Morgunblaðið - 12.12.1992, Page 5

Morgunblaðið - 12.12.1992, Page 5
,^ipRqy^u.Ðffi,iAUGAfip|pyR 12. DRjSRMBERjq^ FRÆNDUR LISTAMAÐUR andspænis gor- geir ímyndar sinnar, piltur and- spænis listamanninum og ímynd hans, og tilraun þess síðarnefnda til að skyggnast bakvið grimuna — eitthvað á þessa leið má draga saman söguþráð bókarinnar Benj- amín sem ungur höfundur að nafni Einar Örn Gunnarsson hef- ur sent frá sér. Fyrir tveimur árum kom fyrsta skáldsaga hans fyrir almenningssjónir, Næðing- ur, er sagði frá samskiptum leigu- sala og leigjanda einhvers staðar í Þingholtunum; saga aldraðrar og brjóstumkennanlegrar eigin- konu sem villist á kurteisi piltsins í kjallaranum og kynferðislegum áhuga, eftir að hafa mátað hann í ýmsum öðrum hlutverkum. Inni í atburðarásina ófust glefsur úr alkunnu næturlífi Reykjavíkur; knæpurölt og skyndikynni. Sama minni skýtur upp kollinum í Benj- amíni, nátengt hvikulli sjálfsmynd ungs manns og leit hans að öðrum miðum en hann dorgar á. Einar Órn Gunnarsson. Leynir upp- spennt látæð- ið, þversagn- irnar og fras- arnir sem Benjamín slær um sig með, brothættari gerð og gam- algrónum sársauka? Kjartan heitir sögumaður nýju skáldsögu Einars Amar, nemi í læknisfræði þótt ýmis teikn séu á lofti um uppgjöf á þeim vígstöðvum, sveimhugi með skáldagrillu sem brýst út í upphafsköflum sagna um lifandi dauðan mann, og „mann sem leitar sannleikans. Svo á ég upphaf að sögpi um mann sem drepur Morg- an Kane; skýtur hann beint á milli augnanna". Þessar skissur stranda fljótlega vegna vanmetakenndar Kjartans eða hugmyndakreppu. „Þú verður að klára að minnsta kosti eina sögu. Það þýðir ekkert að semja endalaust samhengislausar smá- klausur. Þú verður að ná úthaldi og eirð. Haltu til dæmis áfram að skrifa um manninn sem leitar sannleikans. Þar hefurðu góða hugmynd og líf- lega sögu.“ Þetta segir frændi hans listmálarinn og titilpersóna bókar- innnar, sem ryðst inn í tíðindalausa veröld Kjartans dag einn og sest að á heimili móður hans til að undirbúa málverkasýningu. Annars er hann búsettur í Rotterdam, þar sem hann vinnur milli bóhemísks svallsins, enda hamhleypa til bæði orðs og æðis. Látlaus frásögnin af Benjamín virðist benda til að hvatning frænd- ans beri ávöxt. Hann kemur systur- syni sínum í tæri við fleira en það; þ. á m. eigin skoðanir á mönnum og málefnum, fijálslega meðferð flösku og reglna, eirðarleysi og stöðuga útþrá sem birtist helst í hressilegum minningarbrotum frá útlegðinni: Einn góðviðrisdag klasddi hr. Larsen sig upp í svört jakkaföt, tók Jakó með sér út í bakgarð og lét hann hoppa á milli handa sér. Frá andliti hans geislaði einhver harns- leg ofurkæti þar sem hann hló og skríkti að uppátækjum fuglsins. Þegar dýrið var faríð að þreytast sá Benjamín hvar hr. Larsen tók um höfuð Jakós, snerí og stakk honum þar næst lymskulega í jakkavasann. Hann skimaði flóttalega í kríngum sig eins og hann fyndi að fylgst værí með honum. Frú Larsen var alveg miður sín út af óljósum örlögum fuglsins og leitaði hans dögum saman. (bls. 56-57.) Mörtu, vinkonu systur sinnar, gefur Benjamín ókennilega köku og görótta, bakaða eftir hollenskri upp- skrift, sem mun vera kennd við geiminn. Ekki lætur Benjamín bylt- ingarstarfsemi sinni þar lokið, hann á ýmislegt sökótt við ofsatrúuð ná- grannahjónin, sem hann þekkir frá fomu fari, og ákveður að grisja garð- inn að þeim forspurðum með vélsög. Pyttlan og prakkaraskapurinn er alltaf innan seilingar, og hann hagar sér eins og naut í flagi eða Bombí Bitt á örvandi lyflum. Sprungur koma þó í staliinn sem Kjartan setur hann á, og brátt grunar hann að uppspennt látæðið, þversagnimar og frasamir sem Benjamín slær um sig með, leyni brothættari gerð og gam- algrónum sársauka: Klukkustund síðar vaknaði ég af órólegum svefni við rödd Benjamíns. Hann stóð yfir skrifborðinu með upprúllaðan pappír undir hendi og blaðaði í sögunni: „Þetta er gott hjá þér. Fljúgðu yfir fjallið, “ sagði hann og leit snöggt upp. „Nú stend ég sjálfan mig að því að gera það sem ég þoldi ekki í fari annarra. Það er að hnýs- ast í ólokið verk. Mér geðjaðist ekki að þvíþegar fólk braust inn á vinnu- stofuna mína og át myndimar með augunum..." (bls. 127.) Rótleysi persónanna og ranghug- myndir er sem endurómur frá ýms- um einförum bókmenntanna, og þar sem keimlíkri manngerð brá fyrir í Næðingi, er freistandi að spyrja Ein- ar Öm um ítrekunina; hvort hann leitist við að lýsa „firringu" sem hugarástandi eða áþreifanlegum þætti samtíðarinnar með þessari persónusköpun? „Nei, ég leitast ekki við að lýsa neinni firringu, en per- sónusköpun sögumanna í bókunum er engin tilviljun og til þess að gefa öðmm persónum bókanna meira svigrúm. Þetta undirstrika ég með titli bókarinnar, Benjamín, því hann er fremur aðalpersóna en aukaper- sóna. Þessi aðferð hentar mér vel, og þessi persónusköpun finnst mér mjög þægileg, þ.e. að hafa sögu- mann passívan, eða sem áhorfanda atburða frekar en geranda. En þess- ir drengir eiga sér þó sína drauma og sínar sorgir, sínar vonir og von- brigði.“ SFr söguþráðinn." — Hvers vegna skrifuðuð þið Öddubækumar saman? „Það er vegna þess frá árinu 1942 var Hreiðar með smábama- skóla á Akureyri. Ég kenndi þar í eitt ár, áður en ég fór að kenna eldri bömum og okkur fannst nauðsynlegt að segja þeim sögur úr umhverfí sem þau þekktu. Við vissum líka að við yrðum að búa til sögur sem þau gætu vel skilið. Okkur hefur verið legið á hálsi fyrir að skrifa knappan stíl, en það er nú einu sinni svo að hann hæf- ir vel þeim aldri sem sögumar eru skrifaðar fyrir. Böm þurfa að skijja það sem er verið að skrifa og fá að feta sig stig af stigi. Við miðuðum sögumar við þá sem vom klárastir í bekknum og þegar við höfðum lokið við söguna um Öddu, vildu bömin meira." — Hvort ykkar á meira í sögun- um? „Það má segja að ég eigi meira í þeim, vegna þess að þær greina frá atburðum sem áttu sér stað í raunveruleikanum — og ég þekkti. Seinni bækumar urðu líka til þeg- ar ég var farin að kenna eldri börnum í öðrum skóla og það var þar sem Adda þroskaðist," segir Jenna brosandi um leið og hún bætir því við að allir atburðirnir í Öddubókunum eigi sér stoð í raun- vemleikanum. — Nú hafa Öddubækumar ver- ið gefnar út sjö sinnum. Hvemig skýrir þú vinsældir þeirra í hálfa öld? „Ég held kannski að ástæðan sé sú að í þeim er ekkert sem bömin eiga erfitt með að skilja; þær ijalla um umhverfi sem flest þeirra þekkja, um leiki sem flest börn leika og em svo líkar eigin lífi þeirra sjálfra." Að ógleymdu því að í bókunum er tekist á við tilfinningar. Adda gerir axarsköft og af þeim hljótast afleiðingar — ekki refsingar. Hún lærir af mistökum sínum, góð- mennska nýju foreldranna kallar á það besta í Öddu og hún þrosk- ast í góðu tilfinningalegu yfírlæti. — En hvers vegna endar saga Öddu á því að hún trúlofast? „En allar sögur enda þegar fólk trúlofast," segir Jenna undrandi á svip, með stríðnishreim í rödd- inni.„Þá er öll spennan búin og alvaran byqar." Og víst er það nærri lagi. 011 ævintýri um prinsa og prinsessur enda á hjónabandi, sumir eignast börn og bum, eða kötturinn setur upp stýri; allavega gerist ekkert eftir það sem ævin- týrin rúma. „Maður skrifar til dæmis ekki um kynlíf og þannig hluti fyrir tólf ára börn.“ MENNING LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Listasafn íslands Finnsk aldamótamyndlist. Sýning 20 fínnskra listamanna stendur til 13. des. Opið alla daga nema mánudaga. Kjarvalsstaðir Verk franska myndlistarmannsins Je- an-Jaques Lebel. Fransk-íslensk myndasögusýning. Sýningamar standa til 13. des. Norræna húsið Finnsk glersýning opin daglega kl. 14-19 til 20. des. Sýning um Múmíná- Ifana í anddyri. Lúsíuhátíð á sunnudag 13. des. Menningarmiðstöðin Gerðubergi Jóladagskrá fyrir böm: Möguleikhúsið sýnir „Smiður jólanna" og Þórarinn Eldjám les upp: laugardag 12. des kl. 15. Sýning á verkum í eigu Reykjavíkur- borgar, bamateikningar úr samkeppni í tengslum við sýninguna „Orðlist Guð- bergs Bergssonar." Hafnarborg Afmælissýning í tilefni af 90 ára af- mæli Sparisjóðs Hafnarfiarðar. Sýning á verkum nemenda við arki- tektaskólann í Osló. Sýningunum lýkur 22. des. FIM-salur, Garðastræti Sýning á vatnslitamyndum Eyjólfs Ein- arssonar stendur til 13. des. Þjóðmiiyasafn íslands Sýningin JÓMSVÍKINGAR stendur til 13. des. Jólasýningin ÍSLENSKU JÓLASVEINARNIR. Listhúsið í Laugardal Sýning á teikningum Jóhönnu Boga- dóttur, opnuð laugardag 12. des. stend- ur til 24 des. Listamenn sýna ný og eldri grafíkverk. Jám- og glerlistaverk Mörtu Maríu Hálfdánardóttur og ítalsk- ir listmunir til sýnis. Hulduhólar, Mosfellssveit Keramikverkstæði Steinunnar Mar- teinsdóttur opið kl. 14-19 daglega nema fim. og fös. kl. 17-22. Vinnustofur Álafossi Listamenn á Álafossi með sýningu á verkum sínum sem stendur fram að jólum. Nýlistasafnið, Vatnsstíg Sýning á portrettmyndum Hallgrims Helgasonar stendur til 13. des. Myndverk Lofts Atla sýnd til 13. des. Gallerí Úmbra, Amtmannsstíg Guðný Magnúsdóttir og Bryndls Jóns- dóttir með sýningu á leirlistmunum, stendur til áramóta. Galeríe Roð-f-gúl, Hallveigarstfg Aldís Bára Einarsdóttir sýnir lágmynd- ir úr keramiki þessa helgi og næstu. Opið fös. lau. sun. kl. 14-22. SPRON, Álfabakka Sýning á verkum Helga Gfslasonar, myndhöggvara stendur til 12. feb.’93. Listmunahúsið Opnuð sýning á litlum verkum ýmissa isienskra myndlistarmanna laugardag 12. des. -stendur fram til jóla. Listasafn Siguijóns Ólafssonar, Laugarnesi Sýning á verkum frá tfmabilinu 1934-’82. í efri sal valdar trémyndir. Gallerí 11, Skólavörðustíg Sýning á tréskúlptúr Kristins Guðna- sonar stendur til 24. des. Ófeigur, gullsmiðja og listmunahús, Skólavörðustíg Myndlistasýning 8 listamanna, Gallery Gijóthópurinn ’89, stendur fram til ára- móta. Sýningarsalur Önnur hæð, Lauga- vegi Sýning á verkum Dan Flavin stendur fram f rniðjan janúar. Opið miðvikud. kl. 2-6. Gallerí Slunkarfki, ísafirði Sýning á verkum Svölu Sigurgeirsdótt- ur opnuð laugardag 12. des. stendur til áramóta. Byggðastofnun, Egilsstöðum Sýning á verkum Louise Heite stendur til áramóta. Safnahúsið, Sauðárkróki Sýning á verkum Þórhalls Filippusson- ar. Grófargil, Akureyri Sýning á 100 myndverkum eftir 65 myndlistarmenn. Desembervaka með uppákomum til 20 des. TONLIST Laugardagur 12. des. Norræna húsið kl. 16.00:Yggdrasil- kvartettinn frá Svíþjóð - verk eftir Jan Carlstedt, W. Stenhammer, Jón Leifs, Franz Schubert. Kristskirkja, Landakoti kl. 17.00: Söngsveitin Fflharmónía með aðventu- tónleika. Einsöngvari Sigrún Hjálmtýs- dóttir. Stjómandi Úlrik Ólason. Skálholtskirkja kl. 15.00:Aðventutón- leikar, aðventu- og jólalög. Flytjendur Barnakór Skálholtsprestakalls, Skál- holtskór, Kór Menntask. á Laugar- vatni. Einsöngvari Haukur Haraldsson. Undirleikari Orn Falkner. Sunnudagur 13. des. Hallgrímskirkja kl. 11.00:Vígslu- messa. Hörður Áskelsson organisti. Mótettukór Hallgrimskirkju. íslenska óperan kl. 15.00:Sigrún Eð- valdsdóttir, fiðla; Selma Guðmundsdótt- ir pfanó. Útgáfutónleikar á „Ljúflings- lögum“ geislaplötu frá Steinum hf. Is- lensk sönglög í útsetn. Atla Heimis Sveinssonar. Kl. 20.00Jólaballettinn Hnetubijótur- inn við tónlist Tchaikovsky. Ballettskóli Guðbjargar Björgvins. Hallgrímskirkja kl.l7.00:Orgelvígslu- tónleikar. Hörður Áskelsson organleik- ari. Verk eftir Couperin, Aravjo, Bach, César Franck, Pál Isóifsson, Þorkel Sig- urbjömsson. Akureyrarkirkja kl.l7.00:Orgeltón- leikar á aðventu. Bjöm Steinar Sól- bergsson leikur verk eftir Bach, Messia- en, Duraflé. Kristskirlga, Landakoti kl. 17.00: Aðventutónleikar söngsveitarinnar Fil- harmónfu. Einsöngvari Sigrún Hjálm- týsdóttir. Stjómandi Úlrik ólason. Mánudagur 14. des. Kristskirkja, Landakoti kl. 21.00: Söngsveitin Fflharmónía með aðventu- tónleika. Einsöngvari Sigrún Hjálmtýs- dóttir. Stjómandi Úlrik Ólason. Hallgrímskirkja kl. 20.30:0rgeltón- leikar. Próf. Hans Dietrich Möller. Jóla og aðventutónlist eftir Walther, Bachm Saint-Saens, Messiaen, Balbastre, improvisasjónir. íslenska óperan kl. 20.00:Hnetu- bijóturinn við tónlist Tchaikovsky. Bal- lettskóli Guðbjargar Björgvins. Þríðjudagur 15. des. Hallgrímskirkja kl. 12.00 og 18.00: Orgelkynning. Islenskir orgelleikarar. Listasafn fslands kl. 20.30:Tónleikar Augnabliks. Kristín Guðmundsdóttir og Tristan Cardew flautuleikarar og Þor- steinn Gauti Sigurðsson, píanóleikari flytja verk eftir G.F.Handel, L.v. Beet- hoven, Th. Böhm, S J.Bach, C.Reinecke og F. Kuhlau. Gerðuberg kL 20.30:Einsöngstónleik- ar Ánna Margrét Kaldalóns. Lög eftir Hugo Wolf, Menotti, Mozart, Sigvalda og Selmu Kaldalóns. Miðvikudagur 16. des. Hallgrímskirkja kl. 12.00 og 18.00: Orgelkynning. Islenskir orgelleikarar. KrLsLskirkja kl. 20.30:Kvöldlokkur eft- ir Haydn og Mozart. Blásarakvintett Reykjavíkur og félagar. Skálholtskirkja kl. 16.00:Helgileikur. Bamakór safnaðanna. íslenska óperan kl. 20.00Hnetu- bijóturinn við tónlist Tchaikovsky. Bal- lettskóli Guðbjargar Björgvins. Fimmtudagur 17. des. Hallgrímsldrkja kl. 12.00 og 18.00: Orgelkynning. Islenskir orgelleikarar. Langholtskirkja kl. 20.00:Sinfónfu- hljómsveit fslands. Eins. Tómas Tómas- son, bassi. Kór Kársnesskóla. Stj. Há- kon Leifsson. Verk eftir J.S. Bach, Wagner, Tchaikovsky, og jólalög. Föstudagur 18. des. Langholtskirkja kl. 23.00Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju. Laugardagur 19. des. Skálholtskirkja kl. 15.00:Aðventu- samkoma með barocktónlist. Verk eftir J.S.Bach, J.L.Krebs, Vincent Lubeck. Flytjendun Peter Tompkins, Hallveig Rúnarsdóttir, Hilmar Om Agnarsson o.fl. PerlantTónleikar til styrktar Tónlistar- húsi. Nestún, Hvammstanga kl. 15.00:Tón- listarfélag V-Húnvetninga. Sigurður Halldórsson, selló. Daníel Þorsteinsson, pfanó. LEIKLIST Þjóðleikhús Stóra sviðið kl. 20.00: Hafið eftir Ólaf Hauk Sfmonarson -lau. 12. des. Dýrin f Hálsaskógi eftir Thorbjöm Egnen -sun. 13. des. kl.14.00 og 17.00. Litla sviðið kl. 20.30: Rita gengur menntaveginn -lau. 12. des. Smfðaverkstæðið kl. 20.00: Stræti eftir Jim Cartwright -lau. 12. des. Alþýðuleikhúsið, Hafnarhúsi: Hræðileg hamingja eftir Lars Norén kl. 20.30: -lau. 12. des. Til umsjónarmanna listastofnana og sýningarsala Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðvikudögum. Merkt: Morgun- blaðið, menning/listir, Hverfisgötu 4, 101 Rvk. Myndsendir 91-691294.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.