Morgunblaðið - 03.12.1992, Page 10
10 c___________________ ____________MORGUNBLAÐIÐ VlÐSKIPTI/flTVINNPLÍF FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1992
T1 3 — seei saaMaaaa .8 huoagutmmn TUTOWIVTfiMT^IHáQIV gkiajhhudjiok
Tölvur
Marinó G. Njálsson
„ Vannýttir stofnar“
Tölvuhugvit er gjaldeyrisskapandi
Á tímum samdráttar, aflabrests
og atvinnuleysis er gott að huga að
nýjabruminu í íslensku atvinnulífi.
Eitt þeirra er tölvuhugvit, þá jafnt
á sviði hugbúnaðar og vélbúnaðar.
Á félagsfundi hjá Samtökum hug-
búnaðarfyrirtækja, sem haldinn var
nýlega, kom fram að heildarvelta
fyrirtækja í samtökunum nemur nú
um einum milljarði króna á ári. Alls
eru 25 fyrirtæki innan samtakanna,
en síðan er fjöldi hugbúnaðarfyrir-
tækja utan þeirra.
Hér á landi er í gangi öflugt þró-
unarstarf, sem ekki ber mikið á.
Flestir hafa heyrt minnst á Friðrik
Skúlason, Softis hf. og Marel. En
hveijir vita að hér á landi er unnið
að hugbúnaði fyrir nýja gerð af
tölvu, sem verður sett á markað í
Bandaríkjunum á næsta ári. Eða að
íslendingur vinnur hér á landi fyrir
erlent tölvufyrirtæki að þróun mót-
alda og annar forritar öryggiskerfi
fyrir olíupalla, jámbræðslur og fóð-
urblöndur. Þetta er bara toppurinn
af ísjakanum.
Skýrslutæknifélag íslands ætlar
að helga ET-daginn, sem haldinn
verður 4. desember nk., þessu efni.
Yfirskriftin verður „Tölvur til fram-
fara“ og munu þar verða flutt erindi
um fimm verkefni, sem eru í gangi
hér á landi. Sum fyrirtækjanna, sem
hér um ræðir, hafa verið í sviðsljós-
inu, en önnur forðast það vegna
þess að fjölmiðlar hafa alltof oft
eyðilagt góða vinnu með óvandaðri
framsetningu á fréttum, að sögn
forráðamanns eins þeirra.
Fjórir fulltrúar hugbúnaðarþró-
enda verða þama og einn fulltrúi
notenda. Sigurður Hjálmarsson frá
Taugagreiningu sf. fjallar um mjög
forvitnilegan tölvubúnað fyrir heil-
brigðisgeirann, Magnús Þór Ás-
mundsson frá Marel hf. fyallar um
nýjan tölvubúnað, sem nýtir tölvu-
sjón, Heimir Sverrisson frá PlúsPlús
hf. Qallar um kerfí, sem á engan
sinn líkan, fyrir fískmarkaði, OZ
fjallar um framleiðslu tæknibrellna
í kvikmyndum og auglýsingaiðnaði
með þrívíðum tölvubúnaði og Hjört-
ur Emilsson frá Samskipum hf. fjall-
ar um Viðhaldsvaka, sem er tölvu-
búnaður sem auðveldar skipstjómar-
mönnum viðhald og eftirlit með skip-
um sínum.
Viðhaldsvakinn hefur verið á
markaðnum í nokkum tíma. Búnað-
urinn er þróaður af Fjarhönnun hf.,
en seldur af fyrirtækinu Gagnamiðl-
un hf. Hann er í notkun í nokkrum
fyrirtækjum og kaupskipum. Eins
og áður segir auðveldar kerfið við-
hald og eftirlit með tækjum og bún-
aði. Það er sérhannað til notkunar
á fartölvum og hefur vakið athygli
erlendis fyrir nýstárlega aðferða-
fræði og notendaviðmót. Á síðasta
ári gerði Gagnamiðlun samning við
norska fyrirtækið Kvæmer Eureka
um dreifingu á búnaðinum til við-
skiptavina fyrirtækisins. Og í haust
var síðan gerður samningur við
breskt fyrirtæki, Planning Software
Ltd., sem ætlar að leggja 10 milljón-
ir króna í markaðssetningu búnaðar-
ins í Bretlandi í byijun næsta árs.
Tölvusjón Marels hf. hefur vakið
athygli síðustu daga eftir að þeir
fengu viðurkenningu fyrir þróunar-
vinnu sína. Marel hf. hefur undan-
farin ár þróað alls konar búnað fyr-
ir sjávarútveg og hafa tölvuvogir
þeirra fyrir löngu borið nafn þeirra
víða.
Taugagreining hf. hefur nokkur
undanfarin ár unnið að tölvubúnaði
fyrir taugalífeðlisfræði. Ekki hefur
farið mikið fyrir starfi þeirra, enda
þróar fyrirtækið og selur nær ein-
göngu fyrir erléndan markað. Um
er að ræða vél- og hugbúnað, sem
breytir venjulegri einkatölvu í full-
komið lækningatæki, sem getur
greint truflanir á starfsemi heilans
og taugakerfisins almennt.
Heimir Sverrisson ber ábyrgð á
nokkmm góðum hugmyndum, sem
fluttar hafa verið út. Fyrir nokkmm
ámm þróaði hann í samvinnu við
Hug hf. búnað fyrir X.25 tengingar
og fyrr á þessu ári lauk hann í Chile
við verk, þar sem tölvutækni er not-
uð við staðarákvarðanir skipa og
báta. Nýjasta verk Heimis verður
svo kynnt á ET-deginum.
Útflutningnr tölvubúnaðar
Mjög erfitt er að gera sér grein
fyrir hve miklar tekjur við íslending-
ar höfum af útflutningi tölvutækni.
Aðalástæðan er meingölluð aðferð
hins opinbera við að halda utan um
upplýsingarnar um útflutning á hug-
viti. I staðinn fyrir að flokka hugbún-
aðarframleiðslu sem iðnað, er hún
sett undir þjónústu. Auk þess er öll-
um útflutningi á þjónustu steypt
saman í einn flokk án tillits til eðlis
útflutningsins. Með markvissari
flokkun væri auðveldara að átta sig
á því hvað er flutt út og í hvaða mæli.
Samtök hugbúnaðarfyrirtækja
segja að 25 milljónir af veltu fyrir-
tækja innan samtakanna komi frá
útflutningi. Samkvæmt mínum
heimildum er það um þriðjungur af
heildartekjum vegna útflutnings
hugbúnaðar. Þar að auki eru nokkr-
ir aðilar, sem flytja út tölvuvélbún-
að, og fer Marel hf. þar fremst í
flokki. Því miður get ég ekki nefnt
alla þessa aðila á nafn, vegna þess
að þeir óttast að opinber umfjöllun
komi til með að eyðileggja starf
þeirra.
Auk þeirra, sem áður hafa verið
nefndir, hefur Friðrik Skúlason stað-
ið sig vel með vírusavamarforritið
sitt, Tölvusamskipti eru að gera
góða hluti með Skjáfax og Bjarni
Kristjánsson í Maximal hugbúnaði
seldi fyrirtæki sitt til Bandaríkjanna
og sjálfan sig með! Sverrir Ólafsson
rafmagnsverkfræðingur vinnur að
hönnun nýrrar tækni fyrir mótöld
fyrir erlent tölvufyrirtæki og á með-
al annars heiðurinn af þeirri tækni,
sem gerir 9600 og 19200 bps (bitar
á sekúndu) mótaldasendingar mögu-
legar. Sverrir Eðvaldsson í SAMAX
hefur unnið að hönnun öryggiskerfa
fyrir olíuborpalla og margt fleira.
Undanfarin ár hefur hann starfað
hér á landi, en sent lausnir sínar í
kísilflögum til viðskiptavina erlendis.
Hér mætti lengi bæta við, en það
verður að bíða betri tíma.
Við dymar bíður m.a. Softis hf.,
sem hefur náð athygli erlendra aðila
og í nýlegri frétt frá fyrirtækinu
segir að samningar ættu að takast
næsta sumar. Menn hafa sagt í gríni,
að hugmyndir þeirra Softis-manna
séu nútíma „Grimms-ævintýri".
Vissulega eru hugmyndir þeirra
byltingarkenndar, en hjá því verður
ekki litið, að þær hafa náð athygli
mikilvægra aðila erlendis. Hug-
myndin byggir á því að skilja að
vinnsluforritið og notendaviðmótið,
þannig að færa megi vinnsluforritið
á milli ólíkra tölvuumhverfa. Frá því
að ég fjallaði síðast um gang mála
hjá þeim, hafa þeir lokið svokölluð-
um Designer og beta-útgáfur af
Macintosh, MS Windows og DOS
eru væntanlegar fljótlega eftir ára-
mót. Draumur þeirra er að selja
öflugu erlendu fyrirtæki kerfið og
hafa síðan viðbótartekjur af því að
koma með útgáfu fyrir ný umhverfi
og uppfærslur á eldri útgáfum.
Starfsskilyrði
Það kom fram í samtölum mínum
við aðila í hugbúnaðargerð, að
starfsskilyrði eru vægast sagt erfið
hér á landi. Fyrir það fyrsta er hug-
búnaðargerð flokkuð undir þjónustu
hjá hinu opinbera. Sú greining vinn-
ur gegn hagsmunum greinarinnar.
Þetta er iðnaður og ber að flokka
hann sem slíkan. Þó oft sé erfitt að
festa hendur á iðnaðarvörunni og
vamingurinn fari ekki í gámum á
milli landa er samt um iðnað að
ræða.
Afskriftareglur eru greininni
óhagstæðar. Þar sem líftími há-
tæknibúnaðar er oft stuttur er nauð-
synlegt að geta afskrifað hann á
stuttum tíma, eins og leyft er víða
erlendis.
Aðeins einu sinni, svo ég viti,
hefur verið hægt að fá lán gegn veði
í tölvuhugviti, en það var þegar Ólaf-
ur Ragnar Grímsson tók veð í gagna-
gmnni vegna skattskulda. Þó þessi
aðgerð hafí sætt gagnrýni margra,
er hún engu verri en veðsetning á
skipi í alltof stórum fiskiskipaflota.
Veðið er einskis virði ef ekki er
hægt að nýta skipið til veiða.
Aðilar í hugbúnaðariðnaðinum
kalla á breytingar. Þeir vilja ekki
himinháa ríkisstyrki eða sérsjóði til
að fjármagna greinina. En vilja
gjaman fá skilning og sanngjamar
reglur. Skapa verður umhverfi, sem
er greininni vingjamlegt.
Mín skoðun er, að óvíða sé vaxt-
arbroddurinn eins góður í íslensku
atvinnulífi. Ég er líka viss um að
tölvuiðnaðurinn á íslandi er margra
þorskárganga virði, ef rétt er haldið
á málunum. Einu sinni heyrði ég að
stjómvöld erlends ríkis hafi boðið
einu íslensku hugbúnaðarfyrirtæki
skattfríðindi í 10 ár, ef það vildi
flytja starfsemina þangað. Hættum
að treysta á erlenda aðstoð og hlúum
að verðmætustu eign okkar - hug-
vitinu.
Höfundur er tölvunarfræðingur.
1AUSTFUNDUR
ÚmUTNIIUGSRÁBS
á Hótel Sögu, sal A
þriðjudaginn 8. desember 1992
kl. 14:00 -17:00
Dagskrá fundarins:
13:45 Skráning
14:00 Samkeppnisaðstaða gjaldeyrisaflandi atvinnugreina,
Sigurður B. Stefánsson hagfrœðingur.framkvcEmdastjóri
Verðhréfamarkaðs Islandsbanka.
14:30 Á að stofna fríverslunarsvæði á íslandi?
Þröstur Olafsson hagfrœðingur, aðstoðarmaður
utanríkisráðherra.
15:00 Kaffi.
15:30 Aðgerðir Dana til áð fá Bandaríkjamenn og Japani
til að fjárfesta í Danmörku.
Jórgen Tranberg, forstöðumaður fjárfestingarskrifstofu
danska utanríkisráðuneytisins.
16:00 Niðurstöður skoðanakönnunar um viðhorf
íslendinga til gjaldeyrisaflandi atvinnugreina.
Stefán Olafsson prófessor, forstöðumaður
Félagsvísindastofnunar Háskóla Islands.
16:30 Umræður.
Aðgangur að fundinum er ókeypis, en óskað er eftir
að þátttakendur tilkynni þátttöku til Útflutningsráðs
í síma 688777.
///
ÚTFLUTNINGSRÁÐ
ÍSLANDS
ÍSLENSKT VE/TÁ GOTT .
Lágmúla 5p'ósth61f 8796 128 Reykjavík, slml 91-688777
Lækkaðu eignarskattínn þinn!
Sért þú í hópi þeirra fjölmörgu sem greiða eignarskatt Úrval eignarskattsfrjálsra verðbréfa hjá Landsbréfum:
ættir þú að kanna kosti eignarskattsfrjálsra verðbréfa. ✓ SPARISKÍRTEINI
Ráðgjafar okkar aðstoða þig við val á verðbréfum og |/ HÚSBRÉF
veita ráðleggingar varðandi skattamál. ✓ ÖNDVEGISBRÉF
Leitaðu upplýsinga hjá ráðgjöfum Iandsbréfa eða umboðsmönnum í Landsbanka íslands ✓ LAUNABRÉF fS
um land allt. ✓ RÍKISVERÐBRÉF LANDSBRÉF H.F. % Landsbankinn stendur með okkur | Suðurlandsbraut 24, 108 fíeykjavík, sími 91-679200, fax 91-673598 * Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. <