Morgunblaðið - 03.12.1992, Page 1

Morgunblaðið - 03.12.1992, Page 1
HLJÓMPLÖTUR: Allt í járnum á jólavertíð /4-5 MAREL: Stefnt að tvöföldun veltu á 3-5 árum /6-7 VIÐSKIFTIAIVINNULÍF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1992 BLAÐ Hlutabréfamarkaður Utboð Olíufélagsins liður ífjármögnun SlS-bréfanna Hagnaður um 190 milljónir fyrstu níu mánuði ársins og heildareignir í lok september rúmir 6,9 milljarðar OLÍUFÉLAGIÐ hf. hefur hafið útboð á nýju hlutafé að nafn- virði 50 milQónir króna. Útboðið er liður í þvi að fjármagna kaup félagsins á hlutabréfum Sambandsins, en þau voru sam- tals að nafnvirði 210 miiyónir. Hluthafafundur Olíufélagsins 19. nóvember síðastliðinn samþykkti sem kunnugt er að kaupa öll hlutabréf Sambandsins og lækka hlutafé félagsins um samsvar- andi fjárhæð. Jafnframt var'Mjórn félagsins heimilað að auka hlutafé um allt að 260 milljónir með sölu nýrra hluta. Forkaupsréttarhafar hafa frest til 14. desember til að skrifa sig fyrir nýju hlutafé og verða bréf sem ekki hafa selst að þeim tíma liðnum seld á almennum markaði. Gengi til forkaupsréttarhafa er 4,75 en 5,0 til annarra. Samkvæmt óendurskoðuðu SÖLUGENGI DOLLARS Síðustu fjórar vikur 1 Oj:,yo 59,00 l i i l l 4.n<5v. 11. 18. 25. 2.de's- uppgjöri 30. september sl. var um 190 milljóna króna hagnaður hjá Olíufélaginu fyrstu níu mánuði ársins. Hagnaður fyrir reiknaðan tekju- og eignarskatt var 307,5 milljónir. Allt árið í fyrra var hagn- aður hins vegar 170 milljónir. Heildareignir í lok september voru rúmir 6,9 milljarðar en þar af var eigið fé 3,8 milljarðar. Eiginfjár- hlutfall var því 56%. Eftir kaupin á bréfum Sambandsins hefur eigið fé hins vegar lækkað í tæpa 2,8 milljarða eða 40%. í útboðslýsingu kemur fram að fyrirsjáanleg fjárfestingarþörf 01- íufélagsins er óveruleg á næstu árum. Stefna fyrirtækisins sé að auka hagræðingu, kostnaðareftir- lit og íjármagnsnýtingu innan þess ramma sem fyrirtækið hefur þegar mótað. Þannig sé fyrirtækið best til þess fallið að mæta aukinni samkeppni og ytri áföllum með það að markmiði að hámarka arð- semi fyrirtækisins og hluthafanna. Olíufélagið hf. er stærsta olíufé- lag landsins og eitt íslensku olíufé- laganna þriggja sem alfarið er í eigu íslenskra fyrirtækja og ein- staklinga. Hluthafar eru um 1.200 talsins. Stærstu hluthafar í Olíufé- laginu fyrir hlutaíjárútboðið eru Olíusamlag Keflavíkur með 13,10% og KEA með 10,80%. Aðrir hluthafar eiga minna en 10% hlutafjár. í útboðslýsingunni kemur fram að markaðsstaða Olíufélagsins hefur verið sterk og stöðug und- anfarinn áratug. Þannig var fyrir- tækið með 39,81% markaðshlut- deild í bílabensíni árið 1980 sam- anborið við 39,80% á síðasta ári. Á sama tíma jókst markaðshlut- deild Olíufélagsins í sölu svartolíu úr 42,35% í 47,64% og markaðs- hlutdeildin í sölu gasolíu var svo til óbreytt í tæpum 45%. Ofan- nefndar tegundir ásamt þotuelds- neyti gefa um 85% af brúttófram- legð vörusölu Olíufélagsins hf. og markaðshlutdeild Olíufélagsins í þessum fjórum helstu eldsneytis- tegundum á íslenska olíumarkaðn- um var um 44% eða 250.000 tonn á síðasta ári. Langstærsti kaup- endahópur Olíufélagsins hf. eru skipaútgerðir, sem kaupa um 45% af heildarmagni áðumefndra eld- neytistegunda. Næststærsti hóp- urinn eru bifreiðaeigendur með um 25% af heildarmagninu. Þá hefur Olíufélagið um árabil verið með samning við bandaríska herinn á Keflavíkurflugvelli um dreifingu, þjónustu og geymslu á eldsneyti. LÁNSTRAUST 25 ríkja skv. mati Euromoney Rððin 1992 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. Land Japan Holland Sviss Þýskaland Frakkland Bandaríkin Austumki Kanada Bretland Belgia Noregur Danmörk Svíþjóð Singapore Ástralía Finnland Spánn Lúxemborg Nýja Sjáland Taiwan íriand ftalla Portúgal ÍSLAND Hong Kong Röðin 1988 FJÁRMALATÍMARITIÐ Euromoney birti nýlega niðurstöður sinar um lánstraust þjóða. Hópur sérfræðinga var fenginn til að meta lánstraustið á grundvelli uplýsinga um fjölmörg atriði sem vegin eru saman í ákveðnum hlutföllum. Samkvæmt upplýsingum úr Fréttabréfinu Veröbréfaviðskipti Samvinnubankans varða þessi atriði allt frá stððugleika í stjómmálum til þeirra lánskjara sem hver þjóð nýtur á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum hverju sinni. í könnuninni fyrir árið 1992 lendir Island i 24. sæti, en var i 26. sæti 1988. í Fréttabréfinu segir að aðeins tvær þjóðir í V-Evrópu fái slakari einkunn en ísland, þ.e. Grikkland og Tyrkland. Það sé því Ijóst að láns- traust íslands er slakt í samanburði við þær þjóðir sem við berum okkur saman við. í matinu hefur staða Svía og Finrra versnað verulega en staða Dana hefur á hinn bóginn batnað, hagvöxtur hafi verið vaxandi, viðskipta- jðfnuður jákvæður og verðbólga lítil undanfarin ár. , ■ HAGKVÆMASTI KOSTURINN ÞEGAR ALLS ERGÆTT. SAGA BUSINESS í viðskiptaferðum með Saga CLASS Business Class lækkarðu ferðakostnað til muna með því að eiga kost á heimferð strax og þú hefur lokið viðskiptaerindum þínum. Þeir scn/ reikini dicmii) ti'I encLi veljii cilltdJ Síigíi B/isiuess C/íiss Mundu einnig að eitt og sama fargjald með Saga Business Class getur gilt milli margra áfangastaða í sömu ferð. Þú nýtur svo ávinnings af að geta eins fljótt og auðið er tekist á við verkefni sem bíða þín heima. FLUGLEIÐIR Traustur ísltnskur ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.