Morgunblaðið - 03.12.1992, Qupperneq 2
2 C
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1992
Lífeyrissjóðir
Tilmæli um rýmkaðar reglur
um hlutabréfakaup
SAMBANDSSTJÓRN Sambands almennra lífeyrissjóða (SAL) hefur
samþykkt að beina því til aðildarsjóða SAL að rýmkaðar verði regl-
ur um hlutabréfakaup sjóðanna. Auk þess er einstökum aðildarsjóð-
um SAL nú heimilt að eiga allt að 10% af hlutafé í hverju einstöku
félagi, en eldri regla miðaðist við 5% eignarhlutdeild í hveiju fyrir-
tæki. Þetta kom fram í máli Hrafns Magnússonar, framkvæmda-
sljóra SAL, í erindi hans á ráðstefnu Landsbréfa í gær.
Hinar rýmkuðu reglur eiga að
felast í því að í stað þess að miða
heildarkaup í hlutabréfum við ekki
hærri fjárhæð en sem nemur 10%
af iðgjaldatekjum viðkomandi líf-
eyrissjóðs sé nú miðað við 10% af
árlegu ráðstöfunarfé.
Hrafn lagði áherslu á umfang
lífeyrissjóðanna og sagði að ljóst
væri að vöxtur og viðgangur ís-
lenska hlutabréfamarkaðarins á
næstu árum myndi að verulegu
leyti fara eftir því hversu mikið líf-
eyrissjóðimir fjárfestu í hlutabréf-
um. „Ég tel nauðsynlegt að styrkja
eiginijarstöðu innlendra fyrirtækja,
en mjög mikilvægt er að íslensk
fyrirtæki búi við viðunandi eigin-
fjárhlutfall. Þetta á ekki síður við
vegna þess að íslensk fyrirtæki búa
við meiri sveiflur í rekstrarum-
hverfí en erlend fyrirtæki.“
Sambandsstjórnarfundur SAL
hefur einnig samþykkt að "’beina
því til aðildarsjóðanna að heimilt
væri að festa fé lífeyrissjóðsins í
traustum erlendum verðbréfum og
hlutabréfum sem skráð væru á
verðbréfamörkuðum Efnahags- og
framfarastofnunar Evrópu
(OECD). Hlutfall erlendra eigna
ætti þó ekki að fara umfram 5%
af hreinni eign til greiðslu lífeyris.
Hrafn sagði að nauðsynlegt
væri fyrir lífeyrissjóði að fjárfesta
erlendis til að dreifa áhættunni
auk þess hefði arðsemi hlutabréfa
erlendis verið mjög góð þegar til
lengri tíma væri litið. Hann sagði
hins vegar: „M.a. vegna vaxandi
atvinnuleysis, og vegna þess að
engar líkur eru á verulegum ijár-
festingum eða skuldabréfakaup-
um útlendinga hér á landi á næstu
misserum, tel ég að þess sé ekki
að vænta að nema lítill hluti af
ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna fari
í erlendar fjárfestingar á næsta
ári. Þá verður að segjast eins og
er að fárfestingar erlendis eru
ekki beinlínis fýsilegur kostur nú,
miðað við þá háu raunvexti sem
í boði eru innanlands.“
Hlutabréf sem %
af eignum lífeyrissjóða
England
Bandarlkin
Japan
Holland
Danmörk
Sviss
Svíþjóö
Finnland
Island
SAL 12/1992
100
I Lönd
LIFEYRISSJOÐIR — Hrafn sagði í erindi sínu að samanbor-
ið við að íslenskir lífeyrissjóðir hefðu aðeins fest tæplega 2% af eign-
um sínum í hlutabréfum, festu erlendir lífeyrissjóðir verulegan hluta
eigna sinna í hlutabréfum. Um 80% af eignum bresku lífeyrissjóðanna
væru í hlutabréfum og 20 stærstu bandarísku lífeyrissjóðirnir ættu
um 10% af almenningshlutabréfum þar í landi.
Einkavæðing
Sala ríkisfyrirtækja helmingi
minni en fjárlöggerðu ráð fyrir
Um 40% af hlutabréfum í Jarðborunum seld eftir að upphaflegur
tilboðsfrestur rann út
Hlutabréf
Árið líður en hluta-
bréfasalan í lágmarki
SKRÁÐ sala á hlutabréfum á Verðbréfaþingi íslands og
Opna tilboðsmarkaðnum var einungis um 3,5 milljónir króna
vikuna 25.nóvember til l.desember. Líkt og í siðastliðinni
viku seldist mest af hlutabréfum í Eignarhaldsfélagi Iðnaðar-
bankans fyrir 1,7 milljónir króna en mesta gengishækkunin
var hjá Olíufélaginu, í 5,00 úr 4,70.
Til samanburðar má geta
þess að í síðastliðinni viku var
skráð sala fyrir tæplega 13
milljónir króna.
Alls seldust hlutabréf í 4
hlutafélögum fyrir utan Eign-
arhaldsfélag Iðnaðarbankans
og Olíufélagið. í Hlutabréfa-
sjóðnum seldust bréf fyrir 770
þúsund á genginu 1,36 og 1,30,
í Hampiðjunni fyrir 99 þúsund
á 1,05, í Eimskipi fyrir 604
þúsund á 4,15 og 4,25 og
Hlutabréfasjóði Norðurlands
fyrir 89 þúsund á genginu 1,08.
FRAMKVÆMDANEFND um einkavæðingu hefur ákveðið að fram-
lengja tilböðsfrest í hlutabréf Jarðborana hf. til áramóta. Upphafleg-
ur tilboðsfrestur rann út 20. nóvember sl., sala hafði þá staðið í
þijá mánuði og hlutabréf fyrir 104 milljónir króna selst. Það eru
40% af þeim 260 milljónum sem áformað var að selja. Að sögn Hreins
Loftssonar hafa einkavæðingaráformin alls skilað rúmlega 300 millj-
ónum það sem af er árs en hann gerir ráð fyrir að alls geti sala
ríkisfyrirtækja orðið um hálfur milljarður um áramótin ef úr sölu
hlutabréfa í Jarðborunum rætist og hlutabréf í Islenskri endurtrygg-
ingu verða sett á markað og seljist. I fjárlögum ársins var gert ráð
fyrir að selja eignir ríkissjóðs fyrir 1.075 milljónir króna.
Að sögn Stefáns Halldórssonar
hjá Kaupþingi, sem sér um hluta-
fjárútboð Jarðborana, hafa margir
fjárfest í Jarðborunum en lífeyris-
sjóðir væru ekki jafnstór hluti og
gert hafði verið ráð fyrir. Níu lífeyr-
issjóðir hefðu fjárfest samtals fyrir
54,5 milljónir króna en 151 ein-
staklingur fyrir 22,3 milljónir
króna, aðrir fjárfestar væru fjár-
festingarsjóðir og lögaðilar.
„Skýringar á dræmri sölu eru
m.a. þær að staðan á hlutabréfa-
markaði hefur breyst mikið frá því
í sumar. Meiri svártsýni er við lýði,
einkum um afkomu fyrirtækja. Um
það leyti sem sala hlutabréfanna
hófst ágerðust fréttir um slæmt
atvinnuástand, uppsagnir starfs-
fólks, lokun fyrirtækja og alls kyns
rekstrarerfiðleika. Hlutabréfa-
markaðurinn hefur lent í niður-
sveiflu og viðskipti hafa verið lítil
og farið minnkandi. Þá hafa mark-
aðsvextir skuldabréfa hækkað
verulega og framboð hefur aukist,
einkum á ríkistryggðum bréfum.
Húsbréfaútgáfa hefur farið fram
úr áætlunum og nýtt útboðsfyrir-
komulag hefur aukið sölu á skulda-
bréfum ríkisins."
Stefán sagði einnig að umræður
um atvinnumál hefðu snúist upp í
kröfur um þátttöku stórra fjárfesta
í að skapa atvinnutækifæri. Því
hefðu lífeyrissjóðir og ýmsir stórir
ljárfestar sem talist gætu líklegir
kaupendur hlutabréfa Jarðborana
hf. haldið að sér höndum og fremur
ljáð öðrum málum stuðning sinn.
„Ljóst er að við þessar aðstæður
er árangurinn viðunandi, einkum í
sölu til einstaklinga. Lífeyrissjóðirn-
ir hafa hins vegar brugðist vonum
okkar, en þó kann að rætast úr
með nýgerðu samkomulagi ríkis-
stjórnarinnar við sjóðina.“
Hlutabréf
- fíeykjavík - $ími 689000
Jólahlaðborð á Holiday Inn
Öll hádegi - öll kvöld.
Verð kr. 1.950.- á mann
Salir fyrir 30-120 manna hópa,
m.a. Háteigur á efstu hœð með
útsýni yfir borgina.
Rífandi sala í bréfum KEA
UM 80% af hlutabréfum í hluta-
fjárútboði Kaupfélags Eyfirð-
inga höfðu selst í gær, miðviku-
dag, eða um 39 milljónir af 50
milljónun á genginu 2,25. Ut-
boðið hófst sl. þriðjudag. Að
sögn Jóns Halls Péturssonar,
framkvæmdastjóra Kaupþings
á Norðurlandi sem sér um út-
boðið, eru fjárfestar bæði líf-
eyrissjóðir, smærri fjárfestar
og einstaklingar. Hann gerir
ráð fyrir að það hlutafé sem
eftir er seljist nú í desember.
Til að gera hlutabréfin að eftir-
sóknarverðum fjárfestingarkpsti
stefnir stjórn KEA að því að
greiddur verði 15% arður, í sam-
ræmi við gildandi ákvæði skatta-
laga um hámark frádráttarbærs
arðs, nýttar verði til fullnustu
heimildir á hveijum tíma til úgáfu
jöfnunarhlutabréfa. Þá á að sækja
um skráningu hlutabréfanna á
Verðbréfaþingi íslands í kjölfar
útboðsins.
Samkvæmt upplýsingum um
útboðið gilda um samvinnuhluta-
bréf að nokkru leyti mismunandi
lagaákvæði en um önnur hluta-
bréf. Samvinnuhlutabréfunum
fylgir ekki atkvæðisréttur, en hlut-
hafar hafa málfrelsi og tillögurétt
á fundum, hluthöfunum er veittur
aukinn réttur til að knýja fram
arðgreiðslur og útgáfu jöfnunar-
hlutabréfa og hluthafar eiga for-
gang umfram félagsmenn til
greiðslu úr sjóðum félagsins, verði
því slitið. Þeir þurfa því ekki að
sæta lækkun hiutafjár tiljöfnunar
taps fyrr en stofnsjóður félags-
manna er tæmdur.
Viðskipti
Orka heldur umboðinu
frá Du Pont Scandinaviu
ORKA hf. hefur fengið aftur umboðið fyrir bílalakkvörur frá
Du Pont Seandinavia AB sem fyrrum starfsmaður fyrirtækisins
náði til sín í síðustu viku þegar hann sagði þar upp störfum. í
kjölfarið fór Helgi Baldursson, forstjóri Orku, til Svíþjóðar til
viðræðna við forráðamenn Du Pont Scandinavia þar sem þeir
lýstu því yfir að Orka væri einkaumboðsðili þeirra á íslandi.
Uppistandið hefði stafað af röngum upplýsingum, enda hefði
Orka hf. staðið við alla samninga við Du Pont Scandinavia.
Helgi Baldursson sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að þegar
umræddur starfsmaður sagði
upp störfum hjá Orku hefði kom-
ið í ljós að hann hafði í nokkrar
vikur staðið í viðræðum við aðila
hjá Du Pont Scandinaviu um að
yfirtaka umboðið frá þeim. „Við
fréttum hjá þessum fyrrverandi
starfsmanni okkar að hann væri
kominn með umboðið þegar hann
sagði upp störfum hjá okkur.
Mín viðbrögð voru að fara strax
út til viðræðna við forráðamenn
Du Pont og þar kom í ljós að
þetta var allt byggt á allshetjar
misskilningi. Þessi starfsmaður
var í lykilaðstöðu hjá Orku og
hafði gefið aðilunum í Svíþjóð
rangar upplýsingar sem mér
tókst að leiðrétta."
„Eftir því sem maður hefur
heyrt virðist sem þetta sé orðin
faraldur hér á landi,“ sagði Helgi.
„Við erum reynslunni ríkari og
getum þakkað fyrir að hafa
brugðist nógu fljótt við. Það er
eina ráðið sem hægt er að gefa
þeim sém lenda í þessu. Aðspurð-
ur hvort einhveijir eftirmálar
yrðu af þessu máli af hálfu Orku
sagði Helgi svo ekki vera, enda
hefði hluti af samkomulagi Orku
við Du Pont Scandinavia falið í
sér að umræddur fyrrverandi
stárfmaður Orku yrði ekki lög-
sóttur af fyrirtækinu.