Morgunblaðið - 03.12.1992, Side 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNIILÍF FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1992
Iðnaður
Marel hf. stefnir að tvö-
földun veltu á 3-5 árum
Rætt við dr. Geir A. Gunnlaugsson framkvæmdaStjóra Marels hf.
MAREL hf. stefnir að því að tvöfalda veltu sína á næstu þremur
til fimm árum. Áformað er að markaðssetja tæki og búnað fyrirtæk-
isins í kjúklingaiðnaði í Bandaríkjunum þannig að allt að helming-
ur veltu fyrirtækisins verði í framleiðslu til kjötiðnaðar á móti
helmingi til fiskiðnaðar. í því skyni hefur Marel samið við banda-
riska fyrirtækið Johnson Food Equipment um markaðssetningu
og sölu á búnaði fyrirtækisins í kjúklingaiðnaði. Geir A. Gunnlaugs-
son framkvæmdastjóri Marels segir að þannig sé hægt að tryggja
stöðugleika fyrirtækisins, draga úr áhættu í rekstri þess og skapa
ný og eftirsóknarverð störf.
Einn af veikleikum Marels er
að fyrirtækið hefur nær eingöngu
selt framleiðsluvörur sínar í fisk-
iðnað, sem reynslan sýnir að háður
er miklum sveiflum. Undanfarin
tvö ár hefur Marel hf. verið að
kanna hvort hægt sé að markaðs-
setja og aðlaga tækin, sem fyrir-
tækið hefur þróað fyrir fiskiðnað,
að kjúklingaiðnaði. Þannig hefur
verið reynt að breikka rekstrar-
grunn fyrirtækisins og leggja
grunn að frekari vexti þess. í þeim
tilgangi hefur Marel tekið þátt í
þremur sýningum á tækjum fyrir
kjúklingaiðnaði, í Atlanta í Banda-
ríkjunum og í Utrecht í Hollandi.
Nú þegar hefur verið selt nokkuð
af tækjum í þennan iðnað.
Að sögn Geirs A. Gunnlaugsson-
ar eiga miklar breytingar sér nú
stað í lquklingaiðnaðinum þar sem
neysla á heimilum er að færast frá
sölu á heilum fugli yfir í hraðrétti,
þ.e. frekar unninnar vöru svo sem
kjúklingabita, úrbeinaðra bringa
og mótaðra hluta, svo og djúp-
steiktra hluta. Undanfarin ár hafa
ijárfestingar í frumvinnslugeiran-
um verið miklar en Geir segir að
búist sé við því að á næstu árum
verði fjárfestingar í úrvinnslunni
mun meiri, eða tveir þriðju hlutar
af heildarfjárfestingunum. „í
Bandaríkjunum er 125 milljón
kjúklingum slátrað á viku og hver
Bandaríkjamaður borðar 1 kjúkl-
ing aðra hveija viku. Kjúklingaiðn-
aðurinn er frábrugðinn fiskiðnað-
inum að því leyti að framleiðslan
er jöfn en ekki háð sveiflum í veiði
og verðum.“
Sérstaða formflokkarans
Sérstaða Marels felst m.a. í
formflokkara fyrirtækisins þar
sem enginn keppinautanna hefur
sambærilegt tæki að bjóða. Marel
gerir ráð fyrir að fá einkaleyfi á
ákveðnum aðferðum sem notaðar
eru í formflokkaranum og ná hafa
flokkarar bæði verið seldir í kjúkl-
inga- og fiskiðnað. Hver form-
flokkari kostar um 6-8 milljónir
króna.
„Marel hefur verið að þróa form-
flokkarann á undanförnum árum
og við höfum selt einn í fiskiðnað
og annan í kjúklingaiðnaðinn.
Flokkarinn á að gefa fyrirtækinu
þá sérstöðu sem þarf til að ná
árangri á þessum markaði. Það eru
aðilar sem selja vigtarflokkara líkt
og við höfum framleitt til þessa
iðnaðar en með formflokkaranum
á Marel aukna möguleika til að
hasla sér völl á markaðnum. Okkur
vitanlega hafa keppninautarnir
ekki flokkara í líkingu við þann
sem Marel framleiðir."
Samningur Marels við
Johnson Food Equipment
Þar sem það tæki Marel langan
tíma að vinna sér nafn á Banda-
ríkjamarkaði hefur fyrirtækið sam-
ið við bandaríska fyrirtækið John-
son Food Equipment, sem er með
stærstu markaðshlutdeild tækja-
framleiðenda í Bandaríkjunum, um
Þessi auglýsing er birt í upplýsingaskyni. Oll hlutabréf í útbóbinu eru þegar seld.
kt. 541185-0389
Norðurgarði 1,101 Reykjavík.
Hlutabréfaútboð
Útboðsfjárhæð kr. 60.000.000.-
Fyrsti söludagur: 9. nóvember 1992.
Gengi 2,10
Umsjón: Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf.
VÍB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26.
MAREL — Framleiðsluvörur fyrirtækisins eru einkum tölvuvog-
ir, myndgreiningartæki, flokkunarbúnaður og framleiðslueftirlitskerfí
fyrir fiskvinnslu á sjó og landi. Á myndinni er Geir A. Gunnlaugsson
framkvæmdastjóri við framleiðslu Marels.
. að sjá um sölu og markaðssetningu
á búnaði Marels. Fyrirtækið hefur
verið í kjúklingaiðnaðinum í nærri
hálfa öld og höfuðstöðvarnar eru
í Kansas City. Starfsmannafjöldinn
er um 160 manns og árleg velta
um 25 milljónir dollara.
Tæknimenn frá Johnson voru
staddir hér á landi í sl. viku að
kynna sér framleiðslu Marels og
þá tækni sem fyrirtækið hefur yfir
að ráða. Að sögn Geirs vantar
Johnson þekkingu á flokkunar-
tækni inn í fyrirtækið sitt og telur
Johnson að á því sviði sé Marel
sterkur samstarfsaðili.
Nú þegar hefur Johnson selt
einn flokkara til kjúklingaiðnaðar-
ins sem afhentur verður eftir ára-
mót.
„Hið formlega samstarf Marels og
Johnson hefst á Atlanta tækjasýn-
ingunni sem haldin verður í janúar
1993. Sú sýning er nokkurskonar
viðmiðunarpunktur í sölustarfi inn
á þennan iðnað í Bandaríkjunum
og tækin frá Marel munu verða
miðpunkturinn í sýningarbás Joh-
nson.“
Aukning hlutafjár um 10%
Geir segir að miðað við vöxt
fyrirtækisins á undanförnum árum
eigi að vera hægt að tvöfalda veltu
fyrirtækisins á þremur til fimm
árum, jafnframt því sem það skili
góðum hagnaði. „Tvöföldun veltu
á 4 árum yrði um 20% á ári og
það er ekki fjarlægt markmið mið-
að við hvernig reksturinn hefur
þróast undanfarin ár. Veltan
myndi þá skiptast til helminga á
milli kjúklingaiðnaðar og fiskiðn-
aðar.
Fyrirtækið hefur náð góðri
markaðsstöðu innan fiskiðnaðarins
pg við ætlum okkur að halda henni.
I lok tímabilsins má gera ráð fyrir
því að starfsmannafjöldi Mareþ
hafi vaxið um 25 til 30 manns og
starfsmenn verði samtals 75 til 80
talsins."
Til að ná þessum markmiðum
hjá Marel er gert ráð fyrir að jafn-
framt því að vinna að markaðs-
setningu í Bandaríkjunum í sam-
vinnu við Johnson, verði áfram
unnið að öflugu markaðsstarfi í
fiskvinnslu til þess að efla enn frek-
ar markaðshlutdeild fyrirtækisins
á því sviði. Einn af þremur mark-
aðsstjórum fyrirtækisins mun taka
að sér sem sérstakt verkefni að
skipuleggja og bera ábyrgð á
Hlutabréf
Hvað segja verðbréfa-
fyrirtækin um hluta-
fjárútboð Marels ?
EDDA Helgason, framkvæmda-
sljóri Handsals hf.:
„Hagnaður Marels hf. á eigið fé er
mjög viðunandi
jafnvel þó hann
hafi lækkað mið-
að við árið áður.
Það vekur at-
hygli að hagn-
aður af veltu
fer lækkandi
síðari hluta árs
1992. Hann var
8,3% á fyrstu sex
mánuðum ársins
fyrir allt árið samkvæmt
Edda
en verður 5,3%
áætlun.
Með öðrum orðum gefur söluaukn-
ing á síðari hluta ársins 1992, um
208 milljónir króna, aðeins 4,7 millj-
ónir í hagnað miðað við 17 milljón
króna hagnað á fyrri helming ársins
en þá var veltan svipuð.
Utgjöld sem hlutfall af veltu
fara vaxandi hjá Marel og er það
visst áhyggjuefni. Árið 1990 var
hlutfallið 85% en samkvæmt áætlun
verður það 93% árið 1992.
Svo virðist sem hagnaður miðað
við tekjur fari lækkandi nema
ástæðan sé sú að meira fé sé varið
í þróun og rannsóknarstarfsemi hjá
fyrirtækinu.
Marel virðist lofandi fyrirtæki
sem náð hefur verulegum ár-
angi. Vonandi er sú þróun sem
bent hefur verið á hér að framan
í rétta átt, þ.e.a.s. að kostnaður sem
hlutfall af veltu fari lækkandi á ný
og hagnaður af veltu aukist."
DAVÍÐ Björnsson, deildarstjóri
fyrirtækjadeildar Landsbréfa:
„Marel hefur verið rekið með
ágætum hagnaði
sl. 2 ár. Hagnað-
ur fyrirtækisins
árið 1991 nam
34 millj. kr., gert
er ráð fyrir 22
millj. kr. hagnaði
á þessu ári og
svipaðri afkomu
árið 1993. Fyrir-
'tækið framleiðir
fáar vörulínur, en hefur gengið best
með sölu á vogum til notkunar á
rúmsjó, þar sem fyrirtækið hefur
60% markaðshlutdeild. Sá markað-
ur er hins vegar mettaður í bili og
því þarf fyrirtækið að leita á önnur
mið til að viðhalda vexti sínum.
Áframhaldandi vöxtur fyrirtækisins
er mjög háður því hvernig fyrirtæk-
inu tekst til í kjúklingaiðnaði. Miðað
við sölugengið 2,50 er V/H hlutfall
bréfanna 11 miðað við áætlaðan
hagnað þessa og næsta árs og Q-
hlutfall 210% miðað við eigið fé 30.
júní 1992.
Út frá ofangreindu má áætla að
bréfin geti verið spennandi fjár-
festingarkostur fyrir fjárfesta,
sem þegar eiga hlutabréf í all-
nokkrum félögum, eða þá stofn-
anafjárfesta. Vegna þess hve fyrir-
tækið er sérhæft, svo og vegna
þess að enn er ekki ljóst hvernig
fyrirtækinu mun vegna í sölu tækja
fyrir kjúklingaiðnað, er síður hægt
Davíð
4