Morgunblaðið - 03.12.1992, Page 8
8 C
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTl/llTVlWinJlÍF FIMMT.UfiACi.UR 3. DESEMBER 1992
Milliríkjaviðskipti
Stormur í kaffibolla
Brasilíumenn neyðast til að flytja inn kaffi
Financial Times
„Græna gullið" er að missa þann sess að vera helsti aflgjafinn í
hagkerfum margra þróunarríkja. Offramboð og verðfall kaffi-
bauna ógna lifsafkomu 25 milljóna verkamanna frá Brasilíu til
Indónesíu. Óundirbúin tilraun með fijálsan markað hefur valdið
kreppu í greininni.
KAFFI - Frá kaffiplantekru í sunnanverðri Ameríku.
Jarðarbúar drekka um tvo millj-
arða kaffibolla á dag. Þar til í júlí
árið 1989 hafði þorri ræktenda og
kaupenda kaffibauna með sér al-
þjóðlegt samkomulag (ICA) um
að takmarka framboð og tryggja
stöðugt verð. Eftir að samkomu-
lagið brast, vegna deilna fram-
leiðsluríkja um skiptingu heildar-
kvótans, hefur framboð á heims-
markaði verið meira en eftirspum.
Verð til ræktenda hrapaði niður í
rúmlega þriðjung af því sem verið
hafði á síðari hluta níunda áratug-
arins. Flestir ræktenda hafa orðið
að selja framleiðslu sína undir
kostriaðarverði síðastliðin tvð ár.
í ágúst fékkst hálfur Banda-
ríkjadalur (32 ÍSK) fyrir pundið
af kaffi á markaði í New York.
Svo lágt verð hafði þá ekki sést í
22 ár. Sykur fór upp fyrir kaffi
sem helsta tekjulind þróunarríkja,
fyrir utan olíu.
Kaffi er frábrugðið olíu að því
leyti að ekki hægt að skrúfa fyrir
og frá framboðinu eftir þörfum.
Kaffiræktendur í 50 helstu fram-
leiðsluríkjunum verða annað hvort
að selja á þessu lága verði eða
hætta framleiðslu. Möguleikar
ræktenda á að hækka markaðs-
verð með því að halda aftur af
framboði eru minni fyrir þær sakir
að kaffibirgðir eru miklar í ríkjum
kaupenda.
Brasiliumenn féllu á eigin
bragði
Brasilía hefur verið stærsti
framleiðandi kaffibauna næstum
samfeUt frá. árinu 1760, þegar
hettumunkar í Rio de Janeiro hófu
að rækta kaffifræ sem smyglað
hafði verið frá Frönsku Gíneu. En
á síðustu þremur árum hefur kaffi-
tijám í landinu fækkað úr 4,2 í
3,2 milljarða. Aðeins um fímmt-
ungur tijánna er talinn vera sóma-
samlega ræktaður. Gæðin rýma
og bragðið versnar vegna þess að
kaffíverð er svo lágt að bændur
hafa ekki efni á að fjárfesta í
áburði og tækni. Búist er við að
uppskeran á yfirstandandi kaffiári
verði innan við 20 milljónir 60
kílógramma sekkja, samaborið við
43 milljónir sekkja á tímabilinu
1987-88.
Reyndar hefur hlutur kaffi-
bauna í útflutningstekjum Brasilíu
farið sífellt minnkandi með auk-
inni iðnvæðingu. Hlutfallið var um
50% í byijun sjöunda áratugarins,
21,5% fyrir 15 árum og innan við
4% á þessu ári. Hins vegar krefst
kaffiræktun mikils mannafla og
stórfelldar uppsagnir grafa undan
stöðugleika í þjóðfélaginu. Um tíu
milljónir Brasilíumanna hafa beint
eða óbeint atvinnu af kaffirækt.
Verkalýðsleiðtoginn Christian
Ottoni áætlar að nærri tvær millj-
ónir þeirra hafi misst vinnuna og
þeir bætast í vaxandi hóp fátækl-
inga í stórborgum.
Það er kaldhæðnislegt að Bras-
ilíumenn skuli sjálfir vera ábyrgir
fyrir því að kaffisamkomulagið
brast. Þeir reiddust tilraunum
Bandaríkjamanna til að auka út-
flutningskvóta Kólumbíu og ann-
arra ríkja Mið-Ameríku á kostnað
Brasilíu. Frá Mið-Ameríku koma
mildari kaffitegundir sem banda-
rískir neytendur kunna betur að
meta. Auk þess vildi Bandarikja-
stjóm veita þessum ríkjum efna-
hagsaðstoð í skiptum fyrir sam-
vinnu í baráttunni við eiturlyf. Val
ræktenda stendur gjaman á milli
kaffis og kókaíns.
Hjá Samtökum brasilískra út-
flytjenda (Febec) voru menn sann-
færðir um að stærstu framleiðend-
ur heims gætu ekki annað en not-
ið góðs af fijálsum markaði. Þær
vonir hafa algjörlega bragðist. Frá
1989 hafa útflutningstekjur af
kaffi hrapað úr 2,5 milljörðum
Bandaríkjadala (158 milljörðum
ÍSK) niður í litlu meira en einn
milljarð Bandaríkjadala (63 millj-
arða ÍSK). Brasilíumenn geta vart
staðið við samninga um útflutning
13 milljóna seklqa á þessu ári.
Fregnir herma að þeir hafi neyðst
til að flytja inn kaffi til að full-
nægja tíu milljóna sekkja eftir-
spum á heimamarkaði.
Á sama tíma hafa Kólumbíu-
menn meira en tvöfaldað kaffiút-
flutning sinn upp í 18 milljónir
sekkja á ári. Brasilískir ræktendur
skella hluta af skuldinni á stefnu
ríkisstjórnar Femandos Collors
forseta. Hann dró mjög úr styrkj-
um til landbúnaðar, frysti hvað
eftir annað verðlag innanlands og
gjaldmiðill landsins hefur verið
óeðlilega hátt skráður. Á sama
tíma hafa kólumbískir ræktendur
notið ríflegra styrkja. Brasilískur
kaffiiðnaður hefiir einnig fallið í
áliti vegna ásakana um innheija-
viðskipti í New York, eftir að ríkis-
stjómin bannaði skyndilega allan
kaffiútflutning í mars á síðasta
ári. Fjármálahneykslið, sem varð
Collor að falli, tengist einmitt
þessu máli.
Nýtt kvótakerfi
Brasilískir kaffiræktendur
halda því fram að markaðurinn
hafi aldrei verið fijáls vegna þess
að fimm stórir kaupendur verki
um helming alls kaffis í heiminum.
Ræktunin fer fram í þriðja heimin-
um en neyslan í þaulskipulögðum
iðnríkjum. Þannig gæti virst sem
kaupendur hefðu lítinn ávinning
af nýju kvótakerfí. En það gæti
fljótlega breyst. Verkendur og
neytendur óttast að lágt verð dragi
svo úr framboði að kaffi muni
skorta á heimsmarkaði. Kaffítré
era mjög viðkvæm fyrir veðurfars-
breytingum og fiögur ár líða þar
til kaffitré fer að gefa af sér baun-
ir. Margir ræktendur hafa gefist
upp á kaffi o g snúið sér að gúmmi-
tijám og hnetum. Jafnframt óttast
menn að gæði kaffibaunanna eigi
eftir að minnka enn frekar og það
kemur niður á neyslu.
Núverandi ástand í greininni er
svo alvarlegt að ræktendur, út-
flytjendur, verkendur og kaupend-
ur hafa ýtt ólíkum hagsmunum til
hliðar og sest að samningaborði
hjá Alþjóðlegu kaffistofnuninni í
Lundúnum (ICO). Aðild að stofn-
uninni eiga annars vegar 50 ríki
með nærri 97% heildarframboðs á
heimsmarkaði og hins vegar 21
ríki með um 80% heildareft-
irspumar. Samningaviðræður
hafa oft verið hatrammar, enda
sitja þama fulltrúar svo ólíkra
landa sem Bandaríkjanna, Þýska-
lands, Kúbu, Víetnams og Eþíópíu.
Alexandre Beltrao, yfirmaður
Alþjóðlegu kaffistofnunarinnar,
áætlar að árlegt tap framleiðenda
hafi verið nærri fímm milljörðum
Bandaríkjadala (316 milljörðum
ÍSK) frá því að kvótakerfið var
aflagt. í september tókst samn-
ingamönnum að ryðja úr vegi al-
varlegri hindran þegar sættir tók-
ust um hugtakið alheimskvóta, er
næði til allra kaupenda. Þannig
yrði tryggt að aðildarríki nytu að
minnsta kosti ekki lakari kjara en
ríki sem ekki eiga aðild að sam-
komulaginu. Fyrri kvótakerfi
leyfðu framleiðendum að selja
umframbirgðir á lægra verði til
ríkja utan stofnunarinnar, sem síð-
an gátu selt framleiðsluna til að-
ildarríkja.
Nú era samningamenn komnir
til Lundúna þeirra erinda að ganga
frá samkomulagi um nýtt kvóta-
kerfi. Eftir er að leysa ágreining
um verð, kvótastærðir og eftirlit.
Einnig verður að samræma fram-
boðið eftirspum svo að neytendur
geti fengið þær kaffitegundir sem
þeir helst kjósa. Beltrao er bjart-
sýnn á að rammasamkomulag
liggi fyrir í árslok.
Kaffiverð hefur reyndar hækk-
að nokkuð hratt á undanfömum
vikum eftir að Brasilímenn viður-
kenndu að uppskeran væri minni
en búist hafði verið við. Verðið er
nú komið upp fyrir 70 bandarísk
sent (44 ÍSK) á pund, samaborið
við 130 sent (82 ÍSK) árið 1989.
Verðið hefur þó ekki hækkað nógu
mikið til að gera menn afhuga
kvótakerfi. Alexandre Beltrao lítur
reyndar ekki á nýtt kaffisam-
komulag sem endanlega lausn
heldur fímm ára aðlögunartímabil.
Metsölublad á hvajum degi!
Hú er símashrdin fdanleg
d tölvutffiku formi
SIMASKRA
(í lölvui(vk.n fonui
r-'
Nú fæst símaskráin loks á tölvutæku formi. Þetta er nýjung sem.beðið hefur
verið eftir og hún sparar bæði tíma og vinnu.
Símaskrá á tölvutæku formi hentar flestum PC-tölvum og er sérlega auðveld í
notkun, auk þess sem hún er uppfærð á þriggja mánaða fresti og þú færð því
öll ný og breytt símanúmer reglulega.
Símaskrá á tölvutæku formi
er góö fjárfesting til framtíðar.
Verð kr. 50.000,-
stgr.m/vsk
PÓSTUR OG SÍMI
Söludeildir í Ármúla 27, Kirkjustræti, Kringlunni og
á póst- og símstöðvum um land allt.