Morgunblaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSXIPTI/ATVINNVLÍF FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1992 ----------------------------IIJtfHiÆIVTAMT^nHWHV t R>/..l'M'JUHUk £4 SAMNINGUR — Á myndinni sjást forsvarsmenn fyrirtækj- anna undirrita samninginn, Jón Ragnar Höskuldsson forstöðumaður Tölvumiðstöðvar sparisjóðanna, Matthías Á. Mathiesen stjórnarformað- ur Sparisjóðs Hafnarfjarðar og Hálfdan Karlsson framkvæmdastjóri íslenskrar forritaþróunar. IÐAaUTMMI'í Hugbúnaður Sjparisjóðimir velja OpusAllt hugbúnað TÖLVUMIÐSTÖÐ sparisjóðanna og íslensk forritaþróun hf. sömdu i gær, miðvikudag, um kaup sparisjóðanna á ÓpusAllt viðskipahugbún- aði. Sparisjóðirnir og íslensk forritaþróun hf. vinna saman að því að byggja upp staðlað uppgjörskerfi fyrir fjárhagsbókhald er innifeiur í sér m.a. lestur upplýsinga frá Reiknistofnu bankanna (RB) yfir í ÓpusAUt viðskiptahugbúnað, auk sendinga á upplýsingum til RB. Auk fjárhagsbókhaldsvinnslu innifelur þessi samningur kaup á öðrum ÓpusAllt kerfum, s.s. við- skiptabókhaldi, eigna- og fyrning- kerfi, birgðabókhaldi og sölukerfi. Með stöðluðum ÓpusAllt við- skipahugbúnaði geta sparisjóðimir jafnóðum framkvæmt allar uppgjör- svinnslur á eigin tölvunetum og unnið efnahags- og rekstaruppgjör á skjótari máta en hingað til hefur verið mögulegt. Jón Ragnar Höskuldsson for- stöðumaður Tölvumiðstöðvar spari- sjóðanna segir að þetta verkefni sé hluti af markvissri tölvuvæðinu sparisjóðanna til að styrkja sam- keppnisstöðu sína. Hlutabréf Hlutabréf í Granda og Þormóði ramma eftirsótt HLUTHAFAR í Granda hf. nýttu forkaupsrétt sinn til fullnustu í nýafstöðnu 60 milljóna króna hlutafjárútboði félagsins og fóru því engin bréf á almennan markað að þessu sinni. Þá hefur hlutafjárút- boð í Þórmóði ramma gengið vel og eru aðeins nokkuð hundruð þúsunda króna eftir af 50 milljónum sem sett voru á almennan markað eftir að hluthafar höfðu fallið frá forkaupsrétti sínum. Hjá Granda hf. rann forkaups- rétturinn út í lok nóvember sl. Að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, hjá Verðbréfamarkaði ’ íslandsbanka sem sér um hlutafjárútboðið fyrir hönd Granda, var góð eftirspurn eftir bréfunum sem seld voru á genginu 2,1. Heildarupphæð út- boðsins er 126 milljónir. Verðbréfamarkaður íslands- banka sér einnig um 50 milljóna króna hlutafjárútboð hjá Þormóði ramma sem hófst 5. nóvember. Að sögn Vilhjálms eru þar aðeins eftir hlutabréf fyrir nokkur hundr- uð þúsunda. Strax á fyrsta degi útboðsins var 20 milljónum króna ráðstafað vegna kaupa fyrirtækis- ins á 52% hlut í sjávarútvegsfyrir- tækinu Skildi hf. á Sauðárkróki. Það sem eftir var fór á almennan markað þar sem hluthafar féllu frá forkaupsrétti sínum. Hlutabréfm voru seld á genginu 2,30. Að sögn Vilhjálms virðist sem menn telji hlutabréf í Granda og Þormóði ramma vera góðan fjár- festingarvalkost til lengri tíma. Þama væri um að ræða öflug fyrir- tæki þar sem unnið væri að áhuga- Iönrekendur og aörir atvinnurekendur -sýniö gott fordœmi! Veljið íslenskan viðskipta- hugbúnað Þrír af hverjum fjórum Islendingum telja að fremur eigi að velja íslenskar vörur en erlendar - sér í lagi ef þær eru jafngódar eda betri! Hvað finnst þér? 60-70% af útgjöldum íslenskra hugbúnaðarframleiðenda fara í beinan launakostnað. Veljum íslenskan vióskiptahugbúiuiö og styöfuni íslenskt bngvit i hcesta gceöajlokki! ALVIS viðskiptahugbúnaöur Kerf i hf. HÖFÐABAKKA 9 • S. 67 19 20 opMsal.lt viðskiptahugbúnaður íslensk forritaþróun hf. ENGJATEIGI 3 • S. 67 15 11 verðum málum og þeir aðilar sem þekktu hlutabréfamarkaðinn hvað best væru greinilega á sama máli. Aðspurður hvort hlutabréfasala væri farin að aukast eins og van- inn er síðustu vikur á ári hverju þegar menn fara að huga að skattafrádrætti vegna hlutafjár- kaupa, sagði Vilhjálmur að eitt- hvað hefði borið á fyrirspurnum varðandi þau mál. Hins vegar héldu flestir að sér höndum á með- an óvissa ríkti um þá ákvörðun stjómvalda hve hátt hlutfall yrði frádráttarbært frá skatti. Einstaka aðilar væm þó farnir að kaupa hlutabréf út frá þeirri forsendu að sömu reglur myndu gilda nú og í fyrra, þ.e. að hlutabréfakaup ein- staklinga fyrir allt að 94 þúsund krónur yrðu frádráttarbær frá skatti og upphæðin tvöfaldaðist þegar um hjón væri að ræða. Sumir viðskiptavina okkar hanga uppi allt árið.*. ♦ ♦ ♦ þar sem þeir vilja helst vera: Fyrir augum mikilvægra erlendra viðskiptavina sinna. Dagatalið Af Ijósakri íslartds hefur unnið sér sess á veggjum stórra og smárra fyrirtækja víða um heim. Þar er hörð samkeppni um veggpláss; aðeins það besta kemst upp! Ef þú vilt komast upp næsta ár... ♦ ♦ ♦ skaltu tala við okkur. Það er ekki sama hvað þú sendir frá þér um þessi jól. Við höfum sérhæft okkur í jóla- og áramótakveðjum og bjóðum nýja viðskiptavini velkomna. WU) VÍDDIRJJ AUKhf Skipholti 50c, Sími 91-688 600, Fax 91-688 798 .............1—I--1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.