Morgunblaðið - 24.12.1992, Page 2

Morgunblaðið - 24.12.1992, Page 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1992 Fyrsta íslenska flæðilínan seld til Bandaríkjanna Velta í flæðilínuvinnslu hjá Þorgeiri & Ellert komin á annað hundrað milljónir á árinu ÞORGEIR & EUert og Marel hf. hafa selt fyrstu íslensku flæðilínuna til Bandaríkjanna, en það var til Arkansas. Verð flæðilína er háð stærð en algengt verð er á bilinu 10-20 milljónir króna. Alls hefur velta Þorgeirs & Ellerts í flæðilínum verið á annað hundrað milljónir á árinu en framleiðslan skapar um 30 ársverk hjá fyrirtækinu. Marel og Þorgeir & Ellert hófu samstarf fyrr á árinu um þróun flæðilínu sem sett var upp í Fisk- iðju Sauðárkróks. Síðan hafa verið sett upp kerfi í Vestmannaejrjum, Þorlákshöfn og Eskifirði, svo og kerfi um borð í frystitogurum, þ.á m. þýskum og færeyskum. „Kerfin hafa vakið mikla athygli erlendis þar sem sannað er að þau geta gefíð aukna nýtingu, aukinn sveigjanleika og innaleiða tölvu- stýrt gæðaeftirlit. Á árinu hefur fjöldi fiskvinnslumanna, alls staðar að úr heiminum, komið til íslands til að skoða þetta kerfi sem nú er talið það fremsta á sínu sviði,“ sagði Haraldur. Auk samstarfs við Marel er Þorgeir & Ellert einnig í samstarfí við Ingólf Árnason sem er hönnuður á línunum. Fyrirtækið í Arkansas sem, keypti flæðilínuna mun nota hana við vinnslu leirgeddu eða „catfísh" en framleiðsla hennar hefur aukist mjög í Bandaríkjunum sl. áratug. Gert er ráð fyrir að framleiðslan verði um 200 þúsund tonn á þessu ári. Haraldur sagði marga aðila í Noregi, Kanada og í leirgeddu- vinnslunni í Bandaríkjunum hafa sýnt kerfinu raunverulegan áhuga. „Við erum t.d. í viðræðum við að- ila í Noregi og höfum lagt þar inn tilboð. Salan nú er því mikilvægt skref Fyrirtæki Hagnaður Jarðbor- í að koma kerfinu á framfæri, en „catfísh" svæðið í Bandaríkjunum hefur verið talið eitt hið erfíðasta að komast inn á en möguleikarnir þar eru líka taldir miklir.“ Haraldur segir að auk þess sem framleiðsla flæðilínanna sé orðin stór þáttur í framleiðslu Þorgeirs & Ellerts hafi fyrirtækið gert samning við verndaðan vinnustað á Akranesi um að þar verði ýmsir hlutir fyrir færibönd settir saman. „Við gerum ráð fyrir að þessi fram- leiðsla komi til með að haldast á næsta ári og jafnvel aukast, þar sem útflutningurinn er rétt að hefj- ast,“ sagði Haraldur. Raunávöxtun hlutabréfa frá 1. janúar til 21. desember 1992 Utreikningur Kaupþings hf. Tollvörugeymslan hf. Marel hf. Olís hf. Olíufélagið hf. Hlutabréfssj. Norðurlands hf. I -1,36% | 31,21 29,10% 20,22% 14,52% H 4,84% Eignarhaldsf. Alþýðubankans hf. Haraldur Böðvarsson hf. Eignarhaldsf. Verslunarbankans hf. Skeljungur hf. Hlutabréfasj. Auðlind hf. Síldarvinnslan hf. ísl. hlutabréfasjóðurinn hf. Hlutabréfasjóður VÍB Sæplast hf. Eimskip hf. HMARKS-vísitalan Alm. hlutabréfasj. hf. Grandi hf. Skagstrendingur hf. Flugleiðir hf. Útgerðarf. Akureyringa hf. Sjóvá-Almennar hf. Hlutabréfasjóðurinn hf. Eignarhaldsf. Iðnaðarb. hf. Hampiðjan hf. Ármannsfel! hf. Hlutabréf Stór kaup á hlutabréfum ÍHB og Skeljungi anajókst um 19% Á fyrstu 11 mánuðum ársins var hagnaður af starfsemi Jarðborana hf. tæplega 17 milljónir króna. Samanborið við uppfærðan hagnað ársins í fyrra er um 19% aukningu að ræða, þetta kemur fram í fyrsta tölublaði fréttabréfs sem Jarðboranir hafa hafið útgáfu á. Stefán Halldórsson hjá Kaupþingi, sem annast hefur hlutafjárútboð Jarðbor- ana, segir í sölulýsingu fyrirtækisins hafi verið gert ráð fyrir 15-25 milljóna króna hagnað á árinu en nú stefni í að hagnaður fyrirtækis- ins komi til með að verða nær 25 miHjónunum. Þá séu horfur á verk- efnastöðu fyrirtækisins fyrir næsta ár betri en um árabil. { fréttabréfínu kemur fram að erfitt sé að gera áætlanir um verk- efni ársins 1993, vegna þess að flest- ir að stærri verkkaupum Jarðborana, t.d. opinberir aðilar, gangi ekki end- anlega frá fjárhagsáætlunum sínum fyrr en á fyrstu mánuðum komandi árs. Líkt og komið hefur fram í Morg- unblaðinu fengu Jarðboranir verk- efni við neysluvatnsboranir á Azo- reyjun. Nú eru þær boranir hafnar, en það er fyrsta erlenda verkefnið sem Jarðboranir hf. vinna. Fyrirtæk- ið mun leggja höfuðáherslu á fleiri Fyrirtæki verkefni erlendis á næstunni. Sala á hlutabréfum ríkis og Reykjavíkurborgar stendur fram til áramóta. Nú hafa selst um 110 millj- ónir af hlutabréfunum en áformað var að selja bréf fyrir 260 milljónir króna. Stefán Halldórsson segir að salan hafí tekið nokkuð við sér að undanförnu og að hann búist við líf- legri sölu á milli jóla og nýárs. Hann býst við að takmarkið um að hluthaf- ar verði a.m.k. 200 talsins náist en það er skilyrði fyrir því að fyrirtæk- ið verði skráð á Verðbréfaþingi ís- lands. í síðastliðinni viku keypti einn aðili hlutabréf fyrir 15,5 milljónir í Haraldi Böðvarssyni hf. af fyrirtækinu sjálfu. Sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins keypti annar aðili sl. þriðjudag hlutabréf fyrir 22 milljónir króna í Skeljungi sem er um 1,3% af hlutabréfum fyr- irtækisins. Vikuna 16-22. des- ember voru skráð viðskipti á Verðbréfaþingi íslands og Opna tilboðsmarkaðnum fyrir rúm- lega 50 milljónir króna sem er langtum meira en fyrri vikur. Stóra salan í Skeljungi var á genginu 4,40 sem er 0,3 lægra en smærri sala daginn áður. Bréf- in í Haraldi Böðvarssyni voru seld á genginu 3,10 sem er óbreytt gengi frá fyrra degi. Fyrir utan þessar tvær sölur seldust hlutabréf í ijöl^örgum hlutafélögum þó smærri væru í sniðum. Til dæmis seldust bréf í Eimskipi fyrir um 3 milljónir, Flugleiðum fyrir tæp 900 þúsund og Hlutabréfasjóðnum fyrir 2,8 milljónir. Hlutabréfasala til ein- staklinga hefur lifnað við síðustu daga og mikið verið um fyrirspurn- ir til verðbréfafyrirtækjanna. Á meðfylgjandi súluriti má sjá raun- ávöxtun hlutabréfa á árinu, skv. útreikningum Kaupþings. Tölurn- ar eru verulega frábrugðnar tölum um raunávöxtun hlutabréfa sem birtust í viðskiptablaði í síðustu viku og má rekja það til mismun- andi útreikningsaðferða verð- bréfafyrirtækj anna. Stjórnir Útgerðarfélags Akur- eyringa, Jarðborana, Sæplasts hafa ákveðið að sækja um skrán- ingu á hlutabréfum félaganna á Verðbréfaþingi. KEA stefnir enn- fremur að'því að skrá bréf sín á Verðbréfaþingi eftir að hlutafjár- útboði félagsins lýkur, að því er fram kemur í útboðslýsingu. Sala á hlutabréfum KEA hefur gengið vonum framar og höfðu í gær selst bréf að nafnvirði 46 milljónir króna fyrir um 103 milljónir. Iðnaður Mengunarvamarbúnað- ur seldur til Filippseyja fyrir280 milljónir Prófun fer fram í janúar varðandi rafmagns- framleiðslu í Illinois Pharmaco selur meiii- hlutaeign sína íDelta LYFJAFYRIRTÆKIÐ Pharmaco hf. mun nú um áramótin selja öll hlutabréf sín í framleiðslufyrirtækinu Delta hf. og er stefnt að því að ijúfa þau nánu tengsl sem verið hafa milli fyrirtækjanna. Eins og nú háttar til á Pharmaco meirihluta hlutabréfa í Delta eða 63% en um áramótin mun Delta kaupa bréfin. Að sögn Wemers Rasmus- sonar, sem er sljórnarformaður beggja fyrirtækjannna hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvernig hlutabréfunum í Delta verður ráð- stafað en það er m.a. til skoðunar að bréfin verði boðin til sölu á almennum markaði. Hluthafafundir fyrirtækjanna hafa þegar sam- þykkt þessar breytingar en hluthafamir era að miklu leyti sömu aðilar. „Við höfum hlotið gagnrýni fyrir það að þessi fyrirtæki væru tengd,“ sagði Wemer í samtali við Morgun- blaðið. „Erlendir umbjóðendur hafa talið að það væri ekki eðlilegt að fyrirtæki sem væri umboðsmaður fyrir erlend stórfyrirtæki væri jafn- framt ráðandi í fyrirtæki sem fram- leiddi lyf í samkeppni við þau. Við teljum að það sé kominn tími til að rjúfa þau tengsl. Þetta gerist í sátt og samlyndi því það eru mikið til sömu eigendur að báðum fyrir- tækjunum og eftir sem áður verður mikið samstarf á milli þeirra. Pharmaco kemur til með að annast dreifingu fyrir Delta á sama hátt og gagnvart öðrum umbjóðendum." Werner sagði að ýmis teikn væru á lofti sem bentu til harðnandi sam- keppni á samheitalyfjamarkaðnum bæði frá innlendum og erlendum aðilum. „Með fyrirtækjunum Medis og Medis Danmark sem bæði eru sam- eign Delta og Pharmaco höfum við verið að reyna hasla okkur völl á erlendri grund. Þar hefur Pharmaco einnig lent í erfiðri stöðu gagnvart erlendum umbjóðendum okkar sem hafa óttast að við ætluðum í verð- stríð. Við höfum ennfremur haft spurnir af því að ýmis fyrirtæki hafi reynt að ná til sín einhvetjum af umboðum okkar. Það hefur verið reynt að skapa tortryggni um að við i Pharmaco ráðum alfarið fyrir Deltu. Samheitalyfjamarkaðurinn hefur gjörbreyst og er orðin veruleg ógn við frumlyfjafyrirtækin og þau líta því á tengsl umboðsmanna sinna við fyrirtæki í framleiðslu samheitalyfja allt öðrum augum en áður.“ Wemer sagði að Delta og Viking Brugg myndu sameinast. Þá myndi dótturfyrirtækið Kemikalia samein- ast Gosan en íslensk matvæli og laxeldisstöðin yrðu áfram deildir í Pharmaco. „Við höfum hins vegar ekki mótað endanlega hvernig þessu verður fyrir komið.“ AIR Purificaton Ltd., sem selur íslenska mengunarvarnarbúnað- inn Rotorfilter, er að ganga frá samningum við aðila á Filippseyj- um um sölu á 21 tæki þangað á næstu 26 vikum. Um er að ræða tvær aðskildar pantanir og er sú stærri sem hljóðar upp á 18 tæki, frá fyrirtæki sem er að selja á stofn olíuhreinsunarstöð á Filippseyjum. Verðmæti samninganna nemur samtals 4,7 millj- ónum dollara eða um 280 milljónum íslenskra króna. Þá er fyrir- hugað að prófa mengunarvarnarbúnaðinn í kolabrennslu hjá stórri rafstöð í Illinois um miðjan janúar að sögn Kjartans A. Jónssonar, eiganda Air Purification. „Stóra pöntunin frá Filippseyj- um er sú fyrsta sem kemur til vegna olíuhreinsunarstöðvar,“ sagði Kjartan í samtali við Morg- unblaðið. „Þessir aðilar nota olíu til að framleiða það rafmagn sem þeir þurfa fyrir stöðina og ætla að nota Rotorfilter mengunarvarn- arbúnaðinn til að hreinsa reykinn sem myndast af þeirri framleiðslu. Prófunin í Illinois um miðjan janúar er mjög mikilvæg að sögn Kjartans. „I Illinois er mikið um kolaframleiðslu og menn hafa þar umtalsverðan áhuga á búnaði okk- ar því kolin þeirra hafa of hátt brennisteinsmagn. Prófunin sem er gerð í samvinnu við Illinois ríki og stórt rafmagnsfyrirtæki þar, mun opna alveg nýja markaðs- möguleika fyrir okkur um allan heim, enda tel ég engan vafa á því að hún komi vel út fyrir okk- ur,“ sagði Kjartan. Sala mengunarvarnarbúnaðar- ins hefur gengið vel í Bandaríkjun- um og verið er að setja upp tæki í Tékkoslóvakíu, Ungveijalandi, Póllandi, Eistlandi, Lettlandi og Litháen auk þess sem samninga- viðræður eru í gangi við aðila í Japan. Rotorfílter mengunarvarnar- búnaðurinn er framleiddur í Vél- smiðju Sigurðar H. Þórðarsonar í Kópavogi. Sigurður er bróðir Jóns Þórðarsonar sem hannaði búnað- inn upphaflega fyrir um 20 árum þegar hér stóð til að skylda físki- mjölsverksmiðjur og aðrar verk- smiðjur sem valda loftmengun til að gera átak í mengunarvarnar- málum. Ekkert varð úr fram- kvæmdum þá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.