Morgunblaðið - 12.12.1992, Side 3

Morgunblaðið - 12.12.1992, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1992 B 3 Story-Line, 1992. Ijjj^Ejj París í nóvember/ lautey Helgadóttir MYNDTONAR ÞAGNARINNAR Hinn 10. október síðastliðinn var opnuð stór einkasýning á verkum Hreins Friðfínnssonar í Institute of Contemporary Art (ICA) í Amsterdam. ICA er tiltölulega nýtt einkafyrirtæki sem er rekið á svipaðan hátt og Kunsthalle-sýningarstaðimir í Þýska- landi. Stefnuskrár þeirra eru líka nyög áþekkar og leggja þeir fyrst og fremst áherslu á að kynna hið fjölbreytilega litróf nútima- listarinnar með þvi að skipuleggja 4 stórar sýningar á ári auk minni sýninga þar sem erlendum eða ungum hollenskum sýningar- stjórum er m.a. boðið að sjá um alla skipulagningu. Þetta er mjög fijálst og sveigjanlegt fyrirkomulag og myndar ágæta and- stöðu við starfsemi nútimalistasafnanna sem hafa ákveðnar skyld- ur og eru flest í miklu fastari skorðum. ICA fær fjárframlög frá auðugum einstaklingum, en reynir auk þess að afla fjár með sölu aðgöngumiða, bókaútgáfu, fyrir- lestrum og ýmsu öðru í tengslum við sýningarnar. Stofnunin hefur þegar gefíð út bækur um listamenn eins og t.d. Richard Tuttle, Kiki Smith, Gilberto Zorio og er með í undirbúningi m.a. bækur um Hrein Friðfínnsson (kemur út í janúar), Wallace Ber- man, Peter Laurens Mol, Jonathan Borofsky og Markus Raetz. By the road side, 1982. eir sem sáu um að endur- reisa og hanna húsnæði ICA, sem var áður banki, voru arkitektamir Herman Postma og Peter Sas. Húsnæðið er sérstaklega vel staðsett miðsvæðis, örstutt frá Rijksmuseum og Sted- elijk-safninu og skiptist þetta 1.700 m2 rými í fjórar misstórar hæðir þar sem hugsað hefur verið fyrir hveiju smáatriði og allur frágangur er hinn glæsilegasti. Því var varla við öðra að búast en að fíngerð, tær og hljóðlát verk Hreins nytu sín á slíkum stað. Það var forstjóri ICA, Eduardo Lipschutz Villa, sem skipulagði sýn- ingu Hreins sem er eins konar yfir- litssýning (spannar tímabilið 1971- 1992), þó að mörg, sérstaklega stærri, verk vanti. Aðskildir heimar og tvenndir Þó að sýningin sé ekki sett upp í tímaröð byijar hún samt með verki sem Hreinn gerði á sjöunda ára- tugnum þegar hann ásamt þremur öðram íslenskum listamönnum stofnaði SÚM-hreyfínguna. Verkið heitir „Komið við hjá Jóni Gunnari" og er einfaldlega hvít viðarhurð með tveimur götum, annað í efri og hitt í neðri hluta hurðarinnar. Verkið var sýnt á fyrstu SÚM-sýn- ingunni í Asmundarsal 1965 og má strax greina í þessu verki ýmis- legt sem gefur okkur vísbendingu um þankagang listamannsins og margt sem á eftir að koma í ljós betur seinna eins og t.d. viðar- og litanotkun hans, tengslin á milli þess innra og ytra, þess ósýnilega og sýnilega, milli jin og jang. Dyr era jú ekkert annað en skil- rúm á milli tveggja veruleika, ann- ars vegar þess veraleika sem við upplifum þessa stundina og hins vegar þess óþekkjanlega veruleika sem er hinum megin, sem við skynj- um og gætum ef til vill upplifað með því að taka í hurðarhúninn. Jan Hoet, kommiser Dokumentu IX, líkir nútímalistinni við dyr í grein sem hann skrifar í bókinni „On the way to Documenta." „Áður fyrr var listinni alltaf líkt við glugga," segir hann, „ég vil meina að nútímalist- inni sé hægt að líkja við dyr, — dyr sem tákn fyrir annan raunveraleik, — nálægð sem" er ekki hægt að höndla. Núna er það áhorfandinn sem verður að leika og taka ákvörð- unina." Hurðin hans Hreins er ekki „lok- uð hurð“ vegna þess að auk skráar- gatsins era tvö göt sem era þó ekki hrein göt þar sem bjartmálað- ir viðarbútar og flísar tengja þau við hurðina þannig að „myndlistar- verkið“ eins og sprettur fram eða vex úr gatinu, tóminu, — brothætt og tært. Verkinu er komið fyrir beint á móti dyranum sem gengið er inn um í fyrsta salinn þar sem verkin „Án titils" (1988), „From time to time“ (1979), „Ánatomy" (1989) og „Overture" (1978) hanga. Á veggnum við inngöngu- dymar skáhallt á móts við „Komið við hjá Jóni Gunnari" hangir út- hverfa húsið „House Project“ (1974) sem er sjálfsagt eitt þekkt- asta verk Hreins, húsið þar sem innbúið snýr út og þakið og útveg- gimir inn. Þar er líka verið að velta fyrir sér tvenns konar veraleikum, þ.e.a.s. hvað snýr inn og hvað út. Er til einhver innri og ytri veru- leiki? Eða er þetta kannski bara leikur með gildi? Þó að Sólon Guð- mundsson í íslenskum aðli hafi átt hugmyndina að þessari sérkenni- legu húsasmíð þá gerði Hreinn hana að raunveraleika með því að byggja húsið þannig að það gæti „hýst all- an heiminn nema sjálft sig“. í verk- inu „Fimm hlið fyrir sunnan vind- inn“ er einnig um skil á milli tveggja heima að ræða eða tveggja veni- leika, skilrúm sem getur þó opnast með vindhviðu frá sunnanvindinum. Þessi leikur með andstæður, að- skilda heima og tvenndir er í mörg- um verkum hjá Heimi. „Maybe Maybe" (1975) sýnir okkur t.d. húshom þar sem annað er séð ut- anfrá og hitt innanfrá. í „Drawing a Tiger" (1971) sjáum við annars vegar listamanninn sjáifan á unga aldri teiknandi tígrisdýr heima í sveitinni og hins vegar sem fullorð- inn mann teiknandi tígrisdýr í Amsterdam. Þetta hljóða ljóðræna verk segir okkur margt um mynd- sköpun Hreins í látleysi sínu og einfaldleik. Að horfast í augn við ... „Like eyes looking into eyes“ (1976), Eins og augu sem horfa í augu, er lítið verk þar sem ekkert Komið við hjá Jóni Gunnari, 1965 annað en þessi stutta setning er skrautskrifuð. Aristóteles sagði „að augað væri vitsmunalegast allra skynfæra", eflaust hefur hann rétt fyrir sér. Augun endurspegla sálar- ástand okkar eða líðan, gleði, ang- ist, sársauka o.s.frv. eins og lista- verkið getur endurspeglað sál lista- mannsins. Eins og augu sem horfa í augu ... eram við ekki alltaf að leita að augnaráði hinna til að töfra eða láta töfrast eða til að geta horft undan, blekkt, orðið samsek, von- svikin eða hreinlega drekkt okkur eins og Narsissus í lindinni. Þegar staðið er fyrir framan þetta einfalda verk er eins og skoðandinn standi augliti til auglitis við einhvem óþekktan, einhvem ósnertanleg- an ... eitthvert afl sem er handan við flötinn. Þannig horfír verkið sjálft á skoðandann sem horfir á móti á verkið og sér þar sjálfan sig og alla hina. „Eg reyni að komast í samband við öfl sem búa að baki hlutunum og ég get ekki skilgreint. Þau tengja allt á hátt sem rýfur skilin milli ytri náttúra landslagsins og eðlis sálarinnar, þess sem er á seyði í huga okkar. Verkið verður allt í einu hluti af einhveiju sem er miklu stærra en það sjáíft...“ segir Hreinn í viðtali við Jean- Hubert Martin í sýningarskrá árið 1987. „I have looked at the see through my tears“ (1973), Ég horfði á sjó- inn í gegnum tár mín, stendur í öðru verki, en sjórinn kemur líka fyrir í verkinu „Overture" (1978) sem er samsett úr svart/hvftum ljósmyndum sem sýna hljóðfallandi öldugang og stuttan failegan texta, skrifaðan á ensku á nótnablað. „Shall we meet just before Beginn- ing night after End to watch the Invisible and listen beyond Silence and Sound." Era ekki samankomin í þessari stuttu setningu þau orð sem lýsa hvað best listsköpun Hreins, sérstaklega á þessu tíma- bili? Upphafí, hið ósýnilega, hljóm- urinn, þögnin og endalokin. í litlum hvítum ramma sem hang- ir út við hom eins salarins stendur eftirfarandi texti á ensku: „Mig dreymdi að ég var úti á túni með föður mínum framliðnum. Við vor- um að taka saman hey og hlaða því á vagn sem hestur átti síðan að draga heim að hlöðu. Það var rökkur, en hlýtt í veðri. Þegar við höfðum hlaðið vagninn, hvarf faðir minn, en skuggi hans varð eftir. Ég vissi, að ég átti að nota skugg- ann til að bera á vagnhjólin svo vagninn rynni betur. Síðan átti ég að tengja vagninn hestinum með strengjum ofnum úr ljósi sem skin- ið hafði niður í gegnum hafíð. Þá vaknaði ég.“ Verkið heitir einfald- lega „Draumur" og er frá 1973. Taktur írými „Rhythms in Space", er yfírskrift sýningarinnar, sem er reyndar mjög vel til fundið, þar sem verk Hreins hafa oft og tíðum sterkar skírskot- anir til tónlistar. í flestum ljósmyndaverkunum frá áttunda áratugnum er það við- fangsefnið sjálft, tíminn og hið huglæga sem virðist skipta mestu máli. Síðan verða allmiklar breyt- ingar á listsköpun Hreins upp úr 1980 þegar hann fer að vinna meira með alls konar efni og samsetning- ar. Það er eins og formið og öll útfærsla verði mikilvægari, eins og t.d. í „Interior" (1989) og „Blá- komu“ (1989), en um leið er eins og hann færist nær tónlistinni, hinu óáþreifanlega. Verkin verða hreinar hugarsmíðar, jafnvel yfírskilvitleg og frásögnin víkur fyrir tilbreyt- ingaríkri efnisnotkun og björtum litasamsetningum. Þó þessi verk séu dálítið ólík eldri verkunum er ljóðræni undirtónniim alltaf til staðar. Hann gengur eins og silfurþráður í gegnum alla list- sköpun Hreins, bindur hana saman og gerir hana svo einstaka og mátt- uga. í allra nýjustu verkunum notar hann t.d. vegginn meira en áður, veggurinn verður eins og tómið hjá Austurlandabúum, dýnamískt og afgerandi eða eins og þögnin í tón- listinni og án veggsins yrðu engin form, engin merking, ekkert verk eins og t.d. „Anatomy" (1989), „Landslag“ (1990) og „Vetrarfjall" (1992). Myndheimur Hreins er réman- tískur og alltaf á mörkum þess óefn- iskennda, hann er eins og fléttaður saman úr rit-, tón- og myndsmíðum. Hann er í eilífri leit að því sem er handan yfirborðsins, frásagnarinn- ar, efnisins, — handan þagnarinn- ar. Sum verkin era eins og hækur, stutt, einfóld, örfá orð, ein tilfinn- ing, á meðan önnur era eins og margföld lög af ljóðrænum merk- ingum þar sem hvert lag leggst ofan á annað á varfærinn og fínleg- an hátt til þess að raska ekki ró heildarinnar. Sýningunni lýkur 6. des. næst- komandi, en verður sýnd í Lista- safni íslands í febrúar 1993.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.