Morgunblaðið - 03.12.1992, Page 9

Morgunblaðið - 03.12.1992, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF TOXTOaZCY gid/LigxuoHOM FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1992 C 9 Viðskiptavikan í Vesturheimi Uppsagnir enginn töfrasproti Auglýsingar AT&T auglýsir mest AT&T eyddi um 210 milljónum dollara í auglýs- ingar á fyrri árshelmingi 1992 í YFIRLITI Advertising Ages um 200 stærstu auglýsendur á Banda- ríkjamarkaði kemur fram að AT&T var mest auglýsta vörumerkið í Bandaríkjunum á fyrri hluta ársins. eftir Petrínu S. Úifarsdóttur Ein fem merki um aukinn styrk efnahagslífsins í Bandaríkjunum komu fram í vikunni. Landsfram- leiðsla („Gross Domestic Product, GDP“) á þriðja ársfjórðungi jókst um 3,9%, en slíkur vöxtur hefur ekki sést síðan Reagan var í Hvíta hús- inu. Pantanir á varanlegri fram- leiðsluvöru jókst í október um 3,9%, eftir að hafa hjarað við núllið í ág- úst og síðan september. Bróðurpart- ur aukningar þessarar varð í þunga- iðnaði. Þá efldist bjartsýni meðal neytenda á kvarða „Conference Board“, sem er sjálfstæð nefnd skip- uð fulltrúum úr viðskiptalífínu, um 11 stig eða upp í 65,5 miðað við 100 stig árið 1985. Pjórða styrkleika- merkið fólst í framleiðniaukningu meðal bandarísks starfsfólks, en framleiðni hefur nú síðasta árið vax- ið um 2,6%, eftir að hafa verið á niðurleið samfellt tvö árin áður. Þá hjaðnaði atvinnuleysi lítillega í októ- ber úr 7,8% í 7,4%.!-*6 Fríverslunarsamningur Norður- Ameríku („North American Free Trade Agreement, NAFTA") hefur nú verið fullgerður og bíður sam- þykkis ríkisstjórna Kanada, Banda- ríkjanna og Mexíkós. Fyrir fjórum árum tók gildi samningur á milli Kanada og Bandaríkjanna, sem mun hvemig sem allt horfír, á næstu sex árum skapa frjáls verslunarskilyrði milli ríkjanna tveggja. Hvað gerast kann við suðurlandamærin, ef NAFTA nær fram að ganga, vekur því skiljanlega mun meiri athygli en þróunin nyrðra. Frumkvæðið að NAFTA-samningnum kom frá for- seta Mexíkós, Carlos Salinas. Stóð hann frammi fyrir gríðarlegri skulda- söfnun þrátt fyrir yfír 6% árlegan hagvöxt svo áratugum skipti. Betur mátti ef duga skyldi. Mexíkó var mjög erfitt heim að sækja fyrir er- lenda fjárfesta og innflytjendur. Margar greinar atvinnurekstrar voru lokaðar gagnvart erlendu fjármagni. Rekstur banka og olíufélaga var ein- skorðaður við ríkið. Allt að 100% vemdartollar vom í gildi gegn banda- rískri vöru og þurfti að umskipa varningi yfir í mexíkósk farartæki áður en að landamæmnum var kom- ið. Til að örva efnahag Mexíkós setti Salinas árið 1989 nýjar reglur er opna áttu flestar gáttir fyrir erlent fjármagn og verslun við nágrannana í norðri. Lítið gerðist. Erlendir fjár- festar treystu því nefnilega ekki að þessi paradís yrði langlíf. Þá tók Carlos Salinas sig til og bjó sig und- ir að greypa verslunarfrelsið í stein með alþjóðlegum samningi. Það sem vakti fyrir Bandaríkjamönnum með NAFTA var að greiða fyrir verslun við erlendar þjóðir, sem skyldi auð- velda Bandaríkjunum að njóta þess forskots sem þeir höfðu í ýmsum framleiðslugreinum. Það hafði valdið vonbrigðum að GATT-samningavið- ræðurnar virtust ekki megna að bijóta niður viðskiptamúra í heimin- um. Einnig kom til að Evrópulönd voru að mynda með sér eitt sameigin- legt markaðssvæði, þar sem banda- rískir verslunarhagsmunir voru eng- an veginn tryggir. Norður-Ameríka sem slík á einmitt að geta staðið uppi í hárinu á Evrópu, vegna stærð- ar sinnar bæði hvað snertir mann- fjölda og fjármagn. Það er trú margra hagfræðinga, t.d. Rudiger Dornbusch hjá MIT („Massachusetts Institute of Technology"), að í kjölfar þessa muni stækkandi markaður fyr- ir bandaríska vöru og kostnaðarlítil framleiðsla bandarísks varnings í Mexíkó lækka vöruverð bæði í Bandaríkjunum og erlendis. Þar af mun væntanlega hljótast bætt sam- keppnisstaða.4 Kauphallir hafa verið undir smá- sjánni hjá prófessorunum Vemon L. Smith og Arlington W. Williams síð- an á sjötta áratugnum. Þeir félagar hafa útbúið rannsóknarstofu þar sem fólk býður vöru til sölu og býður í vöru með mismunandi fyrirkomulagi. Einna athyglisverðustu niðurstöður Smiths og Williams eru eftirfarandi: Þeir markaðir sem veita allt í senn, skjóta og nákvæma nálgun við jafn- vægis-markaðsverð, lágmarks-milli- liðakostnað og mestan stöðugleika, eru svokallaðir gagnkvæmt innsigl- aðir uppboðsmarkaðir („double sealed auction"). Þar taka bjóðendur síg saman í hópum, og bjóða dag hvern með nokkurra klukkustunda millibili það verð, sem þeim þykir eiga við sérhver magnkaup. Tölva ber saman verðtilboð seljenda og kaupenda, reiknar út hvar línurnar skerast, og birtir þeim verslun í magni og verði í lok markaðsdags. í rannsóknum Smiths og Williams hefur athyglin og beinst að þvi hvern- ig verðhrun, líkt og „föstudaginn svarta" árið 1987, verður. Þá hækk- ar verðið langt upp fyrir það sem eðlilegt er, en hrapar síðan svo um munar. Afleiðingamar eru mörgum kunnar. Þetta fyrirbæri er einnig furðu lífseigt í rannsóknarstofunni þegar stuðst er við hið algenga kaup- hallarfyrirkomulag sem kalla má gagnkvæman, sívirkan uppboðs- markað („double continuous aucti- on“). Þó ber að athuga, að þegar þátttakendur í þessum tilraunum hafa brennt sig nokkrum sinnum á verðhruni, fara þeir að forðast að- gerðir sem leiða til þess. í ljósi þess- ara niðurstaðna og annarra hafa þeir félagar tekið að sér að þjálfa væntanlega þátttakendur í kauphall- arviðskiptum, sem fyrirhugað er að stofna til í ýmsum Austur-Evrópu- löndum. Hinar tölvuvæddu rann- sóknarstofur eru taldar henta vel til að sviðsetja og rannsaka hegðun fólks á uppboðsmörkuðum. Þetta fyrirkomulag veitir nemendum tæki- færi til að endurskoða atburði dags- ins, og ekki síður eigin gerðir, á grundvelli tölvuskráðra og -greindra upplýsinga.6 Gullkom vikunnar „Jafnvel þótt uppsagnir geti haldið fyrirtækjum í horfínu eða komið í veg fyrir frekari blóðmissi, þá skapa þær ekki auknar tekjur — slíks er einungis að vænta af uppbygginga- raðgerðum, svo sem þróun nýrrar vöru, innrás á nýja markaði, eða aukinni markaðshlutdeild." Þessu til áréttingar nefna höfundar meðal annars tvö dæmi: Annars vegar Eastman Kodak, sem hefur sagt upp meira en 12.000 starfsfólki, en situr nú uppi með stöðnun í fjármálastöð- unni miðað við tíu árum áður, og hins vegar 3M fyrirtækið, sem hefur fært 3.500 starfsmenn til á milli deilda í stað uppsagna, með þeim glæsilega árangri að tekjur jukust um 14% á þriðja ársfjórðungi.2 Heimildir: 'Atlantic Monthly, desember- hefti. 2Business Week 7. desember. 3Inve- stor’s Business Daily 27. nóvember. ‘Nati- on’s Business 30. nóvember. ‘New York Times 25. nóvember og 27. nóvember. 6Sc- intifíc American, desemberhefti. Símafélagið AT&T eyddi um 210 milljónum dollara í auglýsing- ar á fyrri árshelmingi 1992 og skaust þannig framúr hamborgar- akeðjunni McDonald’s sem skipaði fyrsta sætið á sama tímabili í fyrra. Auglýsingakostnaður McDonald’s dróst saman um 3,4% og féll niður í 188 milljónir dollara. Bílaframleiðandinn Ford hefur sömuleiðist skotist upp fyrir ham- borgarakeðjuna sem nú situr í 3. sæti. Fast á hæla McDonald’s koma önnur þekkt fyrirtæki svo sem Sears, Kellogg’s og LifeSa- vers. í heild vörðu 200 stærstu aug- lýsendurnir 7,9 milljörðum dollara í ayglýsingar á tímabilinu en það eru tæp 40% alls auglýsingakostn- aðar í Bandaríkjunum á fyrri hluta ársins. Það er um 9% aukning frá síðasta ári. Stærsti auglýsendahópurinn er bílaframleiðendur sem til samans vörðu 1,8 milljörðum dollara til auglýsinga. Næstir koma smásölu- fyrirtæki með 1,1 milljarð og í þriðja sæti eru matvöruframleið- endur. Af einstökum samsteypum trónir tóbaks- og matvörurisinn Philip Morris á toppnum með aug- lýsingakostnað upp á 567 milljónir dollara. Meðal framleiðsluvara Philip Morris eru til dæmis Miller- bjór og Marlboro-sígarettur. Næst stærstu samsteypumar eru matvöruframleiðandinn Proct- er & Gamble og þar á eftir Gener- al Motors en AT&T sem er efst á vörumerkjalistanum lendir í níunda sæti á samsteypulistanum. DP veitir lán til raunhæfra framfaraverkef na í öllum atvinnugreinum • Sjóðurinn veitir gengistryggð lán með hag- stæðum greiðslukjörum. • Trygging fyrir láni skal vera veð í fasteign eða bankaábyrgð. • Starfsmenn sjóðsins meta arðsemi verkefna í samvinnu við umsækjendur. • Lán frá sjóðnum geta að hluta verið skilyrt í upphafi. Lánasjóðurinn er í eigu Norðurlandanna allra. Athafnasvæði hans eru Vestur-Norðurlönd, þ.e. Færeyjar, Grænland og ísland. Samvinnuverkefni milli landa eru æskileg en ekki skilyrði. HAFÐU SAMBAND VIÐ SKRIFSTOFU OKKAR OG FÁÐU NÁNARI UPPLÝSINGAR. Lánasjóður Vestur-Nordurlanda hefur aðsetur á Rauðarárstíg 25, annarri hæð, pósthólf 5410,125 Reykjavík, sími (91) 605400, Telefax: (91) 29044. ____________á____________:______________ LATUM GÆÐIN GERA GAGN Hagstæð fyrirgreiðsia tii iðnfyrirtækja sem vijja koma á vottuðum gæðákerfum IÐNLANASJOÐUR VÖRUPRÓUNAR- OG MARKAÐSDEILD Framlag þitt skilar árangri HJALPARSTOFNUN KIRKJUNNAR - með þinni hjálp anki Sparisjóöur Reykjavíkurog nágrennis Gíróseðlar liggja frammi í bönkum og sparisjóðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.