hvort olíuverð lækkar frá því, sem nú er, heldur en að hann valdi mikl- um hækkunum, nema þá um stuttan tíma vegna taugatitrings í viðkvæmu kerfí. Við skulum samt muna að OPEC kemur stundum á óvart og > spáð er löngum fundi. HASKOLI ISLANDS ENDURMENNTUNARSTOFNUN GÆÐASTJORNUN I Námskeið í þremur 1. Gæðastjórnun í hugbúnaðargerð. Gæðakerfi í gerð og viðhaldi hugbún- aðar. Gæðatrygging hugbúnaðar. Ábati gæðakerfa í hugbúnaðargerð. 2. ISO 9000 staðlarnir og hagnýting þeirra íhugbúnaðargerð. Gæðavottun hugbúnaðarfyrirtækja. Hvert stefnir í Evrópu? 3. Notkun mælitalna við gæðastjórnun í hugbúnaðargerð. Skoðunaraðferð Fagans. HUGBUNAÐARGERÐ sjálfstæðum hlutum. Leiðbeinandi: Finn Svendsen hefur um árabil unnið sem gæðastjóri í hugbúnað- argerð hjá Alkatel KIRK í Danmörku. Eft- ir áramót mun hann starfa við vottun gæðakerfa samkvæmt ISO 9001. Nám- skeiðið er kennt á ensku. Tími: 4., 7. og 8. desember kl. 8.30- 12.30. Verð: Kr. 14.000,- fyrir alla hlutana, en- kr. 5.000,- fyrir hvern hluta. Uppl. s. 694923, -24, -25. Fax 28801. Meistarinn frá mont blanc MEISTERSTUCK MONT° BLANC HAFNARFJÖRÐUR: BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS KEFLAVÍK: BÓKABÚÐ KEFLAVÍKUR AKRANES: BÓKASKEMMAN MONT BLANC VERSLANIR REYKJAVÍK: LEONARD BORGARKRINGLUNNI MAL OG MENNING SlÐUMÚLA 7-9 MÁL OG MENNING LAUGAVEGI 18 PENNINN KRINGLUNNI PENNINN HALLARMÚLA PENNINN AUSTURSTRÆTI SKÁKHÚSIÐ LAUGAVEGl 116. ÍSAFJÖRÐUR: BÓKHLAÐAN SAUÐÁRKRÓKUR: BÓKABÚÐ BRYNJARS AKUREYRl: TÖLVUTÆKI-BÓKVAL VESTMANNAEYJAR: BÓKABÚÐIN HEIÐARVEGI 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.