Morgunblaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 12
V^terkurog
O hagkvæmur
auglýsingamiðill!
VIÐSKlPn AIVINNULIF
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1992
VZterkurog
k-/ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Markaður
Sjávarútvegssýning í
fjórða sinn íhaust
VIÐAMIKIL sjávarútvegssýning verður haldin i fjórða sinn í Laugar-
dalshöllinni og næsta nágrenni dagana 15-19. september nk. Það er
fyrirtækið Reed Exhibition í Bretlandi sem annast alla skipulagningu
en sérhannaðir tjaldskálar verða leigðir frá hoUensku fyrirtæki. Sam-
svarar hvor um sig stærð Laugardalshallarinnar. Á sýningunni gefst
aðilum í sjávarútvegi kostur á skoða nýjustu tækni í fiskveiðum og
-vinnslu víða að úr heiminum.
;,í tjaldskálunum verður mjög góð
aðstaða fyrir sýnendur, t.d. er gólfíð
í þeim mun þægilegra en þeir flekar
sem við höfum áður notað,“ segir
Patricia Foster, framkvæmdastjóri
sýningarinnar sem dvelur hér á landi
um þessar mundir vegna undirbún-
ings hennar. „Sýningin verður nokk-
uð minni en fyrri sýningar en svæð-
ið er alls um 4.500 fermetrar. Það
eru erfiðir tímar og því munu fyrir-
tækin ekki taka jafn stórt svæði og
áður. Þó hafa mörg íslensk fyrirtæki
óskað eftir jafnstóru svæði og á síð-
ustu sýningu og dæmi eru um þau
hafí aukið við sig. Góð þátttaka ís-
lensku fyrirtækjanna hefur þó komið
mér á óvart. Eins og áður sýna fyrir-
tæki saman frá nokkrum löndum t.d.
frá Bretlandi, Noregi, Svíþjóð og
Hollandi. Einnig eigum við von á
tveimur fyrirtækjum frá Rússlandi,"
sagði Foster.
Hún segir að erfítt sé að átta sig
á ijölda þeirra fyrirtækja sem þegar
hafi sótt um svæði á sýningunni.
Mörg þeirra sæki um saman í nafni
síns lands. Hins vegar sé þegar búið
að ráðstafa meira en helmingi alls
sýningarsvæðisins. „Mér sýnist að
fyrirtækin hafí náð góðum árangri á
síðustu sýningu þar sem mörg þeirra
hafa sótt um að taka aftur þátt.“
Aðspurð um hvort vænta megi
margra erlendra gesta segist hún
búast við svipuðum fjölda og árið
1990 en þá komu hingað til lands
um 700 útlendingar vegna sýningar-
innar. „Að mínu áliti er það góður
árangur að fá þennan ijölda hingað
þar sem það er mun meiji fyrirhöfn
að komast hingað en t.d. á sjávarút-
vegssýninguna í Danmörk. Ég tel
að það sé ekki að vænta mikillar
aukningar næsta haust.“
Morgunblaðið/Sverrir
SYNING — Á myndinni eru fulltrúar hollenska fyrirtækisins
Neptúnus ásamt forráðamönnum sjávarútvegssýningarinnar í Laugar-
dal sem haldin verður á næsta ári.
FOLK — Ragnheiður Guðmundsdóttir mun hefja störf hjá Globe-
fish í byijun næsta árs. „íslenskur sjávarútvegur hefur náð góðum
árangri á alþjóðamörkuðum án markaðsvemdar og ríkisstyrkja,
þess vegna fínnst mér sjálfsagt að íslendingar taki frumkvæði í
samstarfí innan þeirrar atvinnugreinar."
Islendingxir ráð-
inn til Globefish
Ragnheiður Guðmundsdóttir stjórnmálafræðingur hefur verið ráðin
til Globefish í Róm, sem er hluti af sjávarútvegsdeild FAO. En FAO
er matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna. Verkefni
Ragnheiðar verða m.a. þau að sjá um viðhald á gagnagrunni gagna-
banka Globefish, skipuleggja samskipti við þá er veita bankanum
upplýsingar, svara almennum fyrirspumum sem berast, gagnaleit
í bankanum og undirbúa þau rit sem Globefish gefur út.
Globefísh er markaðs- og upplýs-
ingadeild og stendur fyrir útgáfu
á markaðsskýrslum, mánaðarlegu
fréttabréfi af fískmörkuðum í Evr-
ópu, ársfjórðungsritum um mark-
aðsmál, ásamt því að reka gagna-
banka sem er einn af fáum sem
sérhæfðir eru á sviði sjávarútvegs.
Útflutningsráð íslands er tengt
beint við gagnabankann.
Gagnabanki Globefísh inniheld-
ur upplýsingar um þróun markaða,
fískeldi, samáhættufyrirtæki, ijár-
festingar, kvóta- og veiðitölur,
framleiðslu, útflutning og innflutn-
ing og verð á afurðum.
Að sögn Þorgeirs Pálssonar
markaðsathugunarstjóra hjá Út-
flutningsráði íslands hefur ráðið
verið í samstarfí við Globefísh í um
þijú ár og er samvinnan nú að
skila sér í beinni þátttöku Útflutn-
ingsráðs í ráðstefnum sem Globe-
físh skipuleggur víða í Evrópu.
„Þessi samvinna er einnig að skila
sér í því að Útflutningsráð er nú
virkur þátttakandi í markaðsrann-
sóknaverkefni Globefísh þar sem
við höfum skrifað þrjár skýrslur
um tilbúna fískrétti í Evrópu,"
sagði Þorgeir.
I skýrslu sem Þorgeir skrifaði
um starfsemi sjávarútvegsdeildar
FAO segir að íslendingar hafí sett
mikinn svip á starfsemi deildarinn-
ar á liðunum árum og verið virkir
þátttakendur í þróunarverkefnum
víða um heim. „Frá árinu 1989
hefur enginn íslendingur starfað
innan sjávarútvegsdeildar FAO þar
sem íslensk stjómvöld hafa ekki
sinnt þessari stofnun nægilega og
greitt of lítið til hennar. Útflutn-
ingsráð hefur hins vegar lagt rækt
við samskipti við Globefísh og höf-
um við nú aðstoðað þá við að ráða
til sín starfskraft. Með þessu fáum
við betra tækifæri til að nálgast
upplýsingar frá FAO sem síðar
gæti vonandi leitt til þess að við
gætum farið að senda menn inn í
sjávarútvegsdeildina sjálfa þar sem
þetta er stærsta stofnun í heimin-
um varðandi sjávarútveg og sjávar-
útvegsverkefni. “
Ragnheiður mun hefja störf hjá
Globefísh í janúar nk. og segist hún
hlakka mjög til að takast á við þau
verkefni sem bíði hennar hjá fyrir-
tækinu. „Ég tel það mikilvægt fyr-
ir íslendinga að vera virkir innan
alþjóðlegra stofnana, sérstaklega
samfara aukinni þátttöku okkar í
alþjóðamálum, sem óhjákvæmilega
mun verða með aðild okkar að
EES. Ég tel að íslendingar standi
jafnfætis ef ekki framar öðrum
sjávarútvegsþjóðum hvað varðar
tækniþekkingu og þróunarstarf í
sjávarútvegi og sé þess vegna ekk-
ert því til fyrirstöðu að við getum
miðlað enn frekar af þekkingu okk-
ar til annarra þjóða, auk þess sem
við hljótum að vera tilbúin að læra
af öðrum,“ sagði Ragnheiður.
Ragnheiður varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1987,
hún var á Spáni árið eftir stúdents-
próf og lauk BA-prófi í stjómmála-
fræði vorið 1991. Lokaritgerð
hennar var á sviði Evrópumála, um
hugsanlega aðild íslands og ann-
arra EFTA-ríkja að hinum sameig-
inlega innri markaði EB og að EES
með tilliti til félagslegra réttinda.
Síðastliðið ár hefur hún starfað hjá
Upplýsingaþjónustu landbúnaðar-
ins.
Ahugaleysi fyrir erlendum fjárfestum
FYRIR Alþingi hefur verið lagt
frumvarp til breytinga á lögum um
fjárfestingu erlenþra aðila f at-
vinnurekstri. Frumvarpið er flutt til
að laga reglur um fjárfestingu er-
lendra aðila í atvinnurekstri hér á
landi að ákvæðum samnings um
EES. Frumvarpið er skref í rétta
átt og ef það verður samþykkt
rýmkast til muna réttur útlendinga
til fjárfestingar í atvinnurekstri hér
á landi.
Samkvæmt ákvæðum EES-
samningsins er ríkjum innan EES
heimilt án takmarkana að fjárfesta
í atvinnurekstri í ööru ríki á svæð-
inu. Sú undanþága er þó t.d. að
íslandi er veitt heimild til að við-
halda ótímabundið gildandi banni
við fjárfestingu erlendra aðila í fisk-
veiðum og frumvinnslu sjávaraf-
urða. Jafnframt er stjórnvöldum
heimilt að krefjast þess að fyrir-
tæki losi sig við fjárfestingu í fisk-
veiðum eða fiskvinnslu ef þau kom-
ast að öllu leyti eða að hluta til í
eigu erlendra aðila. íslandi er veitt-
ur frestur til 1. janúar 1996 til að
laga gildandi reglur um fjárfestingu
erlendra aðila í öðrum atvinnu-
greinum að ákvæðum samnings-
ins.
Breytingar með frumvarpinu eru
helstar þær að frá 1. janúar 1996
njóta ríkisborgarar og lögaðilar frá
hinum EES-ríkjunum sama réttar
til fjárfestingar á sviði orkuvinnslu
og orkudreifingar og íslenskir ríkis-
borgarar og lögaðilar. Jafnframt
fellur úr gildi sú takmörkun að er-
lendir aðilar megi einungis eiga
25% í hlutafélagabönkum. Þá fell-
ur einnig út ákvæði um að leyfi-
sveiting sé nauðsynleg frá ráð-
herra ef erlend fjárfesting fer fram
úr 200 milljónum króna eða sé
umfram 25% af heildarfjárfestingu
í tilgreindum atvinnugreinum.
Þetta eru einungis nokkur dæmi
um hið aukna frelsi og Ijóst er að
fjárfesting erlendra aðila í atvinnu-
rekstri ætti að verða auðveldari.
Þá vaknar hins vegar upp sú
spurning hvort íslendingar hafi
einhvern áhuga á að fá erlenda
fjárfesta inn í landið?
Eftir því sem næst verður kom-
ist er ekki unnið markvisst að því
að fá erlenda fjárfesta til íslands
með skipulagðri markaðssetningu.
Hér á landi er ekki veitt sú lág-
marksstarfsemi að ákveðinn aðili
sinni því skipulega að veita áhuga-
sömum erlendum fjárfestum upp-
lýsingar um ísland. Á þessu sviði
ríkir slíkur frumskógur skipulags-
leysis og upplýsingaskorts að er-
lendir aðilar hljóta að hika við fjár-
festingu hafi þeir sýnt áhuga á
annað borð.
Sú stofnun sem kemst næst því
að markaðssetja [sland er mark-
aðsskrifstofa iðnaðarráðuneytis-
ins og Landsvirkjunar (MIL) en
starfssvið hennar er, eins og nafn-
ið bendir til á mjög takmörkuðu
sviði, þ.e. orkumála. Skrifstofan
er vissulega spor í rétta átt en
óljós verkaskipting á milli hennar
og Landsvirkjunar hefur varpað
skugga á starfsemi markaðsskrif-
stofunnar. í raun er verkaskipting-
in víðar óljós og nýlegt dæmi í því
sambandi er sæstrengsmálið.
Enginn virðist vita hver hefur yfir-
umsjón í þeim efnum.
Sumar þjóðir eru forsjálli en við
og margar þeirra vinna markvisst
að því að fá til sín erlenda fjár-
festa. Jón Sigurðsson viðskiptafull-
trúi Útflutningsráðs íslands í New
York var með erindi á vegum
Amerísk-íslenska verslunarráðsins
í sl. viku þar sem hann sagði að
Danir ætluðu sér að verja 20 millj-
ónum danskra króna á næstu 5
árum til að markaðssetja Dan-
mörku fyrir bandariskum fjárfest-
um. Markaðssetning Dana hófst
fyrir 5 árum og hún hefur þegar
leitt til þess að yfir 30 bandarísk
fyrirtæki hafa flutt starfsemi sína
til Danmerkur og 540 Danir hafa
fengiö vinnu vegna þessara starfa.
írar, Hollendingar og Nýsjálend-
ingar hafa einnig sérstakar skrif-
stofur í New York sem einungis
sinna slíkri markaðssetningu.
Dæmi um hversu umfangsmikil
starfsemin getur verið vinna 520
manns við að markaðssetja írland
fyrir erlendum fjárfestum.
Ekki er Ijóst hvort vandamálið
hérlendis felst í því að stjórnvöld
hafi ekki áhuga á að fá erlendar
fjárfestingar til landsins eða hvort
þau telji að ísland sé svo heppileg-
ur fjárfestingarvalkostur og vel
þekkt erlendis að ekki sé þörf á
markaðssetningu þar.
íslenskt fjármagn mun í auknum
mæli streyma úr landi á næ'stu
árum. Ekki er nóg að samþykkja
aukið frelsi í fjárfestingum erlendra
aðila á íslandi og einungis vona
að úr rætist. Það er líkt og að
kaupa hveiti og sykur og bíða eftir
að jólakökurnar baki sig sjálfar.
ÁHB