Morgunblaðið - 12.12.1992, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 12.12.1992, Qupperneq 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1992 < KONUNGSGERSEMI KOTUNGS „í HIRSLUM Árnastofnunar í Reykjavík liggur lítil bók, einhvern veginn mórauð á litinn, rétt eins og hún hafi legið í tóbaki, letruð með skýrri, fastmótaðri en skrautlausri hendi. Enginn veit hvaða kraftaverk hafa valdið því að bókin skuli enn vera til. Brynjólfur biskup Sveinsson í Skálholti eignaðist þessa bók einhvern tímann á embættisferli sínum. Hver veit nema Hallgrímur skáld Pétursson hafi verið sá sem færði honum bókina, sem sennilega hefur borist til biskups frá Suðurnesjum, og hafi fengið að launum næði til að yrkja Passíusálmana? Ef tilgáta um það er rétt — og hún er öldung- is ekki rakalaus — mundi það hafa verið mikill örlagadagur í ís- lenskri bókmenntasögu þegar þau kaup voru gerð. Hvemig sem biskupinn náði í bókina, þá skildi hann að hann hafði fest hend- ur á konungsgersemi og gaf bókina kónginum í Kaupmanna- höfn. Hefur kannski vonað að kóngsi mundi launa greiðann með því að koma á prent kvæðum þeim sem á bókina voru skráð. Þeir sem ráða fyrir kónga og drottningar í Danmörku hafa nú gefíð íslending- um aftur þessa bók, eina af þeim „sem aldrei og hvergi fást slíkar til dómsdags", eins og Amas Amæ- us tekur til orða í íslandsklukku Halldórs Laxness." Með ofanrituðu hefst inngangur þriðja hluta fyrsta bindis íslenskr- ar bókmenntasögu sem komin er út, og fjallar um bókmenntir og menningu frá landnámi til 1300. Innan þess tíma er fjallað um „eddukvæði, dróttkvæði og kristi- leg trúarkvæði; um mikinn hluta lausamálsverka frá sama skeiði og þó ívíð lengur; veraldlega sagn- ritun — þjóðsögur og ævisögur — bæði um innlend efni og erlend; trúarlegar bókmenntir, vísindi og fræði“. Þrjú bindi munu fylgja í kjölfarið á næstu árum, og spanna bókmenntir landsins frá ritun ís- lendingasagna til nútímans. Inn- gangurinn hér að ofan, sem fjall- aði vitanlega um Konungsbók eddukvæða, gefur örlitla vísbend- ingu um tón þessarar ítarlegu bók- ar; hvort tveggja studdur fræðileg- um rannsóknum og yfirgripsmik- illi þekkingu höfunda á viðfangs- efni sínu, en er jafnframt aðgengi- legur lesendum. Bókmenntasaga þar sem tilkostað er vandaðri fræðimennsku, fordómaleysi og fé í senn, á sér fáar hliðstæður í ís- lenskri bókaútgáfu — þótt furðu gegni — og því einkar ánægjulegt að sjá „konungsgersemi" líta dags- ins ljós. Sennilega munu þó aðrar „fást slíkar til dómsdag", öfugt við eddukvæði, enda eðlilegt að bókmenntasagan sé stöðugri um- ritun undirorpin, eftir því sem nýjar heimildir og aðrar skoðanir kveða við með breyttum tíðaranda og rannsóknum. Höfundar fyrsta bindis íslenskr- ar bókmenntasögu eru þrír talsins; Vésteinn Ólason, prófessor í ís- lenskum bókmenntum við Háskóla íslands, Sverrir Tómasson, doktor við Stofnun Áma Magnússonar, og Guðrún Nordal, lektor við Uni- versity College í Lundúnum, auk þess sem Hrafnhildur Schram list- fræðingur stýrir vali mynda. Ritar hinn fyrstnefndi um orðsins list og norræna samfélagsgerð vík- ingaaldar, kveðskap af fomum rótum (þ. á m. tegundir hans og varðveislu, skáldskáparmál, brag- fræði og stíl), Eddukvæði (þ. á m. goðakvæði, sögu þeirra og heims- mynd, hetjukvæði, kvæði með efni úr ævintýrum og öðrum þjóðfræð- um o.fl.), dróttkvæði (þ. á m. upp- haf, einkenni og hlutverk hans, norsk og íslensk hirðskáld á heiðn- um og kristnum tímum, endalok dróttkvæða og dróttkveðin einka- mál, lausavísur o.fl.), kristileg trú- arkvæði til loka 13. aldar (þ. á m. lofsöngur kirkjunnar og Krists, trúarlegar drápur, trúarkvæði með edduháttum, þýðingar úr latínu o.fl.). Vésteinn ritstýrir einnig tveimur fyrstu bindum íslenskrar bókmenntasögu, en hið seinna er tilbúið í handriti. Sverrir Tómasson fjallar um veraldlega sagnritun (sagnarit um íslensk efni, Ara fróða Þorgilsson, landnámabækur, biskupasögur, konungasögur, heimsaldra og annála, þýdd sagn- rit og gervisagnfræði o.fl.), kristn- ar trúarbókmenntir í óbundnu máli (píslar- og postulasögur lærðra og leikra, Maríu sögu og Maríujarteinir, játarasögur o.fl.), erlendan vísdóm og forn fræði (staffræði og mælskulist, þ. á m. fyrstu málfræðiritgerðina, Snorra Eddu, guðfræði, heimspeki, lög, landa- og náttúrufræði o.fl.), en Guðrún Nordal ritar mestmegnis um Sturlungu og efni henni tengt í þeim hluta bókarinnar sem helg- aður er veraldlegri sagnritun. TILURÐ OG EFNISTÖK Aðspurður um tilurð íslenskrar bókmenntasögu segir Vésteinn Ólason: „Lengi hefur verið tilfinn- anlegur skortur á slíku yfírlitsriti, og þegar það kom upp í samtali við Halldór Guðmundsson, útgáfu- stjóra Máls og menningar, hvort ég vildi taka að mér ritstjóm fyrri hluta verks af þessum toga, fannst mér það mjög heillandi viðfangs- efni, og hafði raunar hugleitt að ráðast í eitthvað því skylt. Strax varð ljóst að ég vildi gjaman fá Sverri með mér til samstarfs, hin- ir höfundamir bámst einnig fljótt í tal og gátu flestir þeir tekið verk- ið að sér sem til var leitað. Ég hóf að vinna verkið í fullri alvöra 1987, og hef unnið jafnt og þétt síðan meðfram öðram verkum. Samn- ingu verksins var lokið hvað mig áhrærir fyrir síðustu áramót, en þorri þessa árs hefur farið í vinnslu bókarinnar og frágang. Það hefur verið ákaflega fróðlegt og skemmtilegt að vinna að bókinni, meðal annars vegna þess að maður les ýmsan texta sem maður les yfírleitt ekki annars, og ég þykist hafa komist að því að margt fleira er athyglisvert lesefni í okkar fom- bókmenntum en íslendingasög- unnar og annað sem flestir þekkja, og þá mun fleira en það sem fræði- menn hafa mest fengist við. Hvað varðar íslendingasögumar hafa einhveijir undrast að þeim séu ekki gerð skil fyrr en í næsta bindi. Það rökstyðjum við t.a.m. með áherslu okkar á íslendingasögum- ar sem skrifaðar sögur og þótt við geram ráð fyrir munnlegri geymd, koma þær áreiðanlega síðar til sögunnar en flest það sem við birt- um í fyrsta bindinu, þótt sumt verði að teljast yngra.“ - Nú er stundum deilt um að- ferðir við ritun bókmenntasögu — hvaða sjónarmið hafðir þú að leið- arljósi við ritstjórn verksins? „Tvær megináherslur eru ríkj- andi við ritun bókmenntasögu. Annars vegar hættir henni til að leiðast út í bókmenntasöguleg vandamál um hugsanlega glötuð handrit, tíma ritunar o.s.frv., en hin leiðin miðast að áherslu á þá texta sem fengist er við. Við fylgd- um síðari leiðinni, og reynum að eyða meiri púðri í frásögn &g rýni í bókmenntimar og samhengi þeirra, og draga þannig upp heil- steypta sögu bókmenntagreina á því tímabili sem við fjöllum um. Einnig er álitamál hvort og hversu ítarlega eigi að endursegja frá- sagnarþráð verka, og hefur það reynst misjafnt eftir bókmennta- greinunum. Þannig taldi ég nauð- synlegt að rekja efni eddukvæða, þótt reynt sé að gera það á hnitm- iðaðan hátt, því söguefnið er svo mikilvægt að ekki er hægt að kom- ast yfír kvæðin án þess að gera grein fyrir þræðinum. í umfjöllun um dróttkvæði gat ég hins vegar lagt meiri áherslu á formið, enda efnið ekki eins tilkomumikið og í eddukvæðunum. Við reyndum að kanna stöðu og tengsl bókmennt- anna við samfélagið eins langt og fræðin leyfa, og svo má segja að það hafí verið ritstjórnarleg ákvörðun að leggja ftekari áherslu á trúarlegu bókmenntimar en van- inn er að gera í ritum af þessum toga. En án þess að taka tillit til þeirra, er ekki hægt að fá rétta mynd af menningu þessa tíma- skeiðs.“ KRISTNAR TRÚARBÓKMENNTIR - Kafli Sverris Tómassonar um kristnar trúarbókmenntir í óbundnu máli er sennilega gleggsta yfirlit yfír þennan þátt fombókmennta sem enn fyrir- fínnst á íslensku, og má spyija hví hann hafí verið svo vanræktur? „Meginástæðan er sú að fáir íslendingar hafa kynnt sér þessa tegund bókmennta að ráði,“ segir Sverrir, „og útlendingar verið ein- ir um hituna. Þannig hugðist gagnmerkur fræðimaður að nafni Fredrik Paasche, sem skrifaði meðal annars bók um kristin trúar- kvæði og samdi bókina Kristindom og hvat, að rita um kirkjulegar bókmenntir í Nordisk kultur en lést áður en það gat orðið. Andúð á trúarbókmenntum er einnig arf- ur frá aldamótum síðustu, en bæði hér og í Danmörku vora menn svo hundheiðnir að þeir töldu þær vera örgustu pápísku og uppspuna frá rótum, og dæmdu hart þess vegna. Menn reyndu ekki að setja þær í samhengi við aðrar greinar bók- mennta, álitu þær ekki tilheyra sagnfræðilegum ritum og tóku harkalega á þeim. Trúarbók- menntir era heimild um trúarlíf eða kirkju tímans fremur en heim- ild um atburði. Gildi þeirra er fólg- ið í þessum þætti, en einnig hversu vel þær sýna menntun íslenskra Sverrir Tómasson og Vésteinn Ólason. rithöfunda á þessum tíma. Þeir voru bæði vel að sér um mál og stíl, kunnu sína guðfræði og þekktu erlend fræðirit og hafa haft nokkum aðgang að heilum ritum eða brotum af þeim sem komu út í Evrópu. Stöðu menntun- ar hér á landi getur maður rakið í nokkram mæli eftir því hvaða heimildir vora til og hvaða bækur menn notuðu við sín skrif. En lengi vel eimdi eftir af þessari fyrirlitn- ingu á trúarbókmenntum, og þannig sérðu t.d. í bókmenntasögu Finns Jónssonar frá fyrstu tugum aldarinnar að hann hefur ekki allt- af virðuleg orð um þessar bók- menntir. Enn fremur voru þær ekki gefnar út í aðgengilegum útgáfum, þannig að alþýða manna kynntist þeim einungis af slæmri afspurn.“ Á 12. öld var farið að þýða dýrlingasögur hér á landi, en þær era stærsti hluti trúarbókmennta í lausu máli. „íslendingar halda yfirleitt að einu merkilegu forn- bókmenntir séu íslendingasögum- ar, en þetta er óskaplegur mis- skilningur,“ segir Sverrir. „í trúar- bókmenntum er t.d. þýðing á Klemensar sögu páfa sem telst til postulasagna, sem tekur mörgum Islendingasögum fram að gildi vegna góðs stíls og frásagnar. Klemens saga er unnin úr tveimur latneskum heimildum og segir aðallega frá Klemens páfa en einn- ig frá grandvöram hjónum sem verða kristin eftir þó nokkrar hremmingar, og þannig eru mergj- aðar lýsingar á því hvemig konan pínir sjálfa sig og þegar þau verða viðskila, uns fjölskyldan sameinast við fótskör Péturs postula. í postu- lasögum má greina áhrif frá grísku skáldsögunni frá hellenískum tíma, og þaðan er t.d. minnið um endurfundina komið. Þeir sem hafa haldið því fram að íslenskir höfundar hafi . verið kunnugir Guðrún Nordal Bókmenntasaga þar sem til- kostað er vandaðri fræði- mennsku, fordómaleysi og fé í senn, ó sér fóar hliðstæður í íslenskri bókaútgófu - þótt furðu gegni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.