Morgunblaðið - 24.12.1992, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 24.12.1992, Qupperneq 8
XJöfóar til XX fólks í öllum starfsgreinum! VIÐSKIPn AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1992 VZterkurog L/ hagkvæmur auglýsingamiöill! JRtagunftlfifeffc Iðnaður Vogabær eykur umfang framleiðslu sinnar Vogabær er með um 80% markaðshlutdeild af tilbúnum sósum og ídýfum FYRIRTÆKIÐ Vogabær í Vogum mun hefja framleiðslu á tómatsósu, sinnepi og remúlaði um áramótin. Síðastliðin ár hefur fyrirtækið fram- leitt Voga-ídýfur og jafnframt keypti Vogabær E. Finnsson sósur, en það eru m.a. hamborgara-, kolteil- og pítusósur. Velta fyrirtækisins hefur farið vaxandi ár frá ári og á síðastliðnu ári var hún 58 milljón- ir króna, að sögn Guðmundar Sigurðssonar eiganda Vogabæjar. Með aukinni framleiðslu er ráðinn einn nýr starfsmaður til Vogabæjar og þá eru starfsmenn fyrirtækisins 8 talsins. Vogabær var upphaflega stofnað sem verslun árið 1976 en eftir upp- komu æ fleiri stórmarkaða á Suður- nesjum ákváðu eigendur fyrirtækis- ins, hjónin Sigrún Ósk Ingadóttir og Guðmundur Sigurðsson, að hefja framleiðslu á Voga-ídýfum til að laða að viðskiptavini. Viðtökumar voru það góðar að árið 1985 ákváðu þau alfarið að snúa sér að þeirri framleiðslu. Ári seinna var farið í mikla söluherferð og markaðssetn- ing hófst í stórmörkuðum, m.a. í Reykjavík. „Við komumst mjög fljótt inn í stórmarkaðina og við það jókst markaðssetningin til muna. Nú er Vogabær með um 80% markaðshlut- deild af tilbúnum sósum og ídýfum. Viðskiptavinir okkar eru um 600 aðilar um allt land,“ ságði Guðmund- ur. „Fyrir þremur ámm keyptu við fyrirtæki í Hafnarfirði sem fram- leiddi E. Finnsson sósumar. Við tók- um yfír þá framleiðslu og fluttum hana í Vogabæ. Með þessari auknu framleiðslu tvöfaldaðist velta fyrir- tæksins en fastakostnaður hélst mjög svipaður. Afkoma fyrirtækisins batnaði til muna.“ Hin nýja tómatsósa, remúlaði og sinnep Vogabæjar kemur á markað eftir áramót. „Það er mjög hörð sam- keppni á þeim markaði en við ákváð- um að láta slag standa þar sem kostnaðurinn við framleiðsluna er ekki svo mikill fyrir fyrirtækið. Nú þegar emm við með dreifíngu og viðskiptavinimir verða væntanlega þeir sömu og nú. Það styrkir mig einnig í þeirri trú að framleiðslan eigi erindi á markað- inn að þetta er góð íslensk vara sem ekki er dýrari en t.d. innflutt erlend tómatsósa. Við höfum haldið verðinu á E. Finsson sósunum niðri með því að framleiða umbúðimar sjálfír og keyptum sérstaka vél til þess. Dós- irnar undir Voga-ídýfumar kaupum við hins vegar frá Reykjalundi. Það má því segja að framleiðslan sé sannarlega íslensk." Guðmundur segist vera bjartsýnn og vongóður um framtíð fyrirtækis- ins. „EES-samkomulagið mun vænt- anlega leiða til aukins innflutnings en við munum standast þá sam- keppni." T o r g i ð Fólk Stöðuhækkanir ogskipulags- breytingar hjá MERLINGUR Leifsson tekur við starfí deildarstjóra nýrrar deildar um öryggismál, gæðaeftirlit og málm- fræðistofu. Fellur deildin undir fram- leiðslu- og um- hverfíseftirlit. Erl- ingur er fæddur 1942, stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og er véltæknifræðingur frá Mannheim í Þýskalandi. Auk þess hefur hann sótt mörg námskeið um tækni og stjómun á vegum ISAL hjá fyrirtækjum og háskólum heima og erlendis. Hann hefur lengst af starfað hjá ISAL, í steypuskála, sem deildarstjóri en nú um 15 mánaða skeið sem deildarstjóri fræðslu- og öryggismála. Hann er kvæntur Arndísi Gunnarsdóttur og eiga þau fíögur böm. MJÓN Þórður Jónsson tekur við starfi deildarstjóra kersmiðju og skautsmiðju. Hann er fæddur 26. september 1943. Jón lærði renni- smíði, nam síðan tæknifræði við Motala tekniska aftonskola í Sví- þjóð og lauk prófí þaðan árið 1971. Hann vann við hönnunarstörf hjá Luxor Radio í Motala 1969-1972 síðan við sölu vörubifreiða og þungavinnuvéla hjá Velti hf. til 1977. Jón hóf störf hjá ISAL árið 1977 í nýbyggingtækni- deild og hefur unnið við umsjón ýmissa nýframkvæmda, síðast sem verkefnastjóri þekjuverkefnis. Hann er kvæntur Sigrúnu Stellu Guð- ión ÞórAur mundsdóttur sjúkraliða og eiga þau þijú böm. MKRISTJÁN Guðmundsson verð- ur forstöðumaður yfír samræmingu gæðakerfa, fræðslumálum, útgáfu- málum og gesta- móttöku. Hann er fæddur 27. júní 1953, lauk stúd- entsprófí frá Verzlunarskóla íslands 1975 og prófi í viðskipta- fræði frá Háskóla íslands árið 1978. Hann var kennari við Fjölbrautskólann í Breiðholti 1979-1984 og deildarstjóri viðskipta- sviðs skólans frá 1982-1984. Krist- ján lauk BS prófí í tölvunarfræðum frá The City University í London árið 1988 og hóf störf hjá ISAL að því námi loknu, en tók síðar við umsjón með samræmingu gæðakerfa og aðlögun þeirra að ISO 9002 gæða- kerfisstaðlinum. Viðskiptafull- trúi Kaupfélags Þingeyinga MPÉTUR Jónsson hefur verið ráð- inn viðskiptafulltrúi Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík. Starfssvið viðskiptafulltrúa er framkvæmd innra eftirlits áætlana- gerð, uppgjörsmál og yfírumsjón með verslunarrekstri fé- lagsins. Pétur er 26 ára. Hann lauk prófí í viðskipta- fræðum frá Hand- elshögskolan i Göteborg vorið 1990 og ári síðar lauk hann Meistaragráðu af reikn- ingshalds og fjármálasviði frá sama skóla. Eftir að námi lauk hefur hann starfað við eigin atvinnurekstur. Kona Péturs er Arna Hreinsdóttir og eiga þau eina dóttur. Pótur Kristján A að skera upp landbúnaðarkerfið á krepputímum? Á lokaspretti fjárlagaafgreiðslu þingsins fuku allar fyrirætlanir rík- isstjórnarinnar um niðurskurð til landbúnaðar meira og minna út af borðinu. Bændur og forystu- menn landbúnaðarins anda vænt- anlega léttar í bili, enda má ef til vill segja að kerfi þeirra hafi þurft að sæta meiri uppskurði á síðustu mánuðum en nokkur annar at- vinnuvegur. Forystumönnum bænda er þó væntanlega fullljóst að slagnum er hvergi nærri lokið. Meginmálið er hins vegar hvernig staðið verður að umbótum í fram- tíðinni. í því Ijósi er kannski hollt að glugga í grein sem birtist í breska tímaritinu The Economist 12. des- ember sl. þar sem er að finna ítar- lega umfjöllun um landbúnaðarmál hins vestræna heims. í aðalatrið- um má segja að í heiminum togist á tvenns konar sjónarmið — ann- ars vegar þau að nauðsyn sé á róttækum og skjótum aðgerðum til aukins frjálsræðis innan land- búnaðarkerfisins og hins vegar að allar breytingar verði að gerast með hægfara aðlögun til að valda sem minnstri röskun og uppnámi. í grein The Economist er dæm- ið um róttækar og skjótar aðgerð- ir í þessu efni sótt til Nýja-Sjálands þar sem Verkamannaflokkurinn greip til slíkra ráða um miðjan níunda áratuginn, fljótlega eftir að hann komst þar til valda. Fram að þeim tíma höfðu fáir bændur í heiminum notið jafn ríkulegra ríkis- styrkja, en nú er svo komið að aðeins um 4% af tekjum bænda eru í formi opinberra styrkja. Uppskurður landbúnaðarkerfis- ins var hraður þegar ný stjórn snerist gegn þessari þróun, enda efnahagur landsins í rúst. Styrkjum og niðurgreiðslum var að miklu leyti hætt á aðeins þremur árum og hætt var að niðurgreiða vexti af lánum. Afleiðingarnar létu ekki á sér standa. Vergar rauntekjur af býli féllu um mílli áranna 1980 og 1986. Jarðarverð féll um helm- ing vegna þess að jörðin var ekki lengur uppspretta þeirra styrkja sem áður buðust. Búpeningur dróst verulega saman. Áburðar- styrkir féllu um 55%. Vaxtagreiðsl- ur hafa í tvígang orðið hærri en allar tekjur landsins af landbúnaði, þrátt fyrir að stjórnvöld afskrifuðu talsvert af lánum. Aðlögunin varð erfiðust fyrir þá bændur sem skuldugastir voru en þeir voru ein- att þeir sömu og státuðu af mestri framleiðni. Það hefur tekið nýsjá- lenskan landbúnað um sjö ár að rétta aftur úr kútnum. Verðbólgan í landbúnaði sem náði hæst um 23%, hefur nú fallið svo að leita verður aftur til um 1960 að finna samsvörun. Samtök bænda segj- ast nú fyrst greina aukna bjartsýni meðal umbjóðenda sinna. Engu að síður kynnu einhverjir að ætla að reynsla Nýsjálendinga væri skólabókardæmi fyrir rök- semdafræslu þeirra sem mæla gegn róttækum uppskurði í land- búnaðargeiranum. The Economist segir hins vegar hið gagnstæða. Um miðjan síðasta áratug hafi bergmálað viðvörunarorð um að þúsundir bænda mundu flosna upp af jörðum sínum vegna þess- ara aðgerða stjórnvalda. Stað- reyndin sé hins vegar sú að bænd- ur séu nú fleiri en hafi verið í byrj- un níunda áratugarins þar sem tómstundabændur og garðræktar- bændur hafi farið að yrkja jörðina. Rannsóknir hafa einnig sýnt að það eru einmittfjölskyldubýlin sem hafa spjarað sig best vegna þess að það hefur sýnt sig að fjölskyld- an hefur getað nýtt sér vannýtt vinnuafl heima fyrir, ýmist við störf heima fyrir eða til að afla tekna utan býlanna. Þær fáu rannsóknir sem gerðar hafa verið á bændum sem yflrgáfu jörð sína hafa einnig leitt í Ijós að aðlögun þeirra í nýju umhverfi hefur verið auðveldari en gert var ráð fyrir. The Economist rekur einnig af- drif kornræktarbænda í Bandaríkj- unum í byrjun níunda áratugarins. Á áttunda áratugnum virtist heim- urinn hafa óseðjandi þörf fyrir bandarískt korn. Útflutningur á því jókst um 10% á ári í magni og um 20% í verðmæti. Tekjur bænda höfðu aldrei verið meiri. Jarðarverð jókst hratt og bændur tóku um 100 milljarða dollara að láni í krafti þess. í byrjun níunda áratugarins fóru bandarísk stjórnvöld hins veg- ar að beitd vöxtum gegn verð- bólgu. Afleiðingin varð samdráttur — verslun með korn dróst saman og hátt gengi dollars vegna hárra vaxta hækkaði kornið í verði gagn- vart viðskiptalöndunum. Eins og á Nýja-Sjálandi komu umhverfis- breytingarnar fyrst fram í jarðar- verðinu og það féll um helming á sumum svæðum. Miðlungs stór- býlin urðu harðast úti þar sem þau höfðu óspart tekið lán meðan allt lék í lyndi. Sumar kannanir benda til að allt að 15% bænda hafi flosn- að upp af jörðum sínum meðan á þessu stóð. Ekki birti yfir bandarískum land- búnaði fyrr en vextir og dollarinn tóku að falla á ný og eftir að banda- rísk stjórnvöld höfðu varið nærri 50 milljörðum dala í styrki. The Economist segir að reynsla Banda- ríkjamanna líkt og Nýsjálendinga sýni einfaldlega að bændur geti ekki lokað sig af frá öðrum þáttum efnahagslífsins. Rannsóknir í báð- um þessum löndum bendi til þess að vextir og gengisskráning hafi afgerandi áhrif af afkomu landbún- aðarins. Hið síðarnefnda á þó síð- ur við hér á landi vegna þess að útflutningur landbúnaðarafurða skiptir hér óverulegu máli. Ályktun The Economist af þessum tveimur dæmum er sú að grípi stjórnvöld til uppstokkunar á landbúnaðar- stefnunni á samdráttartímum, þá verði bændur eins og aðrir kaup- sýslumenn sem versli með mark- aðshæfa hrávöru, sérlega illa úti. Ef hins vegar uppstokkunin er gerð þegar skilyrði til einhvers efna- hagslegs bakslags eru hagstæð, þá sé lag til skjótra og róttækra umbóta jandbúnaðarkerfsins og vandi bænda vel leysanlegur. í þessu Ijósi ættu menn því ef til vill ekki að sýta það þótt land- búnaðurinn íslenski hafi sloppið með skrekkinn undan niðurskurð- arhnífnum að þessu sinni — heldur bíða betra færis þegar árferðið leyfir. BVS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.